Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frikort fimm fyrirtælqa Punktum safnað fyrir málsverði eða utanlandsferð PÚDDA, púdda, púdd . . . Viðræður um stækkun flugflota Flugleiða FLUGLEIÐIR hafa verið í viðræð- um við Boeing-flugvélaverksmiðj- urnar að undanfömu um kaup á nýjum Boeing 757 þotum og er búið að ganga frá samningum um vél sem kemur um næstu áramót hingað til lands. Ennfremur er búið að tryggja kauprétt og verið að vinna að samningi um kaup á ann- arri samskonar vél, sem kæmi þá væntanlega til landsins í apríl 1999. Hátt í álversstækkun „Einnig er verið að leggja línur um framtíðarflugflota, því að menn sjá fyrir sér frekari flugvélakaup. A aðalfundi fyrirtækisins sagði stjórnarformaður það fyrirsjáanlegt að haldið yrði áfram að endumýja flotann með Boeing 757 vélunum. Þumalfíngurreglan hefur verið sú til þessa, að með hverri nýrri vél hafa orðið til í kringum 80 til 100 störf, þannig að hver viðbót teygir sig hátt í stækkun álvers,“ segir Einar. Um talsverða fjárfestingu er að ræða, en slík vél kostar nálægt 3,5 milljörðum króna og er ekki gert ráð fyrir að fækka vélum í stað nýrra. Boeing 757 tekur um 189 farþega, miðað við þá sætaskipan sem verið hefur í vélum Flugleiða. TÉ) E 0 OHLOiinA NII K R roiUL'im l HASKQLAúlQl FIMMTUDAGINN 3. APRÍL KL. 20.00 — Efnisskim —:------------------------- JónNordal: Leiðsla Gustav Mahler: Kindertotenlieder Robert Schumann: Sinfóníanr.4 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói við Hagatorg, sími 562 2255 MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN Rúm 65% fanga í vinnu eða námi AF 131 fanga sem vistaður var í fangelsi 11. mars síðastliðnum stunduðu 86 vinnu eða nám. Öðrum var ýmist ekki haldið til vinnu vegna agabrota eða þeir voru á sjúkra- stofnunum ellegar óvinnufærir af öðrum ástæðum. Vinnu vantar fyrir allt að tuttugu fanga sem dveljast í fangelsum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þetta kemur fram í svari dómsmála- ráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur alþingismanns. Laun fanga eru á biiinu 175-700 krónur á tímann og er hæsta kaupið greitt í ákvæðisvinnu á Kvíabryggju. Ekki eru greidd launatengd gjöld. Fangarnir vinna meðal annars við bílnúmeragerð og ýmsa aðra fram- leiðslu auk ræstingar, þvotta og við- halds húsa og lóðar. Aðeins er boðið upp á reglubund- ið nám á Litla-Hrauni og er það á vegum Fjölbrautaskóla Suðurlands. Samtals hafa 216 fangar verið inn- ritaðir í skólann síðan kennsla hófst, árið 1992, en þá eru oftaldir þeir sem innritast á fleiri en eina önn. Á þessu tímabili hafa 177 fangar lokið prófum upp á 866 einingar og marg- ir hafa einnig lokið einingalausu fornámi. Tveir hafa lokið stúdents- prófi. Kostnaður við námið var samtals tæpar 7,4 milljónir króna á árinu 1996. Danska eftirlitskipið TRITON Hver dagur á sjó kostar tuttugu þúsund pund Sven E. Madsen OÐRU hveiju liggur danska eftirlitskipið Triton í Reykjavík- urhöfn. Um miðjan sl. mán- uð fór það héðan með minn- ingar- og kvikmyndaleið- angur vestur á Grænlands- sund þar sem orustuskipið mikla HMS Hood sökk. í umræðum um kaup á stærra varðskipi til íslands hafa skip á borð við Triton og Vædderen borið á góma. Á hinni 250 mílna siglingu frá staðnum þar sem Hood sökk spjallaði blaðamaður Mbl. við skipherrann á Tri- ton, Sven E. Madsen, m.a. um skipið. „Triton er eftirlitsskip, byggt 1990 sérstaklega til starfrækslu á Norður-Atl- antshafi. Á að geta þolað þar öll þekkt veður, þar með ís- inn. Triton hefur mjög sterkan skrokk, klæðningin þykk, 25 mm. Hún er tvöföld á síðu og botni.“ Það var gaman fyrir landkrabba að fara með ykkur 10 km inn í ísinn og sjá hvernig skipið malar hann eins og ísbrjótur, þótt ekki sé það sérstaklega þægilegt. Lendið þið mikið íís við Grænland? „Við þurfum oft að fara um hafsvæði þar sem er meiri ís en þetta. Eins og þú tókst eftir er skipið hávært og þegar við förum í ísinn skelfur það stafna á milli. Hver maður um borð getur heyrt það og fundið. En okkur finnst það ekki óþægilegt vegna þess að við berum traust til skipsins, vitum að það er sterkt og vel fært til þessa verkefnis. Um borð er 60 manna áhöfn, þar með talin þyrluáhöfnin og læknir með spít- alaaðstöðu. Við veitum oft læknis- aðstoð fóiki í landi eða á öðrum skipum á eftirlitssvæði okkar. Við þjálfum líka áhöfnina til að fara um borð í önnur skip ef verða skemmdir, eldur laus, þarf að dæla eða taka skip í tog. Aðalverk- efnið er eftirlit og löggæslustörf á öllu hafsvæðinu við Færeyjar og Grænland og að fylgjast með því að umhverfisreglum sé fylgt af þeim skipum sem þar eru, m.a. reglum um fiskveiðar og skrán- ingu. Þess vegna fórum við í gær um borð í þýska togarann sem var að fiska við ísröndina, hafði ekki verið skoðaður síðan 1995. Hann reyndist vera nýkominn á miðin og hefur leyfí frá Grænlandsstjórn til veiða þarna.“ Hvað kostar að reka svona skip á þessum slóðum? „Hver dagur á sjó kostar 20 þúsund pund. Það sem þú sérð er venjuleg rútína." Telurðu nauðsynlegt að hafa alltaf eftirlitsskip á þessum slóðum? Hve langir eru túrarnir á sjó? Er þetta ekki dálítið Iangur tími að heiman? „A.m.k. eitt eftirlits- skip er alltaf á svæð- inu. Það er nauðsynlegt að hafa eftirlit á yfir- ráðasvæðinu og hafa skip tiltæk til leitar- og björgunarstarfa. Mað- ur veit aldrei fyrirfram hvenær slíkt kemur upp á. Við komum hingað norður eftir fyrir tveimur vikum og verðum hér á hafínu við Grænland fram í október í haust. Tvær áhafnir skipta þeim tíma með sér. Við erum í tvo mánuði samfleytt og förum svo í tveggja mánaða frí þegar hin áhöfnin tek- ur við. Oft er skift um áhöfn í Reykjavík, en næst fara áhafna- skiptin fram í Narsassuak 6. apríl. Nýja áhöfnin kemur þangað með ► Sven E. Madsen skipherra er frá Kaupmannahöfn. Hann hóf nám í verslunarflotanum 1960. Sigidi síðan á kaupskipa- flotanum. Fór þá í Stýrimanna- skólann. Eftir það vann hann sig upp í Danska flotanum, og gekk i Sjóliðsforingjaskóla flot- ans. Sigldi síðan í 10 ár á kaf- bátum, m.a. sem kapteinn. Þá tóku við 12 ár í landi í birgða- stöðvum flotans. Frá sl. vori tók hann við Triton og verður þar skipherra út næsta ár. leiguflugi. Ekki væri gott að túr- arnir væru styttri. Það er nauð- synlegt að vera um borð nqkkra mánuði svo að áhöfnin geti kynnst, komið sér fyrir og vanist því að vinna saman sem einn maður." „Þér virðist líka vel hér norðurfrá? Ég hefi tekið eftir því hve Ijúflega öll samskipti ganga um borð. All- ir fá sama mat og þú blandast áhöfninni. En konur eru fáar. „Við reynum að meðhöndla unga fólkið um borð eins vel og það á að venjast. Annars mundi enginn vilja vera hjá okkur. Nú eru aðeins þijár konur um borð, læknirinn og tveir loftskeyta- menn. En það geta verið eins margar konur í áhöfn og verða vill. Kynin hafa mismunandi áherslur. Stúlkurnar eru þolin- móðari og láta ekki trufla sig þeg- ar þær eiga að sjá um ákveðin verkefni. Strákarnir eru frekar með hugann við fleira í einu, en þeir hafa yfírburði við gúmmíbát- ana og að koma þyrlunni inn og út í misjöfnu veðri. Þess vegna gefst blöndun kynjanna vel. Menn verða snyrtilegri. Ég tek eftir því að vatnsnotkun tvöfaldast þegar konur eru um borð. Samskiptin valda engum vandræðum. Sjálfum líkar mér þetta líf mjög vel. Finnst það mikil ögrun. Aðstæður sí- breytilegar. Það er alit- af eitthvað nýtt til að takast á við. Mér þykir gott að starfa með áhöfninni um borð og líkar við skipið." Hvernig stóð á því að þið Danir tókuð að ykkur að fara að kostn- aðarlausu með breska leiðangur- inn á hafsvæðið þar sem Hood sökk? „Danski sendifulltrúinn í Lond- on spurði hvort danski flotinn vildi taka bresku fyrrverandi skips- mennina af Hood með eftirlits- skipinu norður á Grænlandssund. Það var auðsótt og Tritan falið verkið. Okkur er ríkulega umbun- að við að sjá ánægju þessara öldnu sjófara sem með okkur voru. Tvöföld vatnsnotkun séu konur um borð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.