Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Opið á páskahelginni PRIMAVERA RISTORANTE AUSTURSTRÆTI 9 Fagradalsbleikja vex stöðugt Lítið vantar upp á lífrænt bleikjueldi „ÉG hlýt að vera bjartsýnn, ég er ekki búinn að vinna nema lítinn hluta þess markaðar sem er fyrir reyktan silung og lax,“ segir Jónas Erlendsson, framleiðandi Fagra- dalsbleikju. Jónas og Ragnhildur Jónsdóttir, bændur í Fagradal í Mýrdal, byij- uðu með fískeldi fyrir sex árum. Sérhæfa þau sig í bleikjueldi. I framhaldi af því settu þau upp reykhús á bænum og hófu fram- leiðslu á reyktri bleikju árið 1992 undir vörumerkinu Fagradals- bleikja. Framleiðslan var í mjög smáum stíl í upphafí, kannski 20 kíló í einu, og afurðimar fóru ein- göngu til sölu í kaupfélaginu í Vík. Sala og framleiðsla hefur aukist smám saman, hafin var reyking á laxi með og núna er tekið að minnsta kosti hálft tonn til vinnslu í einu. Fiskur frá Fagradalsbleikju er kominn í búðir víða um land. Salan fór fljótlega fram úr afkasta- getu fískeldisstöðvarinnar og kaupa þau nú meira en helming hráefnisins frá öðrum fískeldis- stöðvum. Á síðasta ári keyptu þau fískeldisstöðina Dyrhólalax hf. í Vík og juku með því framleiðslu- möguleika fyrirtækisins. Fagradalsbleikja framleiðir nú þijár tegundir af reyktum físki, reykta bleikju, reyktan lax og kryddreykta bleilqu. Búið er að hanna nýjar umbúðir og þessa dagana eru vömmar á tilboðsverði í nokkmm verslunum og stórmörk- uðum. Alveg nóg að gera Jónas og Ragnhildur hafa alla tíð dreift fiskinum sjálf í búðir og segir Jónas að þau hafi haft alveg nóg að gera en þau eru einnig með lítið sauðfjárbú. „Þetta er orðið svo mikið að maður þarf að Morgunblaðið/Helgi Bjamason JÓNAS Erlendsson, eigandi Fagradalsbleikju, við pökkun. fá sér sölumann eða semja við dreifingarfyrirtæki,“ segir Jónas. Jónas telur að hann hafi góða möguleika á að fá framleiðsluna vottaða sem lífræna. Öll aðstaða standist þær kröfur sem gerðar eru og fiskinum hafí aldrei verið gefin lyf en hins vegar sé ekki hægt að fá lífrænt vottað fóður. Segir hann að fóðurframleiðendur séu að huga að því máli, enda gæti það skapað mikla möguleika fyrir alla bleikjuframleiðsluna í landinu. Fagradalsbleikja hefur hlotið viðurkenningu í norrænni fag- keppni fyrir gæði framleiðslunnar og nú er Jónas Erlendsson farinn að huga að útflutningi. Segir hann að hægt sé að framleiða mun meira í reykhúsinu í Fagradal og hagkvæmt gæti verið að nýta hana betur. „Það virðist vera auð- velt að koma vörunni á erlendan markað en ég er ekki sannfærður um að nógu hátt verð fáist til þess að það borgi sig,“ segir hann. Vonast hann til að það gæti breyst þegar hægt verður að kynna bleikjuna sem lífrænt ræktaða. IMYTT Nýr ilmur ILMUR sem hentar bæði konum og körlum er kominn á markað. Hann hefur hlotið heitið CK be og er hann framleiddur af Calvin Klein Cosmetics. Hann er hugsað- ur fyrir sama aldurshóp og CK One ilmurinn eða fólk á aldrinum 18-29 ára. Ilmurinn kemur í svartri flösku með flauelsáferð en umbúð- imar hannaði franski glerframleið- andinn Pochet. Ilminn hannaði Giv- audan-Roure í samvinnu við Ann Gottlieb. Bursti til tannhirðu KOMINN er á markað nýr bursti sem á að auðvelda tannhirðu. Notkun miðast aðallega við að hreinsa tannsýkla sem safnast milli tanna en einnig til að þrífa í kringum gervihluti, s.s. brýr, tann- réttingatæki og fl. Burstinn er ein- nota, búinn til úr endurvinnanlegu plastefni. Stöngullinn er þríhyrnd- ur, grennstur fremst 0,5 mm en endar í 3,0 mm. Grisjan er búin til úr ofnum nælonþræði og í henni eru 0,25 mg af flúor sem losnar þegar það kemst í snertingu við munnvatn. Varan fæst í mörgum apótekum. Lýsisflöskur merktar Lions- hreyfingunni LÝSI hf. hefur látið hanna sérstak- ar flöskur merktar Lionshreyfíng- unni. Munu Lionsmenn selja flösk- urnar á næstu misserum. Um er að ræða 100 ml flöskur af bragð- minna lýsi en fram til þessa hefur lýsið verið selt í 220 gramma og 460 gramma flöskum. Ágóði af sölu lýsisins rennur til Lionsklúbbanna á íslandi en fénu er síðan varið til líknarmála. ;—»» . ,—; • • • • / *i sœtir sofar* HUSGAGN ALAGERINN Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.