Morgunblaðið - 19.04.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.04.1997, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Heimir Harðarson STEYPIREYÐUR lék listir sínar fyrir belgíska ferða- menn á Skjálfanda í gær. Um 20 metra steypireyður á Skjálfanda STÆRSTA dýr í heimi, steypireyð- urin, lék listir sínar fyrir tæplega níutiu belgíska bankamenn vestar- lega á Skjálfandadýpi í gær. Hörð- ur Sigurbjarnarson, skipstjóri á Knerrinum, segir stórkostlegt að sjá steypireyðina athafna sig og telur að hún hafi verið um 20 metra löng. Gísli A. Víkingsson, líffræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, segir að samkvæmt þessu sé steypireyðurin snemma á ferð- inni, hennar verði yfírleitt vart í maí. Fullvaxin steypireyður er um 25 metra löng og getur vegið 100 tonn. Hörður rekur hvalaskoðunarfyr- irtækið Norðursiglingu í félagi við bróður sinn og son á Húsavík og sáu þeir feðgar dýrið í fyrrakvöld. „Við vorum að koma með bátinn frá Akureyri og sáum stærri skepnu en við höfum komið auga á áður, þótt ekki gætum við verið vissir um tegundina í rökkrinu," segir hann. Það er stórkostlegt að rekast á hval Umræddir Belgar eru í svokall- aðri hvataferð á Húsavík en eigin- legt hvalaskoðunartímabil hefst ekki fyrr en í maí. Lagt var af stað með 44 manna hóp klukkan níu í gærmorgun út á Skjálfanda og þess freistað að reyna að finna hvalinn. Voru gestirnir að sögn yfir sig hrifnir. „Það er stórkostleg sjón að rekast á hval. Þetta fólk kemur úr borgarumhverfi og mikil upplifun fyrir það að sjá þessar skepnur. Gleðin var mikil um borð,“ segir Hörður jafnframt. Þurfum ekki að leita að fílum í Afríku Skipstjórinn segir að steypireyð- urin hafi verið hin rólegasta enda mikil áta á þessum slóðum. „Blást- urinn frá þessum skepnum er með ólíkindum, 8-9 metra hár strókur. Steypireyðurin lyftir líka sporði sem hvorki langreyðurin né hrefn- an gera. Við erum með þetta stór- kostlega lífríki rétt við bæjardyrn- ar og finnst ekkert til um en förum svo til Afríku að leita að fílum. Þetta er ekki minni upplifun," seg- ir hann. Farið var með jafnstóran hóp Belga út á flóann til móts við steypireyðina eftir hádegi í gær og fannst hún eftir Vh tíma sigl- ingu. Þótti síðari hópinum ekki minna til koma að Harðar sögn og dönsuðu Belgarnir á dekkinu af fögnuði. Gísli A. Víkingsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir vitað að steypireyðurin fari suður á bóginn á veturna, þótt ekki sé ljóst hvert, og komi til baka í maí. Hún sé því talsvert fyrr á ferðinni nú en að öllu jöfnu. Hval- urinn finnst í kringum landið allt og leiddi talning 1987-89 í ljós um 1.000 dýr. Fleiri skepnur fund- ust í talningum 90-95 en ekki búið að vinna úr þeim gögnum að Gísla sögn. BELGARNIR dönsuðu hringdans af gleði yfir því að hafa séð stærsta dýr jarðarinnar. Grímsey- ingar- gjafmildir ÖLL heimili í Grímsey, 20 talsins, gáfu samtals 60 þús- und krónur í söfnunina sem nú stendur yfir til styrktar sambýliskonu Elíasar Arnar Kristjánssonar, skipveija á Ægi, sem fórst við björgunar: störf 5. mars síðastliðinn. í gær höfðu safnast samtals rúmlega 1,5 milljónir króna og þar af gaf útgerðarmaður á ísafirði 200 þúsund krónur nú í vikunni. Að sögn Sigurðar Helga Guðjónssonar hæstaréttarlög- manns, eins aðstandenda söfnunarinnar, er greinilegt að söfnunin hefur tekið nokk- uð við sér aftur eftir að bak- slag kom í hana um síðustu helgi vegna villandi umfjöll- unar í fjölmiðlum. Upphæðin sem safnast hef- ur er nú farin að nálgast þá upphæð sem sambýliskona Elíasar Arnar og börn þeirra tvö fengu í bætur frá Land- helgisgæslunni vegna láts hans, en það voru samtals um 1.800 þúsund krónur og þar af fékk konan 600 þúsund krónur. Tekið er á móti framlögum til styrktar konunni á banka- reikning S Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis. Banka- númerið er 1154-05 og reikn- ingsnúmerið er 440000. Morgunblaðið/Ásdís KARÓLÍNA Geirsdóttir, Hugo Haegemans, Eddy og Hilda Gers. Belgarnir dönsuðu „OKKUR þótti stórkostlegt að fá að sjá steypireyðina og fannst ótrúlegt hvað hún var stór. Það var eins og skrokkurinn á henni væri endalaus þegar hann sveifl- aðist áfram í sjónum,“ sagði Karólína Geirsdóttir, leiðsögu- maður belgísku bankamannanna sem voru svo heppnir að sjá steypireyði, stærsta dýr jarðar- innar, úti á Skjálfanda í gær. „Við horfðum á steypireyðina leika listir sínar í um þijú korter og þegar hún var næst okkur var hún um tíu metra frá bátnum," sagði hún ennfremur. Hugo Haegemans, einn Belg- anna, viðurkenndi að hjartað hefði slegið ögn hraðar þegar hann sá steypireyðina. „Og ég bjóst ekki við því að hún væri svona stór,“ sagði hann. Hugo sagði að Belgarnir hefðu ekki átt von á þvi að sjá hval I bátsferðinni út á Skjálfanda og því hefði það komið skemmtilega á óvart. „Og við vorum svo ánægð yfir því að fá að sjá steypi- reyði, stærsta dýr jarðar, að við dönsuðum hringdans uppi á dekki bátsins," sagði hann glað- ur í bragði og benti á mynd- bandsupptökuvélina sína þar sem þetta atvik væri vel geymt. Belgísku hjónin Eddy og Hilda Gers, sem einnig voru með í för út á Skjálfanda, sögðust alsæl með það að hafa séð steypireyð- ina. „Það kom okkur líka á óvart hvað hún var stór,“ sögðu þau. Eddy og Hilda munu halda heim á leið á sunnudag ásamt samferðafólki sínu og sögðu þau að það hefði svo sannarlega ver- ið punkturinn yfir i-ið að fá að sjá hval í þessari íslandsför sinni. | Það borgar sig að kunna skil á úrgangi. 1 Kynntu þér breytta gjaldskyldu | á endurvinnslustöðvum okkar. ivelkomin ð enflurvlnnslustöövarnar S©RPA SORPEYÐINQ HÖFUÐBORGARSV/EÐISINS bs Skemmdarverk á Grundarfirði Landfestar tíu báta skornar Grundarfirði - Landfestar tíu báta og eins togara sem lágu við bryggju í Grundarfirði voru skorn- ar í sundur í nótt. Fremri festar voru skornar af fimm bátum, aft- ari festar af öðrum fimm og tvær af þremur framlínum togarans Hrings SH 335. Veðrið bjargaði því að ekki fór verr Um kl. hálfþijú í fyrrinótt varð næturvörður var við að bátar voru lausir við flotbryggjuna í Grundar- firði. Við nánari athugun kom í ljós að hér var um skemmdarverk að ræða. Línurnar höfðu allar ver- ið skornar snyrtilega í sundur. Við þetta losnuðu tólf bátar þvi tveir bátar voru bundnir utan á þá sem skornir höfðu verið frá. Þegar að var komið voru tveir bátanna komnir upp í kletta óskemmdir enda blankalogn og kyrr sjór. Sjómenn líta verk þetta mjög alvarlegum augum því ekki hefði þurft að hvessa mikið til að valda tjóni á þessum atvinnutækjum staðarins. Málið er í rannsókn hjá lögregl- unni. Moiyunblaðið/Hallgrímur Magnússon RUNÓLFUR Guðmundsson, skipstjóri, með sundurskorna landfesti. - 1 í í [ t I t í I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.