Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.04.1997, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖINID/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP BÍÓIIM í BOROIMIMI Sæbjöm Valdimarsson/Amaldur Indriðason/Anna Sveinbjamardóttir BÍÓBORGIN Lesið í snjóirm * +'/2 101 Dalmatíuhundur * Ar'A Kostuleg kvikindi * *'A Málið gegn Larry Flynt * * -k'/i SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Lesið i snjóinn * -k'/i Michael Collins* ir'/i Undir fölsku flaggi * *Vi Jerry Maguire * * * Djöflaeyjan *■**'/’2 Lausnargjaldið *** Innrásin frá Mars * *'A Space Jam * * HÁSKÓLABÍÓ The Empire Strikes Back * * * * Star Wars * * *'A Saga hefðarkonu **'A Kolya ***'A Fyrstu kynni *** Undrið * * *'A Leyndarmál og lygar **** KRINGLUBÍÓ Michael Collins * *'A Jói og risaferskjan * * *'h 101 Dalmatíuhundur **'A Metro **'A Djöflaeyjan * * *'A LAUGARÁSBÍÓ Evita **'A Koss dauðans ***'/% REGNBOGINN Rómeó og Júiia *** Englendingurinn * * *'A STJÖRNUBÍÓ Undir fölsku flaggi * * * Jerry Maguire *** LAUGARDAGSMYIMDIR SJONVARPSSTOÐVANNA WOODY Allen - í fínu formi. Vandi eftir vegsemd verkið og aðstoðarglæpon sinn (Chazz Palminteri) fylgist með æf- ingum. Og þetta er bara helmingur- inn af vandanum sem fylgir þessari vegsemd. Skopádeila Allens er freyðandi af hnyttni, leikhópurinn rammáfengur - áuk fyrmefndra Dianne Wiest og Jim Broadbent sem eru ómótstæði- leg sem stjömumar í sýningunni. Ekki frumlegt efni en þvílík efnis- tök! * * *Vi LEIKARAR og glæponar, gáfaðir höfundar og heimskar gellur. Þetta eru persónurnar einni bestu og skemmtilegustu mynd Woodys All- ens seinni árin Kúlnahríð á Broad- way (Bullets Over Broadway, 1994, Stöð2 ►21.05). JohnCusacker ungt leikritaskáld sem býðst tæki- færi til að leikstýra eigin verki á Broadway 4. áratugarins, fjármagn- aður af glæpon (Joe Viterelli) sem krefst þess að hæfileikalaus frilla sín (Jennifer Tilly) leiki aðalhlut- Sjónvarpið ►22.05 Öldungarúr úrvalsdeildinni prýða gamanmynd- ina Að eldast með reisn (Going In Style, 1979) - grínistarnir George Burns og Art Carney og svo leiklist- arfrömuðurinn Lee Strasberg. Þeir fara allir á kostum í hlutverkum eldri borgara sem grípa til bankaráns til að snúa á þjóðfélag sem hunsar þá. Frumraun Martins Brest leikstjóra sem síðar sló í gegn með Beverly Hills Cop og Midnight Run. ★ ★ ★ Sjónvarpið ►23.45 Vestrinn Stríðsmaðurinn (Cheyenne Warri- or, 1994) er mér ókunnur en fær fína dóma hjá Martin og Potter. Myndin segir frá ungum landnema- hjónum sem fá óblíðar móttökur í snarvillta vestrinu og er eiginmaður- inn myrtur. Ekkjan verður þá að spjara sig og nýtur þar samstarfs við indíána nokkurn. Kelly Preston, Pato Hoffman og Bo Hopkins eru í aðalhlutverkum en leikstjóri er Mark Griffiths. Martin og Pottergefa ★ ★ ★ (af fimm mögulegum). Stöð 2 ► 14.50 Hasarblaðsævin- týrið um Rakettumanninn (The Rocketeer, 1991)er þokkalegt gam- aldags þijúbíó með nútímatækni- brellum. Aðalhlutverk Bill Campbell, Jennifer Connely, Alan Arkin og Timothy Dalton sem er fyndinn sem skúrkurinn. Leikstjóri Joe Johnston. ★ *Vi Stöð2 ►21.05 - Sjá umijöllun í ramma. Stöð 2 ►22.55 Steven Soderbergh (Sex, lies and videotape) ereinhver athyglisverðasti leikstjóri Bandaríkj- anna af yngri kynslóð og þótt mynd hans Undir niðri (The Underneath, 1994) taki áhorfanda ekki heljartök- um á meðan hún stendur yfir situr hún eftir í minninu. Reyndar beitir Soderbergh áhorfendur ýmsum sjón- rænum brögðum sem duga honum misvel í sögu af misheppnuðum spilafíkli sem snýr aftur í heimabæ- inn og hittir þar fyrir fortíðina, ekki síst í líki fyrrum eiginkonu. Ein- kennileg og athyglisverð en ekki gallalaus. ★ ★ Vi Stöð 2 ►O .40 Peðið í stórborgar- taflinu, einsemd þess og firring, sem brýst út í ofbeldistryllingi er við- fangsefni snilldarverks Martins Scorsese, Leigubílstjórinn (Taxi Driver, 1976). Robert DeNiro er magnaður í titilhlutverkinu. * * * * Sýn ►21.00Engarumsagnir liggja fyrir um í öðrum heimi (Yo- ung Connecticut Yankee, 1995) um mann sem þarf að bijótast úr lífs- hættulegri tímagildru á 6. öld og komast afturtil nútímans. Leikstjóri er Kanadamaðurinn Ralph L. Thom- as sem yfirleitt vandar sig. Aðalhlut- verk Michael York, Theresa Russell og Nick Mancuso. Árni Þórarinsson MYNPBÖNP Tignarleg og afslöppuð Einstirni (Lone Star) Sakamálamynd * *** Framleiðandi: Rio Dulce. Leikstjóri og handritshöfundur: John Sayles. Kvikmyndataka: Stuart Dryburgh. Tónlist: Mason Daring. Aðalhlut- verk: Ron Canada, Chris Cooper, Clifton James, Kris Kristofferson, Frances McDormand, Joe Morton og Elizabeth Peiia. 130 min. Banda- ríkin. Castle Rock International/ Skífan 1996. Útgáfudagur 9. apríl. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. SAM Deeds er fógeti í landa- mærabænum Frontera í Texas. Dag einn finnst beinagrind þar um slóð- ir, sem flestir álíta vera af Charley Wade, fyrrum fógeta sem var byssu- glaður kynþátta- hatari. Hann hvarf nótt eina fyrir fjörutíu árum, og halda flestir að Buddy Deeds, faðir Sams, hafi verið þar að verki, en hann gerðist fógeti í bænum eftir hvarfið. Sam tekur að rannsaka málið, og kemst að ýmsu misjöfnu úr eigin fortíð og samborgara sinna. Einstirni er einstaklega smekklega gerð kvikmynd á allan hátt. Skemmtilegur og fljótandi ryþmi gefur myndinni tignarlegt yfir- bragð, sem jafn- framt er hæverskt og mjög afslappað. Handritið er margslungið og frá- bærlega vel skrifað. Þótt morðrannsókn sé það sem málið snýst um á yfir- borðinu, er það næstum eins og af- sökun höfundarins fyrir því að fá að segja frá lífi og til- finningum alls þessa margbreyti- lega fólks sem býr í menningar- súpu, þar sem kynþáttahatur, stöðusnobb og leyndarmál leynast alls staðar. John Sayles skapar hér heilu fjölskyldurnar, með sína sögu, tilfinningar og sársauka. Þessu vef- ur hann öllu saman á svo snyrtileg- an hátt að sjaldan hefur annað eins sést. Leikararnir eru eins og skrif- aðir í hlutverkin, og er öll leikstjórn mjög styrk; hún er mjög hógvær en ýtir j'afnframt hveijum leikara til hins ysta án þess að hann fari yfir strikið. Leikararnir njóta einnig góðs af vel skrifuðum samtölum, sem eru einstaklega hnitmiðuð, en jafnframt trúleg og mjög í anda persónanna. Leikararnir geta ekki annað en staðið sig allir frábær- lega, og persónusköpunin verður sérstaklega raunsæ og eftirminni- leg. Chris Cooper leikur aðalhlut- verkið, og er langt síðan ég hef séð jafngeðslega, hógværa en jafnframt hálfgerða „anti-hero“ á skjánum. Leikur hans er snilld í hverri smá- hreyfingu. Með fljótandi mynda- vélahreyfingum, sem gefur mynd- inni þennan svala blæ, smjúgum við fram og tilbaka í nútíð og þá- tíð. Þessi aðferð er mjög í anda myndarinnar, en það hefði kannski mátt beita meira hugmyndaflugi á þessu sviði. Áhorfendur eru alltaf þakklátir fyrir það. Það var einstök og óvænt ánægja að horfa á Ein- stirni, mannlega djúpa og fallega mynd, sem ég vona að flestir kvik- myndaunnendur njóti góðs af. Hildur Loftsdóttir FRUMSYNT 18. apríl UPPSELT 19 4 UPPSELT, 23 4 UPPSELT, 26.4 UPPSELT, 30 4 ÖRFÁ SÆTI LAUS 3.5 UPPSELT, 4.5 ÖRFÁ SÆTI LAUS, 8 5 LAUS SÆTI, 10 5 LAUS SÆTI píHtoíhh Á eftir Stein, Bock og Harnick ÞJOÐLEIKHUSIÐ 551 1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.