Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.05.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Isiands og Guðrún Katrín Þor- bergsdóttir kynntu sér starfsemi Stöplafisks hf. í opinberri heim- sókn forsetahjónanna í Suður-Þingeyjarsýslu um seinustu helgi. Á myndinni má sjá Aðalstein Árnason, framkvæmdastjóra Stöpla- fisks, bjóða forsetahjónunum að smakka grillaða loðnuhrygnu. Gera sér vonir um að þrefalda útflutn ingsverðmætið STARFSEMI hófst af fullum krafti í fyrirtækinu Stöplafiski hf. í Reykjahverfi í seinustu viku en í fyrirtækinu er framleidd þurrkuð loðnuhrygna, sem seld er að stærstum hluta á markað í Japan. Að undanförnu hefur farið fram fjárhagsleg endurskipu- lagning á fyrirtækinu og hefur vinnslan öll verið endurbyggð. Þá hefur Samheiji hf. á Akureyri keypt hlut í fyrirtækinu og verð- ur framvegis stærsti hluthafinn ásamt Kaupfélagi Þingeyinga en þessi félög leggja Stöplafiski til aukið hlutafé. Heildarmarkaður fyrir frysta loðnu í Japan er allt að 40 þúsund tonn á ári. Aðstandendur Stöpla- fisks gera sér vonir um að unnt verði að framleiða úr allt að 400 tonnum af loðnu sem talið er að gæti gefið um 120-140 milljónir króna í útflutningstekjur. Verðmæt vara í Japan Þurrkuð loðna þykir mikið lostæti í Japan og er mjög dýr vara. Aðstandendur Stöplafisks gera sér vonir um að þrefalda megi útflutningsverðmæti frystr- ar loðnu með þessari vinnslu ef vel tekst til. Upphaflegu hugmyndina að því að taka upp framlciðslu á þurrkaðri loðnuhrygnu og með- höndla hana eftir hefðbundnum japönskum aðferðum átti Tryggvi Óskarsson á Þverá í Reykjahreppi. Tilraunavinnsla fór fram í nokkur misseri sem samstarfsverkefni Atvinnuþró- unarfélags Þingeyinga, vöruþró- unardeildar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Stöplafisks og Rannsóknarstofnunar fiskiðn- aðarins. Þegar framleiðsla hófst í Stöplafiski eftir nokkurt hlé þann 30. apríl sl. heimsótti Finn- ur Ingólfsson iðnaðarráðherra fyrirtækið og kynnti sér starf- semi þess. Við það tækifæri sagði Þorgeir Hlöðversson, kaupfé- lagsstjóri KÞ, að Kaupfélagið hefði ákveðið að Ieggja sitt af mörkum til að fleyta fyrirtækinu áfram og afráðið að yfirtaka hlutafé Utgerðarfélags Akur- eyringa hf. og Laugafisks í Stöplafiski. í framhaldi af því var svo leitað til Samheija, sem keypti helming þess hlutafjár sem KÞ yfirtók. „I sameiningu ætla þessi fyrir- tæki að leggja meiri fjármuni í fyrirtækið ásamt heimaaðilum. Þetta er áhugavert verkefni og við erum staðfastlega þeirrar skoðunar að í því sé vaxtarbrodd- ur til framtíðar. Með þessu sam- starfi við Samheija er fyrirtæk- inu tryggt hráefni til næstu ára,“ sagði Þorgeir. SH annast sölu- og markaðsmál í Japan Ný flæðilína hefur verið tekin í notkun í fyrirtækinu og eru möguleikar á enn frekari stækkun verksmiðjunnar. I dag vinna þar átta manns en að sögn Aðalsteins Árnasonar, fram- kvæmdasljóra fyrirtækisins, tryggir samstarf KÞ og Samherja fyrirtækinu hráefni sem unnt verður að vinna úr allt árið og kvaðst hann gera ráð fyrir að í framtíðinni yrðu allt að 15 manns við störf í verksmiðjunni. Það er söluskrifstofa SH í Japan sem sér um sölu á framleiðslu Stöplafisks á Japansmarkaði. Jarðboranir hf. gera nýja borholu Laxamýri - Um helgina var byijað að bora eftir heitu vatni í landi Garð- ræktarfélags Reykhverfmga norðan Ystahvers fyrir Orkuveitu Húsavíkur. Það eru Jarðboranir hf. sem sjá um verkið og verður unnið allan sólarhringinn þar til borun lýkur. Sjö menn vinna við þessa fram- kvæmd en að sögn Þórs Gíslasonar, verkefnisstjóra hjá fyrirtækinu, er ætlunin að bora niður í 1.000 metra og að það taki um 6 vikur að ná þeirri dýpt. Holan verður fóðruð að innan með stálröri niður í 150 metra og það steypt fast. Búast má við að vatnið verði um 130 gráðu heitt þar sem það er tekið en hún er um 450 m djúp. Áður en hafist var handa voru boraðar sjö rannsóknarholur og var Morgunblaðið/Atli Vigfússon FRÁ boruninni við Ystahver. svæðið neðan gömlu holunnar talið álitlegast. Þór telur ekki hættu á að borun þessi hafið áhrif á Ystahver eða aðra hveri í nágrenninu, þar sem hverir taka vatn sitt á mun minna dýpi en borholur af þessari gerði. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 15 LANDIÐ Sviptingar 1 búnaðarþingskosningum á Suðurlandi Oddviti sjálfstæðismanna á,, framsóknarlistanum ‘ ‘ ALMENNAR kosningar fulltrúa á Búnaðarþing verða í nokkrum hér- uðum á næstunni. Á þremur stöðum að minnsta kosti koma fram mót- framboð gegn núverandi búnaðar- þingsfulltrúum. Á Suðurlandi eru að venju kosningar. Þar gerðust þau tíðindi að oddviti lista sjálfstæðis- manna frá síðustu kosningum skip- ar nú 4. sætið á hinum listanum sem í hugum fólks er meira tengd- ur framsóknarmönnum. Tveir listar komu að þessu sinni fram við búnaðarþingskosningarn- ar hjá Búnaðarsambandi Suður- lands, Sunnlenski bændalistinn (S) og framboðslisti sjálfstæðismanna (F). Þessir listar voru boðnir fram við síðustu kosningar og fékk S-list- inn þá þijá menn kjörna og sjálf- stæðismenn tvo. Þriðja framboðið, E-listinn, sem fékk einn mann kjör- inn býður ekki fram að þessu sinni. Sex fulltrúar á Búnaðarþing eru valdir í almennum kosningum sem fram fara 3. júní. Efstu menn á S-listanum eru Hrafnkell Karlsson á Hrauni, Kristján Ágústsson í Hólmum, Sólrún Ólafsdóttir á Kirkjubæjarklaustri, Eggert Páls- son á Kirkjulæk II, María Hauks- dóttir í Geirakoti og Einar Jónsson á Reyni. Efstu menn á framboðs- lista sjálfstæðismanna eru Kjartan Ólafsson í Hlöðutúni, Halldór Gunn- arsson í Holti, Guðni Einarsson í Þórisholti, Elvar Eyvindsson á Skíð- bakka II, Sigurður Steinþórsson á Hæli og Gísli Kjartansson á Geir- landi. Féll í fulltrúaráðinu Eggert Pálsson sem nú er í fjórða sæti S-listans var við síðustu kosn- ingar í efsta sæti hjá sjálfstæðis- mönnum og er núverandi búnaðar- þingsfulltrúi. Fulltrúaráð sjálfstæð- isfélaganna í Rangárvallasýslu vel- ur fulltrúa Rangæinga á framboðs- lista sjálfstæðismanna. Við kosn- ingarnar bauð séra Halldór Gunn- arsson í Holti sig einnig fram og Á þremur stöðum að minnsta kosti koma fram mótframboð fengu þeir Eggert jafnmörg at- kvæði í kjörinu og Halldór hafði betur við endurtekna kosningu. „Ég sætti mig ekki við þetta, vildi meina að fáir bændur hefðu tekið þátt í þessu kjöri. Gaf því kost á mér sem annar fulltrúi á almennum bændafundi þegar valdir voru fulltrúar Rangæinga á S-list- ann og fékk góðan stuðning,“ segir Eggert. Sá stuðningur sem hann fékk fleytti honum í 4. sætið á Sunn- lenska bændalistanum. Sá listi er ekki borinn fram af stjórnmála- flokkum en margir framsóknar- menn eru á listanum og áberandi í röðum stuðningsfólks. Eggert seg- ist hafa tekið það fram að hann gæfi kost á sér sem sjálfstæðismað- ur, hann væri ekki að skipta um flokk, þótt hann færði sig á milli lista. Eggert segist ekki vera rétti maðurinn til að skýra niðurstöðu kjörsins í fulltrúaráði sjálfstæðis- manna en segir ekki óhugsandi að hún tengist m.a. þeirri skálmöld sem ríkt hafi hjá flokknum í sýsl- unni í mörg ár. Eggert hefur verið yfirlýstur stuðningsmaður Eggerts Haukdals. Fyrstu almennu bændakosningarnar Bændur í að minnsta kosti þrem- ur héruðum, Vestur-Húnavatns- sýslu, Eyjafírði og Austur-Skafta- fellssýslu, hafa boðið fram lista gegn sitjandi búnaðarþingsfulltrú- um. Hjá Búnaðarsambandi Austur- Skaftafellssýslu er boðið fram gegn búnaðarþingsfulltrúa. Örn Bergs- son á Hofi, formaður Búnaðarsam- bandsins, fulltrúi á Búnaðarþingi og formaður Kaupfélags Austur- Skaftfellinga með meiru, er boðinn fram á F-lista framfarasinnaðra bænda og Sævar Kr. Jónsson á Miðskeri til vara. Hins vegar er Steinþór Torfson á Hala boðinn fram á M-lista og Þóra Jónsdóttir í Skálafelli til vara. Er þetta í fyrsta skipti sem almennar kosningar fara fram um fulltrúa á Búnaðarþing í Austur-Skaftafellssýslu. Kosið verður 2. júní. Átök í Vestur- Húnavatnssýslu Hjá Búnaðarsambandi Vestur- Húnavatnssýslu eru tveir listar. Á P-lista eru boðnir fram Tómas Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu sem aðalmaður og Rafn Benedikts- son á Staðarbakka sem varamaður. Tómas Gunnar er formaður Búnað- arsambandsins og núverandi bún- aðarþingsfulltrúi. Á lista mótfram- boðsins, Þ-lista, eru Þorsteinn Sig- uijónsson á Reykjum sem aðalmað- ur og Jón Eiríksson á Búrfelli til vara. Kosið verður næstkomandi mánudag, 12. maí. Ágreiningur hefur verið meðal bænda í Vestur-Húnavatnssýslu um ágæti samnings sem forystumenn sauðfjárbænda, hópur sem nú nefn- ist Félag ferskra fjárbænda, gerðu við Hagkaup um sölu á fersku lambakjöti. Hefur ágreiningurinn m.a. birst í brottrekstri Eyjólfs Gunnarssonar á Bálkastöðum, for- manns Ferskra fjárbænda, úr kaup- félaginu á Hvammstanga. Hvorki Þorsteinn né Jón teljast til Ferskra fjárbænda en talið er að margir úr þeirra röðum styðji framboðið. Einnig er deilt um sameiningu slát- urhúsa og persónur eftir því sem næst verður komist, Tómas Gunnar er hvatamaður að sameiningu slát- urhúsa, Norðvesturbandalaginu svonefnda, en Þorsteinn mun vera því andvígur. Auglýsendurathugið breyttan skilafrest á atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudögum. Auglýsingadeild Sími 569 11 11 • Símbréf 569 11 10 • Netfang: augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.