Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 33 LISTIR ERLEND HLUTABREF Dow Jones, 26. mars. VERÐ HREY- NEW YORK F. DowJones Ind 6856,5 i 1.1% S&P Composite 788,0 i 0,9% Allied Signal Inc 75,6 i 0.7% AluminCoof Amer... 70,3 i 2.3% Amer Express Co 65,0 i 2,1% AT&T Corp 35,9 t 0,3% Bethlehem Steel 8,4 i 1,5% Boeing Co 104,8 i 2,2% Caterpillar Inc 81,4 i 2,0% Chevron Corp 71,4 - 0,0% Coca Cola Co 58,3 i 3,1% Walt Disney Co 75,0 i 0,2% Du Pont 109,8 i 4,1% Eastman KodakCo... 78,8 t 1,9% Exxon Corp 108,4 t 1,6% Gen Electric Co 104,0 i 1,7% Gen Motors Corp 55,8 i 3,0% Goodyear 54,3 i 1.6% Intl Bus Machine 136,6 i 0,3% Intl Paper 41,3 i 1,5% McDonalds Corp 47,5 0,0% Merck & Co Inc 90,8 l 0,1% Minnesota Mining.... 86,9 i 2,5% MorganJ P&Co 105,6 i 1,1% Philip Morris 119,6 t 1,1% Procter & Gamble 120,8 i 1,7% Sears Roebuck 52,6 í 0,5% Texaco Inc 109,5 t 1,6% Union Carbide Cp 46,9 i 0,8% UnitedTech 78,4 i 0,6% Westinghouse Elec.. 18,8 i 0,7% Woolworth Corp 23,1 i 0.5% AppleComputer 2000,0 t 0,5% Compaq Computer.. 77,9 t 2,3% Chase Manhattan .... 100,0 i 3,5% Chrysler Corp 30,4 i 1,2% Citicorp 113,5 i 4,1% Digital Equipment 28,4 t 2,3% Ford MotorCo 31,4 i 2,3% Hewlett Packard 55,4 i 2.4% LONDON FTSE 100 Index 4297,6 t 0.7% Barclays Bank 1030,0 t' 1,3% British Airways 644,0 t 0,9% British Petroleum 63,6 - 0,0% BritishTelecom 865,0 i 2,7% Glaxo Wellcome 1097,0 ; 2.4% Grand Metrop 489,0 t 2,3% Marks&Spencer 481,5 t 3.7% Pearson 732,0 t 0.3% Royal & Sun All 448,0 t 2,3% ShellTran&Trad 1073,0 t 0,5% EMI Group 1095,0 i 1,8% Unilever 1605,0 j 0,1% FRANKFURT DT Aktien Index 3439,3 t 1,9% Adidas AG 189,5 t 3,0% Allianz AG hldg 3380,0 t 3,0% BASFAG 64,3 t 2,1% Bay Mot Werke 1305,0 t 6,6% Commerzbank AG.... 47,8 t 3.5% Daimler-Benz 131,7 t 2,3% ! Deutsche BankAG... 93,7 t 2,7% Dresdner Bank 59,3 t 2,5% FPB Holdings AG 317,0 t 1,6% Hoechst AG 67,4 t 2,2% Karstadt AG 581,0 i 2,0% Lufthansa 24.0 t 0,6% MAN AG 478,5 t 1,1% Mannesmann 640,5 i 1,8% IG Farben Liquid 2,0 t 2,1% Preussag LW 476,0 t 4,9% Schering 171,0 i 0,2% Siemens AG 88,5 t 1,9% Thyssen AG 375,0 i 0,1% Veba AG 97,8 i 0,8% Viag AG 799,0 t 3,8% Volkswagen AG 902,7 t 1,0% TOKYO Nikkei 225 Index 18472,5 t 0,2% AsahiGlass 1090,0 t 0,9% Tky-Mitsub. bank 2090,0 t 0,5% Canon 2630,0 t 3,5% Dai-lchi Kangyo 1430,0 j 0,7% Hitachi 1060,0 j 0,9% Japan Airlines 490,0 í 4,5% Matsushita EIND 1910,0 t 2,1% Mitsubishi HVY 841,0 t 2,9% Mitsui 894,0 t 3,2% Nec 1400,0 t 2,9% Nikon 1690.0 0,0% PioneerElect 2190,0 t 5,3% Sanyo Elec 471,0 t 0,2% Sharp 1480,0 i 0,7% Sony 8650,0 t 2,9% SumitomoBank 1660,0 0,0% Toyota Motor 3090,0 i 0,3% KAUPMANNAHÖFN Bourse Index 154,6 t 0,8% Novo Nordisk 665,0 j 0,7% FinansGefion 140,0 0,0% Den Danske Bank 573,0 t 1.4% Sophus Berend B 834,0 t 1,2% ISS Int.Serv.Syst 185,0 t 1.1% Danisco 390,0 t 0,8% Unidanmark 341,0 t 1,8% DSSvendborg 280000,0 0,0% Carlsberg A 396,0 t 2,6% DS1912 B 195500,0 t 0,8% Jyske Bank 508,0 j 0.4% OSLÓ OsloTotal Index 1076,6 t 0,4% Norsk Hydro 330,0 t 0,2% Bergesen B 145,0 t 0,7% Hafslund B 40,3 í 1,0% KvaernerA 358,0 t 1,1% Saga Petroleum B 103,0 i 1,4% Orkla B 496,0 t 0,2% Elkem 124,0 0,0% STOKKHÓLMUR Stokkholm Index 2730,9 t 0,9% Astra AB 360,0 t 1.3% Electrolux 80,0 0,0% EricsonTelefon 80,0 t 3,9% ABBABA 847,0 t 0,2% Sandvik A 32,0 t 16,4% VolvoA25SEK 52,0 t 15,6% Svensk Handelsb 55,5 i 3,5% Stora Kopparberg 104,5 t 2,5% Verð allra markaða er í dollurum. VERÐ: Verð hluts klukkan 16.00 í gær. HREYFING: Verð- breyting frá deginum áður. Heimild: DowJones Að eilífu í Hafnar- fírði HAFNARFJARÐARLEIKHÚS- IÐ Hermóður og Háðvör hefur hafið æfingar á nýju gamanleik- riti með söngvum eftir Árna Ibsen. Nefnist það Að eilífu en undirtitillinn er Svipmyndir úr brúðkaupi Guðrúnar Birnu Klörudóttur og Jóns Péturs Guðmundssonar, aðdraganda þess, undirbúningi og eftirköst- um. Um er að ræða samstarfs- verkefni við Nemendaleikhús Leiklistarskóla íslands. Frum- sýning er áætluð á sumardaginn fyrsta. „Hér er á ferð gamansöm lýs- ing á brúðkaupi á íslandi í dag, en eins og allir vita hafa brúð- kaup og brúðkaupssiðir tekið hreinum stakkaskiptum sein- ustu tvo áratugi eða svo. Þarna er fylgst með þegar Jón Pétur og Guðrún Birna verða yfir sig ástfangin og ákveða að gifta sig hið skjótasta, en ljónin (mæður, gamlir elskhugar o.s.frv.) í veg- inum eru fjölmörg, undirbún- ingur veislunnar krefst gífur- legrar vinnu, skipulags og út- gjalda. Er því tvísýnt hvort elsk- endunum ungu tekst að komst klakklaust framhjá Ijónunum og ganga í það heilaga," segir í kynningu. 11 leikarar fara með á þriðja tug hlutverka í Að eilífu. Þeir eru: Gunnar Helgason, Björk Jakobsdóttir, Erling Jóhannes- son, Baldur Hreinsson, Atli Rafn Sigurðarson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Inga María Valdimarsdóttir, Þrúður Vil- hjálmsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Hildigunnur Þráinsdóttir. Leikstjóri er Hilm- ar Jónsson. Aðrir listrænir stjórnendur eru: Leikmynd hannar Finnur Arnar Arnarson, búningagerð er í höndum Þór- unnar Jónsdóttur, förðun sér Asta Hafþórsdóttir um, tónlist velur, semur og stýrir Margrét Örnólfsdóttir, hljóðmynd gerir Kjartan Kjartansson, dansatriði semur Sehna Björnsdóttir og lýsingu hannar Egill Ingibergs- son. AÐSTANDENDUR Að eilífu. Morgunblaðið/Kristinn Undraverur vonar og kærleika jyiYNDLIST Ilafnarborg HÖGGMYNDIR Sæmundur Valdimarsson. Opið kl. 12-18 alla daga nema þriðjud. til 7. apríl; aðgangur kr. 200 (gildir að öllum sýningum). ÞAÐ er ekki ofsagt að halda fram að því fylgi jafnan mikil hugarró að koma innan um þær meyjar sem Sæmundur Valdimarsson hefur leyst úr viðjum rekaviðar frá fjarlægum ströndum. Allt frá því að Sæmundur tók fyrst að sýna þessar undraverur sínar hafa gestir hans gengið að því vísu að þar megi fínna tengsl við hið jákvæða i tilverunni, og svo er enn á sýningu hans að þessu sinni. Sýningargestir ganga inn í mikinn kvennafans í aðalsal Hafnarborgar þessa dagana. Hér eru saman komin yfir fimmtíu verk frá hendi þessa ötula listamanns, og þó meðal þeirra megi finna nokkrar myndir manna eða drengja eru konumar líkt og áður í yfirgnæfandi meirihluta. Þrátt fyrir fjöldann og sama upp- runa - en allar þessar styttur em skornar úr rekaviðardmmbum - er að fínna mikla fjölbreytni meðal þessara kvenna, sem ýmist eru kenndar við álfur, blóm, hugar- ástand, ævintýri eða drauma. Sem sameiginleg einkenni má nefna búst- ið holdafar nakinna líkamanna, fjar- ræn en þó fjölskrúðug augu og dul- úðugan munnsvip. Fjölbreytnin kem- ur ekki síst fram í margslungnu hárinu (sem verður sífellt veglegra) og notkun á blómum, fiskroði og jafnvel fleiri efnum til að skapa hverri af þessum undravemm eigið andrúm, heildarsvip og persónu. Auk þessa bregður hér fyrir nokkmm dæmum um þreifmgar listamannsins í fleiri áttir, t.d. þar sem hann ber dökkan lit á viðinn og veitir þannig fleiri kynþáttum aðgang í þá sér- stöku veröld, sem hann hefur skap- að. Sem fyrr segir hefur ákveðinn jákvæður straumur ætíð fylgt verk- um Sæmundar, og svo er enn. Sýn- ingin nú er helguð trú, von og kær- leika, en allt em þetta hugtök sem auðvelt er að tengja þeim vemm sem listamaðurinn hefur laðað fram úr hlutlausum rekaviðnum. Slíka helg- un er ekki síður hægt að tengja árstíðinni, sem nú fer í hönd með trúarlegri sem og náttúrulegri upp- risu jarðlífsins. Það verður ekki annað sagt en að listunnendur hafi frá fyrstu tíð Verk eftir Sæmund. fundið fyrir þeim jákvæðu straumum sem tengjast verkum Sæmundar og tekið þeim fagnandi, enda er auð- velt að tengjast þessum persónum sem nýjum vinum. Verk hans á sýn- ingum hafa nær alltaf eignast ný heimili að þeim loknum, og að þessu sinni voru öll verkin seld á fyrstu klukkustund. Þessar geysilegu vin- sældir þurfa ekki að koma á óvart, þar sem hið jákvæða og bjarta í líf- inu höfðar ætíð sterkt til manna, þrátt fyrir að samfélagið bjóði ekki alltaf upp á það. Sú trú, von og kærleiki sem geisl- ar af verkum þessa tæplega áttræð listamanns smitar auðveldlega út frá sér, og því ekki að furða að þau hafi eignast marga aðdáendur í gegnum tíðina. Til þess að skilja hvers vegna, þarf aðeins að dvelja meðal þeirra um stund í sýningar- salnum í Hafnarborg. Eiríkur Þorláksson ítalskar fornperlur TÓNLIST_______________ Þ jóðlcikh ús- kj a11 ari n n KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir ítalska snemm- og miðbarokkhöfunda. Icarus-hópurinn frá Hollandi (Hilde de Wolf, blokkflautur; David Rabinovich, barokkfiðla; Ar- iane James, barokkselló; Regina Albanez, bar- okkgítar, chittarone og slagverk; Katherine Heat- er, semball.) Þjóðleikhúskjallaramun, mánudaginn 24. marz kl. 21. LISTAKLÚBBUR Þjóðleikhúskjallarans fékk aldeilis frábæra gesti í heimsókn sunnan úr álfu á mánudagskvöldið var, og stóðu tónleikarnir að mestu undir formerkjum ítalskra tónskálda frá upphafi barokkskeiðsins. Flestir höfunda voru lítt kunnir hér um slóðir, og ekki grunlaust um að fleiri en eitt verk hafi verið frumflutt á íslandi við þetta tækifæri. Engu að síður var tónlistin undantekningalítið í hæsta gæðaflokki, enda ítal- ía helzta forvígisland Evrópu í tónlist á mótum endurreisnar og barokks, þó að Þjóðveijar hafí tekið að skyggja á, þegar fram leið á síðbarokk- tíma eða upp úr 1700. Það var einkar fróðlegt að heyra hvernig fagur- fræði endurreisnar þokaði smám saman fyrir „fægilist" barokksins þegar kom að yngri höfund- um, þar sem litríkur lotuskiptur fantasíustíll fyrri tíma vék fyrir markvissari áframspuna, sekvenz- um og komplementerrytma þess er flestir þekkja svo vel frá Hándel og Bach (t.a.m. hefði hljóm- brotna chittarone-sólóið eftir Kapsberger í seinni hálfleik sem hægast getað verið samið af Bach á æskuárum), enda þótt sígilt músíkalskt inni- hald hafi ekki síður notið sín en sögulegir verðleik- ar í flutningi af þeim gæðaflokki sem hér var boðið upp á. Með hliðsjón af nýlegri heimsókn stokkhólmska Villancico-hópsins í Norræna húsinu mætti halda, að forntónlist sé í sérstöku uppáhaldi hjá yngri flytjendum (a.m.k. þeim sem hingað koma), því meðalaldur flytjenda sýndist nú sem þá innan við þrítugt. En þessi hópur, sem kennir sig væntan- lega við forngríska flugkappann ólánsama, íkarus Dedalusarson, var andstætt Svíunum úr öllum heimshornum. Fiðlarinn var Rússi, sembalistinn að líkindum bandarísk, slagverkskonan frá Brasil- íu og aðeins blokkflautuleikarinn og sellistinn hollenzkar ef að líkum lætur, þótt þess væri ekki getið. Það þarf hins vegar ekki að koma á óvart að Holland er miðlægt í alþjóðasamskiptum, og stendur auk þess á fornum hágæðamerg, hvort sem er í almennri tónlistarmenntun eða í rann- sóknum á forntónlist. I samanburði við líflega framkomu Svíanna í endurreisnarbúningum var Icarus hlutfallslega látlausari og settlegri. Grunnt var þó á kyrrlátu brosi, og hinar sparlegu kynningar de Wolf voru ljúfmannlega fram reiddar og óþvingaðar. Sama mátti segja um flutninginn, sem var vakur en agaður. Hópurinn mun nærri íjórum árum eldri en sá sænski (stofnaður 1991) og hefði eftir spila- mennsku að dæma fyrir löngu átt erindi við hljóð- ver, en ekki kom þó fram af plötudómum Gramop- hones að Icarus ætti neitt enn á samvizkunni i þeim efnum, ef leitað var fram að miðju sumri 1996. Þætti manni þó ólíklegt annað en að eitt- hvað hljóti að vera í vændum, sé það ekki þegar út komið. Alltjent virðast höfundar eins og Mar- ini, Castello og kventónskáldið Isabella Leonarda, er var rektor (tónlistar?)háskóla í Bologna á 17. öld, enn sem komið er óplægðir akrar, þrátt fyr- ir nærri sprengingarkennda plötuútgáfu síðustu ára á fornmúsík. Efnisskráin var ekki ýkja Iöng, 13 verk og flest stutt, auk tveggja aukalaga, en afar fjölbreytt og vönduð, þó að einkum elzta tónlistin bæri óhjákvæmiiega þess merki að vera frá mótunar- skeiði fyrstu hljóðfæratóngreina evrópskrar tón- listarsögu, þar sem höfundar fikruðu sig áfram úr heimi sönggreina eins og madrígals og mót- ettu og yfir í sérhæfða tjáningartækni hljóðfæra- músíkur. Þetta tilraunatímabil - mestöll 17. öldin - er að því leyti sízt óáhugaverðari en hið bull- andi tilraunaskeið milli barokks og klassíkur, 1740-80. Flytjendur léku af mikilli innlifun og natni, og stóð fátt upp úr öðru, enda valinn maður í hveiju rúmi. Þó er manni í fljótu bragði e.t.v. einna erfiðast að slíta úr minni silkimjúkan strengjaklið erkilútunnar ofvöxnu, chittarone, í fagurlega mótuðum einleik Reginu Albanez í Arpeggiatta eftir Johann Hieronymus Kapsberger (1580-1651), þar sem „uxi“ varð sannarlega að lævirkja. Ríkarður Ö. Pálsson i í í * i ) ' ý i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.