Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 60
OPIN KERFIHF
byltingarkennd
fistölva
m
<&>
AS/400 er...
...þar sem grafísk
notendaskil eru
í fyrirrúmi
(IN> NVHCRJI
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1
FIMMTUD AGUR 2 7. MARZ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Raðherra gefur út
starfsleyfi Norðuráls
GUÐMUNDUR Bjarnason um-
hverfisráðherra gaf í gærkvöldi út
starfsleyfi fyrir álver Norðuráls hf.
á Grundartanga. Starfsleyfið bygg-
ist á ákvörðun stjórnar Hollustu-
verndar ríkisins, en ráðherra hefur
bætt nokkrum ákvæðum við og
gert skilyrði fyrir rekstrinum
strangari. Starfsleyfíð tekur gildi
þegar starfsemi hefst í kerskála
álversins og gildir í tíu ár, en þó
ekki lengur en til 1. maí 2009. Það
er gefið út með fyrirvara um hugs-
anlega endurskoðun m.t.t. ákvörð-
unar úrskurðarnefndar. Frestur til
að kæra til nefndarinnar rennur
út 7. júní nk.
Umhverfisráðherra setur það
skilyrði fyrir starfsleyfinu að Norð-
urál hf., sem er í eigu Columbia
Ventures, haldi kynningarfundi um
umhverfismál álversins á tveggja
ára fresti, þar sem kynna skal varn-
ir gegn mengun ytra umhverfis,
árangur í mengunarvörnum og nið-
urstöðu mælinga og umhverfis-
vöktunar.
Strangari kröfur
Hætti Norðurál hf. framkvæmd-
um og/eða starfsemi á gildistíma
starfsleyfis skal fyrirtækið loka
kerbrotagryfju, skila spilliefnum,
fjarlægja hættuleg efni og ganga
frá lóð og búnaði sem tengist starf-
seminni í samræmi við kröfur Holl-
ustuverndar ríkisins. Sama gildir
við lok starfsleyfis eða verði leyfið
fellt úr gildi. Auk þess eru gerðar
auknar kröfur til umhverfisvöktun-
ar, m.a. sunnan Hvalfjarðar, og
frekari kröfur gerðar vegna hugs-
anlegrar stækkunar verksmiðjunn-
ar úr 60.000 tonna ársframleiðslu.
í tilkynningu frá umhverfisráðu-
neytinu segir að almennt séu gerð-
ar strangari kröfur til mengunar-
varna í álveri Norðuráls hf. en gerð-
ar séu í starfsleyfi álversins í
Straumsvík og í starfsleyfi sem
unnið var á sínum tíma fyrir hugs-
anlegt álver á Keilisnesi.
í almennum ákvæðum starfs-
leyfisins segir að það gildi fyrir
framleiðslu á allt að 180.000 tonn-
um af fijótandi áli í kerskálum
Norðuráls og fyrir vinnslu í steypu-
skála álvers sem reist verður í
þremur áföngum. Óheimilt er að
hefja framkvæmdir við stækkun
álversins fyrr en að loknu frekara
mati á umhverfisáhrifum ef vöktun
á rekstrartíma fyrsta áfanga ál-
versins sýnir að forsendur og áætl-
anir hvað varðar mengun standast
ekki.
Everest-leiðangTirinn
Gangan í grunn-
búðir hafin
í SLENDIN GARNIR þrír sem
ætla að klífa Everest eru lagð-
ir af stað í átt að grunnbúðun-
um við fjallið. Þeir fóru með
flugi frá Katmandu, höfuð-
borg Nepal, til smáþorpsins
Lukhla, sunnan við Everest,
snemma í gærmorgun.
Farkosturinn var annar en
þeir höfðu haldið, eins og
fram kemur í frásögn leiðang-
ursmannanna: „Það kom ekki
í ljós fyrr en á flugvellinum
þegar við stigum í vélina að
þyrlan okkar var af gerðinni
Twin Otter og alls ekki þyrla.
Flugið var því meira spenn-
andi en til stóð því Lukhla
flugvöllur er 250 metra lang-
ur, hallar milli 15 og 20 gráð-
ur og endar í snarbrattri
fjallshlíð semgnæfir 1.000
metra yfir hann. Aðflugið er
yfir jafn há fjöll hinum megin
dalsins. Við flugum því á 35
mínútum upp í 4.500 m hæð
og svo á 2 mínútum steypti
flugvélin sér niður á flugvöll-
inn í 2.800 m hæð. Rússíbanar
gerast varla betri.“
Leiðangursmenn, sem eru
þijátíu talsins, auk burðar-
manna, sem Islendingunum
hafði ekki tekist að slá tölu á
í gær, söfnuðust saman í þorp-
inu Phakdingma í Khumbu-
dal. í gær rigndi og hitinn var
um 10 gráður.
Fimmtíu
ár frá
Heklugosi
FYRIR 50 árum, 29. mars 1947,
gaus Hekla eftir meira en
aldarhlé og voru menn farnir
að halda að hún væri hætt
'WMr þótt enn væri ylur í gígnum.
Varð það mikið ösku- og
hraungos sem stóð í 13 mán-
uði. Það var eins og Hekla
væri að hleypa af startskoti,
því áratugina síðan hefur verið
áberandi mikil eldvirkni á Is-
landi og Hekla sjálf hefur gos-
ið fjórum sinnum. Heklugosið
1947-48 var hið fyrsta sem
þaulrannsakað var hér á landi.
Enn er ylur í toppgíg Heklu
og eldur undir þótt hún sýnist
kuldaleg.
■ Hekla vaknaði/30-31
MORGUNBLAÐIÐ kemur næst
út miðvikudaginn 2. apríl.
Morgunblaðið/RAX
Meint fölsun þriggja málverka kærð til RLR
Voru verk þjóðþekktra
listamanna fölsuð?
MEINTAR falsanir á þremur
verkum eftir þjóðþekkta lista-
menn hafa verið kærðar til Rann-
sóknarlögreglu ríkisins og er
grunur um að fleiri verk eftir
þessa listamenn og aðra kunni að
hafa verið fölsuð og seld einstakl-
ingum og stofnunum hérlendis og
erlendis. Verkin, sem getið er í
kærunni, eru eignuð Jóhannesi
S. Kjarval, Þórarni B. Þorlákssyni
og Júlíönu Sveinsdóttur.
Ólafur I. Jónsson forvörður,
sem hefur m.a. unnið fyrir Kjar-
valsstaði, kveðst hafa fengið um-
rædd verk til hreinsunar og við-
gerða seinustu mánuði frá eigend-
um þeirra. Tvö verkanna voru
keypt nýlega á uppboðum hér-
lendis en eitt þeirra á uppboði í
Danmörku.
Ekki upplýst um eigendur
Strax vaknaði grunur um að
verkin væru fölsuð og sá grunur
styrktist þegar verkin voru rann-
sökuð með sérstakri tækni til að
aldursgreina málningu á verkum.
Eigendum verkanna var tilkynnt
um þennan grun.
í kjölfarið var Ólafi veitt leyfi
eigenda til að kæra meinta fölsun
verkanna. Jafnframt var óskað
eftir eigendasögu tveggja verk-
anna frá þeim uppboðsfyrirtækj-
um sem í hlut eiga, en því var
synjað í báðum tilvikum á þeim
forsendum að fyrirtækjunum bæri
að virða trúnað við fyrri eigendur
þeirra. Verkið eftir Júlíönu var
endurgreitt að kröfu kaupanda.
Eigendasaga ásamt ítarlegri
rannsókn á þeim verkum sem um
ræðir, er talin helsta forsenda
fyrir staðfestingu sérfræðinga á
fölsun verkanna.
Ólafur kvaðst í samtali við
Morgunblaðið telja sterkar líkur á
að sami aðili stæði að baki fölsun-
um, en ómögulegt væri hins vegar
á þessu stigi málsins að sanna
að svo væri. Falsanirnar væru
fremur viðvaningslega gerðar í
augum sérfræðings þegar verkin
væru skoðuð.
Grafa undan trúverðugleika
„Listfræðingar eru mjög tregir
til að staðfesta höfunda málverka
nema þeir þekki vel uppruna og
sögu þeirra. Þessi venja mun vera
regla fremur en undantekning á
þessu sviði. Þær vinnureglur
munu einnig vera hafðar í heiðri
hjá uppboðsfyrirtækjum að krefj-
ast eigendasögu listaverka áður
en þau eru tekin til sölu á almenn-
um uppboðum.
Ég vil hins vegar ekkert segja
til um hvers vegna þessi verk
sluppu gegnum slíkt nálarauga,
hafi þau farið í gegnum það,“
segir Ólafur.
Hann kveðst telja málið sér-
staklega alvarlegt, þar sem lista-
verkamarkaður sé smár og van-
þróaður hérlendis og viðkvæmur
að sama skapi, og því geti falsan-
ir grafið undan sölu og trúverðug-
leika verka á þeim markaði.
I kærunni er farið fram á að
RLR rannsaki hverjir hafí verið
réttir eigendur verkanna, auk þess
sem fölsun þeirra er einnig kærð.