Morgunblaðið - 07.05.1997, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 19
Aukin bjartsýni á Spáni
Sljórnin nýtur
vart góðærisins
Malaga. Morgunblaðið.
SPÆNSKI Sósíalistaflokkurinn
(PSOE) er stærsti stjórnmálaflokkur
landsins, ef marka má niðurstöður
skoðanakönnunar sem dagblaðið EI
Pais birti um helgina. Þótt aukinnar
bjartsýni gæti á meðal Spánveija
um gang efnahagsmála virðist ríkis-
stjóm Jose Maria Aznar, forsætis-
ráðherra, ekki njóta góðs af þvl.
Samkvæmt könnuninni hefur Sós-
íalistaflokkurinn nú 22,5% fylgi á
landsvísu. Þótt flokkurinn, sem er í
stjórnarandstöðu, teljist samkvæmt
þessu stærsti stjórnmálaflokkur
landsins hefur hann tapað verulegu
fylgi ef miðað er við fyrri kannanir.
í janúar mældist fylgið 25,3% og í
október í fyrra 27,8%. í kosningun-
um í mars í fyrra fengu sósíalistar
29,1% greiddra atkvæða.
Hið sama á við um Þjóðarflokk
Jose Maria Aznar sem nú heldur um
stjórnartaumana í Madrid. Flokkur-
inn fengi nú, samkvæmt könnun-
inni, 21% atkvæða, hefurtapað rúmu
prósentustigi frá því í janúar og
rúmum tveimur frá því í október.
Fylgi flokksins var 30,2% í kosning-
unum í fyrra.
Fleíri hyggjast sitja heima
Litlar breytingar virðast hafa orð-
ið á fylgi annarra flokka. Þó hefur
Vinstrabandalagið (IU) tapað
nokkru fylgi, hefur nú 6,3 prósenta
fylgi ef marka má könnun þessa.
Hins vegar hefur þeim fjölgað veru-
lega sem kveðast ekki mundu kjósa
ef boðað yrði til kosninga nú. Tæp
18% aðpurðra opinberuðu þessa
skoðun nú en 13,2% í janúar og
12,1% í október.
Stóraukin bjartsýni
Mesta athygli vekur að aukinnar
bjartsýni virðist gæta á meðal Spán-
'Verja um framþróun efnahagsmála
en hún virðist ekki koma Aznar og
stjórn hans til góða. Af þeim sem
spurðir voru kváðust 24% telja að
horfur í efnahagsmálum væru já-
kvæðar. Þetta er fáheyrð bjartsýni
á þessum vettvangi á Spáni og lýstu
nú tvöfalt fleiri sig þessarar skoðun-
ar en í könnun sem gerð var í maí-
mánuði 1996. Þá kváðu heil 14%
þeirra sem þátt tóku í könnuninni
fjárhag fjölskyldu sinnar hafa batn-
að á síðustu 12 mánuðum. Rétt
tæpur þriðjungur aðspurðra taldi að
efnahagsástandið myndi batna á
næstu 12 mánuðum en aðeins 16%
kváðust þeirrar hyggju að halla
myndi undan fæti i þeim efnum.
Þrátt fyrir þetta heldur Þjóðar-
flokkurinn áfram að tapa fylgi í
skoðanakönnunum og Felipe Gonz-
alez, leiðtogi Sósíalistaflokksins og
forsætisráðherra Spánar á árunum
1982-1996, er enn sá stjómmála-
leiðtogi sem hæsta einkunn hlýtur
þótt ekki muni miklu á honum og
Aznar.
Þessa dagana deila þeir Aznar og
Gonzalez einkum um hvorum þeirra
eigna beri þann ágæta árangur sem
virðist vera að nást f spænskum
efnahagsmálum.
Lögregluumsátrinu
í Texas lokið
Aðskiln-
aðarsinni
skotinn
Fort Davis. Reuter.
LÖGREGLAN í Texas skaut að-
skilnaðarsinna til bana á mánudag
en félagi hans komst undan eftir
skotbardaga nálægt bækistöðvum
samtaka sem kalla sig Lýðveldið
Texas og vilja aðskilnað frá Banda-
ríkjunum.
Leiðtogi samtakanna, Richard
McLaren, gafst upp og undirritaði
vopnahléssamning á laugardag eftir
að lögreglan hafði setið um bæki-
stöðvarnar í viku. Tveir fylgismenn
hans flúðu hins vegar úr bækistöðv-
unum og lögreglumenn leituðu
þeirra á hestum og þyrlum, auk
þess sem 30 sporhundar voru notað-
ir við leitina.
Mennirnir fundust um 1,6 km frá
bækistöðvunum og voru vopnaðir
tveimur rifflum og skammbyssu.
Annar þeirra féll í stuttum skotbar-
daga en hinn komst undan.
„Pappírsillvirkjar"
McLaren, sem lýsti sér sem
„sendiherra Lýðveldisins Texas“,
og eiginkona hans voru ákærð á
mánudag fyrir fjársvik og samsæri
gegn ríkinu. „Þessir sakborningar
eru ekki stoltir Texas-búar, heldur
pappírsillvirkjar," sagði saksóknar-
inn Paul Coggins. „Þeir eru ekki
byltingarmenn heldur braskarar,
ekki föðurlandsvinir heldur sníkju-
dýr. Þeir eru yfirgangsseggir og
skilaboð okkar til yfírgangsseggja
eru: Abbist ekki upp á Texas."
Samtökin voru stofnuð árið 1995
og halda því fram að innlimun Tex-
as í Bandaríkin 1845 hafi verið
ólögleg.
íbúðahús
hrundi í
sprengingu
INDVERSKIR björgunarmenn
leita í rústum þriggja hæða bygg-
ingar í höfuðborginni Nýju Delhi
sem hrundi er sprenging varð í
einni íbúðinni. Atta manns að
minnsta kosti biðu bana.
e.i&t/irinn irá “l/fto&hu/lnn
rittinn y.-1$. mtlt
'yj^n.tríVb&tn tr4 'l/Ho&itu&vin t£,onÁcm
Matreiðslumeistarinn Sectn Flanagan firá hinum m.a. hlotið tvær Michelin stjömur fyrir. Kynn-
firæga veitingastað Antons Mosimanns töfrar ist matseðli Mosimanns veitingastaðarins og
fram rétti í anda Cuisine NatureUe stefnunnar upplifið snilldarlega matreiðslu þar sem list-
sem Mosimann er höfúndur að. Þarna er á rænt útlit og besm nráefhi og gæði fara saman.
ferðinni matargerð á heimsmæli-
kvarða en Mosimann er víðfrægur
fyrir stefriu sína í matreiðslu og hefur
Grillið er opið aUa dagajrá kL 19.00.
Borðapantanir i sima 552 5033.
Reuter
Kviðdómur sýknar
tóbaksfyrirtæki
Jacksonville. Reuter.
KVIÐDOMUR á Flórída komst að
þeirri niðurstöðu á mánudag að
tóbaksfyrirtækið R.J. Reynolds
bæri ekki ábyrgð á dauða konu, sem
reykti þrjá pakka af sígarettum á
dag og lést af völdum lungna-
krabba. Niðurstaðan þykir mikill
sigur fyrir bandarísku tóbaksfyrir-
tækin, sem hafa orðið fyrir hveiju
áfallinu á fætur öðru að undan-
förnu.
Kviðdómurinn komst að þeirri
niðurstöðu eftir átta klukkustunda
íhugun að tóbaksfyrirtækið hefði
hvorki sýnt vanrækslu né framleitt
mjög hættulega eða gallaða vöru
sem hefði valdið dauða Jean Conn-
or, sem reykti frá því hún var tán-
ingur og þar til hún lést af völdum
lungnakrabbameins í október 1995,
49 ára að aldri.
Tóbaksfyrirtækin eiga nú í við-
ræðum við embættismenn rúmlega
20 ríkja, sem hafa höfðað mál gegn
þeim, en saksóknarar ríkjanna
sögðu að úrskurðurinn ætti ekki
að hafa áhrif á þær viðræður.
Systir Connor, Dana Raulerson,
sem höfðaði málið gegn R.J. Reyn-
olds, kvaðst furðu lostinn yfir úr-
skurðinum en sagði hann ekki
breyta þeirri skoðun sinni að fyrir-
tækið bæri ábyrgð á dauða systur-
innar. „Þetta er eins og að horfa á
hana deyja aftur. Og enn er til fyrir-
tæki sem kærir sig kollótt um að
fólk deyi vegna vöru sem það fram-
leiðir.“
Ef kviðdómurinn hefði úrskurðað
að R.J. Reynolds bæri ábyrgð á
dauða konunnar hefði fyrirtækið
þurft að greiða skaðabætur.
Snýst um ábyrgð
einstaklinganna
Melissa Ronan, lagaráðgjafi fjár-
festingarfyrirtækja í New York,
sagði að úrskurðurinn gæti styrkt
stöðu tóbaksfyrirtækjanna í viðræð-
unum við ríkin sem hafa höfðað
mál gegn þeim vegna kostnaðar
hins opinbera af sjúkdómum sem
tengjast reykingum.
Kviðdómurinn hafði hlýtt á mis-
vísandi frásagnir sérfræðinga við
réttarhöldin. Lögfræðingar Reyn-
olds byggðu málsvörnina á því að
Connor gæti hafa vitað að reyking-
ar gætu skaðað heilsuna og reyndu
að sýna fram á að hún hefði sjálf
kosið að reykja og bæri því ábyrgð
á afleiðingunum.
Melissa Ronan sagði að málið
snerist um ábyrgð einstaklingsins.
„Ég tel að kjarni málsins sé að fólk
hafi vitað á sjötta og sjöunda ára-
tugnum að reykingar geta valdið
krabbameini."