Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Þáttur kennara í skólaþróun MEL West flytur opinn fyrir- lestur við Háskólann á Akur- eyri næstkomandi miðvikudag, 2. apríl, í stofu 16 í húsnæði háskólans við Þingvallastræti. Fyrirlesturinn nefnist; Þátt- ur kennara í skólaþróun. Á síð- ustu tveimur árum hafa fjórir skólar á Norðurlandi eystra unnið að sérstökum skólaþró- unarverkefnum, en þau eru byggð á aðferðum sem þróaðar hafa verið við Cambridge- háskóla. Mel West mun í fyrir- lestrinum fjalla um þróun þess- ara aðferða. Leggur hann sér- staka áherslu á þátt kennara við að þróa gæði skóla. Mel West lauk BA gráðu í hagfræði og hagsögu frá Uni- versity of London árið 1971 og MBA gráðu frá University of Keele 1984. Hann hefur frá þeim tíma starfað sem kennari við háskólann i Cambridge þar sem aðalsvið hans er skólaþró- un og gæði menntunar. Mel West hefur verið ráðgjafi Skólaþjónustu Eyþings vegna þessa verkefnis. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og hefst hann ki. 16.15. Aðalfundur Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri laugardaginn 5. apríl nk. og hefst kl. 10.00. Dagskrá 1. Fundarsetning. 2. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna fundarins. 3. Skýrsla stjórnar. 4. Skýrsla kaupfélagsstjóra. Reikningar félagsins. Umsögn endurskoðenda. Tillögur félagsstjórnar um ráðstöfun eftirstöðva o.fl. 5. Afgreiðsla reikninga og tillaga félagsstjórnar. 6. Skýrsla stjórnar Menningarsjóðs KEA. 7. Erindi deilda. 8. Þóknun stjórnar og endurskoðenda. 9. Samþykktabreytingar; Lögð verður fram tillagna um hækkun heimildar til útgáfu B-deildar hlutabréfa. Einnig verða lagðar fram tillögur um breytingar er varða inngangseyri, fjölda aðalfundarfulltrúa, fjölda stjórnarmanna og um kosningu fulltrúa úr hópi eigenda hluta í B-deild til setu á stjórnarfundum. 10. Kosningar. 11. Önnur mál, sem heyra undir aðalfund skv. félagssamþykktum. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga. -VUNM-'NN' AsvcafR'® mki mmsái fmlíliKJ]: ji j -»SjuKrsjnussoyu ^ örlagasöcjii Áejé ocj afbroc -- Ásc-jrsögu - Söcju rnánaöarins Glerárgötu 28 - Simi 462 4966 ásútgáfan -i Krossanes fjórfaldaði hagnaðinn milli ára Fjárfest fyrir rúmar 200 milljónir í fyrra LOÐNUVERKSMIÐJAN Krossanes hf. á Akureyri skilaði tæplega 208 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, sem er um fjórfalt meiri hagnaður en árið 1995. Aðalfundur Krossaness var haldinn í gær og þar kom fram bjartsýni forsvarsmanna fyrirtækis- ins á rekstur þess á næstunni. Þórarinn Kristjánsson, stjórnar- formaður, flutti skýrslu stjórnar og sagði hann margar ástæður fyrir hinni góðu afkomu á árinu 1996 og benti m.a. á hagstæð ytri skilyrði og mikinn heildarafla. Veiði í júlí og ágúst hafi einnig verið góð en þá er loðnan einna afurðamest. Eftirspum eftir framleiðslu fiskimjölsverksmiðja hafi verið með meira móti og verð- lag, sér í lagi á mjöli, því hagstætt. Þá hefur hráefniskostnaður á hráefn- istonn minnkað með auknum afköst- um í verksmiðjunni. Rekstur á Akureyri og í Ólafsfirði Á síðasta ári var fjárfest fyrir rúm- lega 200 milljónir króna. Stærstu fjárfestingarnar voru kaup á fiski- mjölsverksmiðjunni í Ólafsfirði fyrir 110 milljónir króna og uppsetning á nýjum soðeimingartækjum í Krossa- í nesi fyrir 85 milljónir króna. Um 60 starfsmenn störfuðu hjá fyrirtækinu á síðasta ári og námu heildarlauna- greiðslur rúmum 41,7 milljónum króna og jukust um 23% milli ára. Varðandi framtíðina ríkir bjartsýni meðal forsvarsmanna fyrirtækisins. Þórarinn sagði, í skýrslu stjómar, fiskifræðinga spá því að veiðar á uppsjávarfiskum muni verða miklar I næstu 2-3 árin og þeir sem best þekki j til sölumála telji sig ekki í dag sjá i nein tákn um miklar breytingar á ' mörkuðum fyrir afurðir íyrirtækisins. Eining frestaði boðuðu verkfalli SAMNINGANEFND Verkalýðsfé- lagsins Einingar í Eyjafirði sam- þykkti á fundi sínum í fyrrakvöld að fresta fyrirhuguðu verkfalli til miðnættis 23. apríl nk. Framundan er allsherjaratkvæðagreiðsla um ný- gerða kjarasamninga og þarf Eining að skila niðurstöðu hennar til ríkis- sáttasemjara fyrir 15. apríl. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar, segir að upplýsingar um samninginn og atkvæðaseðlar verði póstlögð til um 4.000 félagsmanna fimmtudaginn 3. apríl og þurfa þeir að skila seðlinum aftur fyrir 10. apríl. Talning fer svo fram hinn 14. apríl. Mikill meirihluti samþykkti verkfallsboðun Eining efndi til atkvæðagreiðsiu í síðustu viku meðal um helmings félagsmanna um að boða verkfall 2. apríl ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma. Á kjörskrá voru 1920 manns og tóku 878 félagsmenn þátt í atkvæðagreiðslunni. Já við boðun verkfalls sögðu 700, eða 79,73%, nei sögðu 161, eða 18,34% en auðir og ógildir seðlar voru 17. Samið við Krossanesverksmiðjuna í gær var lokið við gerð kjara- samnings milli Einingar og Krossa- ness hf. vegna starfsmanna í loðnu- verksmiðjum fyrirtækisins á Akur- eyri og Ólafsfirði. Að sögn Björns er samningurinn á sömu nótum og gerðir hafa verið í öðrum loðnuverk- smiðjum. Hann segir að eftir sé að ganga frá fjölmörgum sérsamning- um, við sveitarfélög, ríki og fleiri og verði farið í þá vinnu þegar fyrir liggur hvort aðalkjarasamningurinn verður samþykktur eða ekki. Myndlistar- sýning , Hallgríms ( HALLGRÍMUR Ingólfsson opnaði málverkasýningu á Kaffi Karólínu sl. laugardag og er þetta jafnframt hans fyrsta einkasýning. Hallgrímur sýnir akrýlmyndir á prentplötum. Sýningin er opin á afgreiðslutíma kaffihússins og stendur fram í byrjun apríl. . Messur HVÍTASUNNUKIRKJAN; Skír- dagur kl. 20.30, brautbrotning, ræðumaður Jóhann Pálsson. Föstu- dagurinn langi, samkoma kl. 14.00, ræðumaður G. Rúnar Guðnason. Páskadagur, samkoma/barnabless- un kl. 14.00, ræðumaður Vörður L. Traustason. í nýföllnum snjónum KRAKKARNIR á leikskólanum Holtakoti virtust himinlifandi yfir nýföllnum snjónum og þustu í útigöllunum í leiktækin á lóð leikskólans. Og alltaf er jafn spennandi að eiga við klifur- grindina. Þegar upp er komið er útsýnið yfir völlinn gott og hægt að huga að því hvað hinir eru að gera. \1IÓTKL KEA \ 1 S> 4 4 GEIRMUMDUR ^ALTÝSSON ,/ ÁSAMT HLJÓMSVEIT Á STÓRDANSLEÍIK '/ HELGARINNAR. AÐ KVÖLDI föstUdagsins langa FRÁ 24.00 TIL 04.00 JÓN RAFNSSON OG ÓMAR EINARSSON LEIKA LÉTTAN DINNER JASS FYRIR MATARGESTI SKÍRDAGSKVÖLD OG •J LAUGARDAGSKVÖLD Morgunblaðið/Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.