Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.05.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Bæjarráð Akureyrar um bílaumferð í göngugötu Tilraunin ekki framlengd BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi í gær að tilraun með um- ferð bifreiða um göngugötuna í Hafnarstræti verði ekki framlengd og Hafnarstræti og Ráðhústorg verði að nýju skilgreind sem göngu- gata, þannig að umferðarmál á svæðinu breytast í samræmi við það til fyrra horfs, þ.e. umferð bíla verð- ur ekki leyfð um götuna eftir að tilraunatímabilinu lýkur nú í lok mánaðarins. Tillaga bæjarráðs verður af- greidd á fundi bæjarstjórnar næsta þriðjudag. Samþykkt var í vetur að leyfa umferð bifreiða um göngugöt- una í tilraunaskyni tímabundið og hefur hún verið opin frá 15. janúar síðastliðnum en tilrauninni lýkur í lok mánaðarins, 31. maí. Gatan var á þessum tíma skilgreind sem vist- gata. Fyrsta skrefið Flosi Jónsson gullsmiður var einn hvatamanna þess að göngugatan yrði opnuð fyrir bílaumferð. Hann sagði að þeir kaupmenn væru ekki ósáttir við að gatan væri lokuð umferð bíla yfir sumarmánuðiná. Þessi tilraun hefði verið fyrsta skrefið og að henni lokinni myndu menn skoða hvað gert yrði í fram- haldinu. Nauðsynlegt væri að end- urhanna götuna ef leyfa ætti um- ferð bíla um hana í framhaldinu. Bílastæði hefðu til að mynda ekki verið nægilega mörg og fólk kvart- að yfir því. Því yrði að breyta ef bílaumferð yrði leyfð um götuna í framtíðinni. Morgunblaðið/Kristján Fyrsta síldin til Akureyrar Kuldalegt á varp- stöðvunum Sigurður VE með fullfermi NÓTASKIPIÐ Sigurður VE kom með fullfermi af síld, um 1450 tonn, til Krossanesverksmiðjunnar á Ak- ureyri um hádegisbilið í gær. Þetta er jafnframt fyrsti síldarfarmurinn sem berst til verksmiðjunnar á ver- tíðinni og fer hann í bræðslu. Sigurður var að koma úr sínum öðrum túr en áður hafði skipið land- að um 930 tonnum í Vestmannaeyj- um í síðustu viku. Kristinn Ragnars- son, háseti á Sigurði segir að síldin sé brellin og misjafnlega gangi að ná henni. Alls var kastað 11 sinnum í túrnum og þar af voru nokkur búmm. „Það kom smá skot í veiðarn- ar í Síldarsmugunni á þriðjudag en við fylltum okkur í færeysku lögsög- unni,“ sagði Krstinn. Siglingin af miðunum tók um 36 klukkutíma en eftir löndum í gærkvöld, hélt Sigurð- ur aftur á miðin. Á myndinni eru Gústaf Guðlaugsson, háseti við lönd- un í Krossanesi í gær. Ondvegi flytur í nýtt húsnæði HÚSGAGNAVERSLUNIN Önd- vegi á Akureyri hefur flutt starf- semi sína úr Dalsbraut 1 í nýtt og glæsilegt húsnæði að Hafnarstræti 22. Öndvegi hefur verið starfrækt í bænum í um eitt og hálft ár og verslar með sófasett, borðstofu- sett, veggsamstæður og fleira. Húsgögn eru frá Englandi, Spáni og Ítalíu, auk þess sem mik- ið er af íslenskum vörum á boðstól- um. Á myndinni er eigandinn, Helga _ Jóhannsdóttir í verslun sinni. Í tengslum við opnunina er faðir Helgu, Jóhann Ingimarsson með myndlistarsýningu í verslun- inni og sýnir þar mjög frumlegar og skemmtilegar myndir. Grímsey. Morgunblaðið. SVARTFUGLINN er nú byijaður að verpa og er það á svipuðum tíma og vant er. Varla getur talist hlýlegt fyrir fuglinn að lúra á eggj- um sínum því snjór er í kringum bústaði fuglsins rétt eins og mann- fólksins. Gylfi Gunnarsson, Alfreð Garð- arsson, Gunnar Stefán Ásgrímsson og Garðar Ólason fóru á bjarg í fyrrakvöld og sigu tvisvar í Eiða- bjargi og fengu um 200 egg. Múkkinn er lítið byijaður að verpa og skeglan ekkert. Hún er bara rétt byrjuð „að bera undir sig“ en um þetta leyti í fyrra var hægt að tína egg undan henni. Morgunblaðið/Kristján ÚTSKRIFTARNEMAR Myndlistarskólans á Akureyri, Ágúst, Maria, Sigurrós og Ólafur. Myndlistarskólinn á Akureyri Morgunblaðið/Hólmfríður Yorsýning um helgina VORSÝNING nemenda Myndlist- arskólans á Akureyri verður opn- uð á morgun, laugardaginn 17. maí, kl. 14. Sýningin stendur til næstkomandi mánudags, 19. maí, og er opin frá kl. 14 til 18 alla dagana. Fjórir nemendur útskrifast úr sérnámsdeildum skólans að þessu sinni, Ólafur Sveinsson og Sigurrós Stefánsdóttir úr málun- ardeild og Ágúst Halldórsson og María Loftsdóttir úr grafískri hönnun. Lokaverkefni þeirra eru á sýningunni, en Ólafur tók fyrir fugla í þjóðtrú, hjátrú og goða- fræði, Sigurrós vildi upplifa línur og form í umhverfinu og sækist eftir að skapa dýpt með linum, flötum, ljósi og skuggum. Ágúst tók fyrir altæka hönnun á veit- ingahúsi sem hann kallar Valent- ínó í sínu lokaverkefni og María tók fyrir hönnun og kynningu á kaffihúsi og leitar hugmynda til landnámstimans. Vorsýningin er hápunktur í starfi skólans ár hvert en þar gefst bæjarbúum og gestum kost- ur á að líta þverskurðinn af því mikla starfi sem unnið er í skól- anum frá morgni til kvölds yfir vetrartímann. Um 350 nemendur stunduðu nám við skólann síðasta skólaár, ýmist í dagdeildum eða á almennum námskeiðum. Skólastjóri Tónlistarskólans Ekki samstaða í skóla- nefnd SAMSTAÐA náðist ekki á fundi skólanefndar Tónlistar- skólans á Akureyri um ráðn- ingu skólastjóra við skólann. Alls sóttu 6 um stöðuna og á fundi skólanefndar í vikunni fékk Atli Guðlaugsson, núver- andi skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar, tvö atkvæði og Michael Jón Clarke,, kennari við Tónlistarskólann á Akur- eyri og settur skólastjóri hans, fékk eitt atkvæði. Einn nefnd- armanna sat hjá við atkvæða- greiðsluna. Bæjarráð vísaði ráðningu skólastjóra til afgreiðslu bæj- arstjórnar en næsti fundur verður næstkomandi þriðju- dag. Islands- meistarar fá viður- kenningn BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi í gær að veita ísknattleiksdeild Skautafé- lags Akureyrar 300 þúsund króna viðurkenningu í tilefni af því að deildin vann íslands- meistaratitil í ísknattleik 1997. Isknattleiksmenn komu á fund bæjarráðs og afhenti Jakob Björnsson bæjarstjóri þeim viðurkenninguna. Fyrir nokkru var einnig samþykkt í bæjarráði,_í tilefni af því að KA vann íslands- meistaratitil í handknattleik á síðasta keppnistímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins, að veita deildinni sérstaka aukaíjái*veitingu að upphæð eina milljón króna. Danssýning Ballett- skólans DANSSÝNING Ballettskól- ans á Akureyri verður í Iþróttahöliinni á morgun, laugardaginn 17. maí og hefst hún kl. 15. Aðgangseyrir er 400 krónur en ókeypis fyrir börn yngri en 10 ára. Boðið verður upp á veitingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.