Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristján MEÐAL frummælenda á fundinum voru f.v. Páll Pétursson, Þorsteinn Pálsson, Steingrímur J. Sigfús- son og Sighvatur Björgvinsson. Veiðigjald leið- ir til breyttr- ar skattbyrði ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra og Steingrímur J. Sigfús- son, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, sögðu báðir á ráðstefnu sjávarútvegsráðuneytisins á Akur- eyri í gær að þeir væru ekki andvíg- ir því að leggja á veiðigjald í sjávar- útvegi. Þorsteinn sagði að það væri gert í dag, en ágreiningur væri um hvað það ætti að vera hátt. Stein- grímur hafnaði algjörlega veiði- gjaldi við núverandi aðstæður en ef tilteknum skilyrðum yrði full- nægt mætti skoða slíka gjaldtöku eftir 10-15 ár. Þorsteinn Pálsson sagðist telja að ekki væri lengur deilt um stjórn- kerfí fiskveiðanna. Menn væru al- mennt orðnir sammála um að afla- hlutdeildarkerfið hefði skilað þeim árangri að kostir þess væru ekki lengur umdeildir. Kerfíð hefði verið snar þáttur í efnahagslegri upp- byggingu sjávarútvegsins og ein af höfuðforsendum fyrir efnahagsleg- um stöðuleika hér á landi. Áður hefði sjávarútvegurinn verið háður ríkisvaldinu um fjármagn, en nú hefði honum verið sköpuð aðstaða til að hagnast og fjármagn leitaði til hans í miklum mæli. Erum með gjaldtöku í dag „Það er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir þvi að það er lagður skattur á aflaheimildir og hefur ver- ið gert frá því aflahlutdeildarkerfíð var tekið upp. Deilan snýst því ekki um hvort þetta eigi að gera heldur um í hvað ríkum mæli,“ sagði Þor- steinn. Þorsteinn sagði að þrenn rök hefðu verið nefnd fyrir því að það ætti að taka gjald af aflaheimildum. í fyrsta lagi að sjávarútvegurinn ætti að borga tiltekinn kostnað sem ríkisvaldið hefði af veiðunum. Þetta hefðum við gert. í öðru lagi hefðu sumir, ekki síst talsmenn iðnaðarins, viljað að veiðigjald yrði lagt til að styrkja aðrar atvinnugreinar til sveiflujöfnunar. í þriðja lagi væri það sjónarmið að aúðlindin væri tak- mörkuð og rétturinn til að veiða takmarkaður og þess vegna bæri að deila arðinum af henni í gegnum ríkissjóð en ekki á grundvelli mark- aðslögmála eins og annars staðar í atvinnulífinu. Þorsteinn sagði skýrslu Ragnars Árnasonar prófessors mikilvægt innlegg í þessa umræðu. Menn yrðu að gera sér grein fyrir að veiðigjald hefði veruleg áhrif á landsbyggð- ina. í skýrslu hagfræðistofnunar væru hins vegar ekki skoðaðir ýms- ir aðrir þættir s.s. áhrif gjaldsins á samkeppnisstöðu sjávarútvegsins, laun og atvinnustig og vilja fjár- festa til að fjárfesta í sjávarútvegi. Skattbyrði lands- byggðar eykst Ragnar Árnason sagði að hægt væri að fara ýmsar leiðir við að leggja á veiðigjald. Áhrifin af gjald- inu væru í grundvallaratriðum svip- uð. Hann tók fram að álagning veiðigjalds í formi uppboðs á veiði- heimildum gæti verið efnahagslega skaðleg. Ljóst væri að gjaldið kæmi til með að hafa víðtæk áhrif á ýmsa þætti efnahagslífsins. Hag- fræðistofnun hefði að þessu sinni eingöngu skoðað hvernig veiðigjald myndi breyta skattbyrði eftir lands- hlutum og einstökum byggðarlög- um. Niðurstaða Ragnars er að ef lagt yrði veiðigjald á sjávarútveginn og tekjuskattur lækkaður samsvarandi á móti myndu skattgreiðslur Reyk- víkinga og Reyknesinga lækka umtalsvert en skattgreiðslur annarra landshluta hækka á móti. Hækkunin gæti í sumum tilfellum numið hundruð- um prósenta ef gjaldið yrði haft hátt. Ragnar tók fram að í þessu fælist ekki að íbúar landsbyggðar- innar bæru þessa auknu skatt- heimtu því að til að byija með yrðu það sjávarútvegsfyrirtækin sem greiddu þennan skatt. „Skýrslan sýnir okkur að ef veiði- gjald yrði lagt á sjávarútveg myndi það breyta grundvelli fyrir skatt- byrði milli iandshluta og byggðar- laga miðað við það sem nú er. Sé lagt á veiðigjald og tekjuskattur lækkaður samsvarandi myndi heild- arskattbyrði Reykjavíkur og Reykjaness í ríkissjóð lækka en heildarskattbyrði allra annarra landshluta hækka. Álagning veiði- gjalds og tilsvarandi lækkun tekju- skatts leiðir til þyngri skattbyrði á sveitarfélög þar sem sjávarútvegur er veigamikill. Þessi byggðarlög munu með öðrum orðum greiða stærri hluta af samneyslu lands- manna en nú er. Umfang þessara breytinga ræðst fyrst og fremst af upphæð veiðigjalds. Miðað við þær upphæðir sem oftast eru nefndar í þessu samhengi, þ.e. veiðigjald upp á 6-20 milljarða árlega, er þó ljóst að umrædd breyting þýðir mjög mikla þyngingu á skattbyrði byggð- arlaganna frá því sem nú er,“ sagði Ragnar. Áróður og talnaleikur Sighvatur Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokksms, gagnrýndi skýrslu Ragnars Árnasonar harð- lega og sagði hana áróður og talna- leik. Hann gagnrýndi sjávarútvegs- ráðuneytið fyrir að hafa ekki fyrr reynt að meta áhrif veiðigjalds á sjávarútveg þrátt fyrir að umræða um slíkt gjald hefði staðið í 20 ár. Eina skýrslan sem gerð hefði verið um þetta hefði verið gerð árið 1987 að frumkvæði Jóns Baldvins Hanni- balssonar, þáverandi fjármálaráð- herra. Athyglisvert væri að annar skýrsluhöfunda hefði verið Ragnar Árnason og að hann hefði þar mælt með veiðigjaldi sem skynsam- legum tekjuöflunarkosti fyrir ríkis- sjóð. Hann minnti á að Ragnar hefði sagt á aðalfundi LÍÚ í vetur að allsterk rök mætti færa fyrir því að veiðigjald væri betra tekjuöflunartæki fyrir ríkissjóð en tekjuskattur. Sighvatur sagði að skýrsluhöf- undar létu undir höfuð leggjast að svara mikilvægum spurningum um áhrif veiðigjalds, t.d. á gengisþróun, kvótaverð, eignir og skuldir fyrir- tækja, sambýli við aðrar atvinnu- greinar, launaþróun eða grundvöll fískvinnslunnar. „Sem hagfræðileg úttekt er þessi skýrsla lítils virði, enda aðeins lausleg athugun," sagði Sighvatur og vitnaði til orða for- stöðumanns Hagfræðistofnunar í Að mati Ragnars Árna- sonar prófessors leiðir veiðigjald og samsvar- andi lækkun tekjuskatts á móti til þess að skatt- byrði á landsbyggðinni eykst en skattbyrði á höfuðborgarsvæðinu minnkar. Formaður Al- þýðuflokks hafnar þess- um niðurstöðum og kall- ar þær reikningsæfingu. inngarigi skýrslunnar, en þar er m.a. talað um að hér sé „ekki um yfírgripsmikla athugun að ræða“ og skýrslan fæli ekki í sér „endan- legar niðurstöður um áhrif veiði- gjalds á skattbyrði eftir landshlut- um“. „Hvað er þá þessi skýrsla? Hún er reikningsæfíng sem gefur þá einu markverðu niðurstöðu að við álagningu veiðigjalds væri t.d. hægt að lækka tekjuskatt heimila á Norð- urlandi um 22 eða 36 eða 59 þús- und krónur á sérhvern heimilis- mann ef sú leið til ráðstöfunar á veiðigjaldi yrði valin og mun meira á hvern heimilismann á Vestfjörð- um. Er það vont? Er það betra fyr- ir Norðlendinga að það sé ekki gert, en handhafar kvótans fái hann þess í stað áfram ókeypis?" Sighvatur benti á að mjög mörg stór sjávarútvegsfyrirtæki á lands- byggðinni væru að stórum hluta í eigu aðila á höfuðborgarsvæðinu. Það væri því rangt að stilla málinu þannig upp að gjaldið yrði eingöngu tekið af landsbyggðinni. Sighvatur var spurður hvort hann teldi meginniðurstöðu skýrsl- unnar ranga, þ.e. að skattbyrði á landsbyggðinni myndi hækka á kostnað höfuðborgarsvæðisins. Hann svaraði spurningunni ekki. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrverandi alþingismaður, sagði í umræðum að forsenda fyrir hefð- bundinni bolfiskvinnslu væri brost- in. í Eyjafirði væru tvö fyrirtæki að fara út í aðgerðir til að koma rekstrinum á réttan kjöl. Útreikn- ingar sýndu að þetta gæti gengið upp en það mætti ekkert út af bregða. Úmræða um veiðigjald og vitneskjan um að það yrði lagt á gætu kippt fótunum undan þessum áætlunum. Forsendur fyrir sveiflujöfnun breyttar Einar Oddur Kristjánsson alþing- ismaður gagnrýndi harðlega tals- menn iðnaðarins fyrir afstöðu þeirra til veiðigjalds á sjávarútveginn. Hann sagði að fullyrðing iðnaðarins um að álagning veiðigjalds væri nauðsynleg til að koma á sveiflujöfn- un milli atvinnugreina væri grund-, vallarmisskilningur. Það væri rétt hjá talsmönnum iðnaðarins að á árum áður hefði hækkun á fískaf- urðum oft leitt til hækkunar á laun- um sjómanna sem aftur hefði leitt til almennrar launahækkunar í þjóð- félaginu sem aftur hefði komið illa við iðnaðinn og spillt samkeppnis- stöðu hans. Þetta væri hins vegar breytt í dag. Góðæri í sjávarútvegi hefði ekki þau neikvæðu áhrif á iðn- aðinn sem margir gerðu mikið úr. Menn gætu skoðað efnahagsstærðir síðustu sjö ár til að fá þetta staðfest. Einar Oddur sagði að sú ákvörðun að gefa fískverð frjálst 1990 gegndi hér lykilhlutverki. Þá hefðu menn horfíð frá því að handstýra fískverði og gengi og hann varaði eindregið við því að menn færu að hverfa til þessara gömlu efnahagsstjómunar. Ef menn ætluðu að nota veiðigjald til sveiflujöfnunar væri verið að koma á slíkri handstýr- ingu. Menn myndu væn- talega fara að reyna að meta afkomu í rækju- vinnslu, bolfískvinnslu og síld og verðleggja veiði- gjald í samræmi við þá útreikninga. Þá væri stutt í að menn væm komn- ir með bátagjaldeyriskerfi eins og á sjötta áratugnum, en það kerfí hefði verið það vitlausasta millifærslukerfí sem búið hefði verið til. Einar Oddur sagði að meginverkefni í hagstjóm á Islandi í dag væri að hætta verð- tryggingu sparifjár og koma á al- gjöm frelsi í vaxtamálum. Hann gagnrýndi Seðlabankann fyrir að halda uppi háum vöxtum hér á landi. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði að 16 milljarða veiðigjald þýddi að það yrðu teknar 1.600 milljónir út úr sjávarútvegsfyrirtækjunum í Vest- mannaeyjum. „Veiðigjald myndi leiða til þess að fiskverð hækkaði samsvarandi. Hver hefur efni á að kaupa dýrari fisk? Bolfiskvinnsla myndi dragast saman eða jafnvel leggjast af eða flytjast í ríkari mæli út á sjó eða aflinn yrði fluttur út óunninn sem er þveröfugt við það sem er að gerast í vinnslunni í dag. Ein leiðin er að skiptapró- senta myndi lækka. Þá myndu laun sjómanna lækka samsvarandi og sjómaðurinn tæki á sig veiðigj aldið. Tekjur sveitarfélaga þar sem sjáv- arútvegur er afgerandi í atvinnu- sköpun myndu lækka töluvert ef laun sjómanna myndu lækka. Þá þyrfti að hækka neysluskatta og þjónustugjöld eða skerða þjónustu og fækka starfsmönnum sveitarfé- laga.“ Sjávarútvegur eina von landsbyggðarinnar Steingrímur J. Sigfússon alþing- ismaður taldi í 10 liðum upp rök gegn veiðigjaldi. Hann sagði að veiðigjald væri vondur skattstofn. Hann væri veltuskattur svipaður og aðstöðugjaldið sem allir hefðu verið sammála að afnema. Veiði- gjald væri sértækur skattur á sjáv- arútveginn. Sjávarútvegurinn skuldaði 100 milljarða og hefði ekki haft bolmagn til að lækka skuldirn- ar á síðustu árum vegna þess að hann hefði þurft að fara út í nauð- synlegar fjárfestingar. Sjávarút- vegurinn keppti við ríkisstyrktan sjávarútveg í öðrum löndum. Veiði- gjald myndi leiða til samþjöppunar í sjávarútvegi og fækka einyrkjum. Veiðigjald myndi leiða til verri af- komu sjávarútvegsfyrirtækja og fjárfestar myndu taka mið af því og hætta að fjárfesta i sjávarútvegi. „Öflug sjávarútvegsfyrirtæki með góða afkomu, sem fjárfesta, eru helsta og mér liggur við að segja eina von landsbyggðarinnar. Ég sé ekkert annað sem hugsanlega getur bjargað byggðinni á fjölmörg- um svæðum en þá von sem fólgin er í því að sjávarútvegsfyrirtækin eflist og þau geti boðið upp á vel- Iaunuð störf, ráðið til sín háskóla- menntað fólk og keppt við þá mögu- leika sem eru annars staðar á land- inu,“ sagði Steingrímur. Hann rakti stærstu verkefni sem væru framundan í sjávarútvegi og sagði: „Sjávarútvegurinn þarf a.m.k. 10-15 ár í sæmilega hag- stæðu árferði og í friði fyrir frekari sértækri skattheimtu en þegar er orðin til þess að von sé til þess að greinin geti orðið sæmilega undir þessa framtíð búin. Þá kann að vera tímabært að taka á dagskrá umræðu um almenna stefnumótun hvað varðar auðlinda- eða aðstöðu- gjaldtöku, enda verði um nothæfa viðmiðun við skattstofn að ræða, almenna hófstillta gjaldtöku og hún taki til allra greina sem eru í sam- bærilegri eða svipaðri aðstöðu," sagði Steingrímur. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra flutti stutt ávarp í lok ráðstefn- unnar þar sem hann hafnaði alger- lega veiðigjaldi. Hann sagði það mikla einföldun að halda að sjávar- útvegsfyrirtækin ein myndu greiða gjaldið. Veiðigjaldið myndi koma niður á fólkinu á landsbyggðinni í einu eða öðru formi. Hann sagði að veiðigjald væri ómerkilegt pólitískt trikk sem ætti ekki rétt á sér. Undir lok ráðstefnunn- ar spurði Kristján Ragn- arsson, formaður LIÚ, Ragnar Árnason hvaða álit hann hefði á frétta- og leiðara- skrifum Morgunblaðsins um skýrsl- una. Ragnar sagði skrif blaðsins dæma sig sjálf. Morgunblaðið hefði verið í forystu fyrir ákveðin sjónar- mið í þessu máli og rekið það sem eins konar krossferð. Hann sagði það sína skoðun að sú krossferð hefði ekki verið málinu til góðs og auðveldaði mönnum ekki að komast að skynsamlegri niðurstöðu í þessu máli. Veiðigjald fælir fjárfesta frá greininni Áhrif veiði- gjalds á gengi ekki skoðuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.