Morgunblaðið - 01.08.1997, Side 6

Morgunblaðið - 01.08.1997, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Sr. Auði Eir meinuð afnot af kirkju í Lettlandi Andstætt Biblíunni að kalla guð móður JANIS Gindirs, starfsmaður á bisk- upsstofu í Riga í Lettlandi, stað- festi í samtali við Morgunblaðið í gær að séra Auður Eir Vilhjálms- dóttir fengi ekki að messa í kirkj- unni í Valmiera, þar sem til stóð að hún stjómaði kvennamessu í tengslum við jafnréttisráðstefnuna Konur og karlar tala saman, sem þar fer fram dagana 7.-10. ágúst. Gindirs sagði það vera í lagi að gestir tækju þátt í messugjörð með prestinum á staðnum, en það yrði þó að vera undir formerkjum lettn- esku lúthersku kirkjunnar. Þannig samrýmdist það t.d. ekki helgisið- um hennar að kalla guð móður en ekki föður. Það væri andstætt ritn- ingunni. Hvar liggur valdið? Sr. Auður Eir sagði aðjfrá sínum sjónarhóli snerist þetta mál um hvar valdið í kirkjunni iigjfi. „Hvort lettneski biskupinn hafi vald yfir þessari messu og hvort mér sé heimilt að bera fram þá túlkun á Biblíunni sem ég tel rétta. Ég tel ekki að biskupinn geti tekið sér það vald að segja mér fyrir verkum um þetta,“ sagði Auður. Hún sagðist hafa rætt við Ólaf Skúlason biskup íslands og skýrt honum frá þessu máli og segir hún Ólaf ætla að skrifa lettneska bisk- upnum og skýra fyrir honum af- stöðu íslensku kirkjunnar sem sé mun umburðarlyndari en þeirrar lettnesku. „Það eru margar hliðar á guðfræðinni og hér getum við borið fram þá guðfræði sem við teljum rétta,“ sagði Auður Eir. Hún sagði að sa.okvæmt ákvörðun lettneska biskupsins fengi hún ekki að flytja messuna á landareign kirkjunnar í Valmi- era, en bæjarstjórnin hefði ákveðið að Auður Eir fengi að syngja messu á torginu fyrir framan ráð- hús bæjarins. i Fyrrum sparisjóðsstjóri Þórshafnar Akærður fyrir sex milljóna fjárdrátt RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefíð út ákæru á hendur fyrrverandi sparisjóðsstjóra Þórshafnar vegna meintra auðgunarbrota í starfi sínu sem sparisjóðsstjóri á árunum 1991 til 1995. Samkvæmt ákærunni eru þessi brot ýmist fjárdráttur eða umboðs- svik, en það er það kallað þegar aðili misnotar aðstöðu sína í starfí. Hreinn fjárdráttur sparisjóðsstjór- ans er talinn vera um 6,4 milljónir króna af eignum Sparisjóðsins. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun, en var frestað til 25. ágúst. Þá verður ákveðið hvenær aðalmeðferð máls- ins verður. FRÉTTIR Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hjólað á gömlu Sprengi- sandsleið ERLENDIR ferðamenn eru marg- ir á landinu á þessum árstíma og má eiga von á því að rekast á þá hvar sem er. Stefan Buob og René Miiiler frá Luzerne í Sviss hvíldu sig á gömlu Sprengisandsleiðinni skammt frá Kvíslaveitum. Þeir höfðu hjólað frá Akureyri og hafði ferðin tekið þrjá daga. Þeir ætluðu að lijóla til Reykjavíkur. Stefan sagði að íslenskir fjalla- vegir væru ævintýri líkastir. Slík- ir vegir væru flokkaðir með kúa- vegum í Sviss. Þeir félagar höfðu mörg orð um landslagið á hálend- inu sem þeir sögðu í hæsta máta sérkennilegt og svo hrifust þeir af kyrrðinni til fjalla. Nær allir röntgenlæknar á Landspítalanum segja UPP Segja launin hærri á SR NÍU af 11 röntgenlæknum á Land- spítaianum hafa sagt upp störfum. Stjórn sjúkrahússins hefur nýtt sér heimild í lögum um opinberra starfs- manna til að framlengja uppsagnar- frest röntgenlæknanna og taka fímm uppsagnanna gildi 1. desember nk. Þrír röntgenlæknanna taka við öðrum stöðum í september og októ- ber. Aðstoðarlæknir er á leið í sérnám erlendis. Ólafur Kjartansson, yfírlæknir, segir ástæðu uppsagn- anna launamun röntgenlækna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landspít- alanum. Ólafur sagði að samið hefði verið um að röntgenlæknar og röntgen- tæknar fengju sérstakar greiðslur fyrir hvert ferilverk eftir venjubund- inn vinnutíma á Borgarspítalanum fyrir nokkrum árum. „Við höfum reifað sömu hugmynd nokkrum árum fyrr en ekkert orðið úr fram- kvæmdum," sagði hann og tók fram að samningnum hefði verið breytt á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir tveim- ur árum. „Nú fá röntgenlæknar ein- faldlega hlutfallsgreiðslu vegna allra utanspítalasjúklinga." Ólafur sagði að þar sem ekki hefði tekist að koma á sama fyrirkomu- lagi við Landspítalann væri launa- munur á milli sjúkrahúsanna tölu- verður. Hann treysti sér ekki til að segja nákvæmlega fyrir um hversu munurinn væri mikill. Hins vegar nefndi hann að læknir af Sjúkrahúsi Reykjavíkur hefði ekki treyst sér til að taka við dósents stöðu og hálfri stöðu yfirlæknis á Landspítalanum vegna launamunar fyrir skömmu. Ólafur sagði að heilbrigðisráðu- neytið hefði ekki fallist á hugmyndir stjórnar sjúkrahússins um að jafna launamun milli lækna á sjúkrahús- unum. Hann hefði ekkert heyrt frá ráðuneytinu og vissi í raun ekki hvað tæki við 1. desember. Lítil nýliðun væri hjá röntgenlæknum og ágætir starfsmöguleikar væru fyrir röntgenlækna á hinum Norðurlönd- unum enda væri skortur á röntgen- læknum og íslenskir röntgenlæknar væru menntaðir á hinum Norðurlönd- unum. Mestur skortur er á röntgen- læknum í Noregi og eru grunnlaun röntgenlækna þar í landi um tvöfalt hærri en á Landspítalanum. Vinnuað- stæður eru því til viðbótar, að sögn Ólafs, mun betri en hér á landi. VIB stofnar tvo nýja hlutabréfasjóði Einvörðungu fjárfest erlendis VERÐBRÉFAMARKAÐUR ís- landsbanka hefur stofnað tvo nýja hlutabréfasjóði sem munu einvörð- ungu fjárfesta á erlendum mörkuð- um. Frá því að sjóðimir hófu starf- semi 1. júlí sl. hafa íslenskir stofn- anafjárfestar keypt hlutafé í sjóð- unum fyrir tæpar tvö hundruð millj- ónir króna. Sjóðirnir tveir, Hluta- bréfamarkaðurinn hf. (H-mark), sem ætlað er að fjárfesta í hlutabréf- um í iðnríkjunum, og Nýmarkaður- inn hf. (Nýmark), sem mun fjárfesta í nýmarkaðslöndum, verða fyrsta kastið skráðir á Opna tilboðsmark- aðnum en stefnt er að skráningu á Verðbréfaþingi íslands með haust- inu. Lágmarksfjárhæðin sem fjár- festar geta keypt fyrir í sjóðunum er tíu þúsund krónur. Að sögn Sigurðar B. Stefánsson- ar, framkvæmdastjóra VÍB-Verð- bréfamarkaðs íslandsbanka, hefur um npkkurt skeið verið til úrvinnslu hjá VÍB hvernig hægt væri að greiða viðskiptavinum leið að ávöxtun í erlendum hlutabréfum. „Þar er ekki síður von á góðri ávöxtun en hér en auk þess er íslenski markaðurinn lítill, aðeins einn hundraðasti úr pró- senti af markaðsverði hlutabréfa í heiminum. Kaup á hlutabréfum í erlendum fyrirtækjum og jafnvel erlendum verðbréfasjóðum hafa reynst óþjál og dýr, jafnt stærri sem smærri fjárfestum. Við ávöxtun fjármuna er mikil- vægt að sem minnst af ávöxtuninni sitji eftir hjá þjónustufyrirtækjum á fjármálamarkaði og sem mest skili sér til eigandans. Með kaupum á hiutdeild í skuldabréfa- og hluta- bréfasafninu sem rekið er fyrir VÍB hjá CICM í Frankfurt er unnt að fullnægja okkar eigin kröfum um hagkvæmni en árlegur kostnaður af viðbótarfjárfestingu þar er nú aðeins 0,20% auk lágmarksþóknunar sem rennur til VÍB, 0,15%.“ Hmark fjárfestir í iðnríkjunum Hmark fjárfestir í hlutabréfum í iðnríkjunum, þar sem um 75% af alþjóðlegum markaði hlutabréfa fer fram í alls um tuttugu löndum. Sam- kvæmt fjárfestingarstefnu Hmarks er stefnt að því að verja ráðstöfunar- fénu einkum til fjárfestingar í hlut- deildarskírteinum eða hlutabréfum erlendra verðbréfa- og hiutabréfa- sjóða sem fjárfesta í hlutabréfum fyrirtækja í iðnríkjunum. Einnig verður fjárfest í hlutabréfum ein- stakra fyrirtækja sem eru með veru- legan hluta starfsemi sinnar í iðn- ríkjunum. Stefnt er að því að um tveir þriðju hlutar af eignum sjóðsins verði vísitölutengdir. Sigurður segir að í fyrstu sé stór hluti eignarinnar hlutabréfasafn sem stýrt er af Commerz International Capital Management, CICM, dóttur- fyrirtæki Commerzbank í Frankfurt, en það er sett saman í næstum sömu hlutföllum og viðkomandi lönd eru innan Morgan Stanley heimsvísitölu hlutabréfa. Auk þess sem skipt verð- ur við Scudder, Stevens & Clark í Boston. „Með þessu móti er fjárfest í 95% af markaði í iðnríkjunum að hluta til með vísitölutengingu, þ.e. góðri ávöxtun með lágmarksáhættu og lágmarkskostnaði." Fjárfest í nýmarkaðslöndum Nýmarki er ætlað að fjárfesta í nýmarkaðslöndum en svo eru þau lönd nefnd þar sem hlutabréfamark- aður er minna þróaður en í iðnríkjun- um. Raunar miðast skilgreiningin oftast við tekjur á mann fremur en þroska hlutabréfamarkaðs en þetta tvennt fer að jafnaði saman. Sam- kvæmt fjárfestingarstefnu sjóðsins er stefnt að því að fjárfesta einkum í hlutdeildarskírteinum eða hluta- bréfum verðbréfa- og hlutdeildar- sjóða sem fjárfesta í hlutabréfum fyrirtækja á nýmörkuðum. Einnig verður fjárfest í hlutabréfum ein- stakra fyrirtækja sem eru með veru- legan hluta starfsemi sinnar á ný- mörkuðum. Líkt og hjá Hmarki er stefnt að því að tveir þriðju hlutar af eignum sjóðsins verði vísitölu- tengdir. Að sögn Sigurðar er nýmælið með stofnun Nýmarks að gera íslenskum fjárfestum kleift að stofna til við- skipta og ávaxta sparifé í nýmark- aðslöndum og njóta þannig hárrar ávöxtunar á þessum hluta alþjóðlegs hlutabréfamarkaðar án þess að taka of mikla áhættu eða greiða óhófleg- an kostnað. „íslenskir lífeyrissjóðir hafa aðeins fjárfest á nýmarkaði í litlum mæli ennþá og sama gildir um flesta aðra innlenda fjárfesta. Með Nýmarki er þannig opnuð leið til að ávaxta fé í þeim löndum sem hagvöxtur er mestur og ávöxtun oft afar góð en um leið áhættusamari heldur en í iðnríkjunum. Því er ekki mælt með því að hver og einn fjár- festir veiji hærri hluta en 10% spari- íj'ár síns til ávöxtunar á nýmarkaði." Ekki skattaafsláttur af hlutabréfakaupum Fram til þessa hefur VÍB lagt megináherslu á sölu erlendra verð- bréfa til stofnanafjárfesta og má ætla að erlend verðbréf séu um þrír milljarðar króna af um 35 milljörðum króna í vörslu hjá VÍB eða 8-9%. Af sjóðum á einstaklingsmarkaði er um helmingur, af þeim 14 milljörð- um sem þar eru í vörslu, í innlendum hlutabréfum og helmingur í innlend- um skuldabréfum en hlutur erlendra verðbréfa er lítiil. Ekki verður sóst eftir heimild rík- isskattstjóra til að einstaklingar geti dregið kaup á hlutabréfum sjóðanna tveggja frá tekjuskattsstofni enda segir Sigurður að slík heimild væri væntanlega á skjön við tilgang lag- anna um fjárfestingu manna í at- vinnurekstri. r i > r i í r i i i \ i i í I i \ í i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.