Morgunblaðið - 07.05.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ásdís
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Isiands og Guðrún Katrín Þor-
bergsdóttir kynntu sér starfsemi Stöplafisks hf. í opinberri heim-
sókn forsetahjónanna í Suður-Þingeyjarsýslu um seinustu helgi. Á
myndinni má sjá Aðalstein Árnason, framkvæmdastjóra Stöpla-
fisks, bjóða forsetahjónunum að smakka grillaða loðnuhrygnu.
Gera sér vonir um
að þrefalda útflutn
ingsverðmætið
STARFSEMI hófst af fullum
krafti í fyrirtækinu Stöplafiski
hf. í Reykjahverfi í seinustu viku
en í fyrirtækinu er framleidd
þurrkuð loðnuhrygna, sem seld
er að stærstum hluta á markað í
Japan.
Að undanförnu hefur farið
fram fjárhagsleg endurskipu-
lagning á fyrirtækinu og hefur
vinnslan öll verið endurbyggð.
Þá hefur Samheiji hf. á Akureyri
keypt hlut í fyrirtækinu og verð-
ur framvegis stærsti hluthafinn
ásamt Kaupfélagi Þingeyinga en
þessi félög leggja Stöplafiski til
aukið hlutafé.
Heildarmarkaður fyrir frysta
loðnu í Japan er allt að 40 þúsund
tonn á ári. Aðstandendur Stöpla-
fisks gera sér vonir um að unnt
verði að framleiða úr allt að 400
tonnum af loðnu sem talið er að
gæti gefið um 120-140 milljónir
króna í útflutningstekjur.
Verðmæt vara í Japan
Þurrkuð loðna þykir mikið
lostæti í Japan og er mjög dýr
vara. Aðstandendur Stöplafisks
gera sér vonir um að þrefalda
megi útflutningsverðmæti frystr-
ar loðnu með þessari vinnslu ef
vel tekst til.
Upphaflegu hugmyndina að
því að taka upp framlciðslu á
þurrkaðri loðnuhrygnu og með-
höndla hana eftir hefðbundnum
japönskum aðferðum átti
Tryggvi Óskarsson á Þverá í
Reykjahreppi. Tilraunavinnsla
fór fram í nokkur misseri sem
samstarfsverkefni Atvinnuþró-
unarfélags Þingeyinga, vöruþró-
unardeildar Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, Stöplafisks
og Rannsóknarstofnunar fiskiðn-
aðarins.
Þegar framleiðsla hófst í
Stöplafiski eftir nokkurt hlé
þann 30. apríl sl. heimsótti Finn-
ur Ingólfsson iðnaðarráðherra
fyrirtækið og kynnti sér starf-
semi þess. Við það tækifæri sagði
Þorgeir Hlöðversson, kaupfé-
lagsstjóri KÞ, að Kaupfélagið
hefði ákveðið að Ieggja sitt af
mörkum til að fleyta fyrirtækinu
áfram og afráðið að yfirtaka
hlutafé Utgerðarfélags Akur-
eyringa hf. og Laugafisks í
Stöplafiski. í framhaldi af því var
svo leitað til Samheija, sem
keypti helming þess hlutafjár
sem KÞ yfirtók.
„I sameiningu ætla þessi fyrir-
tæki að leggja meiri fjármuni í
fyrirtækið ásamt heimaaðilum.
Þetta er áhugavert verkefni og
við erum staðfastlega þeirrar
skoðunar að í því sé vaxtarbrodd-
ur til framtíðar. Með þessu sam-
starfi við Samheija er fyrirtæk-
inu tryggt hráefni til næstu ára,“
sagði Þorgeir.
SH annast sölu- og
markaðsmál í Japan
Ný flæðilína hefur verið tekin
í notkun í fyrirtækinu og eru
möguleikar á enn frekari
stækkun verksmiðjunnar. I dag
vinna þar átta manns en að sögn
Aðalsteins Árnasonar, fram-
kvæmdasljóra fyrirtækisins,
tryggir samstarf KÞ og
Samherja fyrirtækinu hráefni
sem unnt verður að vinna úr allt
árið og kvaðst hann gera ráð
fyrir að í framtíðinni yrðu allt
að 15 manns við störf í
verksmiðjunni.
Það er söluskrifstofa SH í
Japan sem sér um sölu á
framleiðslu Stöplafisks á
Japansmarkaði.
Jarðboranir hf.
gera nýja borholu
Laxamýri - Um helgina var byijað
að bora eftir heitu vatni í landi Garð-
ræktarfélags Reykhverfmga norðan
Ystahvers fyrir Orkuveitu Húsavíkur.
Það eru Jarðboranir hf. sem sjá
um verkið og verður unnið allan
sólarhringinn þar til borun lýkur.
Sjö menn vinna við þessa fram-
kvæmd en að sögn Þórs Gíslasonar,
verkefnisstjóra hjá fyrirtækinu, er
ætlunin að bora niður í 1.000 metra
og að það taki um 6 vikur að ná
þeirri dýpt.
Holan verður fóðruð að innan með
stálröri niður í 150 metra og það
steypt fast. Búast má við að vatnið
verði um 130 gráðu heitt þar sem
það er tekið en hún er um 450 m
djúp.
Áður en hafist var handa voru
boraðar sjö rannsóknarholur og var
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
FRÁ boruninni við Ystahver.
svæðið neðan gömlu holunnar talið
álitlegast.
Þór telur ekki hættu á að borun
þessi hafið áhrif á Ystahver eða
aðra hveri í nágrenninu, þar sem
hverir taka vatn sitt á mun minna
dýpi en borholur af þessari gerði.
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 15
LANDIÐ
Sviptingar 1 búnaðarþingskosningum á Suðurlandi
Oddviti sjálfstæðismanna
á,, framsóknarlistanum ‘ ‘
ALMENNAR kosningar fulltrúa á
Búnaðarþing verða í nokkrum hér-
uðum á næstunni. Á þremur stöðum
að minnsta kosti koma fram mót-
framboð gegn núverandi búnaðar-
þingsfulltrúum. Á Suðurlandi eru
að venju kosningar. Þar gerðust þau
tíðindi að oddviti lista sjálfstæðis-
manna frá síðustu kosningum skip-
ar nú 4. sætið á hinum listanum
sem í hugum fólks er meira tengd-
ur framsóknarmönnum.
Tveir listar komu að þessu sinni
fram við búnaðarþingskosningarn-
ar hjá Búnaðarsambandi Suður-
lands, Sunnlenski bændalistinn (S)
og framboðslisti sjálfstæðismanna
(F). Þessir listar voru boðnir fram
við síðustu kosningar og fékk S-list-
inn þá þijá menn kjörna og sjálf-
stæðismenn tvo. Þriðja framboðið,
E-listinn, sem fékk einn mann kjör-
inn býður ekki fram að þessu sinni.
Sex fulltrúar á Búnaðarþing eru
valdir í almennum kosningum sem
fram fara 3. júní. Efstu menn á
S-listanum eru Hrafnkell Karlsson
á Hrauni, Kristján Ágústsson í
Hólmum, Sólrún Ólafsdóttir á
Kirkjubæjarklaustri, Eggert Páls-
son á Kirkjulæk II, María Hauks-
dóttir í Geirakoti og Einar Jónsson
á Reyni. Efstu menn á framboðs-
lista sjálfstæðismanna eru Kjartan
Ólafsson í Hlöðutúni, Halldór Gunn-
arsson í Holti, Guðni Einarsson í
Þórisholti, Elvar Eyvindsson á Skíð-
bakka II, Sigurður Steinþórsson á
Hæli og Gísli Kjartansson á Geir-
landi.
Féll í fulltrúaráðinu
Eggert Pálsson sem nú er í fjórða
sæti S-listans var við síðustu kosn-
ingar í efsta sæti hjá sjálfstæðis-
mönnum og er núverandi búnaðar-
þingsfulltrúi. Fulltrúaráð sjálfstæð-
isfélaganna í Rangárvallasýslu vel-
ur fulltrúa Rangæinga á framboðs-
lista sjálfstæðismanna. Við kosn-
ingarnar bauð séra Halldór Gunn-
arsson í Holti sig einnig fram og
Á þremur stöðum
að minnsta kosti
koma fram
mótframboð
fengu þeir Eggert jafnmörg at-
kvæði í kjörinu og Halldór hafði
betur við endurtekna kosningu.
„Ég sætti mig ekki við þetta,
vildi meina að fáir bændur hefðu
tekið þátt í þessu kjöri. Gaf því
kost á mér sem annar fulltrúi á
almennum bændafundi þegar valdir
voru fulltrúar Rangæinga á S-list-
ann og fékk góðan stuðning,“ segir
Eggert.
Sá stuðningur sem hann fékk
fleytti honum í 4. sætið á Sunn-
lenska bændalistanum. Sá listi er
ekki borinn fram af stjórnmála-
flokkum en margir framsóknar-
menn eru á listanum og áberandi
í röðum stuðningsfólks. Eggert seg-
ist hafa tekið það fram að hann
gæfi kost á sér sem sjálfstæðismað-
ur, hann væri ekki að skipta um
flokk, þótt hann færði sig á milli
lista.
Eggert segist ekki vera rétti
maðurinn til að skýra niðurstöðu
kjörsins í fulltrúaráði sjálfstæðis-
manna en segir ekki óhugsandi að
hún tengist m.a. þeirri skálmöld
sem ríkt hafi hjá flokknum í sýsl-
unni í mörg ár. Eggert hefur verið
yfirlýstur stuðningsmaður Eggerts
Haukdals.
Fyrstu almennu
bændakosningarnar
Bændur í að minnsta kosti þrem-
ur héruðum, Vestur-Húnavatns-
sýslu, Eyjafírði og Austur-Skafta-
fellssýslu, hafa boðið fram lista
gegn sitjandi búnaðarþingsfulltrú-
um.
Hjá Búnaðarsambandi Austur-
Skaftafellssýslu er boðið fram gegn
búnaðarþingsfulltrúa. Örn Bergs-
son á Hofi, formaður Búnaðarsam-
bandsins, fulltrúi á Búnaðarþingi
og formaður Kaupfélags Austur-
Skaftfellinga með meiru, er boðinn
fram á F-lista framfarasinnaðra
bænda og Sævar Kr. Jónsson á
Miðskeri til vara. Hins vegar er
Steinþór Torfson á Hala boðinn
fram á M-lista og Þóra Jónsdóttir
í Skálafelli til vara. Er þetta í fyrsta
skipti sem almennar kosningar fara
fram um fulltrúa á Búnaðarþing í
Austur-Skaftafellssýslu. Kosið
verður 2. júní.
Átök í Vestur-
Húnavatnssýslu
Hjá Búnaðarsambandi Vestur-
Húnavatnssýslu eru tveir listar. Á
P-lista eru boðnir fram Tómas
Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu
sem aðalmaður og Rafn Benedikts-
son á Staðarbakka sem varamaður.
Tómas Gunnar er formaður Búnað-
arsambandsins og núverandi bún-
aðarþingsfulltrúi. Á lista mótfram-
boðsins, Þ-lista, eru Þorsteinn Sig-
uijónsson á Reykjum sem aðalmað-
ur og Jón Eiríksson á Búrfelli til
vara. Kosið verður næstkomandi
mánudag, 12. maí.
Ágreiningur hefur verið meðal
bænda í Vestur-Húnavatnssýslu um
ágæti samnings sem forystumenn
sauðfjárbænda, hópur sem nú nefn-
ist Félag ferskra fjárbænda, gerðu
við Hagkaup um sölu á fersku
lambakjöti. Hefur ágreiningurinn
m.a. birst í brottrekstri Eyjólfs
Gunnarssonar á Bálkastöðum, for-
manns Ferskra fjárbænda, úr kaup-
félaginu á Hvammstanga. Hvorki
Þorsteinn né Jón teljast til Ferskra
fjárbænda en talið er að margir úr
þeirra röðum styðji framboðið.
Einnig er deilt um sameiningu slát-
urhúsa og persónur eftir því sem
næst verður komist, Tómas Gunnar
er hvatamaður að sameiningu slát-
urhúsa, Norðvesturbandalaginu
svonefnda, en Þorsteinn mun vera
því andvígur.
Auglýsendurathugið
breyttan skilafrest
á atvinnu-, rað- og smáauglýsingum
sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu
Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem
eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudögum.
Auglýsingadeild
Sími 569 11 11 • Símbréf 569 11 10 • Netfang: augl@mbl.is