Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Deilur um verkfallsboðun félaga sem hafa náð kjarasamningum VSÍ krefst afturköllunar ef komast á hjá réttarágreiningi ASI telur friðarskyldu stofnast við samþykki kjarasamninga VSIgreiðir atkvæði um samningana FRAMKVÆMDASTJÓRN VSÍ ákvað á fundi á þriðjudag að láta fara fram allsheijaratkvæða- greiðslu meðal aðildarfyrirtækja VSÍ um nýgerða kjarasamninga við landssambönd og verkalýðsfélög innan ASÍ. Er þetta í fyrsta skipti í sögu VSÍ sem kjarasamningar eru bornir undir atkvæði aðildarfyrir- tækja þess. Samkvæmt upplýsingum Þórar- ins V. Þórarinssonar, framkvæmda- stjóra VSÍ, komu fram þau sjónar- mið, einkum úr útflutnings- og sam- keppnisgreinum iðnaðarins, að ný- gerðir samningar gætu orðið þung- ir fyrir þessar greinar. Kynning á samningum hefst strax eftir páska Á framkvæmdastjórnarfundinum voru kjarasamningarnir kynntir og komu þá fram óskir um að þeir yrðu bornir undir atkvæði aðildar- fyrirtækjanna á grundvelli nýrra laga um stéttarfélög og vinnudeil- ur. Ber að greiða atkvæði um samn- ingana ef einhver framkvæmda- stjórnarmanna óskar þess eða 1% félagsmanna fer fram á það. Á seinasta aðalfundi VSÍ var fjöldi aðildarfélaganna tæplega 2.600. Kynning á efni samninganna hefst strax eftir páska. Leynileg atkvæðagreiðsla mun fara fram í annarri viku apríl en ekki verður um póstatkvæðagreiðslu að ræða. Niðurstaða á að liggja fyrir um miðjan mánuðinn. FJÖLDI verkalýðsfélaga, sem eru aðilar að kjarasamningunum sem gerðir voru sl. mánudag, héldu áfram atkvæðagreiðslum um boðun verkfalla eftir að samningar lágu fyrir. Þau sendu í gær og fyrradag út boð um vinnustöðvanirnar ásamt tilkynningu um frestun þeirra til 23. apríl. Samtök vinnuveitenda brugðust hart við þessum verkfalls- boðunum í gær, sem þau telja að séu ólöglegar. VSÍ svaraði verkalýðsfélögunum með bréfi í gær þar sem vakin er athygli á því að þau séu aðilar að nýgerðum kjarasamningum og því bundin friðarskyldu á gildistíma samninganna. Er skorað á félögin að draga verkfallsboðanir til baka fyrir kl. 16.30 næstkomandi þriðju- dag „svo komast megi hjá réttar- ágreiningi um málið,“ eins og segir í bréfi vinnuveitenda. „Við undirritun kjarasamning- anna komst því á friðarskylda og er óheimilt að boða til verkfalls á gildistíma samnings. Skv. ákvæðum 15. gr. sömu laga er það forsenda fyrir boðun lögmætrar vinnustöðv- unar að það sé til að knýja á um framgang krafna í vinnudeilum. Við undirritun kjarasamningsins féll sú forsenda brott því engar kröfur standa eftir sem félagið vill eða getur þrýst á um eftir að það gerði lögmætan kjarasamning," segir m.a. í bréfinu. Vitnað er í samkomulag sem gert var sl. mánudag um að yfir- standandi og þegar boðuðum verk- fallsaðgerðum yrði frestað til 23. apríl og kæmu þá til framkvæmda ef kjarasamningarnir verða felldir. „Framangreint samkomulag náði aðeins til yfirstandandi og þegar boðaðra verkfallsaðgerða, en fól ekki í sér heimild til að boða til verkfalls þar sem sarnningar hafa tekist," segir í bréfi VSÍ. Flest félög völdu þá leið að ónýta ekki atkvæðagreiðslur „Félögin höfðu mörg hver efnt til atkvæðagreiðslu um verkfalls- boðun, sem var að ljúka um það leyti sem samningar voru undirrit- aðir,“ segir Ástráður Haraldsson, lögfræðingur ASÍ. „Við þær að- stæður eiga félögin tvo kosti. Ann- ars vegar að boða ekki til vinnu- stöðvunar og ónýta þar með þá atkvæðagreiðslu sem fram hafði farið. Hinn kosturinn var að boða vinnustöðvunina og fresta henni síðan í samræmi við frestunará- kvæði kjarasamninganna. í flestum tilfellum völdu félögin þá leið að ónýta ekki atkvæðagreiðslurnar heldur boða vinnustöðvanir og fresta þeim síðan. Lögfræðilega séð snýst deilan um hvort friðarskylda stofnist við undirritun kjarasamn- ings eða við samþykki hans. Vinnu- veitendasambandið telur að friðar- skylda stofnist við undirritun en Alþýðusambandið telur að friðar- skylda stofnist við samþykkt samn- ings, þegar hin endanlega afstaða er tekin,“ segir Ástráður. Forsvarsmenn ASÍ telja ljóst að yfirstandandi vinnustöðvanir geti haldið áfram, þrátt fyrir að samn- ingar hafa verið undirritaðir, eða þar til þeir hafa verið samþykktir. Það sanni að friðarskylda stofnist ekki fyrr en samningur hefur verið samþykktur. „Eins og leikhús fáránleikans“ „Það streyma inn verkfallsboðan- ir og okkur finnst það merkilegt að þeir sem sömdu við okkur í fyrra- dag séu að boða okkur verkfall í dag,“ segir Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSI. „Okk- ur finnst þetta orðið eins og leikhús fáránleikans," bætti hann við. Þórarinn benti m.a. á að í gær hefði borist tilkynning frá Félagi járniðnaðarmanna um boðun verk- falls sem skyti skökku við, því vinnuveitendur hefðu skrifað undir heildstæðan 60 bls. kjarasamning við Samiðn sl. mánudag og samn- ingsaðilar hefðu rætt um að standa sameiginlega að útgáfu samnings- ins til kynningar í átta þúsund ein- tökum. Afleiðing af breytingum á vinnulöggj öf inni Ástráður Haraldsson segir að þessi deila sé bein afleiðing af breyt- ingum sem gerðar voru á vinnu- löggjöfinni því viðbragðsflýtir verkalýðsfélaganna hafi verið gerð- ur langur og erfiður og kostnaður félaganna af því að efna til at- kvæðagreiðslna sé mikill. Félögin eigi mjög erfitt með að forsmá ákvarðanir sem hafi verið teknar með miklum meirihluta atkvæða í allsheijaratkvæðagreiðslu. Morgunblaðið/Kristinn Enginn árangur í bankadeilunni SAMNINGANEFNDIR bankanna og bankamanna hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Þetta var fyrsti fundur eftir að sáttatillaga í kjaradeilunni var felld. Að sögn Friðberts Traustasonar, formanns Sambands íslenskra bankamanna, var fundurinn árangurslaus. Veru- legur ágreiningur væri enn á milli deiluaðila um nokkur atriði. Nýr fundur hefur verið boðaður annan í páskum. Takist samningar ekki skellur á verkfall 4. apríl. Einn af þeim sem sitja í samninganefnd bankanna er Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri. Sáttafundum frestað fram yfir páska EKKI eru ráðgerðir sáttafundir hjá ríkissáttasemjara yfir páskana nema í kjaradeilu Sambands banka- manna og viðsemjenda sem eru boðaðir til sáttafundar á annan í páskum. Að sögn Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara héldu nokkur fé- lög á almenna markaðinum og félög opinberra starfsmanna viðræðum sínum áfram við viðsemjendur í gær án þess að niðurstaða fengist. Vár frekari fundarhöldum svo frestað fram í næstu viku. Félag járniðnaðarmanna hefur ekki enn náð samningum við ríkið og Reykjavíkurborg og að óbreyttu kemur vinnustöðvun þar til fram- kvæmda 2. apríi náist samningar ekki fyrir þann tíma. ASV stendur fast á kröfu um 100 þús. kr. lágmarkslaun í gær tilkynnti Matvæla- og veit- ingasamband íslands (MATVÍS) um boðun verkfalls sem á að hefj- ast 3. apríl hafi samningar ekki tekist. Samninganefndir MATVÍS og viðsemjenda funduðu árangurs- laust hjá sáttasemjara í gær. Alþýðusamband Vestijarða hvik- ar ekki frá kröfunni um 100 þúsund kr. lágmarkslaun og fellst ekki á samskonar samninga og gerðir voru hjá sáttasemjara sl. mánudags- kvöld, að sögn Péturs Sigurðsson- ar, forseta ASV. Að óbreyttu skell- ur á verkfall verkalýðsfélaga innan ASV á miðnætti aðfaranótt 2. apríl. Pétur segir að á fundi stóru samn- inganefndar verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði og Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur í fyrrakvöld hafi verið lögð áhersla á að standa fast saman um kröfur félaganna. Að sögn hans var ekki búið að ákveða neina sáttafundi í gær. Reiði innan ASÍ vegna lífeyrismálsins Telja gengið þvert á yfirlýsingu ríkisstjórnar FORYSTA ASÍ telur að drög að frumvarpi um skyldutryggingu líf- eyrisréttinda og starfsemi lífeyris- sjóða, sem þeir hafa fengið í hendur til skoðunar, gangi þvert á yfirlýs- ingu forsætisráðherra, sem gefin var í tengslum við kjarasamninga um að forræði hinna almennu lífeyr- issjóða á 10% framlagi verði tryggt í þeirri löggjöf sem nú er í undirbún- ingi. Forystumenn ASI vildu ekki tjá sig opinberlega um málið í gær þar sem frumvarpsdrögin hefðu verið afhent þeim sem trúnaðarmál. Haldinn var formannafundur lands- sambanda ASI síðdegis í gær af þessu tilefni og ríkir mikil reiði inn- an forystunnar vegna málsins skv. heimildum blaðsins. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra kvaðst ekki vilja tjá sig efnis- lega um málið, þar sem það væri á trúnaðarstigi. „Eins og kunnugt er, hefur að undanförnu verið undir- búið frumvarp til laga um skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða. Frumvarpið hef- ur verið kynnt sem trúnaðarmál forystumönnum verkalýðshreyfing- arinnar og opinberra starfsmanna. Ætlunin er að halda þeim viðræðum áfram á þriðjudag eftir páska," sagði Friðrik í gærkveldi. „I fram- haldi af þeim mun ríkisstjórnin taka ákvörðun um hvernig með máiið verður farið,“ sagði hann. I frumvarpsdrögunum sem for- ysta ASÍ fékk afhent í fyrradag segir m.a. að aðild að lífeyrissjóði fari eftir því sem kveðið sé á um í kjarasamningum stéttarfélaga og atvinnurekenda og í samþykktum hlutaðeigandi lífeyrissjóðs. Skyldu- trygging skuli að lágmarki nema 10% af iðgjaldsstofni og geti skipst í viðbótariðgjald og lágmarksið- gjald. Þá segir orðrétt: „Lágmarks- iðgjald, 10% af iðgjaldastofni, skal renna til lífeyrissjóðs. Það sem er umfram þetta iðgjald, en innan skyldutryggingar, er viðbótarið- gjald. Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. er heimilt í samþykktum lífeyris- sjóðs að takmarka lágmarksiðgjald þannig að iðgjald umfram 10.000 kr. á mánuði teljist viðbótariðgjald. Upphæð þess skal taka sömu hlut- fallsbreytingum og vísitala neyslu- verðs frá 178,5 stigum.“ \ i I i i í i I I ; ( I I I i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.