Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 41
+ Kristjana Páls-
dóttir fæddist í
Reykjavík 10. febr-
úar 1997. Hún lést
á Landspítalanum
17. mars síðastlið-
inn.
Foreldrar hennar
eru Auður Sól-
mundardóttir, f. 27.
júní 1970, og Páll
Róbertsson, f. 26.
maí 1967. Systir
Kristjönu er Karen,
f. 2.11. 1993, og
hálfsystir er Ragn-
hildur, f. 28.6. 1987.
Útför Kristjönu fór fram frá
Fossvogskapellu 20. mars.
Ó, blíði Jesús, blessa þú
það bam er vér þér færum nú
tak það í faðm og blítt það ber
með bömum Guðs á ðrmum þér.
(Valdimar Briem.)
Okkur langar til að skrifa um
þig nokkur orð, elsku litla Kristjana
okkar. Yndislegu stúlkuna sem við
fengum í fangið en var síðan kölluð
burt frá okkur svo allt of fljótt. Við
spyijum, hvers vegna? En það er
fátt um svör.
Meðgangan var barátta um að
halda þér og náði aðeins 32 vikum.
Því var það svo innilega mikil ham-
ingja og léttir þegar þú komst í
heiminn svo heilbrigð og hraust.
Þar sem þú varst fyrirburi þurftir
þú að fara á vökudeild. Læknarnir
sögðu okkur að það yrði ekki lengi.
Þegar þú værir búin að þyngjast
aðeins fengjum við þig heim.
Næstu þrjár vikur sem komu á
eftir eru þær yndislegustu sem við
höfum upplifað. Við kynntumst þér,
þú varst vel vakandi miðað við fyrir-
bura og horfðir svo vel og athug-
andi í kringum þig með yndislegu
dökku augunum þínum. Þú varst
' svo róleg og góð en samt svo dug-
leg og ákveðin. Það var svo gaman
að sjá hvað þú dafnaðir vel og
þyngdist hratt og örugglega.
Og í lok þriðju viku var okkur
sagt að fara að undirbúa heimkomu
þina.
En okkur var ekki ætlað að fá
að njóta þín lengi i þessu lífi, elsku
litla stúlkan okkar. Þú veiktist af
vírus sem tók þig burt frá okkur.
Elsku Kristjana. Það er svo sárt
að fá ekki lengur að halda þér í
faðminum og vernda þig. Og það
er sárt að fá ekki að horfa á þig
vaxa og dafna með systrum þínum,
kenna þér og leiða þig í gegnum
lífið.
Fallega stúlkan okkar. Þú gafst
okkur svo mikið.
Við munum alltaf minnast þín
og elska.
Pabbi og mamma.
Kristjana systir mín.
Ég sakna þín, Kristjana. Þú ert
hjá Guði og einhvern tímann hitt-
umst við aftur. Og systur þínar
heita Ragnhildur Pálsdóttir sem er
9 ára og Karen Pálsdóttir sem er
3ja ára.
Við elskum Kristjönu.
Kær kveðja,
Ragnhildur Pálsdóttir
ogKaren Pálsdóttir.
Elsku litla stúlkan okkar. Við
sáum þig nýkomna í heiminn, agn-
arsmáa og yndislega fallega, heil-
brigða og hrausta. Gleðin var mik-
ii. Allt gekk vel fyrstu vikumar, við
fengum að fylgjast með þér, sáum
stillta, rólega augnaráðið þitt, litla
handleggi og fætur sprikla af krafti.
Þú varst svo sterk. Allir hlökkuðu
til að sjá þig, fylgjast með þér vaxa
og þroskast.
Allt í einu dimmdi, þú varst orð-
in veik, litla hetjan barðist. Af
hveiju þú varst tekin frá okkur
getur enginn svarað. Þú ert horfin
út í sólskinið og birt-
una en við munum
ætið minnast þín.
Guð gæti þín, elsku
litla Kristjana.
Elsku Palli og Auð-
ur, Guð veri með ykkur
og litlu systrunum
Ragnhildi og Karen og
veiti ykkur styrk.
Amma og Rafn.
Elsku litla frænka
okkar. Það er erfitt að
sætta sig við að þú
skulir vera tekin frá okkur, þú sem
fæddist svo heilbrigð og falleg.
Spurningamar em margar en svör-
in fá. Það er ekki hægt að skilja
af hveiju.
Daginn sem við sáum þig og þú
horfðir þínu stillta og fallega
augnaráði á okkur eignaðist þú
stóran hlut í okkar hjarta og munt
alltaf eiga.
Við söknum þín, elsku Kristjana,
og munum aldrei gleyma þér.
Elsku Palli og Auður, Ragnhildur
og Karen, góður Guð styrki ykkur
og okkur öll í þessari miklu sorg.
Minningin um yndislegt barn mun
lifa með okkur um ókomna tíð.
Hvíl í friði, elsku Kristjana.
Þín frænka,
Harpa og frændsystkinin,
Sandra Ýr og Róbert Freyr.
„Böm ykkar eru ekki börn ykk-
ar. Þau eru synir og dætur lífsins
og eiga sér sínar eigin langanir.
Þið eruð farvegur þeirra, en þau
koma ekki frá ykkur. Og þó að þau
séu hjá ykkur, heyra þau ykkur
ekki til. Þið megið gefa þeim ást
ykkar, en ekki hugsanir ykkar, þau
eiga sér sinar hugsanir. Þið megið
hýsa líkami þeirra, en ekki sálir
þeirra, því að sálir þeirra búa í
húsi framtiðarinnar, sem þið getið
ekki heimsótt, jafnvel ekki í draumi.
Þið megið reyna að líkjast þeim,
en ekki gera þau lík ykkur. Því líf-
ið fer ekki aftur á bak og verður
ekki grafið í gröf gærdagsins. Þið
eruð boginn sem börnum ykkar er
skotið af eins og lifandi örvum. En
mark bogmannsins er á vegi eilífð-
arinnar, og hann beygir ykkur með
afli sínu, svo að örvar hans fljúgi
hratt og langt. Látið sveigjuna í
hendi bogmannsins vera hamingju
ykkar, því að eins og hann elskar
örina, sem flýgur, eins elskar hann
bogann í hendi sér.“
(Úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran)
Þessi orð úr Spámanninum hafa
verið okkur hugleikin síðustu daga
og vikur. Lítil, heilbrigð stúlka leit
dagsins ljós hinn 10. febrúar síðast-
liðinn. Mikil var gleði foreldra henn-
ar og okkar allra á þessum degi.
Móðir hennar hafði þurft að liggja
á meðgöngudeild mikinn hluta með-
göngunnar og því var gleði okkar
enn meiri þegar við fengum að vita
að þeim mæðgum heilsaðist mjög
vel. Kristjana litla fæddist átta vik-
um fyrir tímann og var því ekki
mjög stór við fæðingu. Þá daga og
vikur sem nú fóru í hönd dafnaði
hún vel og allt gekk að óskum. En
3. mars bárust þær hræðilegu frétt-
ir að Kristjana litla hefði veikst af
RS-vírus á vökudeildinni. Þær tvær
vikur sem baráttan stóð yfir voru
mjög erfiðar. Við biðum milli vonar
og ótta og báðum þess heitt að allt
yrði gott á ný. En 17. mars var
okkur sagt að þessi litla, fallega
stúlka væri dáin.
Elsku Palli og Auður. Á þessum
fimm vikum sem þið fenguð að
hafa litlu dóttur ykkar gáfuð þið
henni alla ykkar ást og umhyggju.
Þið fenguð að kynnast henni og hún
sýndi ykkur hve heilbrigð og dugleg
hún var. Kristjana litla hefði svo
sannarlega átt það skilið að sigra
í þessari baráttu, en minningin um
litlu stúlkuna ykkar mun lifa með
okkur. Guð gefi ykkur og litlu systr-
unum styrk í sorginni.
Arna Vala og Elías Már.
Elsku Kristjana. Líf þitt var of
stutt til að við fengjum að kynnast
þér, en mamma og pabbi munu
hjálpa okkur við að minnast þín.
Þau munu segja okkur frá hve
hetjulega þú barðist til að mega lifa.
Litla ljósið sem kviknaði þegar þú
fæddist mun lifa áfram meðal okk-
ar.
Við munum ætíð minnast þín og
í okkar huga mun þessi bæn ávallt
vera til minningar um þig.
Vertu nú yfír og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfír minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Þínar frænkur,
Thelma Rut og Tinna Heiðdís.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
KRISTJÁN PÉTURSSON
byggingameistari,
Hlyngerði 2,
er lést þriðjudaginn 18. mars síðastliðinn,
verður jarðsunginn frá Grensáskirkju miðviku-
daginn 2. apríl kl. 13.30.
Kristjana Árnadóttir,
Guðrún Katla Kristjánsdóttir,
Brynjar Kristjánsson.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og vinarþel við andlát og
útför
HERDÍSAR BIRNU ARNARDÓTTUR,
Skipholti 50A,
Reykjavfk.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítala á
deild 21A og á krabbameinsdeild, svo og til
starfsmanna Heimahlynningar Krabbameins-
féiags íslands.
Arna Ösp Magnúsardóttir,
Áslaug Guðbrandsdóttir, Örn Bjarnason,
Edda Björk Arnardóttir, Guðmundur Jóhann Olgeirsson,
Guðbrandur Örn Arnarson, Björk Gísladóttir,
Haukur Holm.
KRISTJANA
PÁLSDÓTTIR
+
Eiginmaður minn,
BJÖRN K. THORS,
er látinn.
Útför fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn
1. apríl kl. 10:30.
Jórunn Karlsdóttir.
+
LEIFUR JÓNSSON,
húsgagnabólstrari,
Klapparstíg 1A,
er látinn.
Björg Kristjánsdóttir,
Gunnar Leifsson, Laura Ann Howser,
Kristján Leifsson, Guðrún Anna Auðunsdóttir,
Aðalbjörn Leifsson,
Björg, Leifur George, Valdís, Kristófer Smári.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÚN I. FINNBOGADÓTTIR,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni þriðju-
dagsins 25. mars.
Rósmundur Runólfsson,
Ágústa Rósmundsdóttir,
Rannveig A. Hallgrímsdóttir, Sævar Gunnarsson,
barnaböm og barnabamabörn.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
BERTHA HELGA KRISTINSDÓTTIR,
Grensásvegi 47,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 3. apríl kl. 13.30.
Halldór Þ. Nikulásson,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
SIGFRÍÐUR EINARSDÓTTIR
frá Riftúni
í Ölfusi,
verður jarðsungin frá Hjallakirkju, Ölfusi,
laugardaginn 29. mars kl. 14.00
Böm, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐLAUG JÓHANNA JÚLÍUSDÓTTIR,
Mávahlíð 7,
Reykjavfk,
sem lést föstudaginn 21. mars sl., verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
1. apríl kl. 13.30.
Guðmundur Jónsson,
Þórír Skúlason, Una O. Guðmundsdóttir,
Júlíus Skúlason, Svanborg Jónsdóttir,
Jón Guðmundsson, Guðrún M. Sigurbjörnsdóttir,
Viðar Guðmundsson,
barnabörn og barnabamaböm.