Morgunblaðið - 19.04.1997, Side 29

Morgunblaðið - 19.04.1997, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 29 ;frumvarpinu á Alþingi í gær Lífeyrissjóður tæknifræðinga og arkitekta Stjórn sameínaðs sjóðs kosín á aðalfundí Hað ígjald Morgunblaðið/Ásdís :yldutrygg-ingn lífeyrisréttinda á þátt tóku í umræðunum í þunn- igrímur J. Sigfússon og Ogmund- lasson. væru þeir að treysta á skuldbind- ingar almannatrygginganna. Löngu tímabært frumvarp Steingrimur J. Sigfússon sagði samtryggingu mikilvæga og frum- varp sem þetta löngu tímabært, nauðsynlegt væri að setja lífeyris- sjóðum traustari lagagrundvöll. Hann spurði hvort það væri valfrelsi að segja sig frá sam- ábyrgðinni í samtrygg- ingasjóðum á kostnað ör- yggisnets velferðarþjóðfé- lagsins sem aðrir þyrftu þá að standa undir. Sagði hann það vera forréttindi að þeir sem væru í séreignasjóðum gætu keypt sér betri stöðu með tryggingum en eiga samt á bak við sig tryggingu sem aðrir greiddu. Kvaðst hann styðja frumvarpið og nefndi nokkur atriði sem þyrfti að breyta, t.d. ekki tengja aðild að líf- eyrissjóði við ráðningasamningi. Þá þyrfti að orða skýrar kaflann um skyldutrygginguna og rétt sjóða með hærri inngreiðslur en 10%. Guðni Ágústsson kvað mikilvægt að ná frumvarpinu í gegn á þessu þingi og undir það tók Kristín Ást- geirsdóttir og kvað nauðsynlegt að landsmenn byggju við gott atlæti í lífeyriskerfinu. Þegar rætt væri um val um í hvaða sjóði menn væru þá færi af stað keppni um einstakling- ana sem byði heim þeirri hættu að þeir sem væru á lægstu launum kæmust ekki í eins góða sjóði og þeir sem hefðu hæst laun. Spurning væri einnig hvernig ná ætti til þeirra sem standa utan stéttarfélaga. Nú stæði hópur utan tryggingaskyld- unnar og nauðsynlegt væri að fylgja því vel eftir hvernig þeir næðust inn í kerfið. Styður ekki stjórnarfrumvarp Árni M. Mathiesen kvaðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með frumvarpið og sagðist ekki geta stutt það, jafnvel þótt það væri stjórnarfrumvarp. Taldi hann breyt- ingu frá núgildandi lögum harla litla; nú væru menn skyldaðir í starfsgreinda iífeyrissjóði en frum- varpið gerði ráð fyrir að um aðild væri eftir sérlögum, kjarasamning- um eða ráðningarsamningum. „Því hefur verið haldið fram í mín eyru að þetta ákvæði um ráðningarsamn- ingana væri komið inn í frumvarpið að frumkvæði Framsóknarflokksins og að því sé sérstaklega ætlað að gæta hagsmuna lífeyrissjóða gamla Sambandsins," sagði þingmaðurinn en kvaðst ekki trúa því fyrr en hann gæti á því tekið. Taldi hann að skylt ætti að vera að greiða í lífeyrissjóð en launamenn ættu að hafa val um hvar þeir greiddu vegna þess að skaðlegt væri að hefta frelsið, lífeyr- issjóðir verði of litlir og ávöxtun minni vegna lítillar samkeppni. Einar Oddur Kristjánsson sagði frumvarpið framfaraspor og nauð- synlegt væri að láta lífeyriskerfi landsmanna taka í framtíðinni við af almannatryggingum. Ögmundur Jónasson lýsti stuðningi við frum- varpið og Kristján Pálsson sagði það að mörgu leyti til bóta en brýnt væri að kynna það mun betur til að eyða þeim misskilningi sem greinilega væri á ferðinni ef marka mætti umræðu í fjölmiðlum. Hávaxtastefnan byggði upp sjóðina Pétur Blöndal sagði gott ef hægt yrði að koma í veg fyrir fleiri slys í llfeyrismálum, að ekki yrðu fleiri sjóðir gjaldþrota þannig að sjóðsfé- lagar töpuðu fjármunum og réttind- um. Sagði hann hávaxtastefnuna hafa valdið ómældu tjóni og harm- leikjum en einmitt á henni hefðu sjóðimir byggst upp. Fjármagn í lífeyrissjóðum sagði hann nú vera kringum 300 milljarðar króna, það ykist um 50 milljarða árlega og ítök sjóðanna væru sífellt að aukast í atvinnulífi. Verkalýðsforingjar og atvinnurekendur stjómuðu sjóðun- um en ekki félagar og spurning væri hvort ekki væri réttara að kjósa stjórnir þeirra á aðalfundum, lýðræðið væri þungt í vöfum og í lágmarki. Kvaðst hann ætla að leggja fram einfalt lagafmmvarp þess efnis að lífeyrissjóðir væru eign þeirra sem greitt hefðu í þá iðgjöld og ættu þar réttindi og annað frum- varp ásamt Vilhjálmi Egilssyni um að sjóðimir greiddu eignarskatt. Pétur sagði ljóst að sér- eignasjóðir væru tak- markaðir við það að greiða eign sjóðfélaga á fáum árum. Þannig gæti 65 ára maður tekið út eign sína á 10 árum en ef hann næði háum aldri væri hann um ótil- tekinn tíma háður almannatrygg- ingum eftir að séreign hans væri upp urin. Einungis rétt um tugur þing- manna fylgdist að jafnaði með um- ræðunni í þingsal og var fjármála- ráðherra sá eini úr ríkisstjórninni. Umræðunni lauk ekki fyrr en á níunda tímanum og hafði hún þá staðið hátt á fimmta tíma. AFORM hafa verið uppi um að sameina Lífeyrissjóð tæknifræðinga og Lífeyr- issjóð arkitekta í einn sameiginlegan lífeyrissjóð með blönduðu sameignar- og séreignar- fyrirkomulagi. Aform þessi eru nú í uppnámi vegna frumvarps um lífeyr- issjóðsmáls sem nú er fyrir Alþingi. Bergsteinn Gunnarsson, formaður Lífeyrissjóðs tæknifræðinga, sem hefur verið séreignarsjóður frá stofn- un árið 1965, segir að verði frum- varpið að lögum verði að leggja sjóð- inn niður. Sjóðurinn hafi haft vissa tryggingavernd þrátt fyrir að vera séreignarsjóður og 700 virkir félagar í sjóðnum verði ekki með örorku- tryggingu frá og með þeim degi sem ný lög taka gildi. Bergsteinn segir að hugmyndin að baki sameiningu sjóðanna hafi verið sú að búa til blandaðan sjóð sem sameinaði kosti séreignar- og sameignarsjóðanna. „Helsti kosturinn við séreignar- sjóðinn er að þar vita menn nákvæm- lega hvað þeir eiga og geta fylgst nákvæmlega með sinni stöðu. Annar helsti kosturinn er sá að það sem greitt er í sjóðinn erfist við fráfall greiðanda. Einn galli sameignarsjóða er sá að enginn veit hve margir þurfi að taka lífeyri og hve margir komi til með að greiða í sjóðinn. Slíkur sjóður getur rýrnað,“ sagði Berg- steinn. Sveigjanlegur lífeyrissjóður Hann sagði að áform hefðu verið um að hafa sameiginlegan sjóð mjög FRUMVARP ríkisstjórnarinn- ar um breytingar á tekju- og eignarskatti var harðlega gagnrýnt við fyrstu umræðu á Alþingi í gær. Stjórnarandstæðingar töldu að með því væri ríkissjóður að greiða kostnaðinn af kjarabótum fyrir vinnuveitendur, sem þó væru vel af- lögufærir, og að tekjuhátt og barn- laust fólk fengi mestar hækkanir, en lág- og meðaltekjufólk og barnafjöl- skyldur fengju ekki úrlausn sinna mála. Þeir gagnrýndu einnig hversu seint frumvarpið hefði komið fram og að gert væri ráð fyrir að ganga frá því á skömmum tíma. Ráðgert er að koma þeim hlutum frumvarpsins sem snert skatta- og launauppgjör um mánaðamótin í gegnum þingið í næstu viku. Skoðanamunur kom fram innan stjórnarandstöðunnar um skatta- stefnu og hvort yfirleitt væri rétt að grípa til allsheijar skattalækkana í tengslum við kjarasamninga og hvort þær væru réttmætar vegna hættu á þenslu í góðærinu sem nú ríkir. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra tók undir það að skattalækkan- ir við þessar aðstæður væru vafasam- ar, en sagði að verkalýðshreyfingin hafi gert þær að skilyrði fyrir kjara- samningum. Hann sagði að skatta- breytingarnar yrðu til þess að bæta kjör meðaltekjufólks verulega. Hækkanir bóta miðast við meðalhækkanir launa Hart var sóst eftir svörum frá fjár- málaráðherra um það hvaða kjara- bætur öryrkjar, atvinnulausir og aðrir bótaþegar fengju í kjölfar kjarasamn- inga. Ráðherrann sagði að ekki hefði verið lokið við að reikna út hækkanir á bótum, en að miðað yrði við meðal- sveigjanlegan þannig að sjóðsfélagar gætu valið sér þær tryggingar sem hentaði þeim, þ.e. fjölskyldutrygg- ingu, örorkutryggingu og þess hátt- ar. Einhleypingar gætu t.d. sleppt makatryggingu þar sem þeir hefðu ekkert við hana að gera. í reglugerð sem lögð var fram um sameinaða sjóði, og fjármálaráðu- neytið fékk til umfjöllunar, var kveð- ið á um að sett yrði í sameignarsjóð það lágmark sem löggjafinn kvæði á um hverju sinni. „Það stefnir nú í að verða 100% en þegar við sömdum reglugerðina var ekkert lágmark í lögunum. Við höfðum áformað að félagar söfnuðu í sameignarsjóð sem tryggði þeim ákveðinn lágmarkslífeyri til þess að tryggja að þeir lentu ekki á almanna- tryggingakerfinu. Við vorum tilbúnir að skoða ýmsar leiðir til þess að ná þessu. Ein var sú að byijað væri safna milli 80-90% af iðgjöldum inn á sameignarreikning fyrstu tíu árin. Að þeim tima liðnum færu 70% inn á séreignarreikning og 30% inn á sameignarreikning og á síðustu árum starfsævinnar færi allt iðgjaldið inn á séreignarreikning," sagði Berg- steinn. Hann sagði að áformað hefði verið að eidri félagar í sameinuðum lífeyr- issjóði, sem hefðu verið í séreign- arsjóðnum fram að sameiningu, hefðu við útgreiðslu á ellilífeyri lagt hugsanlega allt að 20% frá til þess að kaupa sér tryggingu hjá líftrygg- ingafélagi eða hjá lífeyrissjóðnum þannig að þeim væri tryggður ævilíf- eyrir. talshækkanir launa. Stjórnarand- stæðingar gagnrýndu harðlega þá stefnu, og sögðu að bótaþegar væru hlunnfarnir því venja hefði verið að miða hækkanir til þeirra við breyting- ar á lægstu launum. Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðu- bandalagi, sagði það vont að taka yrði pólitíska ákvörðun í kjölfar hverra kjarasamninga um hvernig bótaþegar ættu að njóta þeirra. Réttara væri að það gerðist með sjálfvirkum hætti. Skattaþrep betri lausn Ýmsir þingmenn töldu að betra hefði verið að fara þá leið að fjölga skattþrepum en að lækka skatthlut- fall allra. Ágúst Einarsson, þingflokki jafnaðarmanna, benti á að algengt væri erlendis að hafa mismunandi skattþrep og hefði það dugað ágæt- lega. Ágúst sagði einnig að nauðsynlegt væri að breikka hóp skattgreiðenda. Fjármálaráðherra tók undir þá skoðun hans, en Jóhanna Sigurðardóttir, flokkssystir Ágústar, lagði hins vegar áherslu á að skattleysismörk yrðu hækkuð og tók Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista, undir það sjónarmið. Þær töldu það bestu leiðina til að bæta kjör hinna lægstlaunuðu. Jóhanna spurði fjármálaráðherra hversu margt láglaunafólk hefði bæst í hóp skattgreiðenda með nýgerðum kjarasamningum og hafði af því áhyggjur að með því væri hluti launa- hækkananna teknar frá þeim sem síst skyldi. Fjármálaráðherra hafði þær tölur ekki handbærar, en sagði það góða þróun að fjölgaði í hópi skatt- greiðenda. Hann sagði einnig að erf- itt væri að breyta skattatillögum rikis- stjórnarinnar í meginatriðum því þá teldu þeir sig hlunnfarna sem þegar Stjórn kosin á aðalfundi Reglugerðin um sameinaða sjóðinn var kynnt á aðalfundi Lífeyrissjóðs tæknifræðinga í síðasta mánuði og fékk þar góðar undirtektir. Engu að síður var ákveðið að fresta aðalfund- inum og taka ekki ákvörðun um sam- eininguna þar sem ekki var þá ljóst hvaða afgreiðslu erindið hlyti í fjár- málaráðuneytinu. Sameiningin var hins vegar samþykkt á aðalfundi Lífeyrissjóðs arkitekta. Fimm aðalmenn skipa stjórn Líf- eyrissjóðs tæknifræðinga og þrír eru til vara. Stjórn félagsins skipar einn aðalmann og einn varamann en aðrir eru kosnir beinni kosningu af félags- mönnum á aðalfundi. Ákveðið var að ef sjóðirnir yrðu sameinaðir yrðu allir stjórnarmenn kosnir af aðal- fundi. Bergsteinn segir að þetta fyrir- komulag hafi gefist vel. Menn séu mjög vakandi yfir sinni stöðu og ávöxtun sjóðsins. Kostnaðurinn við rekstur sjóðsins er 0,11% af heildar- eign sjóðsins sem var 2,6 milljarðar + króna um síðustu áramót, eða 1,48% af iðgjöldum. Bergsteinn segir að í frumvarpinu sem nú er fyrir Alþingi sé sú kvöð að lífeyrissjóðir þurfi að hafa að minnsta kosti 800 virka félaga innan sinna vébanda. „Þótt okkar sjóði yrði breytt í sam- eignarsjóð er ekki víst að við fengjum starfsleyfi. Með því að sameinast Lífeyrissjóði arkitekta hefðu sjóðirnir sameinaðir um 1.000 félaga innan- borðs,“ sagði Bergsteinn. hefðu skrifað undir kjarasamninga á grundvelli þeirra. 20% kaupmáttaraukning blekking Ögmundur Jónasson, þingmaður Alþýðubandalags og formaður BSRB, gagnrýndi yfirlýsingar fjármála- og forsætisráðherra um 20% aukningu kaupmáttar á gildistíma kjarasamn- inga. Hann sagði það miklar og gróf- ar blekkingar. Hann benti á að verð- bólga næstu ára verði 2,5-3% sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar, engar hækkanir hefðu orðið á barnabótum, aðeins millifærsla, og skattleysismörk rýrnuðu á tímabilinu. Fjármálaráð- herra benti á að upplýsingar um kaup- máttaraukningu væru komnar frá Þjóðhagsstofnun. Hún hefði spáð 21% kaupmáttaraukningu frá árinu 1995 til loka gildistíma kjarasamninga. Ögmundur sagði ríkisstjórnina hafa litla ástæðu til að hrósa sér af skatta- lækkunum. Árið 1988 hefði tekju- skattur einstaklinga verið 35,2% en væri nú 42%. Tekjuskattur fyrirtækja hefði á sama tíma lækkað úr 51% í 33%. Að auki hefði verið ráðist á millifærslukerfi húsnæðiskaupenda og leigjenda, kjör barnafólks verið skert og ýmis þjónustugjöld hefðu verið lögð á. Fjármálaráðherra benti á móti á að á árunum 1988-1991, áður en Sjálfstæðisflokkurinn komst í stjórn, hefði átt sér stað mikil rýrn--, un kaupmáttar. Ögmundur gagnrýndi að skatt- breytingarnar væru ekki i tengslum við heildarendurskoðun á skattkerfinu og jaðaráhrifum þess. Hann sagði að ríkisstjórnin reyndi að láta líta svo út að verkalýðshreyfingin væri hæst- ánægð með skattabreytingarnar, en það væri fjarri lagi. Launamenn ættu að hafa val um hvar þeir greiddu Stjórnarandstaðan gagnrýnir tekju- og eignaskattsfrumvarp Segja ríkissjóð borga kjarabæturnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.