Morgunblaðið - 07.05.1997, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Margrét og Ágúst á Akureyri halda upp á 70 ára brúðkaupsafmæli
Þakklát Guði
fyrir að fá að vera
svona lengi saman
Morgunblaðið/Kristján
ÁGÚST og Margrét fagna 70 ára brúðkaupsafmæli sínu í dag.
í barminum ber Margrét blómið sem hún var með á brúðkaups-
daginn, sólskinsdaginn 7. maí 1927.
„ÞAÐ ER alltaf sól 7. maí,“ segir
Margrét Magnúsdóttir en hún og
eiginmaður hennar, Ágúst Jóns-
son, eiga 70 ára brúðkaupsaf-
mæli í dag og halda upp á daginn
í faðmi ættingja og vina á heim-
ili sínu, Reynivöllum 6 á Akur-
eyri. Þau eignuðust fjögur börn,
Magnús, Maríu Sigríði, Jón Geir
og Halldóru, bamabörnin eru 16
og barnabarnabörnin 17. Vor-
hret hefur verið fyrir norðan síð-
ustu daga, en Margrét er sann-
færð um að sólin fari að skína í
dag. „Það bregst aldrei," segir
hún sannfærð.
Siglt mót miðnætursól
Margrét og Ágúst gengu í
hjónaband heima hjá séra Geir
Sæmundssyni, sóknarpresti á
Akureyri, 7. maí 1927 í sólskini
og fallegu veðri „og ennþá er
sama sólskinið yfir okkur og var
þá,“ segir Margrét. Að kveldi
brúðkaupsdagsins stigu brúð-
hjónin ungu um borð í 15 tonna
bát, Ingólf, ^g sigldu út Eyja-
fjörðinn til Ólafsfjarðar þar sem
þau settust að. „Þetta var eins
dýrlegt og hugsast getur, að
sigla mót miðnætursólinni út
Eyjafjörðinn,“ segir Ágúst.
Margrét er fædd I Ólafsfirði,
Ágúst fæddist í Svarfaðardal en
ólst upp í Ólafsfirði þar sem þau
kynntust. Ágúst vann sem mótor-
isti á bátum í Ólafsfirði og Mar-
grét var í fiskvinnu, stokkaði
línu, beitti og vaskaði fisk. „Svo
var ég vetrarstúlka sem kallað
var og sótti saumanámskeið yfir
vetrarmánuðina," segir hún. Ár-
ið 1950 fluttu þau til Akureyrar.
Ágúst byggði húsið við Reyni-
velli, hófst handa í júní árið 1952
og þau fluttu inn í desember
sama ár, „en það var nú ekki
allt tilbúið,“ segir Margrét „húsið
var rétt fokhelt," bætir bóndi
hennar við.
Ágúst starfaði sem bygginga-
meistari á Akureyri og rak tré-
smíðaverkstæði þar til hann var
um áttrætt. „Þá varð ég að hætta
og seldi verkstæðið, var farinn
að bila í höndunum."
Ráðlagt í draumi
Eftir að Ágúst hætti störfum
hóf hann að safna steinum víða
um Iand, saga þá sundur og slípa.
„Mér var ráðlagt þetta í draumi,"
segir hann, en hróður hans hefur
borist víða, hann hefur fengið
steina til meðhöndlunar frá fólki
víða um land og einnig útlöndum.
„Það er stórbætandi að ferðast
um um landið, fara á fjöll og ná
í steina, það hefur bjargað heils-
unni og veitt mér mikla ánægju,“
segir Ágúst. „Við eigum margar
góðar minningar úr þessum ferð-
um,“ bætir Margrét við en hún
fór stundum með í fjallaferðirn-
ar. Sjálf hefur hún ekki setið
auðum höndum, ævinlega verið
með handavinnu af ýmsu tagi.
„Það er dásamlegt að geta eitt-
hvað gert. Fólk sem hefur unnið
alla sína ævi verður að hafa eitt-
hvað fyrir stafni,“ segir hún og
bæði eru sammála um hversu
ómetanlegt það sé að geta verið
heima og séð um sig sjálf.
Þau hjónin líta með gleði yfir
farinn veg. „Þetta hefur verið
dásamlegt líf,“ segir Margrét, en
bætir við að vissulega hafi skipst
á skin og skúrir á langri ævi.
„Það kemst enginn í gegnum líf-
ið án þess að verða fyrir ein-
hveijum skakkaföllum, en ég er
þakklát Guði fyrir það sem hann
hefur gert fyrir okkur, að við
höfum fengið að lifa svona lengi
saman og við góða heilsu. Fyrir
það er ég þakklát."
Tónlistarskóli
Eyjafjarðar
Yortón-
leikar
TÓNLISTARSKÓLI Eyjafjarðar
efnir til vortónleika nú á næstu
dögum. Þeir fyrstu verða á morg-
un, fimmtudaginn 8. maí, í Frey-
vangi kl. 20.30, en þá verða tónleik-
ar söngdeildar. Nemendatónleikar
verða í Gamla skólahúsinu á Greni-
vík næstkomandi laugardag, 10.
maí, kl. 14. Nemendatónlekar
verða í Freyvangi á sunnudag, 11.
maí, kl. 14 og loks í Þelamerkur-
skóla næstkomandi mánudags-
kvöld, 12. maí, kl. 20.30. Á tónleik-
unum verður flutt fjölbreytt efnis-
skrá og eru flytjendur á ýmsum
aldri. Allir eru velkomnir og er
aðgangur ókeypis.
----♦ » ♦
Djasstón-
leikar
JAZZKLÚBBUR Akureyrar efnir
til tónleika á Hótel KEA í kvöld,
miðvikudagskvöldið 7. maí kl.
21.30.
Fram koma Pétur 0stlund á
trommur, Fredrik Ljungkvist á ten-
ór- og sópransaxófón, Eyþór Gunn-
arsson á píanó og Þórður Högnason
á kontrabassa. Allir eru þeir í
fremstu röð djasstónlistarmanna og
hafa leikið með fjölda þekktra tón-
listarmanna.
Formaður Léttis óánægður með lokum
reiðleiðar fram í Eyjafjarðarsveit
Engin lausn í sjónmáli
og stefnir í stríð
Útför Steindórs
Steindórssonar
HESTAMENN á Akureyri eru
óánægðir með þá ákvörðun bóndans
á Ytragili í Eyjafjarðarsveit, að loka
reiðveginum inn í Eyjafjarðarsveit
með keðju og lás við landareign sína.
Sigfús Helgason, formaður Hesta-
mannafélagsins Léttis á Akureyri,
segir það skoðun sína að bóndinn
hafí ekkert leyfí til þess að loka leið-
inni, sem liggur eftir gamla veginum
inn í flörð að vestanverðu. Hann segir
að ef fram haldi sem horfí stefni í stríð.
„Ég sé enga lausn í sjónmáli en
hestamannafélögin Funi og Léttir
ætla að halda sameiginlegan fund
um málið á fímmtudagskvöld (annað
kvöld) og það er ljóst að komið er
að ögurstund í málinu. Á þeim fundi
verður væntanlega ákveðið með
framhaldið og þá hvort farið verður
í einhveijar aðgerðir," segir Sigfús.
Leiðindin í kringum
stóðreksturinn
Eiríkur Helgason, bóndi á Ytra-
gili, vildi ekki tjá sig um málið í
gær. Pétur Þór Jónasson, sveitar-
stjóri í Eyjafjarðarsveit, sagði að
bóndinn á Ytragili hefði lokað ieið-
inni eftir að Akureyringar, sem voru
á ferð með hrossastóð þarna um,
misstu það upp á tún bóndans. Pétur
Þór sagði að samkvæmt aðalskipu-
lagi væri gert ráð fyrir að aðalreið-
leiðin fram fjörðinn væri að aust-
anverðu og að nauðsynlegt væri að
koma henni í gagnið sem fyrst.
„Það þýðir ekki að menn geti ekki
farið um ríðandi annars staðar.
Vandinn og öll leiðindin eru í kring-
um þessa stóðrekstra sem eru ákaf-
lega áberandi hér í Eyjafírði og ég
hef haft spumir af fleiri svona uppá-
komum í vor, þar sem menn hafa
misst stóð sín inn á tún. Og það er
allur gangur á þessum rekstri og í
sumum tilvikum er vel að verki stað-
ið og nægur mannskapur en í öðrum
tilvikum er þetta allt í molum,“ sagði
Pétur Þór.
Ætlum ekki á bílum fram eftir
Sigfús segir að mjög erfiðlega
hafí gengið að fá reiðleið inn að
Melgerðismelum og því miður hafi
skilningur sveitarstjórnarmanna og
landeigenda verið óskaplega lítill.
„Við erum að byggja upp fyrir tugi
milljóna á Melgerðismelum og ætlum
ekki að fara þangað fram eftir á
bílum. Við erum búnir að beijast
fyrir þessu máli í tvö ár og árangur-
inn er enginn.
í aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar
er gert ráð fyrir að aðalreiðleiðin
suður fjörðinn sé að austanverðu.
Sigfús segist geta sætt sig við að
sú reiðleið sé hluti af leiðinni inn að
Melgerðismelum. „Ef þetta á hins
vegar að vera eina leiðin fram eftir,
erum við að tala um að svæðið verði
lokað einhveija mánuði á ári. Áin
flæðir þarna á hveiju vori auk þess
sem þama er mýrlendi og drulla. I
dag er leiðin fram eftir lokuð, nema
eftir malbikinu og ef það er eina leið-
in erum við neyddir til að fara hana.“
Sigfús segir það liggja beinast við
að reiðleiðin frá Akureyri fram að
Melgerðismelum liggi að vestan-
verðu, meðfram þjóðvegi eins og seg-
ir í vegalögum.
ÚTFÖR Steindórs Steindórssonar
frá Hlöðum, heiðursborgara á
Akureyri, var gerð frá Akureyrar-
kirkju í gær. Karlakvartett söng
sálminn Allt eins og blómstrið
eina, öll erindin þrettán, einnig
söng kvartettinn sálm eftir Ólöfu
frá Hlöðum. Óskar Pétursson söng
Fjallið Skjaldbreiður. Þráinn
Karlsson las ljóð Matthíasar
Jochumsonar, Eyjafjörður. Séra
Ágúst Sigurðsson á Prestbakka
AÐALFUNDUR Skógræktarfélags
Eyfírðinga verður haldinn í Kjarna-
lundi, Hótel Hörpu, í kvöld, miðviku-
dagskvöldið 7. maí, kl. 20.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa
mun Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
fræða fundarmenn um nytjasveppi
flutti kveðjuræðu og séra Birgir
Snæbjörnsson jarðsöng. Örlygur
Hálfdánarson, Jakob Björnsson,
Sigurður J. Sigurðsson, Sighvatur
Björgvinsson, Þorvaldur Jónsson,
Tryggvi Gíslasson, Gísli Bragi
Hjartarsson og Stefán Halldórsson
báru kistuna.
Akureyrarbær heiðraði minn-
ingu Steindórs og bauð til erfi-
drykkju í Safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju að athöfn lokinni.
sem fylgja skóg- og tijárækt.
Á þessu ári eru 50 ár frá því rekst-
ur Gróðrarstöðvarinnar í Kjarna
hófst og fyrstu trén voru gróðursett
í Kjarnaskógi. Síðar á þessu sumri
gengst félagið fyrir afmælisdagskrá
í tilefni þessara tímamóta.
/------------------------------------------\
A
Sjávarútvegssjóður Islands
Tilkynning um skráningu
hlutabréfa Sjávarútvegssjóðs
íslands á Verðbréfaþingi íslands
Á fundi þann 28. apríl sl. samþykkti stjórn
Verðbréfaþings íslands að taka hlutabréf
Sjávarútvegssjóðs íslands hf. á skrá
í viðskiptakerfi þingsins.
Hlutabréf félagsins hafa áöur verið skráö á
Opna Tilboðsmarkaðnum.
Stjórn Sjávarútvegssjóðs íslands hf.
s__________________________________________/
Aðalfundur Skógræktar-
félags Eyfirðinga