Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lestur dagblaða í viku í mars 1997 Meðallestur á tölublað, skipting eftir aldri lesenda i»xa ^HDagur-^ímum 19* 13* 13* Qe* □ 6% □ 5% 76% plorgimlífei&ÍÖ 60% 63% 41% 10* □ & 18% K Meðallestur Eitthvað á tölublað lesið í vikunni Fjölmiðlakönnun Félagsvísindastofnunar 60% lesa Morgunblaðið hverium degi * a MORGUNBLAÐIÐ er að meðaltali lesið af 60% landsmanna á aldrinum 12-80 ára dag hvern, samkvæmt niðurstöðum fjölmiðlakönnunar Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla ís- lands, sem gerð var 27. febrúar til 5. marz síðastliðinn. Þetta er sami meðallestur og í síðustu könnun, sem var gerð í október á síðasta ári. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar les að meðaltali 41% Dagbiaðið-Vísi hvern útgáfudag, 10% lesa Dag-Tímann og 4% Við- skiptablaðið. Spurt var hvort fólk væri áskrif- endur að blöðunum og sögðu 59% að Morgunblaðið væri keypt í áskrift á þeirra heimili, 25% voru áskrifend- ur að DV, 8% að Degi-Tímanum og 1% að Viðskiptablaðinu. Sé litið á það, hversu margir sögðust hafa lesið eitthvað í hvetju blaði í könnunarvikunni, sögðust 76% hafa lesið eitthvað í Morgun- blaðinu, 63% eitthvað í DV, 18% höfðu séð Dag-Tímann og 4% Við- skiptablaðið. Flestir sjá Séð og heyrt af tímaritunum Séð og heyrt er vinsælasta tíma- ritið, samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar, en 60% svarenda sögð- ust hafa séð það einhvem tíma síð- astliðna tólf mánuði. Það tímarit, sem flestir sögðust sjá næstum því alltaf þegar það kemur út, er hins vegar Sjónvarpshandbókin, sem borin er ókeypis í heimahús. Mest er hlustað á Rás 2 af út- varpsstöðvunum, 67% sögðust hafa stillt á hana einhvem tímann í könn- unarvikunni. Bylgjan er næstvin- sælust og hlustuðu 57% á hana ein- hvern tímann í vikunni. Litlar breyt- ingar hafa orðið á útvarpshlustun frá síðustu könnun. Enn ein stöðin vinsælasta sjónvarpsefnið Af sjónvarpsstöðvunum er mest horft á Ríkissjónvarpið, en 94% landsmanna horfðu á það einhvern tímann í vikunni. Á Stöð 2 horfðu 83%, 28% á Sýn og 25% á annað sjónvarp. Könnunin var gerð eftir að Stöð 3 hætti útsendingum. Áhorf á Ríkissjónvarpið og Stöð 2 breytist ekki marktækt frá síðustu könnun, en áhorf á Sýn tvöfaldast hins veg- ar, fer úr 14% í október í 28% nú. í marz í fyrra stilltu hins vegar 37% á Sýn einhvern tímann í vikunni og hefur stöðin ekki náð því áhorfi á ný. Vinsælasta sjónvarpsefnið var Enn ein stöðin í Ríkissjónvarpinu, sem 51% landsmanna horfði á. Á fréttir Ríkissjónvarpsins horfðu 40%, sem em jafnmargir og horfa á 19-20, sem er vinsælasta efni Stöðvar 2. Vinsælasta efnið á Sýn em Ráðgátur og Meistarakeppni Evrópuliða. Könnun Félagsvísindastofnunar var í dagbókarformi. Tekið var 1.500 manna slembiúrtak úr þjóð- skrá, en alls voru sendar úr 1.267 dagbækur. Svöran var um 62% af upphaflegu úrtaki og 74% ef miðað er við útsendar dagbækur. Félags- vísindastofnun telur svarendahóp- inn endurspegla þjóðina ágætlega hvað varðar kyn, aldur og búsetu. 15 mánaða fangelsi fyrir mök við telpur HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt 72 ára gamlan mann í Reykjavík í 15 mánaða fangelsi fyr- ir ítrekuð kynferðisbrot gegn tveim- ur stúlkum á árunum 1989 til 1995. Stúlkurnar eru nú 16 og 17 ára. Maðurinn játaði að hafa marg- sinnis haft í frammi ýmiss konar kynferðislega tilburði við telpurnar en þó aðeins hluta þess sem honum var gefið að sök. Fyrir önnur brot var hann sakfelldur á grandvelli framburðar stúlknanna tveggja. Brotin voru framin í bifreið manns- ins eða á heimili hans í Reykjavík eftir að hann hafði keypt hamborg- ara og ís handa telpunum. Málið kom upp árið 1996 eftir að önnur stúlkan trúði kennara sínum fyrir því að hún og vinkona hennar hefðu áram saman átt í þessum sam- skiptum við manninn. I áliti félagsráðgjafa, sem teipan hefur verið í meðferð hjá og lögð var fyrir dórninn, segir að hún hafi mjög alvarleg einkenni sem mjög líklega megi tengja við áralanga kynferðislega misnotkun og sem mörg ár muni taka að vinna úr og þau eigi eftir að valda henni ýmsum erfjðleikum í lífinu. í dóminum kemur fram að hin telpan hafi ekki þegið meðferð. I niðurstöðum Steingríms Gauts Kristjánssonar héraðsdómara segir að með ólögmætum og refsiverðum meingerðum sínum hafi maðurinn brotið gegn persónu stúlknanna og mannhelgi. Þótt önnur þeirra láti ekki mikið yfir afleiðingum framferð- is mannsins gagnvart henni beri að hafa í huga að afstaða hennar kunni að mótast af bælingu og óviija að horfast í augu við sálræn vandamál. Refsing mannsins var ákveðin fangelsi í 15 mánuði. Þá var hann dæmdur til að greiða annarri stúlk- unni 500 þúsund krónur og hinni 400 þúsund krónur í skaðabætur. Flogið til messugjörðar á Akureyri UNGLINGAR innan Æskulýðs- sambands kirkjunnar í Reykja- víkurprófastsdæmi munu fara í flugferð til Akureyrar í boði Atl- anta flugfélagsins, Olíufélagsins hf. og fleiri í byrjun júni. Miðað er við þátttöku þeirra sem hafa verið virkir í æskulýðsstarfinu í vetur eða um 360 unglinga og hefur próföstum Reykjavíkur- prófstdæma og biskupi verið boðið með í ferðina. Þann 1. júní munu unglingam- ir mæta í guðsþjónustu í sóknar- kirkjum sínum um morguninn en um hádegi verða þeir sóttir í rútum sem aka þeim til Keflavík- urflugvallar. Þar mun bíða þeirra Lockeed TriStar breið- þota Atlanta flugfélagsins og verða hreyflar ræstir kl. 14.30. Á Akureyrarvelli verður guðs- þjónusta í flugskýli Flugfélags Islands og er undirbúningur hennar í höndum heimamanna. Að henni lokinn verður boðið upp á hressingu en kl. 17 verður hald- i(l í jöklaskoðunarferð á þotunni. Á leiðinni verður kynnt, „Náttúr- an sem kennslustofa Guðs.“ Stefnt er að því að lenda i Kefla- vík undir kvöld og að komið verði í sóknarkirkjurnar kl. 19. Fræðslu- og þjónustudeild kirkj- unnar hefur tekið saman bæna- bók í tilefni ferðarinnar. Morgunblaðið/Golli UNGLINGAR í æskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar i Grafarvogssókn verða meðal þeirra sem taka þátt í boðsferð Atlanta flugfélags- ins, Olíufélagsins hf. og fleiri til Akureyrar í byrjun júní. Æskulýðssamband kirkjunnar BLÓÐSJÚKDÓMA- og krabba- meinsdeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur, sem stofnuð var við sameiningu Landakotsspítala og Borgarspít- ala, var nýlega kynnt en deildin er hluti af lyflækna og endurhæf- ingardeild spítalans. Að sögn Sig- urðar Björnssonar, lyflæknis og lyflæknis krabbameina, hefur þeim flölgað verulega, sem leita til deild- arinnar eftir að hún var stofnuð. Að söng Sigurðar, er deildin rekin í samfloti við smitsjúkdóma- deild spítalans en auk þess fer mikið af starfseminni fram á dag- deild, sem opin er milli kl. 8-16. Þangað geta þeir sjúklingar sem eru í meðferð leitað ásamt þeim sem koma í viðtöl og eftirlit. Fjór- ir læknar starfa við deildina auk Sigurðar þau Guðmundur Ingi Eyjólfsson og Vilhelmína Haralds- dóttir, lyf- og blóðsjúkdómalækn- ar, og Friðbjörn Sigurðsson lyf-, blóðsjúkdóma- og lyflæknir krabbameina. „Við sinnum þeim krabbameins- og blóðsjúkdómum, sem hingað koma, bæði bráða innlögnum og eins þeim sem leita til skurðlækn- anna en flestir sjúklingar okkar koma fyrst inn á skurðdeildir og era síðan áfram í meðferð og eftir- liti hjá okkur,“ sagði Sigurður. Frá því rekstur deildarinnar hófst hefur sjúklingum Ijölgað verulega og er meðalkomutími sjúklings í lyfja- meðferð 13-14 skipti á ári. „Þessi Morgunblaðið/Ásdís STARFSMENN blóðsjúkdóma- og krabbameinsdeildar Sjúkra- húss Reykjavíkur og gestir virða fyrir sér yfirlit yfir þróun deildarinnar. starfsemi var ekki nægilega kröft- ug áður en deildin var stofnuð,“ sagði Sigurður. Skarast ekki Sagði hann að nýja deildin skar- aðist ekki mikið á við krabbameins- deild Landspítalans, þar sem sú deiid byggðist á geislalækningum og að sérfræðingar þar væru sér- fræðingar á því sviði. „Við erum að veita þá þjónustu, sem við telj- um að nútíma spítali þurfi að hafa því krabbamein er því miður sívax- andi þáttur í starfsemi spítala og er að fara fram úr hjartasjúkdóm- um, sem dánarorsök víða á Vestur- löndum,“ sagði Sigurður. „Eftir því sem við verðum eldri og lifnað- arhættir breytast virðist tilfellun- um fjölga. Þannig að því miður er útlit fyrir að næg verkefni verði» fyrir svona starfsemi.“ Fjölgun blóðsjukdóma- og krabbameinssjúklinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.