Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 13 FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli SIGURÐUR Ágúst Sigurðsson, forstjóri Happdrættis DAS. HAPPDRÆTTIDAS býður nú einn hæsta mögulega vinning allra happdrætta á landinu, 40 milljónir króna, á eitt númer. 80 þúsund númer eru í útdrætti í hvert skipti. Fyrsti útdrátturinn með þessum stóra vinningi er 9. maí nk. Sigurður Ágúst Sig- urðsson, forstjóri Happdrættis DAS, segir happdrættið hyggja á landvinninga í Kanada og auk þess er nú hægt að kaupa miða á alnetinu. Sigurður segir að flokkahapp- drættin hafi ekki notið sannmæl- is hér á landi. Staðreyndin sé sú að hjá DAS séu vinningslíkur á einn miða 1 á móti 80 þúsund en á tíu miða tíu á móti 80 þús- und. Með því að kaupa fleiri miða sé verið að margfalda möguleikana á því að fá vinning. Vinningum fjölgað um 50% „Við erum að fjölga vinningum í Happdrætti DAS um 50%. Vinningarnir voru um 2.000 í hveij- um mánuði en nú verða þeir um 4.000. Við drögum líka viku- lega og það er sama verð á miðanum, 700 krónur hver miði,“ sagði Sigurður. Hann segir að DAS hafi boðið miða til sölu í Færeyjum í eitt ár og hafi viðtökurn- ar verið góðar. Nokk- ur þúsund miðar seld- ust þar á síðasta ári. Sigurður segir að Færeyingar hafi fengið um 40% af framlagi sínu til happdrættisins til baka í vinningum. „Okkur datt einnig í hug að kanna áhuga kanadísks fólks af íslensku bergi brotnu á happdrættinu. Við sendum nokkur þúsund vinn- ingaskrár vestur um haf og þessa dagana eru að berast pant- anir á happdrættismiðum og greiðslumátinn er greiðslukort. Við rennum alveg blint í sjóinn með þetta en byrjunin lofar góðu,“ sagði Sigurður. Einnig er happdrættið komið með heimasíðu á alnetinu þar sem saga happdrættisins er rak- in og vinningaskrá birt. Hægt er að panta miða á alnetinu og greiða fyrir þá með greiðslu- kortum. Að auki er þar leitarvél sem leitar uppi númer miða. Með þessu móti er auðvelt að sjá hvort vinningur er á viðkomandi miða. DAS býður 40 millj. á einn miða Helgidagafriður á föstudaginn langa Dansleikja- hald eftir miðnætti leyft SAMKVÆMT lögum um helgi- dagafrið, sem afgreidd voru frá Alþingi á mánudag, er eftir sem áður leyft að halda dansleiki aðfara- nótt laugardags eftir föstudaginn langa. Töluverðar umræður hafa orðið um þennan lið frumvarpsins á Alþingi og klofnuðu þingflokkarn- ir allir í afstöðu sinni, nema Þing- flokkur jafnaðarmanna. Samkvæmt upphaflegu frum- varpi átti helgi föstudagsins langa að ná til klukkan sex að laugardags- morgni. Einar K. Guðfinsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, mótmælti harðlega þessari breytingu á eldri lögum og vísaði til þess að í kjör- dæmi hans á Vestfjörðum væri hefð fyrir því að halda dansleiki á þess- um tíma. Andstæðingar hans bentu á að ef dansleikir hæfust á mið- nætti mætti búast við því að gleð- skapur hæfist fyrr. Dansleikjahald- ið myndi trufla fjölskyldufrið og verða til þess að vinnutími ýmissa launamanna lengdist. Formenn Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks á móti Við atkvæðagreiðsluna greiddu 37 þingmenn atkvæði með breyt- ingartillögu Einars K. Guðfinnsson- ar þess efnis að helgidagafriðnum á föstudaginn langa lyki á mið- nætti, en tíu voru á móti. Þar á meðal var Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og tveir samflokksmanna hans, þrír þingmenn Framsóknar- flokksins og fjórir þingmenn Al- þýðubandalags, þar á meðal Mar- grét Frímannsdóttir formaður flokksins. í þingflokki Kvennalist- ans sat Guðný Guðbjörnsdóttir hjá, en aðrir greiddu atkvæði með til- lögu Einars, sem og allur Þingflokk- ur jafnaðarmanna. Sjomannadagurmn 60. hóf sjómanndagsráðs á Hótel íslandi laugardaginn 31. maí 1997 Dagskrá: Húsiö opnaö kl. 19:00. Guömundur Hallvarösson, formaöur sjómannadagsráös, seturhófiö. Kynnnir kvöldsins veröur: Þorgeir Ástvaldsson. Fjöldi glæsilegra skemmtiatríða: Kvöldveröartónar: Haukur Heiöar Ingólfsson. Söngsystur. Braggablús: Glæsileg söngbók Magnúsai Eiríkssonar. Stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar. Sniglabandiö leikurfyrir dansi til kl. 03:00. Verb: Kr. 4.900 fyrir manninn. iffat'Seóill Xarrýlöguð austurknsk fiskisúpa. Jíeilsteiktur lambavöðvi meðjylltum jarðeplum, smjörsteim prœnmeti og Madeira piparsósu. SúkfdaMjúpuðpera ocj sérrí-is. Songsystur v Söngvararnir i Braggablús Sniglabandið MIÐASALA OG BORÐAPANTANIR ALLA DAGA KL. 13-17. I |( \y\-\ I Q SÍMI 568 7111. 1IV 1 Ll- 1(0 Hvernig bíl mundir þú fá þér 44 nailljcifltir i ATH! Adeins 20 kr. röðin L#TT# Til mikils aö vinnal ÍT«I«J6511 ■GJALOFfUAtST ÞJÓNUSTUNUMER Alla miðvikudaga fyrirkl. 16.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.