Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sherpamir eru einstakir fjallamenn SHERPARNIR eru bæði glaðværir og harðduglegir fjallamenn. SHERPAR leika stórt hlutverk í öllum leiðöngrum sem farnir eru á Everest. Hörður Magnússon, aðstoðarmaður íslensku fjall- göngumannanna, segir í pistli til Morgunblaðsins að þeir séu ein- staklega duglegir og þrautseigir fjallamenn. Það fer ekki framhjá neinum sem fylgist með leiðangri sem okkar að sherpar leika stórt hlut- verk og eiga stóran þátt í því hvort leiðangur heppnast eða ekki. En hveijir eru i þessir sherpar, hvers konar fólk er þetta og hvað gera þeir í raun. Og af hveiju eru það alltaf sherp- ar en ekki ein- hver annar þjóð- flokkur sem treyst er á. Þessum spurningum hefur verið svarað rækilega í okk- ar huga í þessum leiðangri og sherparnir okkar eru búnir að koma sér rækilega fyrir í hug- skoti okkar. Sherpar eru einn af ótal mörgum þjóðflokkum í Nepal. Þeir eru af tíbetskum uppruna og er talið að þeir hafi flutt suður yfír fjallaskörð- in af þurrum hásléttum Tíbets niður í fijósama fjalladali Nepals fyrir um 300 árum. Þeir eiga sér eigin tungumál þó þeir séu aðeins nokkr- ir tugir þúsunda. Sherpar eru Búddatrúar og líkist trú þeirra mjög þeirri Búddatrú sem iðkuð er í Tíbet. Sherpar eru trúað fólk, margir ganga í klaustur eða ljúka trúamámi og kallast þá Lama. Trúin er stór hluti af lífí þeirra, þeir fara ekki í langferð án þess að fá blessun og í hættuferð sem þessa hefur hver hópur með sér Lama, sem sér um að halda guðun- um góðum. Þeir eru margir hjátrú- arfullir og trúa á drauga og önnur Sími 555-1500 Kópavogur Foldarsmári Glæsilegt ca 140 fm nýlegt raðhús á einni haeð. Áhv. ca 5,5 millj. Verð 11,8 millj. Reykjavík Leirubakki Góð 4ra herb. íb. ca 90 fm á 3. hæð. Fráb. útsýni. Verð 6,6 millj. Hafnarfjörður Breiðvangur Sérlega glæsileg ca 190 fm neðri sérh. I tvíb. auk bílskúrs. 5 svefnh. Áhv. byggsj. ca 2,7 miilj. Verð 13,2 millj. Gunnarssund Til sölu er góð 3ja herb. íb. á jarðh. Breiðvangur Mjög góð 5 herb. ca 112 fm ib. á 2. hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 millj. Álfaskeið Einbýlishús á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið endurn. Ath. skipti á lítilli ib. Reykjavíkurvegur Glæslleg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Lftið áhv. Verð 4,3 millj. Vantar eignir á skrá Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. V____—* hindurvitni og svipar að því leyti til okkar íslendinga. Ótrúlegur hæfileiki til að vinna í mikilli hæð Sherparnir búa flestir í Solo Kumbu héraðinu, eða rétt neðan þess, í litlum þorpum sem eru í 2.000 m til 4.000 m hæð. Neðstu þorpin eru í gróðursælum dölum en þau efstu eru í raun aðeins þyrping sela þar sem aðeins er búið á sumrin. Sherparnir hafa í gegnum aldirnar stundað land- búnað, ræktað harðgerðar kom- tegundir og kart- öflur og fengið mjólkurafurðir af jakuxum, auk þess að vera milliliðir í versl- un frá Tíbet til Nepals og Ind- lands. Þeir hafa alltaf verið þekkt- ir fyrir að vera harðgerð þjóð og þola hæð vel. Kemur það að öllum líkindum af því að þeir búa mjög hátt, í bröttum hlíðum og öll að- föng, frá vatni til munaðarvarn- ings, þarf að bera að, mislanga leið. Bömin eru farin að sækja vatn 5-6 ára gömul og venjast því fljótt þungum byrðum í þunnu lofti. Það er engu líkara en þessi eigin- leiki sé orðinn arfgengur því styrk- ur og dugur þessa fólks í mikiili hæð er einstakur. Þessi eiginleiki varð til þess að evrópskir fjallgöngumenn réðu sér sherpa sem burðar- og síðar að- stoðarmenn strax fyrir aldamótin. Harðgerðir atvinnufjallgöngumenn Um 1920 voru einstakir eigin- leikar sherpanna orðnir heims- þekktir og síðan þá eru það fáir leiðangrar í Himalayafjöllum, hvort sem er fjarri heimahögum sherpanna eða nálægt þeim, sem ekki hafa nýtt sér krafta þeirra. Það eru því áratugir síðan hópar sherpa fóru að stunda fjallaferðir sem atvinnu og fljótlega spruttu úr þeim hópi, metnaðarfullir og hæfir fjallamenn sem settu mark sitt á leiðangra og höfðu getu og metnað til að ná tindinum sjálfum. Sherpinn Tenzing Norgay kom þeim endanlega á kortið sem al- vöru fjallamönnum þegar hann, ásamt Edmund Hillary kleif fyrstur Mount Everest árið 1953. Það er í raun ótrúlegt og stórkostlegt, þegar sagan er skoðuð, að sherpi skyldi ná þessu takmarki fyrstur og má fullyrða að það hefur verið öðrum sherpum hvatning og fyrir- mynd æ síðan. Með síauknum fjölda leiðangra á hæstu fjölí heims á undanförnum árum og áratugum hefur hópur svokallaðra há§allasherpa farið stækkandi. Þeir fara gjarnan í 2-3 leiðangra á ári og nota afrakstur- inn til að byggja upp starfsemi heima í þorpinu sínu, lítið gisti- heimili eða fyrirtæki sem skipu- leggur gönguferðir vestrænna ferðalanga. Þessir menn eru vel stæðir á nepalskan mælikvarða og framlag þeirra ásamt síauknum fjölda ferðamanna til héraðsins, í kjölfar bættrar aðstöðu, gerir það að verkum að Solo Khumbu er rík- asta fjallahérað Nepals. Babu hefur farið sex sinnum á toppinn í okkar hópi eru 17 sherpar, 12 þeirra eru háfjallasherpar en 5 eru kokkar og almennir starfsmenn. Hlutverk háfjallasherpanna er að bera byrðar eins hátt upp í fjallið og þörf er á og fylgja leiðangurs- mönnum áleiðis á tindinn þegar að því kemur. Auk þess ganga þeir í allt annað sem gera þarf eins og aðrir leiðangursmenn. Okk- ar reynsla af þessum einstaka þjóð- flokki miðast við okkar hóp og getur því ekki talist almenn. Æðsti maðurinn í hóp sherp- anna nefnist shirdar og í okkar tilfelli er það Ang Babu sherpa sem gegnir því hlutverki. Við gætum ekki verið heppnari með mann því í honum sameinast stjórnunar- og skipulagshæfileikar og óhemju reynsla, bæði af Everest og öðrum 8.000 m fjöllum. í hans höndum er öll skipulagning á sherpahópn- um og öll birgðastýring, bæði í grunnbúðum, sem og uppi í fjalli. Jon Tinker leiðangurstjóri fær því bara upplýsingar frá honum um hvernig staðan er, en þarf ekki að skipa fyrir um flutninga. Babu er sá maður í öllum leið- öngrum hér sem oftast hefur farið á Everest, alls 6 sinnum, í öll skipt- in án súrefnis og einu sinni fór hann tvisvar á toppinn í sömu vik- unni sem er einstakt afrek. Hann er samt alls ekki eins og maður ímyndar sér slíkt ofurmenni, lítill og frekar feitlaginn, hann er glað- vær maður og húmorískur, úr- ræðagóður og þægilegur í um- gengni. Hér þekkja hann allir og bera ómælda virðingu fyrir honum, við njótum þess að vera með Babu. Hans hægri hönd er Lagpageilo sherpa, hávaxinn og grannur, al- gjör andstæða Babu, harður nagli sem hefur sigrað Everest tvisvar og auk þess fleiri 8.000 m fjöll. Hinir 10 eru flestir reyndir jaxlar eða ungir menn á uppleið, óhemju duglegir og metnaðarfullir. Það er mikil keppni á milli þeirra, þeir sem bera þyngst og eru fljótastir eru einfaldlega bestir. Þeir fá ekki bara betur borgað, heldur fá þeir bestu tækifæri á að fara með leið- angursmönnum á toppinn. Það þýðir svo aukna virðingu, hærra kaup og atvinnuöryggi í framtíð- inni. Sherparnir okkar leggja á sig ótrúlegt erfíði og vinnu til að leið- angurinn takist. Sími 588 9090 - Síðumúll 21 Sverrir Kristinsson, lögg. fast.e.s. Eiðistorg - glæsileg Vorum að fá í sölu glæsi- lega 106 fm 3ja herb. íb. á tveimur hæðum í nýlegu húsi. Vandaðar sérsmíðað- ar innr. Parket og flísar. Suðursvalir. Verð 8,9 millj. 7078. Jon leiðangursstjóri leggur líka mikla vinnu og áherslu á að þeir hafi það sem best. Þeir kunna líka að meta það að það er mikil ábyrgð á þeirra höndum og endurgjalda það með tryggð og vinnu. Því má heldur ekki gleyma að trúfesta og vinátta er hornsteinn í trúarbrögð- um þeirra. Það er stundum misnot- að. Alþekkt er, sérstaklega í austur- lenskum leiðöngrum að leiðangurs- stjórar etja sherpunum út í hættu- legar aðstæður með hörku og hér á þessum slóðum getur það, og hefur oft, kostað mannslíf. Hér í okkar hópi hefur Babu síðasta orð- ið fyrir hönd sherpanna. Ef Babu segir svo, þá eru þeir kyrrir. (Og ekki förum við að ana út í eitthvað sem sexfaldur Everestfari segir ótryggt). Ekki af þessari jörðu Sherparnir eru glaðvær hópur. Þeir hafa gaman af fjárhættuspili, diskói, nepalskri tónlist og af því að gera grín að okkur aumum Vesturlandabúum. Hlátrasköllin gjalla oft að baki okkar eftir að við höfum átt við þá erindi og við vitum að við fáum aldrei að smakka það úr matarbirgðunum sem þeim þykir best. En við berum líka fulla virðingu fyrir reynslu þeirra bestu, og styrk þeirra allra og getu. Þeir eru að bera allt að 24 kg ofarlega í fjallinu og fara samt hraðar yfir en allir nema sterkustu Vesturlandabúar. Og hann Jón Þór gleymir líklega aldrei sherpastúlkunni sem hann fékk til að bera bakpokann sinn fyrir sig upp frá Dingboche um daginn. Alltaf var hún á undan og raulaði lög fyrir munni sér á leið upp brattar brekkurnar í 5.000 m hæð á meðan hann gekk másandi og blásandi á eftir. Það er eins og þetta fólk komi ekki af þessari jörðu. Og okkur koma oft í hug ráðleggingar gamals fjallgöngu- manns sem sagði: Láttu þig aldr- ei, aldrei, dreyma um að þú komir frá sherpaplánetunni. ■ Everestsíða Morgunblaðsins: http://www.mbl.is/everest/ Vantar þig VIN að tala við? Við erurn til staðar! VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 5521150-5521370 LftRUS P. VftLDIMftRSSON, FRftMKUÆMDflSTJORI Nýjar á fasteignamarkaðnum m.a. eigna: Rishæð - allt sér - Kópavogur MJög góð 3ja-4ra herb. sólrík rishæð við Borgarholtsbraut, Kóp. Húsið er nýklætt að utan. Góð lán fylgja. Laus eftir samkomulagi. Verð aðeins kr. 6,3 millj. Lyftuhús - úrvalsíbúð - Garðabær 4ra herb. fb. f sérflokki á 6. hæð í lyftuhúsi, 110 fm. Tvennar svalir. Húsvörður. Frábært útsýni. Suðuríbúð - eins og ný - frábær kjör 3ja herb. nýleg íb. á 3. hæð, 82,8 fm við Víkurás. Sólsvalir. Gamla góða húsnæðislánið kr. 2,5 millj. Semja má um frábær greiðslukjör. Nánar á skrifstofunni. Stór og góð - gott vinnupláss Sóirík 4ra herb. íb. 117,9 fm á 2. hæð við Kirkjuteig. Nýtt gler o.fl. Stórar stofur. Góður bílskúr - vinnupláss um 40 fm. Útborgun aðeins kr. 500 þús. Ný endurbyggð 2ja herb. risibúð skammt frá Sundhöll Reykjavíkur. Nýtt eldhús. Nýtt sturtubað með sérþvottaaðstöðu. Leiðslur og lagnir (húsinu eru nýjar. • • • Óvenju margir fjársterkir kaupendur að eignum af flestum stærðum og gerðum. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 552 1370 > I > ) I I * ► i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.