Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna AF SÉRSTÖKUM ástæðum verðum við að fresta um eina viku parakeppninni sem átti að hefjast þ. 21. apríl nk. Mánudaginn 21. apríl nk. verður spilaður eins kvölds tvímenningur, Mitchel. Verðlaun fyrir bestu skor bæði í N/S og A/V. Skráning á spila- stað, Þönglabakka 1. Mætið tímanlega fyrir kl. 19.30. Parakeppnin fer svo af stað mánudaginn 28. apríl nk. Upplýs- ingar í síma 587 9360 hjá BSÍ. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna MÁNUDAGINN 14. apríl sl. var spilaður eins kvölds tvímenningur Mitchell. 24 pör. Bestu skor í N/S. Meðalskor 270. Valdimar Sveinsson / Gunnar B. Kjartanss. 338 Þórir Leifsson / Dúa Ólafsdóttir 305 Eyvindur Magnússon / Þórður Ingólfsson 286 Bestu skor í A/V. Amína Guðlaugsdóttir /Sigrún Pétursd. 311 Sigurður Ámundason / Jón Þór Karlsson 309 Guðm. Guðmundsson / Gísli Sveinsson 304 Mánudaginn 21. apríl nk. hefst tveggja til fjögurra kvölda (eftir þátttöku) parakeppni. Forgefin spil. Monrad barómeter útreikningur. Góð verðlaun. Upplýsingar og skráning hjá BSÍ, s. 587 9360, Ól- ínu, s. 553 2968 og Ólafi í s. 557 1374. Þá er hægt að mæta tíman- lega fyrir kl. 19.30 á spilastaði í Þönglabakka 1 og skrá sig á staðn- um. Spilastjóri Isak Örn Sigurðs- son. Flugleiðir vörðu Evróputitilinn BRIDSSVEIT Flugleiða varði um helgina meistaratitil sinn í keppni evrópskra flugfélaga, sem fram fer árlega. Keppnin fór fram í Vínarborg og kepptu lið frá átta flugfélögum. Sveit Flugleiða vann með yfirburð- um, þeim mestu síðan móti þessu var hleypt af stokkunum árið 1972. Sveitin vann alla leiki sína nema einn, sem tapaðist með minnsta mun, 14-16, fyrir British Airways. Lokastaðan var þessi: Flugleiðir 148 ElAl 117 Brithis Airways 115 ALITALIA 105 SAS 100 Lufthansa 95 Flugleiðasveitina skipuðu Björn Theódórsson, Geirlaug Magnús- dóttir, Kristján Blöndai, Ragnar Þorvaldsson, Sigurður Sverrisson og Sæmundur Björnsson og Torfi Axelsson var fyrirliði. Bridsfélag Suðurnesja MEISTARAMÓT félagsins í tví- menningi stendur nú sem hæst og eru Karl Hermannsson og Amór Ragnarsson í forystu þessa stund- ina en lokið er 8 umferðum af 21. Staða efstu para er nú þessi: Karl Hermannss. - Amór Ragnarsson 91 Sigurður Davíðsson - Þorvaldur Finnsson 75 Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson 70 Sigurður Albertss. - Jóhann Benediktss. 53 BjömDúason-EinarOddsson 35 Hæstu skor síðasta spilakvöld fengu eftirtalin pör: KarlHermannss.-AmórRaparsson 61 Kjartan Ólason - Óli Þór Kjartanss. 24 Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson 22 SigurðurDavíðsson-ÞorvaldurFinnsson 22 Þröstur Þorláksson - Þór 22 Spilað er á mánudagskvöldum í félagsheimilinu kl. 19.45. Bridsfélag Hreyfils ÁGÚST Benediktsson og Rósant Hjörleifsson hafa nú örugga forystu í Butler-tv+imenningnum en þeir hafa skorað 202 yfir meðalskor. Næstu pör: Thorvald Imsland - Rúnar Guðmundsson 130 Anna G. Nielsen - Guðlaugur Nielsen 120 Daníel Halldórsson - Siguijón Tryggvason 104 Kári Siguijónsson - Guðm. Magnússon 97 Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar DAGANA 8. og 15. apríl fór fram hin árlega firmakeppni BRE og var spilaður barómeter. Þátttaka var góð, 28 fyrirtæki á Eskifirði og Reyðarfirði tóku þátt í keppninni og er þeim hér með þakkaður stuðn- ingurinn. Fyrirkomulagið var þann- ig að keppendur drógu sér fyrir- tæki til að spila fyrir. Úrslit urðu á þessa leið: Atlavík ....................... 56 Kristján Krisjánsson - Ásgeir Metúsalemsson Eskiícjör.........................50 Bjmi Einarsson - Pétur Pétursson Videoleiga EskiQarðar.............37 Bjami Kristjánsson - Svavar Kristinsson Vátryggingarfélag íslands ....... 35 Kristján Kristjánsson - Ásgeir Metúsalemsson Skrifborð 140x64 m/4ra skúffu skáp kr. 27.300 stgr. Bókahilla 80x202x29 kr. 14.950 stgr. Tölvuborð beyki frá kr. 10.900 stgr. Teg. Oslo 2 horn 3 2 horn 2 kr. 98.900 stgr. kr. 93.900 stgr. OPIÐ í DAG KL. 10-16 HÚSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100 fETSIEtl 36 mán IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Reyklausa kaffistofu á Reykjavíkur- flugvelli AF hveiju púar þú eða þið eitri á mig og mína? Ég er búin að sitja í marga tíma og bíða eftir flugi á Reykjavíkurflugvalli, en vegna þoku er bið eftir flugi. Ég get ekki fengið mér kaffi í kaffistofunni, því þar situr fólk og reykir, heldur verð ég að bera kaffið fram í biðstofu til að geta setið í reyklausu umhverfi. Ég skora á þá sem málið varðar að gera einhveijar úrbætur á kaffistofunni og aðskilja reykingafólk og reyklausa. Herdís Björnsdóttir. „Friðarömmur“ „AMMA í Árbænum“ er með fyrirspurn um það hvort ekki hefðu verið til samtök sem kölluðu sig „Friðarömmur" og ef svo er hvar hægt væri að kom- ast í samband við þessi samtök. Dýrahald Ekið á kött SVARTUR köttur týndi lífinu þegar hann hljóp fyr- ir bíl á Miklubraut, ekki langt frá gatnamótum Mi- klubrautar og Snorra- brautar. Slysið átti sér stað síðastliðinn þriðjdag. Kött- urinn var með ól um háls- inn en ómerktur að öðru leyti og því ekki hægt að koma boðum til eigenda hans. Uppl. gefnar í síma 552-5214 á kvöldin. Óli er týndur ÓLI sem er svart/hvítur fressköttur týndist frá Sel- tjarnarnesi sunnudaginn 13. april. Hann er ekki með hálsband en er eyrna- merktur. Ef einhver hefur orðið var við hann, vinsam- legast hringið í síma 561-1656. Mínou er týndur LÆÐAN Mínou er týnd. Hún hvarf að heiman 3. apríl frá Egilsgötu 22. Hún er svört með hvíta bringu og hvítar tær. Hún er eyrnamerkt og með svarta og græna ól. Þeir sem hafa orðið varir við kisu hringi í síma 551-2240. Tapað/fundið Drengjahjól tapaðist BLÁTT og hvítt 24“ drengjahjól tapaðist. Hjólið er af gerðinni Diamond Nevada. Það hvarf frá Tómasarhaga 53 þriðju- daginn 15. apríl. Skilvís fmnandi vinsamlega hringi í síma 551-0534. Svartur karlmannsjakki tapaðist SVARTUR karlmanns jakki tapaðist á nemenda- móti Verslunarskólans á Hótel íslandi 6. febrúar. Skilvís finnandi vinsam- lega hafi samband í síma 567-0162. SKÁK Umsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á danska meistaramótinu í Esbjerg í ár. Henrik Danielsen (2.490) hafði hvítt og átti leik, en stigahæsti skákmað- ur Dana, Curt Hansen (2.605) var með svart. 23. Hxf6! - Hxf6 24. Hxf6 — Bxh3 (Algjör örvænting, en 24. — Dxf6 25. Re8+ er hjónagaffall og 24. —Kxf6 er svarað með 25. Dh4+ og hvítur vinnur) 25. He6! og svartur gafst upp. Hann getur ekki var fjölda- mörgum hótunum hvíts. Lars Bo Hansen sigraði á mótinu með 6‘/z v. af 9 mögulegum, en þeir Curt Hansen, Bent Larsen og Peter Heine—Nielsen komu næstir með 5 v. íslandsmót grunn- skólasveita — stúlknaflokkur. Mót- ið fer fram á morgun, sunnudaginn 20. apríl hjá Skáksambandi ís- lands, Faxafeni 12, og hefst kl. 13. Hver sveit er skipuð fjórum kepp- endum og tefldar verða fjórar umferðir eftir Monrad kerfi. Hver skóli má senda fleiri en eina sveit. Austurland: Ungmennafé- lagið Þristur heidur kaffi- húsaskákmót í Hús- stjórnarskólanum á Hali- ormsstað sunnudaginn 20. apríl klukkan 13:30. Þátt- tökugjald er kr. 700. Kaffi og með því innifalið. Verð- laun. HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNIIIREKKVÍSI Yíkverji skrifar... VÍKVERJI hafði um það nokk- ur orð fyrir skömmu, að karl- menn ættu erfitt með að fá nógu stóra gúmmíhanska fyrir upp- þvottinn og ekki bætti úr skák að hanskarnir væru helst bleikir, þó liturinn væri að vísu aukaatriði í umfjöllun þessari. Víkveija hefur nú borist bréf frá jafnréttissinnuð- um íslendingi í Danmörku, Pétri Gauti Svavarssyni. Hann tekur undir kvartanir um gúmmíhanska og bætir því við, að það virðist algjöriega ómögulegt að fá barna- vagna og kerrur með nógu há handföng, svo hávaxnir geti ekið börnum sínum um bæinn án þess að vera í ankannalegri stellingu. „Nú er ég löngu hættur að fara með dóttur mína út í kerru, þar sem ég fæ í bakið við að ýta henni á undan mér,“ segir Pétur Gautur. Hann bendir einnig á, að borð eldhúsinnréttinga séu yfirleitt í 90 sm hæð, „sem er í það lægsta þeg- ar karlmenn vaska upp með þröngu, bleiku gúmmíhönskunum sínum.“ Sjálfur er hann svo lán- samur að vera með borð í 95 sm hæð. „Mér fínnst mikill munur að vinna við þá hæð heldur en þá gömlu. Og það merkilega er, að konunni minni, sem er ekki há í loftinu, fínnst það líka.“ UPPVASKIÐ er ekki það eina sem vekur Pétur Gaut til umhugsunar. Hann nefnir nokkur dæmi um hve hátt verð á barna- vörum er á íslandi, í samanburði við Danmörku. „Þegar dóttir okk- ar fæddist bjuggum við heima og þurftum að kaupa það sem allir þurfa að eignast þegar fjölgun verður í fjölskyldunni, fyrir um 100-200 þúsund krónur. Barna- vagninn var keyptur notaður, en hann kostaði samt 30.000. Hér í Danmörku kostar nýr sams konar barnavagn um 22.000. Sömu sögu er að segja af regnhlífakerru, sem við keyptum notaða heima á 10.000, en ný kostaði um 20.000 kr. Hér kosta þær nýjar um 12.000 kr. Er ekki nóg á unga fólkið lagt, sem kannski er í námi eða að koma sér upp þaki yfír höfuðið, þótt ekki sé verið að okra á ungbaminu líka?“ Víkveiji þakkar Pétri Gauti skrifín. XXX EGAR Víkveiji var yngri að árum var barnablaðið Æskan fastur punktur í tilverunni. Vík- veiji er þó alls ekki einn um þær minningar, enda er Æskan nú á 100. ári. Núna heitir blaðið Æsk- an og abc. Víkverji fékk nýjasta tölublaðið í hendur í vikunni og varð glaður mjög, þegar hann sá hve vel tíma- ritið hefur elst. Enn er helsta að- alsmerki Æskunnar jákvæðar og skemmtilegar greinar. Æskan lætur áfengis- og vímuvarnir að sjálfsögðu til sín taka, enda gefur Stórstúka íslands blaðið út og áróðri gegn vímuefnunum er kom- ið á framfæri með skemmtilegum sögum og með lýsingu á líflegu starfi ungmennastúka. Ekkert er Æskunni óviðkom- andi og í blaðinu er mjög fjöl- breytt efni, viðtöl við ýmsar fyrir- myndir unga fólksins, lesenda- bréf, ljóð og smásögur, grein um alnetið, fjallað er um Neyðarlín- una, birtar myndasögur og vegg- spjöld af poppstjörnum og leikur- um, brandarar, þrautir, fróðleiks- molar um fræga fólkið, plötudóm- ar, frímerkjaþáttur og svo mætti lengi telja. Það er leitun að tímariti sem spannar jafn vítt svið og Æskan á mikið hrós skilið fyrir að hafa glatt og frætt unga lesendur sína í nærri eina öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.