Morgunblaðið - 07.05.1997, Page 48
48 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Framhjáhald
eiginmanns getur
orðið eiginkonu
lífshættulegt
Ástarævintýri eiginmanna utan hjónabands
getur aukið hættu eiginkvenna þeirra á
leghálskrabbameini. Margrét Þorvaldsdóttir
gluggaði í blaðið „Science News“ en þar var
nýlega greint frá nýrri rannsókn veirufræðinga
við vísindastofnun John Hopkins í Baltimore,
sem rannsakað hafa þátt karla í krabbameini
af völdum veirusmits hjá konum.
ÞÓ AÐ lengi hafi verið þekkt
að krabbamein í legi megi rekja
til smits við kynmök, virðist það
vera eitt af best varðveittu
leyndarmálum læknisfræðinnar,
en fram til þessa hefur sökin
verið talin liggja hjá konum
sjálfum. Vísindamennirnir við
John Hopkins hafa aðra skýr-
ingu. Þeir höfðu í fyrri rannsókn-
um, sýnt fram á að smit af völd-
um ákveðinnar tegundar pap-
illomaveiru HPVs, eykur hættu
kvenna á því að fá leghál-
skrabbamein. Þeir vissu einnig
að þessi veira berst við kynmök.
í framhaldi könnuðu þeir þátt
karla í krabbameini hjá konum
af völdum þessarar veiru.
Vísindamennimir höfðu viðtöl
við eiginmenn kvenna sem höfðu
fengið krabbamein í legháls og
einnig kvenna sem ekki höfðu
fengið leghálskrabbamein. Eig-
inmennirnir voru spurðir um
hina ýmsu þætti í þeirra lífstíl
þar á meðal kynmök utan hjóna-
bands. Vísindamennirnir gengu
enn lengra, þeir tóku stoksýni
af húð limsins til að rannsaka
veirur DNA.
Rannsóknin leiddi í ljós að þar
sem þessi veiran var til staðar
fímmfaldaðist hætta eigin-
kvenna þeirra á að fá leghál-
skrabbamein. Einnig kom í Ijós
að hættan jókst í beinu hlutfalli
við fjölda kynmaka eiginmanns-
ins utan hjónabands. Hættan var
sérstaklega mikil þar sem eigin-
mennirnir höfðu átt kynmök við
gleðikonur. Eiginkonur manna
sem sögðust hafa haft að
minnsta kosti 10 sinnum mök
við gleðikonur voru í ellefu sinn-
um meiri hættu á krabbameini
en eiginkonur eiginmanna sem
ekki höfðu komist í snertingu
við gleðikonur.
í ljós kom einnig að fjöldi
kynlífsfélaga eiginmannsins fyr-
ir hjónaband virtist ekki vera
áhættuþáttur í myndun - leghál-
skrabbameins hjá konum. Vís-
indamennirnir segja að þessi
pappilomaveirusýking vari ekki
óendanlega, ónæmiskerfið vinni
á veirunni á nokkrum árum.
r \
Elizabeth Arden
Snyrtifræðingur frá Elizabeth Arden ky.nnir
Exceptional varalitina og nýja 5th Avenue
ilminn frá Elizabeth Arden
í dag miðvikudaginn 7. maí.
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Mun færri
umferðarslys
VELVAKANDA barst eft-
irfarandi bréf:
„Hinn 1. maí sl. birtist
á baksíðu Morgunblaðsins
frétt og viðtal við frammá-
mann á Suðurnesjum. Bar
það yfirskriftina „Upp-
setning ljósa á Reykjanes-
braut - mun færri umferð-
arslys" og fjallaði m.a. um
fækkun slysa á Reykjanes-
brautinni eftir að götuljós
voru sett þar upp. Reyndar
var rætt um óhöpp í frétt-
inni sjálfri en ekki slys.
Þar eru því birtar tölur um
fjölda óhappa sl. 2 ár og
af þeim má ætla að lýsing-
in þafi þegar borgað sig.
í fréttinni kemur fram,
að óhöpp á Reykjanes-
brautinni hafi orðið alls sjö
frá desemberbyijun 1996
til marsloka 1997 en á
sama tíma árið áður hafi
þau orðið fimmtán. Síðan
segir, að óhöppin hafí orð-
ið 114% færri núna en í
fyrra og 200% færri en á
tímabilinu desember 1994
til marsloka 1995. Að vísu
segir viðmælandi blaða-
mannsins réttilega, að
þetta sé ekki mjög ábyggi-
legur samanburður! Reikn-
ingsaðferðir þær sem við-
hafðar eru í fréttinni eru
mjög að mér finnst undar-
legar og svona stæi'ðfræði
var ekki til í mínum skóla.
Fjöldi óhappa eða slysa
á tilteknu tímabili getur
ekki orðið 114% og því síð-
ur 200% færri en á ein-
hveiju öðru tímabili. Því
100% fækkun hlýtur að
þýða að ekkert óhapp hafi
orðið, ef fimmtán óhöpp
urðu á fyrra tímabilinu og
sjö á því síðara var það
nálægt 46% fækkun en
ekki 114% fækkun. Ef
fækkunin hefði verið 114%
þá hefðu samkvæmt þeirri
stærðfræði sem ég kann,
orðið mínus tvö óhöpp eða
tveimur óhöppum færra en
ekkert á þessu tímabili! og
ef fækkunin hefði orðið
200%, þá hefðu orðið mín-
us 15 óhöpp eða 15 óhöpp-
um minna en ekkert!
Skúli.
Um beinar
útsendingar
MIG langaði aðeins að
segja að ég tek undir það
sem ísfirskur sjónvarpsá-
horfandi nefndi í dálkum
Velvakanda á sunnudag-
inn, 4. maí. Mér þótti
slæmt að missa af útsend-
ingunni um kosningarnar
í Bretlandi. Mig langar til
að hvetja sjónvarpsmenn
til að taka saman frétta-
skýringaþátt um kosning-
arnar í Bretlandi þar sem
kaflar úr útsendingu BBC
eru teknir með. Einnig
mættu sjónvarpsmenn at-
huga að auglýsa rækilega
beinar útsendingar svo
maður missi ekki aftur af
svona fréttum.
Ahugasamur áhorfandi.
Tapað/fundið
Gleraugu töpuðust
á Nellý
KARLMANN S-gleraugu
töpuðust á Veitingahúsinu
Nellý. Gleraugun voru lát-
in í rangan jakka í fata-
hengi. Ef einhver kannast
við þetta er hann vinsam-
lega beðinn að hafa sam-
band í síma 554-3121.
Barnaskór
tapaðist
BARNASKÓR, dökkblár,
stærð 22, tapaðist fimmtu-
daginn 1. maí í Seljahverfi.
Skilvís finnandi vinsamlega
hafi samband' í síma
567-5231.
Gullúr fannst
í Hveragerði
GULLÚR, kvenmanns,
fannst í Hveragerði 1.
maí. Uppl. í síma
555-4269.
Gleraugu
töpuðust
Gleraugu töpuðust fyrir
nokkru. Þau eru hálf og
umgjörðin er hvít/glær.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 553-2558,
Margrét.
Lyklakippa fannst
LYKLAKIPPA með sex
lyklum á, þar af tveimur
ASSA-lyklum og bíllykli
fannst við Kleppsveg sl.
sunnudagskvöld. Eigand-
inn má vitja kippunnar í
s. 421-6510.
Gucci-gullúr
tapaðist
GUCCI-gullúr tapaðist í
Húsdýragarðinum eða á
bílastæðinu þar 1. maí sl.
Skilvís finnandi vinsam-
lega hafi samband í síma
554-3685. Fundarlaun.
SKAK
llmsjón Margcir
Pétursson
HVÍTUR leikur og vinnur
STAÐAN kom upp á opnu
móti í Eupen í Belgíu nú í
vor. Mikhail Golubev
(2.530), Úkraínu, hafði
hvítt og átti leik, en Þjóð-
verjinn Boidman var með
svart og var að þiggja ridd-
arafórn, lék 17. - b4xc3??
Þar með féll hann í þekkta
gildru:
18. Dh6! - cxb2+ 19. Kxb2
- e5 (Svartur er auðvitað
mát eftir 19. - gxh6 20.
gxh6+ - Bg5 21. Hxg5)
20. Bxe5! - dxe5 (Svartur
verður að gefa drottninguna
til að forðast mát) 21. Dxc6
- Be6 22. Dc7 - Hfe8 23.
Dxe5 - Bf8 24. Da5 -
Heb8 25. f4 - g6 26. f5 -
gxf5 27. exf5 - Bc8 og
nú loksins gaf svartur þessa
vonlausu stöðu.
Staðan kom upp úr afar
skemmtilegu byijanaaf-
brigði, hinni svonefndu Vel-
imirovic árás gegn Sikil-
eyjarvörn. Byijunin var
þannig: 1. e4 - c5 2. Rf3
- Rc6 3. Rc3 - d6 4. d4 -
cxd4 5. Rxd4 - Rf6 6. Bc4
- e6 7. Bb3 - Be7 8. Be3
- 0-0 9. De2 - a6 10. 0-0-0
- De8 11. Hhgl - Rd7 12.
g4 - Rc5 13. g5 - b5 14.
Rxc6 - Dxc6 15. Bd4 -
Rxb3+ 16. axb3 - b4 17.
Dh5 - bxc3? Og við höfum
stöðuna á stöðumyndinni.
HÖGNIIIREKKVÍSI
„fte/or&u seb éciknmgtjrvOuccFsafb-
hösiruu Sffögna. ?("
Víkveiji skrifar...
AÐ VAR virkilega ónotalegt
að koma út í kuldann í morg-
unsárið á mánudag, en þá var engu
líkara en vetur konungur hefði tek-
ið völdin á nýjan leik. Þegar menn
eru orðnir innstilltir á að vorið sé
komið og sumarið á næstu grösum
eru þeir ekki viðbúnir því að veru-
lega kólni í veðri — þeir eru einfald-
lega búnir að stilla sig inn á nýja
og miidari árstíð. Veðrið um helgina
var yndislegt á suðvesturhorninu,
enda nýttu menn sér blíðuna óspart
til útivistar. Víkveiji gekk í góðum
hóp um Elliðaárdaiinn, sem er hrein
útivistarperla. í hópnum voru tveir
félagar, sem höfðu á orði að þetta
væri þeirra fyrsta ganga í Elliðaár-
dalnum og sögðust þeir ekki hafa
haft hugmynd um að perla sem
þessi leyndist innan borgarmark-
anna. Enda var auðheyrt á máli
þeirra, að þótt þetta væri þeirra
fyrsta gönguferð í Elliðaárdal ættu
þeir eftir að fara þær margar um
sama svæði.
XXX
NÚ FER í hönd sá tími sem
grunnskóla- og framhalds-
skólanemendur sitja sveittir við
próflestur og leggja kapp á að ná
góðum árangri áður en þeir koma
út á vinnumarkaðinn í byrjun júní.
Samræmdu prófunum er lokið í
grunnskólunum, en skólaprófin
taka nú við fram eftir maímánuði.
Áður en skólaprófin sjálf hefjast
fara tíundu bekkingar margir hveij-
ir í skólaferðalag, svona tveggja til
þriggja daga ferðalag, í annan
landshluta. Vinsælt er hjá grunn-
skólanemendum hér á höfuðboi'gar-
svæðinu að leggja land undir fót
og heimsækja Norðurland og er þá
gjarnan farið til Húsavíkur og Ak-
ureyrar. Aðrir velja að sækja Vest-
mannaeyjar heim og sigla þá gjarn-
an frá Þorlákshöfn með Heijólfi.
Nemendurnir hafa safnað allan vet-
urinn i ferðasjóði, með sjoppu-
rekstri og skemmtanahaldi í skólum
sínum, þannig að ferðalagið sjálft
kemur ekki svo þungt niður á
pyngju heimilanna.
XXX
TÍMARNIR hafa breyst mikið,
á örfáum áratugum, að því
er varðar ferðalög ungmennanna í
tengslum við námslok hvers konar.
Þannig minnist Víkveiji þess að við
lok gagnfræðaskóla, hvort sem var
við landspróf eða gagnfræðapróf,
fyrir svona tveimur til þremur ára-
tugum, var það ekki óalgengt, að
nemendur Reykjavíkurskólanna
færu í dagsferð að Þingvöllum,
Gullfossi og Geysi, ef á annað borð
var farið í ferðalag. Sömuleiðis var
lítið um fet'ðalög, þegar stúdents-
prófi var lokið. Aðeins var haldið
upp á útskriftardaginn með veislu
og skemmtun og svo mætt til vinnu
morguninn eftir. í dag fagna stúd-
entsefnin með öðrum og kostnað-
arsamari hætti og það í flestum
tilvikum heilu ári áður en þau út-
skrifast. Þannig virðist hafa mynd-
ast ákveðin hefð fyrir því að stúd-
entsefni sem lokið hafa þremur
árum af ijórum fari í sólarlanda-
ferð, með visakortið upp á vasann
og eru svo gjarnan lungann úr
sumrinu að vinna fyrir skuldunum
og heija svo síðasta námsárið í
mennta- eða ijölbrautaskóla með
tvær hendur tómar, upp á náð og
pyngju foreldranna, í þeirri von að
ná áfanganum að vetri liðnum,
áfanga sem þegar hefur verið hald-
ið upp á.