Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.03.1997, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Fegurstu stúlkur Austurlands Egilsstöðum - Þær stúlkur sem taka þátt í fegurðarsamkeppni Austurlands eru nú á fullu að undirbúa sig fyrir keppnina sem haldin verður í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum, 5. apríl nk. Fram- kvæmdastjóri keppninnar er íris Másdóttir og þjálfari stúlknanna er Katrín Einarsdóttir. Þessi mynd var tekin þegar stúlkurnar voru að fara út að borða í boði Pizza 67. Þær eru Elín Skúladótt- ir frá Neskaupstað, Bryndís Jóns- dóttir frá Hornafirði, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir frá Egils- stöðum, Þorgerður Þórðardóttir frá Vopnafirði, Sandra Ösp Valdi- marsdóttir frá Egilsstöðum og Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir frá Eskifirði. Bruni í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki Vatnsúðakerfi kom í veg fyrir stórtjón Sauðárkróki - Um klukkan hálf ell- efu á sunnudagskvöld varð vegfar- andi sem leið átti um Sauðárhlíð þess var að aðvörunarbjöllur á Bókn- ámshúsi Fjölbrautaskólans voru í gangi. Kallaði hann út slökkviiið og lögreglu og voru þessir aðilar komn- ir á staðinn innan fárra mínútna. í ljós kom að eldur hafði kviknað á kennarastofu skólans út frá elda- vél en vatnsúðakerfí sem í skólahús- inu er hafði sannað giidi sitt og slökkt eldinn þegar að var komið. Mikill reykur var í húsinu og tók það slökkviliðsmenn nokkurn tíma að reykræsta húsið og dæla út vatni sem flæddi um gólf. Að sögn Óskars Óskarssonar, slökkviliðsstjóra, er ljóst að hér hefði geta orðið stjórtjón hefði ekki verið vatnsúðakerfí í húsinu þar sem nem- endum eru nú komnir í páskaleyfi og lágmarksumgangur um húsið. Aðeins einn stútur fór í gang og Morgunblaðið/Bjöm Björnsson INNRETTING eyðilagðist í eldinum i Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. urði því litlar skemmdir á húsgögn- um og innanstokksmunum á kenn- arastofunni, aðeins brann innrétting í eldhúskrók og umhverfí eldavélar. Vatnstjón varð einnig óverulegt þar sem svo fljótt varð vart við aðvörun- arbjölluna. -HÓLL- af Iffi og sál! 5510090 Dofraborgir — Grafarvogur Erum með í sölu glæsilegt 157 fm raðhús átveimur hæðum á þessum mikla útsýnisstað. 3 svefnherb., innb. bílskúro.fl. Eignin er tilbúin undir tréverk og er til afh. strax. Ahv. 4,0 millj. Verð 10,4 millj. Hreinn veitir allar nánari uppl. um eign- ina í síma 562 6901 eða 897 7209. Ky nningar fundur um samgöngu- og ferðamál Grund - Kynningarfundur um samgöngu og ferðamál á vegum Samvinnunefndar um svæðis- skipulag í Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar var haldinn í Brautartungu fyrr í mánuðinum. Gestur fundarins var samgöngu- ráðherra, Halldór Blöndal, sem mætti ásamt vegagerðarmönnun- um Jóni Rögnvaldssyni, Hjörleifí Ólafssyni, Birgi Guðmundssyni og Bjarna Johansen. Á fundinum kom fram hjá ráð- herra að líklega yrði hægt að fram- kvæma á Borgarfjarðarbraut á þessu ári fyrir u.þ.b. 80 milljónir króna og það væru alþingismenn kjördæmisins en ekki samgöngu- ráðherra sem réðu því hvar og hvenær framkvæmdir hæfust. í upphafi fundarins gerði hönn- uður skipulagstillagnanna, Guðrún Jónsdóttir, arkitekt grein fyrir til- lögunum, kynnti fundarmönnum tillögur starfshópa, og skýrði kort sem hengd voru upp á veggi. Að lokinni umfjöllun Guðrúnar um skipulagsvinnu samvinnunefndar- innar tók Halldór Blöndal til máls. Hann sagði að höfuðáhersla yrði lögð á að fækka einbreiðum brúm en þær eru ein helsta slysagildra í þjóðvegakerfmu. Að hans mati eru mikilvægustu framkvæmdir í Vesturlandskjördæmi að leggja nýjan veg um Vatnaheiði og teng- ing byggðanna á norðanverðu Snæfellsnesi, byggja upp veginn um Bröttubrekku til að styrkja búskap í Dölum og Mjólkurbúið í Búðardal og byggja og styrkja veginn um Geldingadraga og koma bundnu slitlagi á til að bændur losni við vegrykið af túnum sínum. Ráðherra sagðist lengi hafa ver- ið áhugasamur um að vegurinn um Dragann, Hestháls og síðan Grjót- háls yrði gerður að valkosti vegna norðurleiðarinnar en fengið mikil mótmæli frá Akranesi og Borgar- nesi. Göngin í Hvalfirði hefðu því fengið forgang og vinnan við þau gengi vel. Að lokum kom hann að deilunni um veglínu Borgarfjarðarbrautar í Reykholtsdal. Sagði nokkuð frá afskiptum sínum af málinu sem leiddi til þess að Hönnun var falið að finna hugsanlega sáttaleið sem lægi á milli hinna tveggja umdeildu veglína. Þessu verki Hönnunar er nú lokið og búið að leggja „sátta- leiðina" fram til kynningar og jafn- framt setja hana í umhverfismat. Þórir Jónsson, hreppnefndar- maður úr Reykholtsdalshreppi, lýsti fullri andstöðu við hina svo- kölluðu sáttaleið og sagðist frá- biðja sér hana. Ríkharð Brynjólfsson, oddviti Andakílshrepps, minnti á sam- þykkt allra sveitarstjórna .innan S.S.B.N.S. sem segir: „Sameigin- legur fundur sveitastjórna í Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðs- heiðar haldinn í Brú 6. febrúar 1997 skorar á samgönguyfirvöld að hefjast handa við lagningu Borgarfjarðarbrautar á vori kom- andi fyrir það fjármagn sem fyrir hendi er. Liggi ekki fyrir ákvörðun um vegstæði frá Flókadalsá að Kleppjárnsreykjum verði byijað þar sem fyrir liggur ákvörðun um vegstæði sunnan Flókadalsár.“ Halldór Blöndal sagðist ekki hafa afskipti af hvar byijað væri á Borgarfjarðarbrautinni því það væri í verkahring þingmanna Vest- urlands enda skiptu þeir vegafé kjördæmisins en ekki samgöngu- ráðherra. Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson SNJÓTROÐARINN nýi á Sauðárkróki. Furugerði — Reykjavík Vorum að fá í einkasölu fallega 4ra herb. íbúð á J. hæð í litlu fjölbýli. Nýleg innrétting í eldhúsi. Sérþvottaherb. Parket. Suður- svalir. Hús í góðu ástandi. Ekkert áhvílandi. Verð 9 millj. 8505. Kjöreign fasteignasala, Ármúla 21, sími 533 4040. Opið í dag frá kl. 14-17 Fjöldi góðra eigna á skrá Sýnum og skoðum eignir í dag llk VAGNJÓNSSON FASTEIGNASALA sími 561 4433 NÁNAR Á NETNU: http://www.itn.is/vagn/ Bætt aðstaða á skíðasvæði Sauðkræk- inga Sauðárkróki - Ungmennafélagið Tindastóll hefur á undanförnum árum verið að vinna við nýtt skíðasvæði í vesturhlíðum sam- nefnds fjalls. Hefur þar verið komið upp góðri toglyftu sem nær upp í um 400 metra hæð og hefur sívaxandi áhugi verið á Sauðárkróki fyrir þessari grein íþrótta sem ekki hefur verið mjög mikið stunduð hér fram til þessa. Nú í febrúar sl. festu Tinda- stólsmenn kaup á nýjum snjó- troðara af gerðinni Leitner LH 500 frá Ítalíu sem kostaði um 16 milljónir króna og hefur hann nú verið tekinn í notkun. Að sögpi Gunnars Björns Rögnvalds- sonar, formanns skíðadeildar- innar, er hér um mjög gott og mikilsvert tæki að ræða og hefði það komið í ljós að eftir að farið var að troða bæði göngu- og svigbrautir hefði aðsókn að svæðinu margfaldast. Þá væri einnig um mun minni slysahættu að ræða þegar unnt væri að troða brautirnar. Gunnar Björn sagði skíða- svæði Tindastóls n\jög gott, að- eins 8 km frá bænum og 10 mín- útna akstur, aðgengi að svæðinu væri ágætt, þar væri alla vetur nægur snjór og hlíðin byði upp á mjög fjölbreyttar brekkur. Þessi nýja viðbót við aðstöð- una á svæðinu væri mjög ánægjuleg og gerði það enn eft- irsóknarverðara og skemmti- legra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.