Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ
46 FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997
Dýraglens
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Eru heimilin
vörugeymslur?
Frá Jóni Kjartanssyni:
ÞÓTT kjarasamningar hafi staðið í
hálft ár, hef ég ekki heyrt orð það-
an um þau ókjör að skuldir heimil-
anna eru nú um 350 milljarðar og
vaxa stöðugt. Slíkt hefði þó verið
eðlilegt því stjómvöld komu að
málinu samkvæmt venju og má
næstum segja að heimilisskuldir séu
lögboðnar vegna húsnæðisstefn-
unnar. Enginn á húsnæði skilið eða
rétt til heimilis nema hann geti
borgað og til þess þarf að taka lán.
Forstjóri Húsnæðisstofnunar svar-
aði nýlega SUS-mönnum sem höfðu
gagnrýnt stofnunina. Hann sagði:
Viljið þið heldur alm. bankavexti
en hagstæðu vextina hjá okkur?
Byggingameistari sagði við mig í
fyrrasumar: „Það verður að gera
fólkið að húseigendum þótt það sé
aðeins að nafninu til, svo hægt sé
að ganga að því.“ Það er opinbert
markmið að lána efnuðu fólki niður-
greitt fé til húsakaupa, hinir verða
líka að taka þessi lán og mega
kallast húseigendur þar til gengið
er að þeim. Eftir það geta þeir étið
upp úr sorptunnum og gist í tjaldi,
því gjaldþrota fólk fær ekki lán og
getur ekkert keypt. Gjaldþrotin era
nú orðin álíka tíð og var fyrir ára-
tug er Samtök fólks í greiðsluerfið-
leikum vora stofnuð, þrátt fyrir
reddingar og ráðgjafir.
Öll hús kosta peninga. Þó er
misjafnt hvernig að málum er stað-
ið. Veðsetji fyrirtæki vörugeymslur
sínar og lagera er gengið að þeim
ef ekki er greitt. Þannig era alm.
markaðsreglur. En hafið þið heyrt
að kirkjur séu boðnar upp og söfn-
uðir bomir út ef illa gengur að
borga? Eða skólar, söfn, spítalar
eða leikhús? Ekki minnist ég þess.
Jafnvel útburðarstjórnin í Reykja-
vík hefur mér vitanlega ekki krafist
uppboðs á Borgarleikhúsinu þrátt
fyrir allt baslið. Ástæðan er ljós,
þetta eru menningarstofnanir, upp-
eldis- og umönnunarstofnanir og
þá er leitað annarra leiða. Heimilin
eru hinsvegar flokkuð sem vöru-
geymslur og lagerar og þykir sjálf-
sagt að brjóta þau niður og jafnvel
gert útá það, enda hafa íjármagns-
eigendur upp úr þessu a.m.k. 40
milljarða kr. á ári. Þannig er þessi
dýrasti lífsstíll í heimi mjólkurkýr
fyrir sældarlýð og braskara og
embættismenn sem hanga utaná
þessu. En hversu lengi þolir banka-
kerfið þessa skuldasöfnun, sem
hlýtur að enda með hrani líkt og
gerðist á Norðurlöndum fyrir um
áratug? Ekki hafa allir stofnað
sjálfir til skuldanna, heldur skrifað
uppá fyrir aðra og það er tekið gilt
í bönkunum. Og hversu lengi þolir
þjóðfélagið upplausn heimilanna
þúsundum saman? Er ekki löngu
tímabært að taka mark á 71. gr.
stjórnarskrárinnar þar sem segir:
„Állir skulu njóta einkalífs, heimilis
og fjölskyldu." Era heimilin ekki
verðmætari en vöruskemmur?
JÓN KJARTANSSON
frá Pálmholti,
formaður
Leigjendasamtakanna.
Ranghugmyndir
nær ingarfræðingsins
Frá Steingrími Wernerssyni:
SUNNUDAGINN 23. mars birtist
flennistór grein eftir næringarfræð-
ing sem vinnur sem verktaki fýrir
Mátt, þar kom hann með fullyrðing-
ar um efni sem selt er hér á landi.
Því miður virðist næringarfræðing-
urinn ijalla um hluti sem hann hef-
ur ekki þekkingu á, ekki kynnt sér
eða hreinlega er illa læs. Hann seg-
ir í grein sinni_„töflur sem Gaui litli
auglýsir ... I þessum töflum er
sorbitol sem er hvítt kristallað efni.“
Hér mun ég svara þessari vit-
leysu:
1. Efnið sem hann á við er í
hylkjum, ekki á töfluformi (vonandi
þekkir næringarfræðingurinn mun-
in á hylkjum og töflum).
2. Innihaldsefnið er ekki sorbitol
heldur ABSORBITOL sem á ekkert
skylt við sorbitol (vonandi skilur
næringarfræðingurinn muninn á
orðunum ósjálfbjarga og sjálfbjarga
þó það muni einum staf).
í þessum hylkjum eru trefjaefni
unnin úr skel skelfisks og eru þau
sett í hylki til að ekki þurfi að
setja hjálparefni með sem notuð
eru við framleiðslu taflna. ABSOR-
BITOL bindur allt að 12 sinnum
þyngd sína af fitu. Læknar og „al-
vöru næringarfræðingar" nota
ABSORBITOL til hjálpar sínum
skjólstæðingum með góðum ár-
angri. Einnig hefur það sýnt sig
að fólk með fituóþol getur borðað
fitu m_eð því að nota ABSORBI-
TOL. Á breskum heilsumarkaði er
ABSORBTOL með u.þ.b. 90%
markaðshlutdeild. Ég efast stór-
lega um að henni hefði verið náð
ef þetta virkaði ekki. ABSORB-
ITOL er eitt af fáum ef ekki eina
efnið á markaði hérlendis sem hef-
ur tvíblindar læknisfræðilegar
rannsóknir á bak við sig sem stað-
festa virkni þess. Þessar rannsókn-
ir eru gerðar af virtum læknastofn-
unum og hafa læknar hér á landi
farið yfir heimildir og lýst ánægju
sinni með þær svo og árangur
ABSORBITOLS.
Það hryggir mig að virt stofnun
eins og Máttur geri ekki meiri kröf-
ur til fagmanns sem leiðbeinir við-
skiptavinum þeirra.
Með von um að Morgunblaðið
sjái sóma sinn í því að leiðrétta
rangfærslur sem birtast í blaðinu.
STEINGRÍMUR WERNERSSON,
lyfjafræðingur.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, iþróttir 569 1156,
sérbiöð 569 1222, augiýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG:
MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjaid 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasöiu 125 kr. eintakið.