Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ 8,7% þátttaka í atkvæðagreiðslu um kjarasamning VR Naumur meirihluti samþykkur KJARASAMNINGUR Verslunar- mannafélags Reykjavíkur við Vinnuveitendasambandið og Vinnu- málasambandið var samþykktur með 533 atkvæðum gegn 524. Á kjörskrá voru 12.227, 1.063 greiddu atkvæði, eða 8,7%. Til að hægt hefði verið að fella samning- inn hefði þurfti að minnsta kosti 20% kjörsókn. Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélagsins, segir það ekki hafa komið sér á óvart hversu margir greiddu atkvæði gegn samningnum. „Ég fann að það var nokkur andstaða og gerði alveg eins ráð fyrir að samningurinn yrði felldur. Það sem kannski hafði hvað mest að segja var að sú saga hafði flogið út, sérstaklega í stórmarkað- ina, að við hefðum samið um leng- ingu dagvinnutímans til klukkan átta á kvöldin. Þetta er alrangt, það er engin breyting á vinnutímanum í aðalsamningnum. Hins vegar er heimild til að ræða þessi mál ef menn gera fyrirtækjasamninga. En það er háð samþykki meirihluta starfsmanna í hvetju fyrirtæki fyrir sig.“ Magnús bendir einnig á að þeir sem eru í andstöðu við samninga séu líklegri til að fara á kjörstað. „Það eru ekki nema rúmlega 4% þeirra sem eru á kjörskrá sem greiddu atkvæði gegn samningun- um. Vinnulöggjöfin er með þeim hætti að vægi atkvæða þeirra sem eru með samningunum verður mest ef þeir sitja heima. Þetta verður ekki beinlínis til að hvetja menn sem eru samþykkir samningnum til að fara á kjörstað. Það er auðvitað vont.“ Verðhækkanir á brauði voru ögrun Magnús segir samt að ekki sé hægt að skýra alla andstöðuna gegn samningnum með ofangreindum ástæðum. „Hluti af okkar fólki, sérstaklega í stórmörkuðunum, er á lágum launum og þar er óánægja, það verður að segjast eins og er.“ Hann segir einnig að það hafi haft mikil áhrif þegar fréttist af verð- hækkunum á brauði á grundvelli þess að laun væru að hækka. „Þetta fór óskaplega illa í fólk. Þessar ákvarðanir eru teknar áður en búið er að samþykkja samningana. Þetta er auðvitað mikil ögrun við stöðug- leikann í þjóðfélaginu." Magnús leggur áherslu á að kjarabóta verði leitað í fyrirtækja- samningum. Hús rýmd á ísafirði ALMANNAVARNANEFND ísa- fjarðar ákvað í gærkvöld í samráði við Veðurstofuna að rýma þijú hús á ísafirði, 16 í Hnífsdal og nokkur á Flateyri vegna snjóflóðahættu. Að sögn lögreglu á ísafirði var veður þar slæmt í gærdag, mikil snjókoma og hvöss norðanátt. Spá var slæm fyrir nóttina. Húsin sem rýmd voru eru við Grænuhlíð og Seljaland. Tólf íbúar þurftu að yfirgefa hús sín, en við Grænagarð er einnig margvísleg at- vinnustarfsemi. í Hnífsdal var lýst yfir hættuástandi á svæði þar sem sextán hús standa, en það eru allt hús sem keypt hafa verið upp vegna snjóflóðahættu og því býr enginn þar. Ekki var ljóst í gærkvöld hversu mörg hús hefðu verið rýmd á Flateyri. ----------» ♦ ♦---- Samherji Eftirspurn níföld á við framboð 6.300 einstaklingar og fyrirtæki ósk- uðu eftir hlutabréfum, samtals að andvirði rúmlega 400 milljóna króna að nafnverði, eða 3,6 milljarða króna að söluverði, í hlutafjárútboði Sam- heija sem lauk í gær. Samtals voru í boði hlutabréf fyrir 45 milljónir króna að nafnvirði, eða 405 milljóna króna að söluverði, þannig að eftir- spurnin var nífalt meiri en framboð. Sigurður Sigurgeirsson, forstöðu- maður Landsbréfa á Norðurlandi, segir að kaupendur hafi verið af öllu landinu, flestir þeirra éinstaklingar. Þegar hlutabréfunum verður útdeilt má gera ráð fyrir að bréf að nafn- verði rúmar sjö þúsund krónur og söluverði rúmar 64 þúsund krónur, komi í hlut hvers. Hlutabréfin voru öll á genginu níu. MORGUNBLAÐINU í dag fylgir sérblað um dagskrá útvarps og sjónvarps um páskana. Ljósmynd/Hjálmar Jónsson Lítið eftir af Þorsteini LÍTIÐ er nú eftir af bátnum Þorsteini GK 16, sem strandaði undir Krísuvíkurbergi fyrir rúmum hálf- um mánuði. Brimið hefur farið um hann heldur óbliðum höndum og brátt verður ekki annað en minningin eftir. Á myndinni, sem tekin var úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær, má sjá leifarnar af Þorsteini. Ofar sést það sem eftir er af skrokknum og að neðan má sjá hluta af stýrishúsinu. Köfun að flaki Æsu undirbúin Framsals- beiðni kynnt Hanes- hjónunum HANES-HJÓNIN bandarísku voru kölluð til RLR í gær þar sem þeim var kynnt framsalskrafa sem borist hefur frá Bandaríkjunum vegna ákæru á hendur þeim fyrir brottnám á dótturdóttur konunnar. Að sögn Stefáns Eiríkssonar, lög- fræðings í dómsmáiaráðuneytinu, kom krafan frá Bandaríkjunum í byijun mars. „Við þurftum að kanna hvort krafan kæmi frá réttum aðilum og hvort þar væri að finna öll þau gögn og skjöl sem fylgja eiga slíkri kröfu samkvæmt lögum. Eftir það var hún send til ríkissaksóknara." Stefán segir að hjónin hafi tvo kosti, annaðhvort að fallast á kröf- una eða fara fram á að héraðsdómur skeri úr um hvort lagaskilyrði fyrir framsali séu uppfyllt. Nokkrar vikur tekur að fá þann úrskurð og einnig getur málið komið til kasta Hæsta- réttar. Loks er málið sent á ný til dómsmálaráðuneytisins og það tekur endanlega ákvörðun um framsalið. SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur falið Siglingastofnun íslands að kanna hvert yrði umfang og kostn- aður við köfun og skoðun á flaki Æsu ÍS 87 þar sem það liggur á 70 m dýpi í Amarfirði. Haft hefur verið samband við enskt köfunar- fyrirtæki og standa nú yfir viðræð- ur um að það taki verkið að sér. „Ég hitti í morgun ásamt Davíð Oddssyni forsætisráðherra ættingja þeirra sem fórust með Æsunni, þá Hörð Albert Harðarson og Arnar Grétar Pálsson en Kolbrún Sverris- dóttir komst ekki til fundarins þar sem ekki gaf til flugs,“ sagði Hall- dór Blöndal samgönguráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Enskir kafarar kafa niður að flakinu „Þar gerði forsætisráðherra grein fyrir málinu. Niðurstaðan er sú að við stefnum að því að samið verði við enskt kafarafyrirtæki um að fara niður að flakinu nú í apríl til þess að grafast fyrir um orsakir slyssins og freista þess að ná upp líkum þeirra sem létust ef þau eru í flakinu." Samgönguráðherra kvaðst vera að láta taka saman skýrslu um málið sem verður lögð fyrir ríkis- stjórnarfund á miðvikudaginn kem- ur og gera sér vonir um að þá geti legið fyrir hvert umfang málsins verður og hvernig að því verður staðið. „Síðan verður unnið áfram að málinu og munum við láta það ganga eins hratt og við getum. Jafnframt kemur til greina að at- huga fleiri flök ef kostnaður við það verður ekki of mikill,“ sagði ráð- herra ennfremur. Reynt verður að gera ítarlega athugun á flakinu og könnuð þau atriði sem rannsóknanefnd sjóslysa óskar eftir að láta skoða. Farið verður um vistarverur áhafnar, lest, vélarrúm og víðar eftir því sem nauðsynlegt er talið. Tveir menn fórust með Æsu. Þjófur misstí skó áfiótta MAÐUR vatt sér inn í verslun við Fellsmúla laust eftir klukk- an 17 í fyrrdag, greip þar geislaspilara og hijóp út. Versl- unareigandinn var snar í snún- ingum, hljóp á eftir þjófinum, og tókst eftir nokkra eftirför að ná tækinu. Þjófurinn náði hins vegar að komast inn í bíl sem lagt var þar skammt frá og aka af vett- vangi. Hann hafði á hlaupunum misst annan skóinn og lagði lögreglan í Reykjavík hald á hann. Verslunareigandi náði skráningarnúmeri bifreiðarinn- ar og er vitað hver er eigandi hennar, og má hann búast við að lögreglan heimsæki hann von bráðar og máti á hann skóinn. Olía úr spennuvirki lakút EINANGRARI í spennuvirki hjá Reykjahlíð í Mosfellsdal splundraðist á mánudagskvöld og þeyttust brot úr honum marga metra, meðal annars í kælikerfi annars spennuvirkis um 20-30 metra í burtu. Leki kom að kælikerfinu og ýrðust úr því 1.500 til 2.000 lítrar af spennuolíu. í kjölfarið þurfti að fjarlægja mengaðan snjó af svæðinu og dæla í burtu þeirri oiíu sem hægt var að ná upp. Þá fór lögreglan í Reykjavík eftir ábendingu frá Eldvarna- eftirliti að sorpgeymslu húss við Möðrufeil og fann þar 300 lítra af gasolíu í fyrradag. Lagt var hald á eldsneytið. Spilafélagar rændu mann og börðu MAÐUR kærði líkamsárás og rán snemma á þriðjudagsmorg- un, sem átti sér stað á heimili hans á Ásvallagötu. Hann var fluttur á slysadeild með áverka í andliti. Maðurinn hafði farið á knæpu í Hafnarstræti kvöldið áður og hitt þar par, karl og konu, sem hann bauð heim til að spila brids, að eigin sögn. Treg til farar Eftir næturlanga spila- mennsku þótti húsráðanda tímabært að kveðja gesti sína, en þeir reyndust á öðru máli og kom til stimpinga þeirra á milli. Slógu þau hann í andlitið og hirtu af honum veski með um 6.000 krónum í peningum. Sást til fólksins hlaupa austur Ásvallagötu að því loknu. Lögreglan handtók skömmu síðar mann þar skammt frá, sem kom heim og saman við lýsingu árásarþolandans. Hræ af hrossi fjarlægt FÉLAGI í samtökunum Dýra- vernd tilkynnti lögreglu í fyrra- dag að í girðingarhólfi í Kolla- firði við Vesturlandsveg væri stóð hrossa og virtust þau illa á sig komin. Einnig væri grun- ur um að dautt hross lægi und- ir snjóskafii við hólfíð. Lögreglan hafði samband við dýrarverndarfulltrúa Kjal- arness og gerði hann ráðstaf- anir í þá veru að hrossunum væri gefið og hræið fjarlægt. Sveitarstjórn Kjalarness hefur málið til meðferðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.