Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Guðmundsson skipstjóri, Jóhannes Jóhannesson framkvæmda-
stjóri Vísis, Grétar Mar Jónsson formaður, Ásgeir Magnússon
stjórnarmaður og Orn Einarsson stjórnarmaður.
Vilja auka þorsk-
kvótann verulega
Grindavík. Morgunblaðið.
STJÓRN Vísis, félags skipstjómar-
manna á Suðurnesjum hefur sent
áskorun til sjávarútvegs-, forsætis-
og utanríkisráðherra þar sem skor-
að er á stjórnvöld að auka nú þeg-
ar þorskkvóta þessa árs um 50
þúsund tonn.
Stjóm Vísis undir forystu Grétars
Mar Jónssonar formanns félagsins
las upp greinargerð á blaðamanna-
fundi á þriðjudag sem send var til
stjórnvalda til að rökstyðja þessa
áskorun.
Stærri
hrygningarstofn
„Að mati skipsstjómarmanna alls-
staðar á landinu er hrygningarstofn-
inn stærri en fiskifræðingar hjá Ha-
frannsóknarstofnun hafa haldið
fram. Skipstjómarmenn hafa miklar
efasemdir um ágæti togararalls í
stofnstærðarmælingum á þorski og
veiðiskýrslur flotans segja ekkert um
stofnstærð þorsks þar sem ekki er
um frjálsa veiði tímabundið að ræða.
Rétt er að taka fram að við höfum
varað við ofveiði á ýmsum tegundum
svo sem grálúðu, karfa og humri.
Félagsmenn okkar telja að skip-
stjómarmenn ættu að hafa meira um
það að segja þegar fjallað er um
veiðiráðgjöf," sagði Grétar Mar og
bætti því við að viðstaddir væm
stjómarmenn, allt skipstjórar með
yfir 20-30 ára reynslu auk tveggja
reyndra skipstjóra með jafnmikla ef
ekki meiri reynslu og allir gátu vitn-
að um að þorskfiskiríið undanfarin 3
ár væra með þeim hætti að réttlætti
kvótaaukningu upp á 50 þúsund tonn
strax.“
Veiðiskýrslur
segja ekkert
„Veiðiskýrslur segja ekkert því
veiði er ekki frjáls svo þær stað-
festa aðeins kvótaúthlutun. Það
sem við gagnrýnum mest í dag er
að við erum að missa náttúrulega
uppsveiflu frá okkur með þeim
seinagangi og stífni fiskifræðinga
að viðurkenna ekki þær staðreynd-
ir sem blasa við skipstjórnarmönn-
um daglega hvað varðar þorsk-
fiskirí. Alveg sama hvar netum er
dýft í sjó á öllu vertíðarsvæðinu
þá er mokfiskirí. Línubátar fælast
undan þorski þar sem áður var
ekki hægt að fá þorsk.
Togarar slíta
aftan úr sér
Hefðbundnar ufsaslóðir þar sem
ekki sást þorskur fyrir nokkrum
árum eru orðnar svo þorskblandað-
ar að þar eyða menn kvótanum í
verðminni fisk en fæst upp við
landið. Togarar slíta aftan út sér
í Þverál og Víkurál ef þeir toga í
yfir 30 mínútur eins og gerðist í
Víkurál fyrir skömmu. Þrátt fyrir
allar þessar staðreyndir er ekki
hlustað á okkur heldur stuðst við
togararall sem aldrei hefur gefið
rétta mynd af ástandi sjávar vegna
þeirra úreltu aðferða sem notaðar
eru og allir virðast sjá nema físki-
fræðingar Hafrannsóknastofnun-
ar,“ sögðu þeir félagar og bættu
við að haldið yrði áfram að rekast
í því við stjórnvöld að hlustað yrði
á þá og fljótlega myndu önnur fé-
lög taka undir kröfur Suðurnesja-
manna.
Morgunblaíið/Ámi Sæber
Tilraunahús við höfnina
HÁSKÓLIÍSLANDS og Reykja-
víkurhöfn undirrituðu í síðustu
viku samning um afnot HI af
húsnæði hafnarinnar við Granda-
garð í Reykjavík. Húsnæðið verð-
ur notað til tilraunaframleiðslu
og tilraunaverkefna á vegum HI
og samstarfsaðila hans og mun
verða lögð áhersla á rannsóknir
í fiskiðnaði fyrst í stað, enda seg-
ir i samningnum að í honum fel-
ist framlag Reykjavíkurhafnar
til þróunar á sviði sjávarútvegs
og skyldra greina í Reykjavík.
HI mun standa straum af rekstri
hússins, þ.e. af greiðslu raf-
magns, vatns og hita, en önnur
föst og opinber gjöld húsnæðisins
greiðir Reykjavíkurhöfn. Há-
skólarektor og hafnarstjóri und-
irrituðu samninginn og var gest-
um boðið upp á veitingar að því
loknu. Á myndinni eru þau Jón
Birgir Björnsson prófessor,
Hannes Valdimarsson hafnar-
stjóri, Sveinbjörn Björnsson há-
skólarektor, Guðrún Pétursdótt-
ir, forstöðumaður Sjávarútvegs-
stofnunar HÍ, Einar Ragnars-
son, frá Reykjavíkurhöfn, Árni
Þór Sigurðsson, formaður
hafnarstjórnar, og Þorsteinn I.
Sigfússon prófessor að undirrit-
uninni lokinni.
Reuter
BRIAN Mawhinny, formaður brezka íhaldsflokksins, (t.h.) heilsar Margaret Thatcher, barónessu
og fyrrverandi forsætisráðherra, við komu hennar í kosningamiðstöð íhaldsfiokksins í gær.
Kosningastefnuskrá breska Verkamannaflokksins
„Endalok skattlagning-
ar- og eyðslustefnu44
Lundúnum. Reuter. ^
BREZKI Verkamannaflokkurinn
samþykkti í gær kosningastefnuskrá
sína, sem kvað fela í sér tímamóta-
skattalækkunaráætlun. Flokksleið-
toginn Tony Blair sagði áætlunina
marka endalok „skattlagningar- og
eyðslustefnu" Verkamannaflokksins
og bjóða upp á endurnýjuð tengsl
flokksins við brezka alþýðu, byggð
á trúnaðartrausti.
Ásökunum íhaldsmanna um nei-
kvæðar afleiðingar tengsla Verka-
mannaflokksins við verkalýðsfélögin
vísaði Blair á bug sem „hræðslu-
áróðri". „Eina vopnið sem þeir hafa
er ótti, okkar vopn er von,“ sagði
Blair á blaðamannafundi.
Blair hét því að kjósendur myndu
ekki eiga von á því að verða komið
óþægilega á óvart eftir kosningarnar
1. maí nk. „Það sem þið sjáið, er
það sem þið fáið,“ sagði Blair um
hina nýsamþykktu stefnuskrá. „Við
heitum einungis því sem við getum
staðið við. Ekki meira. [Stefnuskrá-
in] er trygging fyrir því, að Verka-
mannaflokkurinn muni stjórna út frá
miðjunni, í allra þágu.“
Til blaðamannafundarins var boð-
að með mjög skömmum fyrirvara,
eftir stuttan fund forystu flokksins
og tilvonandi ráðherraefna, þar sem
kosningastefnuskrá var afgreidd.
Blair kynnti aðeins meginatriði
stefnuskrárinnar á fundinum, en
boðaði að hún muni liggja fyrir í
heiid í næstu viku. Markverðast þyk-
ir vera loforð flokksins um að hækka
ekki tekjuskatta á öllu fimm ára
kjörtímabilinu og að lækka virð-
isaukaskatt á húshitunarkostnað úr
8% í 5%.
„Gerið engin mistök“
Kosningabaráttan í Bretlandi er
nú komin á fullan skrið. John Major,
forsætisráðherra og leiðtogi íhalds-
flokksins, ritaði í gær grein í The
Birmingham Post, þar sem segir:
„Ein ríkisstjórn Verkamannaflokks-
ins gæti eyðilagt hæfni Bretlands til
að laða að erlenda fjárfestingu og
stefnt þúsundum starfa í hættu.
Árangur átján ára framfaraskeiðs
gæti farið forgörðum á átján mánuð-
um með Verkamannaflokkinn við
stjórnvölinn. Gerið engin mistök. Ef
Verkamannaflokkurinn og verka-
lýðsfélögin fara með sigur af hólmi,
tapar Bretland.“
Gruna IRA um
sprengjutilræði
Wilmslow í Englandi. Reuter.
TVÆR sprengjur oilu skemmdum
á jámbrautarteinum í bænum
Wilmslow í Norður-Englandi í
gær. Enginn slasaðist. Grunur leik-
ur á að Irski lýðveldisherinn, IRA,
beri ábyrgð á hermdarverkinu og
að ætlun samtakanna sé að valda
óstöðugleika í aðdraganda brezku
þingkosninganna, sem fram eiga
að fara 1. maí næstkomandi.
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, kallaði tilræðið „grófa
móðgun við lýðræðið". Hann sagð-
ist vona, að Sinn Fein, pólitískur
armur IRA, ætlaði sér ekki að
heyja kosningabaráttu á Norður-
írlandi á meðan IRA sprengir
sprengjur á meginlandi Bretlands.
Marin McGuinness, einn for-
ystumanna Sinn Fein, gagnrýndi
Major fyrir að útiloka flokk sinn
frá viðræðunum um frið á Norður-
írlandi, ábyrgðina á sprengjutil-
ræðinu bæru þeir sem komu
sprengjunum fyrir, ekki Sinn Fein.
John Braton, forsætisráðherra
írlands, fordæmdi sprengingamar.
„Þessi heigulsstefna laumuofbeld-
is, sem IRA rekur, hefur algerlega
brugðizt," sagði hann. „Hún hefur
ekki leitt til neins annars en að
kljúfa Irsku þjóðina enn meir en
orðið var við upphaf herferðar
þeirra.“ IRA rauf í febrúar 1996
vopnahlé, sem staðið hafði í 17
mánuði og hefur síðan staðið fyrir
röð sprengjutilræða I Bretlandi.
Reuter
LIÐSMENN sérsveitar lögreglunnar í Lima skoða myndir af
meintum skæruliðum við bústað japanska sendiherrans í borg-
inni, þar sem marxiskir skæruliðar hafa haldið 72 mönnum í
gislingu í 100 daga.
Gíslamálið í Lima
Enn deilt um
fanga MRTA
rAI/trA Þ maint*
Lima, Tókýó. Reuter.
STJÓRNIN I Perú neitar enn að
verða við þeirri kröfu marxísku
skæruliðahreyfingarinnar MRTA,
sem heldur 72 gíslum í Lima, að
sleppa 450 félögum hennar úr fang-
elsi og er það nú helsti
ásteytingarsteinninn I viðræðunum
um lausn málsins.
Skæruliðarnir hafa fallist á að
leita hælis á Kúbu og fara þangað
með nokkra gíslanna en stjórnin ljær
ekki máls á að sleppa föngunum þar
sem hún telur að slíkt myndi skapa
hættulegt fordæmi.
Talsmaður utanríkisráðuneytisins
í Tókýó sagði í gær að stjóm Japans
byggist ekki við því að gíslamálið
yrði leyst um páskahelgina þrátt fyr-
ir fréttir japanskra fjölmiðla um að
lausn þess væri í sjónmáli.
Stjórnarerindreki í Lima kvaðst
bjartsýnn á að friðsamleg lausn fynd-
ist á deilunni og spáði því að gíslun-
um yrði sleppt innan hálfs mánaðar.