Morgunblaðið - 07.05.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.05.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 13 FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli SIGURÐUR Ágúst Sigurðsson, forstjóri Happdrættis DAS. HAPPDRÆTTIDAS býður nú einn hæsta mögulega vinning allra happdrætta á landinu, 40 milljónir króna, á eitt númer. 80 þúsund númer eru í útdrætti í hvert skipti. Fyrsti útdrátturinn með þessum stóra vinningi er 9. maí nk. Sigurður Ágúst Sig- urðsson, forstjóri Happdrættis DAS, segir happdrættið hyggja á landvinninga í Kanada og auk þess er nú hægt að kaupa miða á alnetinu. Sigurður segir að flokkahapp- drættin hafi ekki notið sannmæl- is hér á landi. Staðreyndin sé sú að hjá DAS séu vinningslíkur á einn miða 1 á móti 80 þúsund en á tíu miða tíu á móti 80 þús- und. Með því að kaupa fleiri miða sé verið að margfalda möguleikana á því að fá vinning. Vinningum fjölgað um 50% „Við erum að fjölga vinningum í Happdrætti DAS um 50%. Vinningarnir voru um 2.000 í hveij- um mánuði en nú verða þeir um 4.000. Við drögum líka viku- lega og það er sama verð á miðanum, 700 krónur hver miði,“ sagði Sigurður. Hann segir að DAS hafi boðið miða til sölu í Færeyjum í eitt ár og hafi viðtökurn- ar verið góðar. Nokk- ur þúsund miðar seld- ust þar á síðasta ári. Sigurður segir að Færeyingar hafi fengið um 40% af framlagi sínu til happdrættisins til baka í vinningum. „Okkur datt einnig í hug að kanna áhuga kanadísks fólks af íslensku bergi brotnu á happdrættinu. Við sendum nokkur þúsund vinn- ingaskrár vestur um haf og þessa dagana eru að berast pant- anir á happdrættismiðum og greiðslumátinn er greiðslukort. Við rennum alveg blint í sjóinn með þetta en byrjunin lofar góðu,“ sagði Sigurður. Einnig er happdrættið komið með heimasíðu á alnetinu þar sem saga happdrættisins er rak- in og vinningaskrá birt. Hægt er að panta miða á alnetinu og greiða fyrir þá með greiðslu- kortum. Að auki er þar leitarvél sem leitar uppi númer miða. Með þessu móti er auðvelt að sjá hvort vinningur er á viðkomandi miða. DAS býður 40 millj. á einn miða Helgidagafriður á föstudaginn langa Dansleikja- hald eftir miðnætti leyft SAMKVÆMT lögum um helgi- dagafrið, sem afgreidd voru frá Alþingi á mánudag, er eftir sem áður leyft að halda dansleiki aðfara- nótt laugardags eftir föstudaginn langa. Töluverðar umræður hafa orðið um þennan lið frumvarpsins á Alþingi og klofnuðu þingflokkarn- ir allir í afstöðu sinni, nema Þing- flokkur jafnaðarmanna. Samkvæmt upphaflegu frum- varpi átti helgi föstudagsins langa að ná til klukkan sex að laugardags- morgni. Einar K. Guðfinsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, mótmælti harðlega þessari breytingu á eldri lögum og vísaði til þess að í kjör- dæmi hans á Vestfjörðum væri hefð fyrir því að halda dansleiki á þess- um tíma. Andstæðingar hans bentu á að ef dansleikir hæfust á mið- nætti mætti búast við því að gleð- skapur hæfist fyrr. Dansleikjahald- ið myndi trufla fjölskyldufrið og verða til þess að vinnutími ýmissa launamanna lengdist. Formenn Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks á móti Við atkvæðagreiðsluna greiddu 37 þingmenn atkvæði með breyt- ingartillögu Einars K. Guðfinnsson- ar þess efnis að helgidagafriðnum á föstudaginn langa lyki á mið- nætti, en tíu voru á móti. Þar á meðal var Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og tveir samflokksmanna hans, þrír þingmenn Framsóknar- flokksins og fjórir þingmenn Al- þýðubandalags, þar á meðal Mar- grét Frímannsdóttir formaður flokksins. í þingflokki Kvennalist- ans sat Guðný Guðbjörnsdóttir hjá, en aðrir greiddu atkvæði með til- lögu Einars, sem og allur Þingflokk- ur jafnaðarmanna. Sjomannadagurmn 60. hóf sjómanndagsráðs á Hótel íslandi laugardaginn 31. maí 1997 Dagskrá: Húsiö opnaö kl. 19:00. Guömundur Hallvarösson, formaöur sjómannadagsráös, seturhófiö. Kynnnir kvöldsins veröur: Þorgeir Ástvaldsson. Fjöldi glæsilegra skemmtiatríða: Kvöldveröartónar: Haukur Heiöar Ingólfsson. Söngsystur. Braggablús: Glæsileg söngbók Magnúsai Eiríkssonar. Stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar. Sniglabandiö leikurfyrir dansi til kl. 03:00. Verb: Kr. 4.900 fyrir manninn. iffat'Seóill Xarrýlöguð austurknsk fiskisúpa. Jíeilsteiktur lambavöðvi meðjylltum jarðeplum, smjörsteim prœnmeti og Madeira piparsósu. SúkfdaMjúpuðpera ocj sérrí-is. Songsystur v Söngvararnir i Braggablús Sniglabandið MIÐASALA OG BORÐAPANTANIR ALLA DAGA KL. 13-17. I |( \y\-\ I Q SÍMI 568 7111. 1IV 1 Ll- 1(0 Hvernig bíl mundir þú fá þér 44 nailljcifltir i ATH! Adeins 20 kr. röðin L#TT# Til mikils aö vinnal ÍT«I«J6511 ■GJALOFfUAtST ÞJÓNUSTUNUMER Alla miðvikudaga fyrirkl. 16.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.