Morgunblaðið - 27.03.1997, Side 31

Morgunblaðið - 27.03.1997, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 31 g suðvestur. Á LEIÐ upp með Litlu-Heklu síðasta dag mars 1947. Ljósm. 1947. Gosmekkir á norðausturhluta Hekluhryggs í baksýn. NAÐI i1 ]FNI hvaða átt gjóska barst í fyrsta igoss. Breidd örvanna er í hlut- immál gjósku. Kortið er úr bók Þórarinssonar: Ilekla. Hekla gýs blandgosum, þ.e. gýs bæði hrauni og ösku, úr gossprungu. Úr mörgum gosum hefur hlaðist upp 10 km langur eldhryggur úr sprungu með hina hefðbundnu SV-NA stefnu þessa svæðis. Þegar gos hófst 29. mars 1947, rifnaði Hekla eftir endi- langri háegginni, sem hefur þessa sömu stefnu, og hraunið rann niður hlíðamar til beggja hliða. Gosið 1947 braust upp úr hátindinum og skömmu síðar opnaðist fjögurra km löng gjá eftir fjallshryggnum. Samkvæmt mæl- ingum Sigurðar Þórarinssonar á Toppgígnum eftir að gosvirkni í honum lauk um sumarið, risu barmar hans 90 m yfir fjallsaxlimar. Hann var ílangur og í sprungustefnuna og um- mál hans efst 600 m. í upphafi hraun- gossins flæddi hraunið aðallega austur úr Heklugjá, en síðar í gosinu einkum til NV og SV og varð heildarflatarmál 1947 hraunsins 0,8 rúmkílómetrar. Jarðvísindamaður fórst Gosið hélt áfram í 13 mánuði og streymdi hraun látlaust úr hraungíg- unum. Streymdi fólk um sumarið aust- ur að hraunjaðrinum. Vísindamenn voru þar við mælingar. Annan nóvem- ber um haustið varð það hömiulega slys að jarðvísindamaðurinn Steinþór Sigurðsson, sem var við rannsóknir, fékk á sig stein sem spýttist úr hraunj- aðrinum og lést samstundis. Um sumarið höfðu menn áhyggjur af öskufalli sem lagðist yfir gróður. Á ellefu jörðum varð öskulagið meira en 5 sm þykkt. Tjónið af öskufallinu varð þó tiltölulega lítið, enda var óvenjumik- il úrkoma um sumarið og skolaði vi- krinum burtu. Sjálfboðaliðar aðstoðuðu bændur við að hreinsa af túnum. Að- eins tvær jarðir fóm í eyði um lengri tíma. Öskufalli lauk að heita mátti í byrjun september 1947. Næsta vor, þegar gosið var að fjara út, urðu menn varir við koldíoxíð sem streymdi úr gjótum í Hekluhraununum vestur af Heklu. Fóru að finnast dauð- ar skepnur við Loddavötn, tófa, fuglar og 15 kindur áður en yfir lauk. Höfðu myndast gaspollar í lægðum og skepn- ur kafnað í þeim. Sló óhug á fólk, enda vissu menn ekki hverju mátti eiga von á. Seint í apríl 1948 lauk þessu Heklu- gosi. Gamla Hekla ekki dauð Langt hié hafði verið á undan Heklu- gosinu 1947 sem fyrr er sagt. Höfðu goshléin verið að lengjast frá því á 17. öld. Áttu menn því von á að Hekla mundi nú hafa hægt um sig eftir þetta mikla gos. En aðeins 22 árum síðar, 5. mai 1970, tók fjallið að hrista sig og að gjósa norðvestan í Heklu í svo- nefndum Skjólkvíum sem entist fram til 5. júlí. Ekki hafði Hekla lokið sér af, því aðeins 10 árum síðar, 1980, gaus með stuttum hvelli frá 17. ágúst til 20. ágúst. Og vorið 1981 varð enn stutt gos. Nú liðu tæp 10 ár þar til enn gaus í Heklu r janúar 1991 til 11. mars. Eftir Heklugosið 1947 hafa eldgos færst í aukana á landinu. Og því óþarfa fosjálni að drífa sig austur á fyrsta morgni Heklugossins í þvt' ljósi að það væri ef til vill eina tækifæri ungmenna til að fá að sjá eldgos um sína daga. Fyrir utan gosin í Heklu hafa síða orðið Öskjugosið 1961, Surtseyjargosið 1963-67, Heimaeyjargosið 1973, Kröflueldar 8 sinnum eftir 1975 og nú síðast gosið í Vatnajökli. Straumurinn til fjallsins Margir sækja Heklu heim og má benda á að Árbók Ferðafélags íslands 1995 er „Á Hekluslóðum“, þar sem íjallinu, sögu þess og leiðum þangað er lýst ýtarlega. Þar er birt ljóð eftir Baldur Óskars- son sem nefnist 1947: Einn fagran morgun í mars kom faðir minn inn frá gegningum - Einkennilegt ský yfir Heklu, sagð’ann Reykelsi á sjónbaug - öskuvorið - ekki raskaði það ró okkar Ekkert raskar ró okkar Eftir þjóðveginum lá straumurinn til fjallsins. Rannsókn á samskiptum sjúklinga og heilbrigðisstétta Nálægð er mikilvæg Allirþeir sem legið hafa á sjúkrahúsi vita hve miklu skiptir það samband sem tekst á milli sjúklings og starfsfólks. Oft getur það breytt miklu um andlega og jafnvel líkamlega líðan fólks að þar takist vel til. í samtali Guðrúnar Guðlaugsdóttur við Svövu Stefánsdóttur félagsráðgjafa kom fram að starfs- fólk innan heilbrigðisstétta virðist stundum ekki fá nægilega þjálfun í að mynda tengsl við sjúklinga sem það annast, en Svava hefur nýlega gert rannsókn á þessu. V NIÐURSTÖÐUR mínar eru þær að bæði sjúkiingar og starfsfólk vilja meiri ná- lægð og samstarf í sam- skiptum sínum,“ sagði Svava Stefáns- dóttur. „Ég valdi orðið samstarf yfir þessi samskipti. Það merkir hjá mér að sjúkingur og starfsmaður geti tal- að saman á jafnréttisgrundvelli, eins og tveir sérfræðingar. Þá er sjúkling- urinn sérfræðingur í sinni líðan en starfsmaðurinn sérfræðingur í sínu fagi. Ég ákvað að gera rannsóknir á þessu efni vegna þess að oft er talað um að betri tengsl milli þessara aðila myndu bæta umönnun sjúklinga og gera báðum auðveldara fyrir. Komist góð tengsl á líður sjúkl- ingnum betur og starfsmanninum líður betur í starfi sínu. Ég tók tuttugu viðtöl í allt, með forrann- sókn og gerði skriflega könnun hjá sextíu aðilum. Úr þessu vann ég svo og í ljós kom að sjúklingar óskuðu sterklega eftir meira sam- starfi og langflest af starfsfólkinu vildi það líka. Það kom einnig í ljós að það eru helst læknar sem telja að þeir eigi erfitt með að mynda meiri tengsl við sjúklinga þar sem sjúkl- ingurinn viti venjulega ekki nægi- lega mikið um eðli þess sjúkdóms sem verið er að kljást við hverju sinni. Samt sem áður kom líka fram að lækninum finnst hann ekki geta verið án góðra og skil- merkilegra upplýsinga frá sjúkl- ingnum.“ - Hvernig er hægt að koma á meiri og betri tengslum sjúklinga við starfsfólk innan heilbrigðisstétta? „Það er hægt að bæta menntun og þjálfun starfsfólks í þessum efn- um, þetta er viðurkennt og fleiri rann- sóknir staðfesta það. Það væri til dæmis hægt að þjálfa fólk betur í að hlusta og nota sjálft sig sem tæki, ef svo má segja. Starfsfólk hlustar oft ekki nægilega vel á það sem sjúkl- ingurinn hefur að segja eða, í verstu tilvikum, tekur ekki mark á orðum hans. Það kemur fram í fræðum að það er hægara að kenna fólki að vita en að vera. Þetta þýðir að það mun erfiðara að kenna fólki eiginleika heldur en koma til þess vitneskju um ákveðin atriði. Sumir eru t.d. að eðlis- fari þolinmóðir en það er hægara sagt en gert að kenna þann eigin- leika. Mörgum er ekki ljóst að þeirra eigin persóna og eignleikar hafa tals- verð áhrif í starfi. Það er mikilvægt að vera þess meðvitandi hvernig með- ur bregst við í hinum ýmsu kringum- stæðum. í sumum heilbrigðisstéttum, svo sem í félagsráðgjöf, er það hefð að fólk er hvatt til sjálfsskoðunar til þess að það geti fremur áttað sig á eiginleikum sínum og viðbrögðum.“ - Er hægt að beita sömu eða svip- uðum aðferðum í samskiptum við alla sjúklinga? „Nei, það er ekki hægt, í hvert sinn sem kemur nýr sjúklingur verður Morgunblaðið/Kristinn SVAVA Stefánsdóttir félagsráðgjafi. starfsmaður að leitast við að kynnast honum, engir tveir eru eins í sam- skiptum og það á við um starfsfólk líka. Frægur geðlæknir Clarence Crawford segir á einum stað: „í hveiju samtali tveggja aðila eru að minnsta kosti tvær sögur, önnur er saga sjúklingsins en hin er saga með- ferðaraðilans. Þess vegna er mikil- vægt að heilbrigðisstarfsmenn læri að þekkja sjálfa sig, það á auðvitað við allt fólk sem sinnir mannlegum samskiptum.“ - Hvernig er hægt að gera t.d. samtarf lækna og sjúklinga árangurs- ríkara? „Með betri verklegri þjálfun í námi undir handleiðslu reynds starfs- manns. Fólk þarf að þora að skoða vinnubrögð sín með gagnrýnu hugar- fari. Sem dæmi um hvernig má auka skilning milli starfsmanns og sjúkl- ings langar mig að koma með beina tilvitnun í svar frá ungum lækna- nema. Hann sagði: „Þegar um er að ræða nema, þá er það mikilvægt að útskýra fyrir konunni, að það er öðru- vísi þegar nemi gerir kvenskoðun heldur en þegar vanur læknir gerir það. Ef neminn útskýrir þetta í byijun þá leggur maður ákvörðunina með virðingu í hendur konunnar og grund- völlur að góðu samstarfi er lagður. Konan slappar af og neminn líka, samspil og samstarf einkennist af gagnkvæmri virðingu og árangur verður betri.“ - Kvarta sjúklingar mikið við þig, í þínu starfi sem félagsráð- gjafi á Landspítalanum, um ófull- nægjandi samstarf við starfsfólk það sem sinnir þeim inni á deild- um? „Ég get ekki sagt að þeir kvarti mikið núna, en það var meira áður fyrr. Aðstaða starfsfólks núna er því miður oft þannig að það hefur<-,; lítinn tíma, á að veita góða þjón- ustu á stuttum tíma fyrir litla peninga. Álagið er ótvírætt meira en áður var í þessum efnum. Með tilliti til þessa má segja að sam- starf sjúklinga og starfsfólks virð- ist hafa batnað á seinni árum, þrátt fyrir verri aðstöðu starfs- fólks. Þetta þýðir væntanlega að starfsfólk virðist gera sér grein fyrir mikilvægi náninna tengsla í samstarfi milli sjúklings og starf- manns. En betur má ef duga skal. í ýmsum rannsóknum er fjallað um að menntun margra stétta í opinberri heilbrigðis- og félagsþjónustu sé ábótavant hvað snertir náin samskipti milli sjúklings og starfsmanns, eða samstarf eins og ég vil orða það. Óöryggi starfsmanns getur valdið þvi að hann heyri ekki hvað skjólstæðing- ur segir og jafnvel forðist að hafa samband eða mynda tengsl við hann. Mín rannsókn og fræðin gefa tilkynna að nemar í þeim stéttum sem annast fólk þurfi nú meiri og öðruvisi þjálfun í samskiptum við sjúklinga og skjól- stæðinga en veitt hefur verið. Það er mikilvægt í menntun þeirra að auka meðvitund og þekkingu um eigin máta að eiga samskipti við aðra, til þess t.d. að auka hæfni þeirra til að takast á við tilfinningahindranir og viðbrögð hjá sjálfum sér og öðrum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.