Morgunblaðið - 16.05.1997, Page 37

Morgunblaðið - 16.05.1997, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 37 JÓHANNES JÓHANNSSON + Jóhannes Jó- hannsson fædd- ist á Goddastöðum í Laxárdal í Dala- sýslu 14. apríl 1901. Hann lést á Drop- laugarstöðum í Reykjavík 8. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ingibjörg Jóhann- esdóttir og Jóhann Jóhannsson bóndi. Sjö af börnum þeirra komust til fullorðinsára. Hinn 12. desem- ber 1931 kvæntist Jóhannes Kristínu Magneu Halldórsdótt- ur, f. 23. ágúst 1905, d. 12. október 1967. Foreldrar henn- ar voru Guðlaug Jónsdóttir og Halldór Halldórsson, Austur- koti i Reykjavík. Börn Jóhann- esar og Kristínar Magneu eru: 1) Óskar, f. 14. apríl 1936. Kona hans er Bergþóra Sigurbjörns- dóttir og eiga þau þrjú börn. 2) Guðrún, f. 18. júlí 1949. Maki hennar er Skúli Þór Magnús- son. Þeirra börn eru tvö. Áður átti Jóhannes Helgu, f. 25. júní 1926, búsetta á Sel- fossi. Maki hennar er Valdimar Þórð- arson og hefur hún eignast sjö börn. Móðir Helgu er Guðrún Eiríksdótt- ir frá Ferjunesi. Jóhannes ólst upp á Goddastöðum við sveitastörf. Árið 1920 fór hann í Bændaskólann á Hólum og útskrif- aðist þaðan búfræð- ingur 1922. Þó lá leiðin til Reykjavík- ur 1924 þar sem hugur stóð til verslunar og hóf hann eigin verslunarrekstur árið 1928. Kaupmaður var hann í tæplega 40 ár, lengst af með kjöt- og nýlenduvörur á Grundarstíg 2 og síðast á Laufásvegi 41 í Reykjavík. Á seinni hluta ævinnar var Jóhannes skipaður stefnuvottur Reykjavíkur og gegndi því starfi þar til hann varð 81 árs. Útför Jóhannesar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kvaddur er í dag kær föðurbróð- ir, Jóhannes Jóhannsson, fyrrum kaupmaður ættaður úr Dalasýslu, nánar tiltekið frá Goddastöðum í Laxárdal. Dvaldi hann síðustu ár ævi sinnar á Droplaugarstöðum við góða umönnun og hlýju alls starfs- fólksins,og eru þeim færðar þakkir nú. Afkomendur Jóhannesar eru orðnir margir, og hafði hann brenn- andi áhuga á að fylgjast með hvern- ig þeim vegnaði. Hann var stoltur af hópnum sínum og mátti svo sannarlega vera það. Óll hafa þau annast hann af miklum kærleika, bókstaflega vakað yfir velferð hans og skapað honum fagurt ævikvöld. Eftir að Jóhannes fór að eldast fluttist hann til Guðrúnar dóttur sinnar og bjó hann hjá þeim hjónun- um og barnabörnunum þar til hann átti orðið erfitt með gang og flutt- ist á Droplaugarstaði. Fékk hann alla þá ást og kærleik sem hægt er að hugsa sér. Voru þau Guðrún og Skúli samhent í því að annast hann vel og leyfa honum að njóta öryggis á efri árum. Því þarf gamla fólkið svo sannarlega á að halda. Gott var að koma til Jóhannesar og Möggu á Ásvallagötunni. Pönnu- kökupannan sett upp, hurðinni hall- að aftur á litla eldhúsinu, meðan bakað var, og fundnar til alls kyns krásir með kaffinu, en pönnuköku- ilmurinn liðaðist inn í stofuna. Þau voru svo kát og hress hjón Magga og Jóhannes, það dillaði í henni hláturinn - ég man hann ennþá. Jóhannes frændi hafði sérstakan sjarma yfir sér. Virðulegur og traustur, handtak hans þétt og stöð- ugt. Ég var nú ekki há í loftinu þegar komið var til mín i afmælis- boð, með umslag og í því var blár hundraðkall, og svo breyttist það í gulan fimmhundruðkall. Rosalega fannst mér hann ríkur hann frændi minn. Þetta hefur verið í kringum 1953. Svo átti hann þriggja hæða hús á Ásvallagötunni og verslunina Þórsmörk, sem var á horni Baldurs- götu og Laufásvegar - þetta var nýlenduvöruverslun. Man ég að nokkrar ferðirnar fór ég í heimsókn í búðina, auðvitað án leyfis. Ég hef verið svona tíu ára og yfir margar varasamar götur að fara, en ég vissi vel að á móti mér var tekið með lítilli kók og nýjum freyjustaur. Þetta var rosalega flott, nokkuð sem maður fékk sjaldan. Samhentari systkin er vart að finna í dag en systkinin frá Godda- stöðum, sem hittust á hveiju af- mæli hvert hjá öðru. Þau báru gagnkvæma virðingu hvert fyrir öðru, en höfðu gaman af að rifja upp gamla daga og var oft stríðnin með í galsanum, og hefði verið gaman að taka upp á band sögurn- ar sem þau sögðu á skemmtilegum samfundum. Nú eru fitnm af sjö systkinum farin pg eftir lifa Guðrún í Danmörku og Ása búsett í Reykja- vík. Við systkinabörnin göntuðumst oft með það við maka okkar hvað þeir voru nú annars heppnir að hafa gifst inn í Goddastaðaættina. Jóhannes var mjög minnugur, fylgdist vel með mönnum og mál- efnum. Á 95 ára afmæli sínu var hann orðinn mjög þreyttur þegar við komum, en vildi fá fréttir af öllum sínum. Hann spurði um bróð- ur minn og fjölskyldu hans, börnin mín hvert og eitt með nafni, spurði hvað þau væru að gera og hvernig þeim gengi. Hann var alveg sér- stakur. Við Jónsi komum til hans á 96 ára afmælisdaginn, hinn 14. apríl, á Droplaugarstaði. Þá var hann orðinn mjög veikburða og þreyttur. Hann þekkti mig ekki strax, svo ég sagði honum hver ég var - Anna Ingibjörg dóttir Benna. Þá tók hann þétt í hönd mína og hvíslaði í eyra mér: „Ég er orðinn svo þreyttur og lélegur." Þarna kvaddi ég hann í síðasta sinn. Elsku hjartans frændi minn, ég veit þú varst feginn hvíldinni. Ég og ijölskylda mín, Nói Jóhann bróð- ir minn og fjölskylda hans viljum færa þér alúðarþakkir fyrir gömlu góðu árin og skemmtilegar sam- verustundir. Veit ég að vel hefur verið tekið á móti þér í nýjum sól- björtum heimkynnum. Mér hefur alltaf þótt svo vænt um þig, kæri frændi. Hjartans kveðjur til Helgu, Oskars, Guðrúnar og fjölskyldna þeirra. Guð blessi þig, þín bróður- dóttir, Anna Ingibjörg Bene- diktsdóttir og fjölskylda, Grindavík. Mig langar að setja á blað nokkr- ar línur í minningu móðurbróður míns, m.a. til að auðvelda mér upp- rifjun síðar um þennan kæra vin og frænda, ef ég skyldi tóra mjög lengi og gleymskan orðin ásæknari. Jóhannes var með fyrstu mönn- um, sem ég man að kynnast sem barn. Ógleymanleg verður mér spennan fyrir hvern bolludag að vakna nógu eldsnemma til að vera kominn á Ásvallagötu 3 áður en frændi væri risinn úr rekkju. Ein króna fyrir flengingu var stórfé og óvenjurausn. Síðan liðu árin með siitróttu sam- bandi. Ég í leik, en hann í alvöru lífsins að koma undir sig fótunum. Fyrsti undirbúningur að því má segja heljist þegar hann 18 vetra sest í Hólaskóla, þar sem hann brautskráðist eftir tvo vetur 1921. MINNINGAR Hann þótti þar góður reikningsmað- ur, sem enda kom honum vel í hans ævistarfi. Síðan lá leiðin til Reykja- víkur. Hann hafði áður sent 150 krónur til foreldra minna, sem þá bjuggu á Njálsgötu í Rvk., til að búa hjá þeim. Hann fékk vinnu í Viðey hjá Káraféiaginu, sem tók við af Milljónafélaginu. Árið 1924 réðst hann ásamt föður mínum Lýð Jónssyni til vinnu hjá Thor Jensen á Korpúlfsstöðum við skurðagerð og sláttumennsku. Þrælasláttur var þá gjarnan í tísku hjá ungum kapp- sömum mönnum og höfðu þeir báð- ir oft af því mikið gaman enda vel þjálfaðir hvor úr sinni sveit. Fljót- lega hneigðist hugur til verslunar og haustið 1927 réð hann sig sem lærling fyrir lítið kaup í verslunina Vöggur, sem þá var á horni Lauga- vegs og Vitastígs. Þetta voru erfið þrengingarár. Atvinnuleysi, aura- leysi, allsleysi. Á þessu tímabili hafði Jóhannes kynnst tilvonandi konuefni sínu Möggu (Magneu Halldórsd.) og svo vel og traustvekj- andi þótti Halldóri þessi væntaniegi tengdasonur, að hann bauð honum 4.000 krónur að láni til að byija sína eigin verslun, því sjálfur átti hann ekki grænan eyri. Þar með hófst kaupmennskan, auðvitað á horni, sem var Spítalastígur 2. I fjögur ár 1928-32 verslaði Jóhannes þarna með opið allan sólarhringinn, því hann svaf í kompu inn af og alltaf reiðubúinn - og greiddi Hall- dóri skuldina. Árið 1932 flutti hann sig um set yfir á hornið á móti Grundarstíg 2, þar sem hann versl- aði í 19 ár með bæði nýlenduvörur og kjötvörur _ - samliggjandi og hljóp á milli. Árið 1951 flytur hann á þriðja hornið, sem var verslunin Þórsmörk, Laufásvegi 41, sem var jafnframt hans síðasti verslunar- staður í um 15 ár að mig minnir. Jóhannes notaði lítið banka, nema til innleggs í sparisjóðsdeild, enda var veskið hans þykkt eins og Bibl- ían og allt greitt „kontant“ með afslætti enda verðstríð þá sem nú og kúnnarnir trúlega enn meðvit- aðri. Af þeim sökum stofnaði Jó- hannes ásamt þremur öðrum kaup- mönnum innkaupasamband, trú- lega fyrsta sinnar tegundar til að ná niður vöruverði og nefndu „Litia bandalagið“. Jóhannes kynntist Möggu konu sinni 1927. Tilhugalíf þeirra var alllangt eða þar til 1931 er þau giftust. Þessi fjögur ár sem Magga sat i festum áttu sér klára skýr- ingu. Jóhannes ætlaði ekki að láta konuna sína vera með sængina undir hendinni tvisvar á ári, sem í þá daga var algengt á fardögum. Þau fluttu því eftir brúðkaup í eig- ið hús á Ásvallagötu 3, uppmubler- að með borðstofu- og betri stofu- húsgögnum, sem enn eru í sínu fyllsta gildi, þar sem þau þjuggu allan sinn búskap. Enda sagði sveit- arhöfðinginn Bjarni frá Ásgarði fyrst þegar hann kom í heimsókn, en þeir voru góðir kunningjar, að hann vissi alltaf að Jóhannes byði konu sinni ekki upp á nema það besta. Magga kunni líka vel að meta og fór vel með, fínleg fögur kona, fagurkeri og mikil fyrirmynd- ar húsmóðir. Jóhannes var hjálpsamur maður, traustur og tryggur, sem best fannst í handtaki hans. Hress og frískur með hvellan hlátur, sem grunnt var á. Hann kom alloft á heimili mitt á síðari árum og þótti sonum mínum ungum mikið til mannsins koma og ekki minnst þegar hann með galsa var að bjóða þeim í sjómann við sig. Við eigum mjög margar góðar og skemmtileg- ar minningar af samverustundum með honum þ.á m. skötuboðin okk- ar með eldri kynslóðinni í 24 ár þar sem Jóhannes var helstur hrókur fagnaðar. Síðustu árin hafa verið Jóhannesi mjög erfið og það er vissulega þungbært og dapurlegt að horfa uppá hvernig þessum eldhressa manni hrakaði smátt og smátt í það að verða ósjálfbjarga. I þeirri dep- urð og umkomuleysi var samt sólar- geisli þar sem Guðrún dóttir hans var. Slík umönnun og ástúð sem hún veitti föður sínum á sér fá eða kannski engin dæmi. Hvern dag og stundum oft á dag í svo langan tíma og allt þar til yfir lauk. Ótrúleg fórnfýsi og gæska. Jóhannes var trúmaður mikill og fór alla tíð með bænir nær hvert kvöld. Það var þess vegna táknrænt og fór vel á, að hann fékk að fara héðan á uppstigningardag. Við ósk- um honum góðrar ferðar og vonum að honum líði nú betur meðal horf- inna vina og ættingja og þökkum góða kynningu. Haraldur Lýðsson. Nú er afi sofnaður hinsta svefni og ailt er hljótt um stund. Svo þyrl- ast minningarnar upp. Hlýjan og öryggið hjá afa kemur í hugann. Þétt handtakið þegar hann leiddi mig sem barn, alltaf eitthvað gott í vændum. Kíminn á svip þegar eitt- hvað spaugilegt var. Svolítið stríð- inn, en ég var ekki gömul þegar ég lærði á hann í þeim efnum. Það er ótrúlegt hvað tíminn líð- ur. Ég man eftir mér, einu sinni sem oftar, sitjandi á hnénu hans afa þar sem hann sat í stólnum sín- um heima á Ásvailagötu. Það voru gestir og afi bað mig að syngja fyrir þá sem mér fannst ekkert til- tökumál á þeim tíma. Stoltið skein úr andlitinu á afa. Ég man eftir okkur í göngutúrum um vesturbæinn og niður á Tjörn að gefa öndunum. Afi í frakka með hattinn sinn, alltaf virðulegur. Tók ofan þegar við mættum fókinu í bænum. Dýrmætar minningar. Ég man eftir okkur í „Þórs- mörk“, búðinni hans afa á Laufás- veginum. Ég uppi á afgreiðsluborð- inu, dinglandi fótunum og hann að vigta hveiti og sykur í bréfpoka, reiknandi allt í huganum. Ég var svo stolt af afa mínum. Tímarnir liðu og við urðum eldri. Ég heyrði afa minn segja á sinn sérstaka hátt: ,,Já, Björg mín, þú stendur þig.“ Ómetanieg hvatning sem áfram klingir í huga mér. Við afi vorum bestu vinir og minninguna um hann geymi ég á j sérstökum stað í hjarta mér. * '• Elsku pabbi, Guðrún, Helga og fjölskyldur. Ég votta ykkur inniiega samúð mína. Megi ljós Guðs varðveita þig, i elsku afi minn. Björg. j Um margt óvenjulegur maður og j fáum líkur hefur gengið sín spoi'. Hann var hár og þrekinn, aðsóps- mikill, gildur um herðar, hönd svo þykk og handtak þétt að eftir var tekið. Hrókur alls fagnaðar á <1- mannamótum, einarður í áliti og f allur hinn snöfurmannlegasti og > átti hann rimmur margar við „vinstri" menn svo sem Stínu I „stóru“systur. Sút, vél og víl var ei hans, heldur ) hreinskiptni og glaðbeitt hugarfar og kom hann jafnan til dyra eins j og hann var klæddur. Lengstum gekk hann gæfuveg, en þar sem birtan er sem björtust verða skuggarnir skarpastir og oft gustaði hressilega um og af þess- um Dalamanni á gleðistundum, þegar allt lék í lyndi og sól sem björtust. Var þá gjarnan vindill í hendi og vín í krús, veskið þykkt, vífin mörg og ekið í Naustið, að -c sjálfsögðu með leigubíl frá Stein- dóri, sem hann notaði óspart við vinnu sína sem stefnuvottur eftir að kaupmennsku lauk, en allt er horfið nema minningin ein um góð- an dreng og Iífsfleyið í naust kom- ið. Hafðu þakkir, vinur og frændi, og far í friði með hvers manns virð- ingu og lof í veganesti - já, má um meira biðja þá sól er sest. Friðgeir Haraldsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐLAUG G. VILHJÁLMSDÓTTIR (Unna) Brekkum III, Mýrdal, verður jarðsungin frá Skeiðflatarkirkju laugar- daginn 17. mai kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Hjallatún. Halldór Jóhannesson, Ómar H. Halldórsson, Guðrún S. Ingvarsdóttir, Helga Halldórsdóttir, Ögmundur Ólafsson, Arnar V. Halldórsson, Hrafnhildur S. Guðmundsdóttir, Jóhannes Halldórsson, Unnur Sigurðardóttir, Sævar Halldórsson, Halla G. Emilsdóttir, Þorsteinn Þorkelsson, og barnabörn. + Móðir okkar, stjúpmóðir og amma, SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, fyrrum húsfreyja á Refsstað I Vopnafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 8. maí. Jarðarförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 17. maí kl. 14.00. Svava Pálsdóttir, Þórður Pálsson, Ásgerður Pálsdóttir, Gunnar Pálsson, Víglundur Pálsson, Björn Pálsson, Guðlaug Pálsdóttir, Erlingur Pálsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGFRÍÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.