Morgunblaðið - 16.05.1997, Síða 24

Morgunblaðið - 16.05.1997, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Leiklistarnemi í atvinnuleikhúsi Ásta Sighvats Ólafsdóttir er á öðru ári í leiklistarnámi í London og er nú þegar komin með hlutverk í atvinnuleikhúsi þar í borg. Dagur Gunnarsson ræddi við Astu og John Wright leikstjóra um Bubba kóng, leiklistarskóla og fleira. Ásta Sighvats Ólafsdóttir. ITILEFNI af aldarafmæli Bubba kóngs setur The Gate leikhúsið í London upp sýningu á þessu fræga verki Alfred Jarry. Jarry var á unglingsaldri (15 ára) þegar hann skrifaði Bubba kóng fyrir brúðuleikhús til að hefna sín á illgjörnum kennara, tímasetn- ingin á þessari sviðsetningu virtist hinsvegar ákaflega heppileg í miðj- um kosningaslag þar sem skeytin ganga á milli bresku stjórnmála- flokkanna. Ég hitti Ástu og John rétt fyrir lokarennslið, það var auðsjáanlega mikill skjálfti í þeim báðum og John hellti sér strax út í miklar útlistan- ir um stykkið og sögu þess. Við styðjumst við splunkunýja þýðingu á þessu verki sem Jarry skrifaði í unglinga- veikiskasti sem ádeilu á eðlisfræði- kennarann sinn sem honum fannst haga sér eins og einræðisherra í skólastofunni og óafvitandi skapaði hann meistarastykki sem er frábær ádeila á fasisma og sjálfumglaða einræðisherra. Bubbi er gráðugur, frekur og óheiðarlegur heigull, hann er ádeila á alla harðstjóra fyrr og síðar. Bubba-isminn skýtur upp kollinum þegar við slökum á klónni og gefum honum færi á að NÚ stendur yfir sýning á mynd- verkum Valgerðar Hauksdóttur í City Gallery, í Leicester, Bretlandi. Sýningin nefnist Frozen Landscap- es (Frosin landslög) og er haldin í boði gallerísins, þar sem Valgerður sýnir ásamt breska listamanninum Roy Bizley málverk, grafík og grassera. Jarry stofnaði síðar félag (sem enn er virkt) í kringum hug- mynd sína um fræði hins ómögu- lega eða „Pataphysique" og okkar sýning hefst á fundi í þessu félagi. Þar eru bornir fram fremur ógeð- felldir matréttir og allt er mjög groddalegt. Ástu, í hlutverki þjóns, verður það á að stíga í einn rétt- anna og segja hið forboðna orð „shicht" eða „merrde“ á frönsku sem er afbökun á orðinu skítur. Það verður til þess að harðstjórarn- ir taka völdin og sjálft leikritið sem er ein allsheijar afbökun hefst.“ teikningar. Báðir listamennirnir vinna út frá ís- lensku landslagi. Sýningin Fros- in landslög var opnuð 18. apríl og lýkur 17. maí. Margir leiklistarskólar leyfa ekki nemendum sínum að takast á við verkefni utan veggja skólans, en Ásta er ekki einu sinni búin með annað árið sitt í sínum leiklistarskóla. - Þar sem þú ert nú bæði kennarinn hennar og leikstjóri þessarar sýn- ingar er hún væntanlega ekkert að stelast? „Nei, alls ekki, það er mjög gott fyrir hana að öðlast þessa reynslu, þetta er bara partur af hennar menntun. Það er stefnan hjá okkur í Middlesex-háskólanum að hafa sem mest samskipti við atvinnuleikhúsin. Það er svo mikil samkeppni úti á vinnumarkaðnum fyrir leikara í London að það verð- ur a.ð grípa hvert tækifæri.“ Ásta hefur fram að þessu látið sér nægja að nikka og samþykkja það sem John hefur verið að segja, en skýtur hér inn í: „Það er ótrú- lega erfitt að vinna í þijú til fjög- ur ár með sama fólkinu í vernduðu umhverfi skólans og svo skyndi- lega eftir útskrift á maður að fara út í heiminn og sýna af sér at- vinnumennsku, það hreinlega virk- ar ekki.“ John tekur undir þetta og bætir við: „Það er líka ómetan- leg reynsla fyrir hana að fá að vinna með reyndum atvinnuleikur- um, sjá hvernig þeir vinna og læra af þeim.“ Nú er tíminn á þrotum hjá John, hann kveður og þakkar fyrir spjall- ið, en við Ásta getum skipt yfir í íslensku, hún segir mér frá John; „Hann var yfir leiklistardeildinni í Middlesex-háskólanum, en hefur hætt í þeirri stöðu til að geta leik- stýrt meira, en hann kennir ennþá eitthvað á fyrsta árinu og setur upp skóiasýningar á þriðja árinu. Hann ferðast líka mikið um og kennir á námskeiðum, svokölluð- um „Masterclasses", oft í tengsl- um við leiklistarhátíðir. Hann hef- ur nokkrum sinnum boðið mér að koma með á þessi námskeið til að hafa einhvern með sér til að sýna hvernig hann vinnur og út á hvað hans aðferðir ganga.“ Hveijir sækja þessi námskeið? „Það eru bæði leikarar, leik- stjórar og leiklistarnemar. Það er líka alveg frábært tækifæri, því þá kynnist maður fólki og fólk sér mann, sem er mjög mikilvægt í svona milljónaborg." Ertu með stórt hlutverk í Bubba kóngi? „Við erum níu leikarar, það eru tvö aðalhlutverk og svo stökkvum við hin inn í mörg undarleg smærri hlutverk, ég leik t.d. þjónustu- stúlku, prinsessu, hermann í her Bubba kóngs, rússneskan keisara, og bíddu við, ég hef ekki alveg tölu á þessu, jú, svo er ég líka prinsessa, það gengur mikið á og við stökkvum inn og út úr mismun- andi hlutverkum." etta bar dálítið brátt að ekki satt? „Jú, heldur betur, leik- konan sem var í hlutverkinu for- fallaðist og John bað mig að hlaupa í skarðið fyrir þremur dögum, ég var eiginlega í losti yfir að fá þetta tækifæri, því þetta er eitthvað sem maður býst ekkert við að fá fyrr en eftir útskrift, núna get ég látið umboðsmenn koma og skoða mig í þessari sýningu.“ Verður ekkert dauflegt fyrir þig að fara svo aftur í skólann? „Það vona ég ekki, það verður svo mikið að gera, ég fer að æfa fyrir Shakespeare-sýningu uppi í skóla á meðan að sýningar standa enn yfir á Bubba kóngi.“ Ég þakkaði Ástu fyrir spjallið og kíkti síðan inn á rennslið hjá þeim. Þetta er mjög lífleg og fjör- ug sýning sem notar tungumálið á skemmtilegan máta, t.d. talar Ásta íslensku í fyrsta atriðinu og mismunandi mállýskur enskunnar eru notaðar á skemmtilegan hátt. Leikararnir þeytast útum allt rým- ið og skjóta upp kollinum á ólík- legustu stöðum, ég gat ekki annað en dáðst að líkamlegu þreki þeirra og fimi. Það er alls ekki ætlun mín að gerast leiklistargagnrýn- andi en Ásta getur svo sannarlega verið stolt af sínum hlut í þessari sýningu sem er vönduð og í alla staði vel unnin. * Islenskt landslag ISLENSKT, landslag 1997 nefnist sýning Agnars Wil- helms Agnarssonar í Nelly’s Cafe, Þingholtsstræti 2. Agnar sýnir ellefu samklippur og stendur sýningin til 29. maí. Agnar hefur sýnt á eftir- töldum stöðurn: Arkítektafé- laginu, 1976, Stúdentakjallar- anum, 1979, Nýja galleríi, 1980, Djúpinu (Horninu) 1982, Gramminu, 1984, Veit- ingahúsinu 22, 1990 og Tveimur vinum, 1991. Hann hefur einnig tekið þátt í sam- sýningum og gerningum. Hann er kennari við Internet Art Academie. Slóð á veraldar- vefnum: http://www.is- holf.is/agnarius. Strengja- kvöld í Kefla- víkurkirkju STRENGJANEMENDUR Tónlistarskólans í Keflavík leika á tónleikum í Keflavíkur- kirkju í kvöld, föstudag, kl. 20.00. Strengjasveit skólans leikur undir stjórn Ólivers J. Kentish, Suzukifiðlunemendui' leika undir stjórn Kjartans Más Kjartanssonar. Helle Alhof og fiðlpkvartett flytur nokkur lög. Á morgun, laugardag, 7. maí verða tónleikar eldri og lengra kominna nemenda á sal skólans kl. 17.00. Nemendur úr ýmsum deildum skólans flytja. 432 peysur MIKIL þátttaka var í hönnun- arsamkeppni Garnbúðarinnar Tinnu í Hafnarfirði og bárust 432 peysur frá 354 hönnuðum. Einnig bárust í keppnina teppi, treflar, sokkar og vettlinga. Sýning verður á flíkunum um hvítasunnuna í litlu gall- eríi sem Garnbúðin Tinna hef- ur látið útbúa á efri hæð fyrir- tækisins í Hafnarfirði. Verð- iaunapeysurnar verða sýndar kl. 14 á morgun, laugardag. Dómnefnd skipa Bryndís Schram, Logi Bergmann Eiðs- son, Bergrós Kjartansdóttir og Auður Kristinsdóttir. VERK Valgerðar Hauksdóttur eru sýnd í Bretlandi þessa dagana. Myndverk Valgerðar Hauksdóttur í Bretlandi Næstu íjórar helgar ^efst mönnum úti á landstyggðinni kostur á að sjá og reynsluaka nýjum Land Cruiser. Við verðum á Vestur- og Norðurlandi um hvítasunnuna, á Austurlandi 23. til 25. maí, á Vestfjörðum 30. maí til 1. júní o£ á Suðurlandi 7. og 8. júní. Nánari tímasetning í tilkynningum á viðkomandi stöðum og í útvarpi og sjónvarpi. Fylgstu með þegar kann kemur til })ín 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.