Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 11
FRÉTTIR
Morgunblaðið/gg
FRÁ Langá á Mýrum, fremst er Myrkhylur,
þá Breiðan og síðan Strengirnir.
Langá
óvænt
í útboð
LANGÁ á Mýrum er komin í útboð
og rennur út frestur til að skila
tilboðum í ána sunnudagmn 25.
maí. Útboðið ber brátt að. Útleigu-
mál virtust í föstum skorðum og
aðeins eftir að staðfesta undirritað-
an leigusamning fyrir 1998 á aðal-
fundi Veiðifélags Langár og í hluta-
félagi leigutaka fyrir skömmu.
Aðalfundur Veiðifélags Langár
var haldinn í lok apríl og auk aðal-
fundarstarfa lá fyrir fundinum að
staðfesta leigusamning við Ingva
Hrafn Jónsson, Runólf Ágústsson
og Stefán Ólafsson fyrir árin 1998
til 2002, en þeir félagar hafa frá
og með komandi sumri haft ána á
leigu í þrjú ár.
Kvöldið fyrir aðalfund barst
annað tilboð í ána, frá Ingva
Hrafni, mun hærra að krónulölu
en tilboðið sem lá fyrir til af-
greiðslu. Það nam 17,7 milljónum,
en það nýja 23 milljónum sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins. í hærra tilboðinu var ráð fyrir
því gert að Veiðifélag Langár reisti
nýtt veiðihús sem hýsti veiðimenn
á 8 stöngum og yrði endurgjalds-
laust fyrir væntanlegan leigutaka.
Gamla veiðihúsið við Langárfoss
er ekki í eigu Veiðifélags L.angár,
heldur Stefáns Ólafssonar og fjöl-
skyldu hans.
Skilafrestur tilboða
að renna út
Vífill Oddsson stjórnarmaður í
Veiðifélagi Langár staðfesti þess-
ar upplýsingar og gang mála í
samtali við blaðið og sagði hann
að miklar umræður hefðu orðið á
fundinum og niðurstaða málsins
var sú að bjóða veiðina út með
skilafresti á tilboðum 25. maí.
Sagði Vífíll enn fremur að Ingvi
Hrafn hefði setið fyrsta könnun-
arfund veiðifélagsins og leigutaka,
en síðan verið erlendis er fleiri fund-
ir fylgdu og gengið var frá samn-
ingi með fyrirvara um samþykki á
aðalfundi veiðifélagsins og í hluta-
félagi leigutaka. Sér hefði skilist
að ósamkomulag væri í hlutafélag-
inu um skiptingu leigunnar manna
í millum, Ingvi hefði til þessa verið
með 7 stangir í mið- og efsta hluta
árinnar og Runólfur og Stefán 5
stangir á neðsta svæðinu, en skipt-
ing leigunnar verið jöfn.
Rannsókn umfangsmikils fjársvikamáls lokið
Fimm sviku út
fyrir 43 milljónir
RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkis-
ins hefur lokið rannsókn umfangs-
mikils fjársvikamáls sem kom til
hennar kasta í lok mars, en á ann-
an tug manna var handtekinn í
tengslum við rannsókn þess og
sættu fimm gæsluvarðhaldi. Nafn-
verð þeirra fjárhæða sem um er að
ræða nemur 43,2 milljónum króna
á pappírum.
Aðallega var um að ræða fjár-
svik með útgáfu innstæðulausra
tékka, vöruúttektum, skuldabréfa-
útgáfu, víxlaútgáfu og yfirtöku
áhvílandi skulda á fasteignum.
Þetta var gert í nafni hlutafélaga
með kennitölu, en félögin áttu eng-
ar eignir og ráku enga starfsemi.
Blekktir með ónýtum
pappírum
„Viðskiptamenn voru þannig
blekktir til að láta af hendi vörur
og fá í staðinn ónýta pappíra sem
ekkert stendur á bak við, en á papp-
írunum leit út fyrir að menn væru
að eiga viðskipti við „fyrirtæki". í
örfáum tilvikum voru viðskiptin
hins vegar gerð í nafni einstakling-
anna sjálfra," segir Hörður Jóhann-
esson yfniögregluþjónn hjá RLR.
í tengslum við rannsóknina hefur
RLR meðal annars náð til baka og
lagt hald á tólf bifreiðar sem félag-
arnir fimm höfðu keypt. Einnig
hefur náðst til baka mest af þeim
vörum sem sviknar voru út, að
undanskildu nokkru magni af bygg-
ingarefni.
Af helstu viðskiptum má nefna
útgáfu innstæðulausra ávísana fyrir
um 2,4 milljónir króna, en með
þeim tókst þeim að svíkja út hús-
gögn, hreinlætistæki, raftæki og
búnað fyrii' veitingahús hjá verslun-
um og þjónustufyi'irtækjum. Með
reikningsviðskiptum fyrir um 1,3
milljónir voru teknar út bygginga-
vörur o.fl. hjá byggingavöruverslun
og aðrar vörur hjá ýmsum fyrir-
tækjum. Allt var þetta skrifað hjá
einhveiju af „félögunum".
Þá voru yfirteknar fasteignir og
áhvílandi veðskuldir fyrir samtals
23,7 milljónir króna í nafni félaga
og einstaklinga. Keyptar voru fast-
eignir í nafni félaganna eða ein-
staklinga í hópnum og nánast allt
andvirði greitt með yfirtöku áhvíl-
andi skulda.
Með víxlaútgáfu fyrir 8,2
milljónir króna voru keyptar bif-
reiðar og fasteignir, auk jjess seni
víxlum var komið í umferð með
öðrum hætti, t.d. afhentir öðrum
að „láni“. Þá voru gefin út skulda-
bréf fyrir 7,6 milljónir króna og
voru útgefin skuldabréf einkum
notuð til bifreiðakaupa en einnig
til greiðslu skulda, auk þess sem
að minnsta kosti eitt þeirra var
selt í banka.
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN
Gúmm ístígvél
góV^
Verð
1.995,-
Litur svört, rauð, gul
Stærðir 36-41
Teg. 725
Gott úrval af stígvélum frd Nokia
og Vikingjyrir börnin
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
STEINAR WAAGE , SKÓVERSLUN SlMI 551 8519 ^ \oppskórinn A- VCUUSUHDI IHGÚIFSTOGI SlMI: íi! 111! STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN^ SlMI 568 9212 ^
VEIÐIHUS
í Borgarfirði
Borgarfjörður á sér merka og langa sögu
tengda laxveiði. Laugardaginn 17. maí bjóða
Borgfirðingar almenningi að skoða veiðihús
við nokkrar helstu laxveiðiár í héraðinu. Húsin
verða opin almenningi þann dag frá kl. 13:00
til 18:00 - leiðsögumenn verða í húsunum.
Verið velkomin.
Veiðihúsið Fossás
stendur við Grímsá.
Húsið var tekið í
notkun árið 1973 og
þykir mjög sérstakt í
Húsið er í Andakílshreppi, um 8 km norð-
austur af Hvanneyri, beygt inn af vegi nr. 52.
Veiðihúsið Lundur
stendur við Hítará
um 30 km vestan
við Borgarnes.
Ekinn er Ólafsvíkurvegur
(nr. 54). Húsið var upprunalega byggt af
Jóhannesi Jósefssyni (Hótel Borg) upp úr 1940.
I því er safn merkra muna.
Veiðihúsið við Langá
stendur við Ólafs-
víkurveg (nr. 54)
um 6 km vestan
Borgarnes. Húsið er
veiðihús landsins, byggt 1884. Húsið var á
fyrri hluta aldarinnar í eigu breskra auðmanna.
Veiðihúsið við
Norðurá er glæsi-
legt hús og stendur
þar sem útsýni er
tilkomumikið. Beygt
er til hægri af vegi nr. 1 um 3 km fyrir
norðan Munaðarnes.
Veiðihúsið við Þverá
stendur á árbakkan-
um þar sem útsýni
er mjög fallegt. Það
var byggt snemma á
tugnum og endurnýjað fyrir nokkrum árum.
Beygt er af þjóðvegi nr. 1 við verslunina Baulu,
inn á veg 50 (Stafholtstungur). Beygt þaðan
inn á veg 522 (Þverárhlíð). Ekið inn á veg 524
og fram hjá bænum Helgavatni.
SÉRTILBOÐ
Eftirtaldir aðilar veita sértilboð á gistingu um
hvítasunnuhelgina:
■ Farfuglaheimilið Golfskálanum Hamri, s: 437 1040
■ Ferðaþj. bænda, Bjargi, Borgarnesi, s: 437 1925
■ Ferðaþj. bænda, Fljótstungu, Hvítársíðu, s: 435 1198
■ Mótel Venus, Hafnarskógi, s: 437 2345
Mcirkciðsroð Borgorness