Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 27
Rannveig Sif Sigurðardóttir á
Páskabarokki í Gerðarsafni
Syng fyrir
sjálfa mig
ARLEGIR Páskabarokktón-
leikar verða haldnir í Lista-
safni Kópavogs-Gerðarsafni
næstkomandi laugardag kl. 16.00.
Verður tónlistin, sem fyrr, flutt á
upprunaleg hljóðfæri og sungin af
söngvara sem sérstaklega hefur til-
einkað sér söngstíl barokktónlistar.
Er söngvarinn að þessu sinni Rann-
veig Sif Sigurðardóttir, mezzosópran,
sem starfað hefur um nokkurra ára
skeið í Hollandi og víðar samhliða
námi við Konunglega tónlistarháskól-
ann í Haag.
„Ég hef haft mikinn áhuga á bar-
okktónlist frá blautu bamsbeini,"
segir söngkonan, „og þegar ég var
lítil stelpa að læra á píanó vildi ég
helst ekki spila neitt annað en Bach
sem var og er í mestu uppáhaldi."
Eftir söngnám við söngdeild Tón-
listarskólans í Reykjavík hélt Rann-
veig Sif utan til Þýskalands árið 1986
og síðar Austurríkis til frekara náms.
Það var síðan fyrir sjö árum að hún
ákvað að láta drauminn rætast og
hóf barokk-söngnám við barokkdeild
Konunglega tónlistarháskólans í
Haag í Hollandi. Árið 1992 braut-
skráðist hún frá þeirri deild en hefur
síðan lagt stund á söngkennaranám
sem hún lauk í fyrra og söngnám
við klassísku deild sama skóla, þaðan
sem hún mun ljúka prófi á þessu vori.
Rannveig Sif kveðst þegar í stað
hafa fundið sig vel í barokk-náminu.
„Ég er ekki með þessa stóru óperu-
rödd og barokkið hentar mér því
miklu betur. Það er hins vegar ekki
þar með sagt að ég eigi aldrei eftir
að stíga á óperusvið. Það yrði þó að
vera í óperu frá barokktímanum eða
eftir Mozart, sem ég held mikið uppá,
eða jafnvel Rossini — Verdi kemur
ekki til greina.“
Ennfremur kveðst Rannveig Sif
hafa mikið dálæti á rómantískum
ljóðum og nefnir Schubert, Schu-
mann og Fauré sérstaklega í því sam-
hengi, auk þess sem nútímatónlist
og óratóríur höfði til sín. Öllu þessu
vonast hún til að geta sinnt að ein-
hveiju leyti í framtíðinni, þótt bar-
okktónlist sé og verði hennar sérsvið.
Hefur látið að sér kveða
Þótt Rannveig Sif hafi ekki enn
lokið námi hefur hún þegar látið að
sér kveða, bæði hér heima og erlend-
is. Ytra hefur hún einkum og sér í
lagi komið fram með barokk-kvart-
ettinum Quadro Corydon sem hún
hefur sungið með íjölda tónleika í
Hollandi, Þýskalandi og Englandi og
barokk-hljómsveitinni Neue Kapelle
Miinster í Þýskalandi, sem telur á
bilinu tvo til þrettán félaga eftir verk-
efnum.
Quadro Corydon er fjölþjóðlegur
flokkur listamanna en hljóðfæraleik-
ararnir eru frá Þýskalandi, Banda-
ríkjunum og Ítalíu. Segir Rannveig
Sif að sitthvað sé á döfínni hjá sveit-
inni, meðal annars tónleikar á Sumar-
tónleikum á Norðurlandi í sumar, en
það verður í fyrsta skipti sem hún
kemur fram hér á landi, og á Nordic
Baroque Music Festival í Svíþjóð í
ágúst næstkomandi. Verður tónleik-
um þeirra þar útvarpað og sjónvarpað
beint um gjörvalla Svíþjóð. Þá eru
tónleikar á Italíu og í Bandaríkjunum
á dagskrá fjórmenninganna næsta
vetur. Á liðnu ári varð Quadro Cory-
don í flórða sæti í alþjóðlegri keppni
barokk-hljómsveita í Hollandi.
Að auki hefur Rannveig Sif verið
félagi í Rheinische Kantorei í Þýska-
landi, hljómsveitinni Hex í Hollandi,
sem sérhæfír sig í flutningi nútíma-
LISTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„ÞAÐ ER alltaf jafn gaman að syngja á Islandi, þótt það sé að vissu leyti erfiðara en að syngja
erlendis. Hér þekkir maður alltaf einhvern í salnum — pressan er því meiri,“
segir Rannveig Sif Sigurðardóttir.
tónlistar, söngsveitinni La Capella og
Clemencis Consort í Vín. Þá söng hún
í danssýningunni Odysseus sem
frumsýnd var í Hollandi 1995 en tón-
listin í sýningunni er eftir eitt þekkt-
asta tónskáld Hollands, Louis Andri-
essen.
Hér á heimaslóð er Rannveig Sif
sennilega kunnust fyrir framlag sitt
til Sumartónleika í Skálholti, þar sem
hún hefur komið fram í ein sex skipti
en auk þess hefur hún efnt til ein-
söngstónleika víða um land ásamt
systur sinni, Hólmfríði Sigurðardótt-
ur píanóleikara. Þá söng Rannveig
Sif á sínum tíma í Orfeo og Marienve-
sper eftir Monteverdi undir stjóm
Gunnsteins Ólafssonar.
„Það er alltaf jafn gaman að
syngja á íslandi, þótt það sé að vissu
leyti erfiðara en að syngja erlendis.
Hér þekkir maður alltaf einhvern í
salnum — pressan er því meiri. Ég
hlakka því mikið til tónleikanna á
laugardag, auk þess sem það verður
gaman að eyða páskunum á íslandi
— það hef ég ekki gert í ellefu ár.“
Þótt söngkonan hafi komið reglu-
lega heim meðan á „útlegðinni" hefur-
staðið kveðst hún oftar en ekki hafa
fengið skömm í hattinn hjá vinum
og vandamönnum fyrir að hafa sig
ekki meira í frammi hér á landi.
Bæði þyki þeim hún þurfa að efna
oftar til tónleika og gera betur grein
fyrir störfum sínum ytra. „Ég hef
látið mér þessar athugasemdir í léttu
rúmi liggja enda syng ég fyrst og
fremst fyrir sjálfa mig. Það er vissu-
lega mikil gróska í tónlistinni hér
heima en landið er hins vegar lítið
og möguleikamir mun minni en á
meginlandi Evrópu. Þess vegna hef
ég lagt meiri áherslu á að koma mér
á framfæri þar.“
Auk Rannveigar Sifjar koma fram
í Gerðarsafni Anna Magnúsdóttir
semballeikari, Martial Nardeau
blokkfautuleikari og Ólöf Sesselja
Óskarsdóttir sem leikur á viola da
gamba. Verkin sem þau flytja eru
Sónata í D-dúr fyrir flautu og semb-
al eftir C .Ph. E. Bach, einsöngsverk
með fylgirödd eftir Francois Couper-
in, aría úr kantötu BWV 119, Preise,
Jerusalem, den Herrn og aría úr
kantötu BWV 100, Was Gott tut das
ist wohlgetaen og Sónata í e-moll
fyrir flautu og fylgirödd eftir J.S.
Bach.
SÍÐASTA sýningin á söngleikn-
um „Sunset Boulevard“ eftir
Andrew Lloyd-Webber á Broad-
way var á laugardag. Sýningar á
verkinu höfðu þá staðið í tvö og
hálft ár í Minskoff leikhúsinu í
New York, sem allajafna væri
talið bera velgengni vitni, en þeg-
ar tjaldið féll í síðasta skipti á
laugardag var talað um að þessar-
ar sýningar yrði minnst fyrir aðr-
ar sakir.
Þar ber helst að nefna að í raun
féll þessi sýning, þótt fjöldi manns
hefði séð hana og Glenn Close
fengi góðar umsagnir fyrir leik
sinn í hlutverki Normu Desmond.
Það kostaði 13 milljónir dollara
að setja söngleikinn upp, en af-
raksturinn var sýnu minni. Þeir,
sem lögðu fé í uppsetninguna, eru
nú æfir af bræði vegna þess hvað
mikið var í hana lagt og telja að
hagsmunir sínir hafi verið látnir
lönd og leið.
En einnig hefur verið til þess
tekið að fyrirtækið „Really Useful
Theater Company“, sem er hið
bandaríska útibú fyrirtækjasam-
steypu Lloyds-Webbers lávarðs,
„Really Useful Group“, verður nú
verklaust.
Og síðast en ekki síst velta
menn fyrir sér hvaða afleiðingar
þetta muni hafa á veldi sjálfs fyr-
irtækisins. Lloyd-Webber stefndi
á að skáka fyrirtækjum á borð
við Disney, en sér nú fram á niður-
skurð og samdrátt.
Lloyd-Webber, sem var aðlaður
1993 og tók sæti í lávarðadeild
breska þingsins í síðasta mánuði,
hefur samið einhverja vinsælustu
söngleiki allra tíma og nægir að
nefna „Cats“, „Jesus Christ Sup-
erstar" og „Evitu“, sem kvikmynd
Stendur veldi
Lloyds-Webbers á
brauðfótum?
hefur verið gerð eftir
og var nú tilnefnd til
fimm Óskarsverð-
launa, en hreppti að-
eins ein. Sýningar á
verkum hans eru
þekktar fyrir mikinn
íburð og eru taldar
marka upphafið á
hinum ofhlöðnu söng-
leikjum á Broadway
fyrir um 15 árum.
Tónskáldið hefur hins
vegar ekki slegið í
gegn í um áratug.
Endalok hinna
ofhlöðnu
söngleikja?
Undanfarið hafa hins vegar
skotið upp kollinum söngleikir,
sem settir hafa verið upp án mik-
ils tilkostnaðar, og má þar nefna
„Rent“ og „Bring in ’da Noise,
Bring in ’da Funk“. Leiða menn
nú getum að því að síðasta sýning-
in á „Sólsetrinu" marki endalok
þess hugsunarháttar að fjár-
austur og íburður sé lykillinn að
himinháum gróða.
Tapið á „Sunset Boulevard" er
ekki eina áfall Lloyds-Webbers.
Fyrir skömmu var
ákveðið að hætta við
að sýna nýjasta söng-
leik hans, „Whistle
Down the Wind“, á
Broadway. Var látið
nægja að sýna það í
örfá skipti í Washing-
ton.
Lloyd-Webber á
70% hlut í „Really
Useful Group“, en
hann kveðst aðeins
sitja í stjórn þess, ekki
taka viðskiptalegar
ákvarðanir. Fyrir-
tækinu er ætlað að
hagnast á verkum
hans, en sjálfur á
hann a.m.k. einkarétt á hluta af
tónlist sinni og fær því höfund-
arlaun beint í vasann.
Stórbrotnum áætlunum
frestað
í júní í fyrra sagði Patrick
McKenna, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, að mikil þensla
væri í aðsigi. Gera ætti leiknar
myndir og teiknimyndir eftir
nokkrum söngleikja Lloyds-
Webbers, opna sýningarsali í Las
Andrew Lloyd-
Webber.
Vegas og skemmtimiðstöð í
London, þar sem rísa átti leik-
hús, íþróttahöll, veitingastaðir,
næturklúbbar og 20 kvikmynda-
salir. Flestu hefur þessu nú verið
slegið á frest. Fyrirtækið greiddi
meira í arð en nam hagnaði þess
og skuldir eru alls 103,8 milljónir
dollara.
Á móti þessu kemur að verið
er að sýna átta verk í 29 upp-
færslum um þessar mundir. Þau
verk, sem skila mestum hagnaði,
eru „Cats“ og „Phantom of the
Opera“, sem verið er að sýna á
15 stöðum. Hið síðarnefnda er
reyndar það verk Lloyds-
Webbers, sem síðast sló í gegn,
og það er frá árinu 1988.
„Sunset Boulevard" átti að
vera næsti smellur, en nú er ljóst
að tapið á Broadway verður
minnst 20% af þeim 13 milljónum,
sem kostaði að setja verkið upp.
Eftir sitja reiðir fjárfestar, sem
halda því fram að ekkert hafi
verið hugsað um peninga þegar
verið var að setja verkið upp.
Einn þeirra, Hal Luftig, sem
lagði eina milljón dollara í verk-
ið, kvaðst í viðtali við dagblaðið
The New York Times vera reiður
yfir þeirri meðferð, sem hann og
peningarnir hans fengu, og
nefndi til dæmis að allt fram í
síðustu viku hefði söngleikurinn
verið auglýstur í sjónvarpi.
„Sýningum er lokið," sagði
Luftig. „Hvað erum við að gera
í sjónvarpi? Hvers vegna var
þetta ekki útskýrt fyrir fjárfest-
unum? Andrew Lloyd-Webber
hefur grætt rúmlega átta millj-
ónir dollara á þessari sýningu og
hér sit ég og næ ekki að vinna
aftur mina milljón."
Ljóðasafn
austfirskra
höfunda
FÉLAG ljóðaunnenda á Austurlandi,
sem stofnað var á síðasta sumri, hef-
ur ákveðið að gangast fyrir útgáfu
ljóðasafns austfírskra höfunda. Stefnt
er að því að bókin komi út síðari hluta
ársins 1999. Þá verða liðin 50 ár frá
útkomu bókarinnar Aldrei gleymist
Austurland sem geymir ljóð 73 höf-
unda. Þessi nýja bók verður í svipuðu
broti og hin fyrri og stærð hennar
áætluð um 300 síður.
í ljóðasafninu verður birtur fjöl-
breyttur kveðskapur, bæði lausavísur,
hefðbundin ljóð og nútímaljóð. Er
ætlunin að allir ljóða- og vísnasmiðir
geti biit verk eftir sig í bókinni, hvort
sem þeir telja sig til hagyrðinga eða
skálda. Slíkri flokkun verður heldur
ekki beitt í efnisskipun bókarinnar.
Allir höfundar, búsettir á svæðinu
frá Bakkafirði til Álftafjarðar, eiga
rétt á því að kveðskapur þeirra birtist
í ljóðasafninu. Hið sama gildir um
brottflutta Austfírðinga og þá sem
tengdir eru Austurlandi sterkum
böndum og telja sig austfírska höf-
unda án þess að hafa átt þar fasta
búsetu. Ljóðasafnið mun aðeins
geyma ljóð og lausavísur eftir núlif-
andi höfunda. Svipaðar reglur giltu
um útgáfu eldra safnsins.
Stjórn Félags Ijóðunnenda á Aust-
urlandi hvetur höfunda sem óska eft-
ir að kveðskapur þeirra birtist í safn-
inu að hafa samband við einhvern
stjómarmanna sem fyrst. Söfnun efn-
is fer fram á þessu ári og fyrstu
mánuðum næsta árs.