Morgunblaðið - 27.03.1997, Síða 37

Morgunblaðið - 27.03.1997, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997' 37 ÍSLENSKU sendiherrahjónin, Hjálmar Hannesson og frú Anna Birgis, taka á móti óperuhópnum við komuna til Peking. Með þeim á myndinni eru Stefán Baldursson þjóðleikhússijóri, Kristin Jóhannesdóttir leikstjóri, Sigurður Pálsson, höfundur söngtexta og sögumaður í sýningunni, Atli Heimir Sveinsson tónskáld og Guðmundur Emilsson hljómsveitarstjóri. GESTIR frá íslandi ganga inn í Forboðnu borgina í Peking. Veg og vanda að heimsókn „The Moonlight Opera Company,“ átti sendiráð íslands í Peking. Textahöf- undur óperunnar og sögumaður í sýningunni, Sigurður Pálsson, hefur þetta um ferðina að segja: „Það kemur allt á óvart í jafnframandi landi, bæði það sem fyrir augu ber, og eyru. Svo eru hlutir sem koma manni þægilega á óvart. Við vorum til dæmis í boði, þar sem var mikið af sendimönnum erlendra ríkja. Þeir töluðu mikið um hvað ísland er vel kynnt þarna og hefur náð fótfestu á undraverðum tíma. Þarna var sænskur sendimaður sem sagði manni, með tár í augum, að ísland væri komið rækilega á kortið - með tónleikum Bjarkar í fyrra og Tungl- skinseyjunni núna. Aðrar þjóðir eru alltaf í biðröð, bankandi á dyrnar og er sagt að bíða. Við erum mjög öfunduð af sendi- ráði okkar í Peking, vegna þess að menningarleg tengsl leiða alltaf á endanum til viðskipta. Ég vissi alltaf að Hjálmar Hannesson, sendiherra okkar í Peking, væri duglegur, en gerði mér ekki grein fyrir því hvers konar kraftaverkamaður hann er. Og þessar upplýsingar fengum við ekki í neinu kurteisisspjalli, heldur í venjulegum samræðum við starfs- menn annarra sendiráða. Þeir skilja hreint ekki hvernig fslendingar hafa farið að því að koma sér svona vel fyrir í landi sem er lokað og hefur 5.000 ára hefð fyrir því að stjórna samskiptum við aðrar þjóðir. Það var líka ánægjulegt hvað maður fann mikinn einlægan áhuga og vilja Kínverja til að koma þessari sýningu í heila höfn, þrátt fyrir ólík- ar aðferðir og tímaþröng, sem þeir kunna ekki eins vel og við. Við vinn- um best í tímaþröng en þeir hugsa í öldum. Samt var íslenskur krafta- verkastíll á framkvæmdum, vegna þess að Kínveijar voru tilbúnir til að ganga í takt við okkur.“ Undir þessi orð tekur leikstjórinn, Kristín Jóhannesdóttir, og bætir við: „Það var ekki fyrr en við vorum komin til Peking að við áttuðum okkur á því hvers konar afrek sendi- herrahjónin, Hjálmar Hannesson og Anna Birgis, ásamt sendiráðsritara, Ragnari Baldurssyni, höfðu unnið og hversu einlægur áhugi þeirra á sýningunni og umhyggja var. Þau tóku þátt í þessu með okkur af lífi og sál. Eitt af stóru málunum í þess- ari ferð, er að hafa kynnst þessu fólki. Ekki bara sem fulltrúum ís- lands, heldur sem persónum og von- andi vinum í framtíðinni. Það kom mér á óvart og skók mig að þau höfðu lagt allt undir; bæði dimplómatískan feril og jafnvel persónulega ímynd. Það teygir sig ansi víða þegar maður leggur slíkt undir - og allt af fullri einlægni og brennandi áhuga á því að efnisgera svona drauma." „Þetta var mikil vinna, en ævin- týri sem maður gleymir aldrei og hefði ekki viljað missa af,“ segir Kristín Hauksdóttir, sýningarstjóri og fararstjóri hópsins. „Viðtökurnar við sýningunni voru mjög góðar og Kínverjar klöppuðu einhver lifandis ósköp. Við vissum það ekki fyrr en eftir á að þeir leggja ekki í vana sinn að upphefja mikið lófatak eftir sýningar. Þeir klappa tvisvar og ganga síðan út. Þetta gladdi okkur að vonum og móttökurnar voru glæsilegar að öllu leyti, baeði frá hendi Kínverja og sendiráðs Íslands í Peking." Það er vonandi að Kínverjar hafí notið þess eins vel og íslendingar að þessi heimsókn skyldi verða að veruleika og hún megi verða til þess að menningarsamskipti þjóðanna aukist enn til muna. Eftir ferðina var hópurinn sammála um að það væri margt sem við gætum af Kín- veijum lært og öll langar okkur að heimsækja þetta einstaka land aftur. í þjóðarbúinu eins og það heitir. En hvernig væri að snúa þeirri hugsun við? Hver veit nema listin komi þeim mun meira að gagni sem færri geta veitt sér efnalegan munað, sem oftlega er ekki annað en óhófseyðsla auglýs- ingaþjóðfélagsins? Að viðurkenna í verki og ekki bara orði, að listin er gleðigjafi, að fátt auðgar mannlífið mejra. í dag höldum við upp á leiklistina. Já, hún er margslungin sú hverfula list. Hún tekur mið af veru- leikanum, er samt ekki veruleikinn og þó sinn eigin veruleiki, í senn áþreifanleg og óáþreifanleg, skuggamynd á þili og gára á vatns- fleti, en skuggamyndin getur breyst í glaðan heim og gáran í þunga öldu sorgarinnar. Hún er allt og ekkert, heillandi þeim sem ánetjast henni, framandi þeim sem hræðast hana, áleitin þeim sem reyna að skýra hana og stöð- ug glíma þeim sem stunda hana. Því að í allri listsköpun felst friðlaus leit og í þess- ari leit felst sprengi- krafturinn, því að mæta hinu óvænta. Leikþörfin í bijóstinu er hundgömul og sam- gróin lífsviljanum, en þráin að skilja og skynja sig og umheim- inn er stöðugt ný og ólgandi. Og svo bætist við þetta óskilgreinan- lega, eitt lítið lóð á reisluna, og þetta litla lóð „á sjón út yfir hring- inn þröngva" eins og skáldið komst að orði, veit leyndarmálið, sem hug- ann grunar handan við það sem augað sér. Höfundur er leikhúsfræðingur Sveinn Einarsson Með hjartslátt Schu- berts í röddinni Hin heimsfræga hollenska söng- kona, Elly Ameling, mun dvelja hér á landi dagana 4. til 6. apríl næstkomandi á vegum Schubert- hátíðarinnar og leiðbeina íslensk- um söngvurum, söngnemum og unnendum ljóðasöngs um meðferð sönglaga Franz Schu- berts. Halldór Hannesson fjall- ar um Elly Ameling og rifjar upp gamalt viðtal við hana. FYRIR mörgum árum hafði Robert Jacobson í New York, sem þá var ritstjóri „Opera News“ þar í borg, fróðlegt viðtal við Elly Ameling. Það viðtal er enn í fullu gildi og gefur veru- lega innsýn í hugarheim og vinnubrögð söngkon- unnar. Mig langar til að vitna í þetta viðtal: „Ég man ekki eftir mér öðru- vísi en syngjandi," sagði Elly Ameling. „Ekki vegna þess að mig langaði að verða söngkona, heldur vegna þess að ég naut þess að syngja. Mér fannst það notaleg tilfinning, svona rétt eins og að busla í volgu vatni og slappa vel af. Mér leið alltaf vel, þeg- ar ég var að syngja og það gaf mér eitthvað í aðra hönd að geta miðlað öðrum af þeirri fegurð, sem í tón- listinni býr“. Elly Ameling lærði söng hjá Jacobu og Sem Dresd- en. Þau voru bæði nemend- ur hollenzku söngkonunnar Cornélie van Zanten, en hún viðhélt hefðum hins fræga söngkennara Franc- esco Lamperti. Hann var rómaður og viðurkenndur meistari hinnar ítölsku belcanto söngtækni og hafði kennt mörgum stór- stjörnum 19. aldarinnar á sviði óperunnar að syngja. Hins vegar er Elly Ameling ein af fáum söngkonum samtímans, sem hefur helgað sig Ijóðasöng að mestu, þó að hún hafi svo sem komið víðar við. Hún fæddist í Rotterdam og komst strax á bamsaldri í kynni við sönglög Schuberts og lærði mörg þeirra strax í bernsku. Áhrifin hafa fylgt henni alla tíð síðan. Fyrstu ljóðatón- leika sína söng hún í heimabyggð sinni, í Rotterdam og Amsterdam, en það var þó ekki fyrr en hún vann fyrstu verðlaun í alþjóðasöngkeppni í Genf í Sviss árið 1958 (Concours International de Musique), sem hún fór að sannfærast um, að hún ætti að gerast söngkona að atvinnu. Það má því með sanni segja, að Elly Ameling hafi lagt söng fyrir sig sem svar við eftirspurn áheyrenda, fremur en að hún hafi ákveðið frá byijun að leggja heiminn að fótum sér með söng sínum. Engu að síður er það nákvæmlega það, sem gerst hefur. Elly Ameling hafði létta og við- kvæma rödd frá náttúrunnar hendi og varð fljótt þekkt að vandvirkni og næmum skilningi á því, sem hún var að fást við. Hún vissi frá byijun mjög vel, hvað hún mátti bjóða rödd sinni og hvað ekki. í fyrrnefndu viðtali segir hún: „Það er geypilegur munur á voldugum hljóm og hljómi, sem berst vel. Áhrifín af lit- og blæ- brigðaríkri rödd, sem er ekki stór, en berst vel út í öll horn, geta verið nákvæmlega jafnsterk og áhrifín af þrumandi rödd. Ef fyrst er hlust- að á þess háttar þrumuraust en svo á aðra fíngerðari en blæbrigðarík- ari, er það alveg sérstök upplifun. Fyrir söngvara með mína fíngerðu rödd, hefði það verið upphafið á lokasprettinum að fara að þenja hana um of. Ég hef reynt að syngja einungis tónlist, sem hæfir minni rödd og það er svo margt til í tón- list, sem hentar henni vel. Hér er ég til að þjóna tónlist stórkostlegra tónskálda, en ekki til að sýna sjálfa mig skrautklædda á sviði. Fyrsta verkefni, sem liggur fyrir ljóða- söngvara, er að fínna hinn „rétta tón“, þann tón, sem er í anda tón- skáldsins, sem samdi lagið. Þetta ELLY Ameling. er óumræðanlega mikilvægt, því að það er mitt hlutverk sem ljóðasöngv- ari, að þjóna tónlistinni." Lít fyrst á orðið Aðspurð hvernig hún nálgist verkefni sín, svarar hún: „Fyrst í stað dekra ég svolítið við sjálfa mig, þar eð það skiptir mig mjög miklu máli að kynnast tónsmíðinni í heild fyrst í stað. Það er mér mikilvægt að geta baðað mig, ef svo má að orði komast, í fegurð tónsmiðarinn- ar, þangað til ég fer að fá gæsahúð af einskærri hrifningu. Næstu skref verða að fínna leiðir til að miðla áheyrendum af þessari upplifun minni, svo að ég geti hjálpað þeim til að hrífast á sama hátt. Þessi fyrstu kynni mín af heildaráhrifum sönglagsins skipta höfuðmáli og ekkert jafnast á við þau, þar til að því kemur, að ég þarf að fara að miðla áheyrendum af minni eigin upplifun. Eftir þessi fyrstu kynni mín af heildinni, fer ég að líta nánar á ein- stök atriði. Fyrst lít ég venjulega á textann. Hvað þýða orðin? Hver er hin beina merking þeirra og hvað liggur þeim að baki? Er ef til vill einhver dulin merking á bak við það, sem liggur í augum uppi? Hver er bakgrunnur þess, að ljóðið varð til og hver er bakgrunnur skáldsins? Stundum er og nauðsynlegt að vita deili á æviferli tónskáldsins. Hvern- ig stóð á því, að tónskáldið valdi einmitt þetta kvæði, til að semja tónlist við? Hvernig var honum inn- anbrjósts á þeim tíma? Hvernig varð þetta ljóð á vegi hans og hvað vakti athygli hans á því? Venjulega lít ég sem sagt fyrst á orðið, sem ég þarf að syngja, en síðan á ljóðlínuna. Það skiptir máli að skynja eða skilja, hvernig þetta tvennt tengist, enda verður þetta tvennt að falla saman í eina heild á flutningi. Og þá er eftir að líta á þriðja aðalatriðið og eitt af því veigamesta: að skynja og skilja, hvernig sönglínan og und- irleikurinn falla saman. Allt hefur sitt vægi en verð- ur að falla saman í eina heild. Þessa undirbúnings- vinnu vinn ég sjálf og hjálp- arlaust, áður en ég leita á náðir undirleikarans. Þó að ég sé enginn snill- ingur í píanóleik, kann ég samt nóg fyrir mér í þeim efnum til að geta bjargað mér sjálf, þar til vægi allra atriða fer að skýrast innra með sjálfri mér, þannig að ég viti nákvæmlega, hvað ég er að gera og hvemig verkefnið leggst upp.“ Þess vegna er ég venjulega með allt á hreinu, þegar ég kem til undirleikarans." Milliliðalaus miðlun „Það gefur sjálfri mér mjög mikið í aðra hönd að syngja ljóð,“ segir Elly Ameling. „Flest sönglög em stutt og þurfa að komast til skila þráðbeint og milli- liðalaust á nokkmm mínút- um. Ljóðasöngvarinn verð- ur því að beita mjög fín- gerðum vinnubrögðum og blæbrigðum til að koma boðskapnum til skila, á þeim stutta tíma, sem til stefnu er, án þess að bera þetta viðkvæma form ofur- liði. Tjáningin verður að hitta beint í mark, auk þess sem söngvarinn verður að geta farið úr einni stemmn- ingu í aðra umsvifalaust eða þá að skipta um ham jafn- undirbúningslaust frá einni mínútu til annarrar. Þetta krefst tilfinningalegrar ijöl- hæfni, ekki einungis af hálfu söngv- arans, heldur einnig af hálfu áheyr- enda. Hið listræna ljóð verður sennilega aldrei skilið til fulls, jafnvel ekki á heilli mannsævi. Það kemur alltaf eitthvað nýtt í ljós. Sönglög Schu- berts rista til dæmis óendanlega djúpt í öllum sínum einfaldleik. En það felst svo mikið á bak við hveija nótu og hvert orð. Sjálf reyni ég hins vegar að gera ekki annað meira en flytja þann boðskap áfram, sem nóturnar og orðin hafa fært mér.“ Svo mörg voru þau orð, en mig langar til að bæta fáeinum við frá eigin bijósti. Sönglög Schuberts eru einföld í sniðum, hversu djúpt sem þau rista, eins og Elly Ameling bend- ir réttilega á. Sjálft formið er í anda hins strangklassíska. Formið er með öðrum orðum gagnyrt, ekkert er óþarft. Kjaminn einn stendur eftir. Undiraldan er hins vegar rómantísk með allri þeirri ólgu, sem hana ein- kennir. Þetta gerir flutning erfíðan, þvi að auðvelt er að láta rómantíska tilfínningasemi bera hið hnitmiðaða form að ofuriiði, eða þá að leyfa strangleika formsins að kæfa tilfínn- ingar og rómantík. Hinn gullni með- alvegur er sem oftar vandfundinn. Elly Ameling hefur til að bera óvenjulega ömggt formskyn, en er gjörsneydd allri tilhneigingu til að bijóta hefðir í þeim tilgangi einum að vera frumleg. Engu að síður leyf- ir hún sínu eigin hjarta að slá eðli- lega í takt við löngu slokknaðan en engan veginn hljóðnaðan hjartslátt Schuberts í meðförum sínum á söng- lögum hans. Sjálfum hefur mér fundist list hennar fólgin í því að ljá sönglaginu líf og iit með því að lýsa það upp innan frá, ef svo má að ohði kom- ast. Á þann hátt fær það að halda gildi sínu sem sjálfstæð sköpun með eigin tilverurétt. Þannig fær það að njóta sín í krafti eigin fegurðar og koma boðskap sínum fölskvalaust til skila. 4t ■e

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.