Morgunblaðið - 01.08.1997, Page 15

Morgunblaðið - 01.08.1997, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 15 ÚR VERINU Morgunblaðið/Bjöm Gíslason INGI Freyr Ágústsson t.v. og Friðrik E. Ásmundsson starfsmenn Netagerðarinnar Ingólfs á Þórshöfn. Opnar netaverk- stæði á Þórshöfn NETAGERÐIN Ingólfur í Vest- mannaeyjum hefur opnað netagerð- arverkstæði á Þórshöfn. Tveir ung- ir Eyjamenn, þeir Ingi Freyr Ág- ústsson petagerðarmaður og Frið- rik E. Ásmundsson nemi í neta- gerð, hafa að undanförnu unnið að því að gera rúmlega 500 fermetra húsnæði við Langanesveg klárt undir starfsemina. Ingi Freyr mun hafa umsjón með daglegum rekstri á Þórshöfn en að öðru leyti er starfseminni stjómað frá Eyjum. Ingi Freyr sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að stefnt væri að því að ráða 5 starfsmenn til viðbótar. Hann sagði hins vegar ekki auðvelt að fá fólk til starfa og að auglýsing á Þórshöfn hafi ekki skilað neinum árangri. „Það er skortur á vinnuafli hér á Þórshöfn og þó við höfum kannski frekar verið að leita að mönnum sem eitthvað kunna fyrir sér í neta- gerð, er það ekkert skilyrði. Menn em fljótir að læra handtökin. Hér er einnig skortur á íbúðarhúsnæði og því er heldur ekki auðvelt að fá aðkomumenn til starfa.“ Mikil þörf fyrir þessa starfsemi Ingi Freyr segir mikla þörf fyrir þessa starfsemi á Þórshöfn, því hing- að til hafí m.a. heimabátar þurft að leita annað eftir aðstoð við veiðar- færi sín. Hann segir að forsvars- menn Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hafi átt fmmkvæðið að því að neta- verkstæði yrði sett upp á staðnum og er húsnæðið við Langanesveg í eigu Hraðfrystistöðvarinnar. Netagerðin á Þórshöfn er þriðja verkstæðið sem Netagerðin Ingólf- ur hefur sett upp á fastalandinu. í desember í fyrra var opnað útibú í Reykjavík og í mars sl. á Fáskrúðs- firði. Lok síldarvertíðar Skipin mega fara fleiri veiðiferðir SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að þeim síldarskipum, sem ekki hafa lokið við að veiða það magn sem þeim var heimilt að landa í tveimur veiðiferðum eftir 31. júlí sl., sé heimilt að skipta því magni á fleiri en tvær veiðiferðir. Ákvörð- unin er tekin að beiðni útgerðar- og vinnsluaðila í því skyni að stuðla að manneldisvinnslu á síld. Ráðuneytið ákvað í lok maí sl. að þau skip sem landað höfðu síld á vertíðinni mættu aðeins fara eina veiðiferð eftir 31. maí og þótti sýnt að þannig næðist leyfílegur heildar- afli íslendinga á veríðinni, 233.000 tonn. Síldveiðarnar gengu hins veg- ar illa í júní vegna brælu og heimil- aði ráðuneytið þá þeim skipum sem lönduðu slatta eftir 31. maí að fara í aðra veiðiferð en samanlagður afli úr veiðiferðunum tveimur mátti ekki fara yfír það magn sem þau höfðu mest landað úr einni veiðiferð á yfirstandandi vertíð. Síldin hentug til vinnslu Mjög litlum síldarafla hefur verið landað síðan í júníbyijun. Fæst síld- arskipin náðu að landa þeim afla sem þeim var heimilt í veiðiferðun- um tveimur og eiga mörg skip eftir að landa talsverðu magni. Samtals eru eftir rúm 25.000 tonn af síld- arkvótanum en samtals nýttu 51 skip sér leyfí til síldveiða á þessari vertíð. Síldin hefur nú náð því stigi þegar hún er hvað hentugust til manneldisvinnslu, er að mestu laus við átu og feit. Menn binda nú von- ir við að síldin fáist innan lögsög- unnar og vilja því freista þess að ná henni til vinnslu og ná að veiða leyfílegan heildarafla. Uppnám í spænska fjölmiðlaheiminum Emkavætt símafyrirtæki kaupir sjónvarpsstöð Malaga. Morgunblaðið. SPÆNSKIR sósíalistar eru æfír af reiði vegna kaupa Telefoniea-síma- fyrirtækisins á Antena 3-sjónvarps- stöðinni. Felipe Gonzalez, fyrrver- andi forætisráðherra Spánar, hefur sakað ríkisstjórn Jose Maria Aznars forsætisráðherra um að seilast til sífellt meiri áhrifa í spænska fjölm- iðlaheiminum til að tryggja að fréttaflutningur sé stjórnvöldum hagstæður. Mjög kom á óvart er skýrt var frá því í liðinni viku að Telefonica-síma- fýrirtækið hefði keypt meirihluta hlutabréfa í Antena 3-sjónvarpsstöð- inni. Telefonica var forðum í nkiseigu en einkavæðingu fyrirtækisins lauk fýrr á þessu ári. Fyrirtækið ræður nú yfir 56% hlutabréfa í sjónvarps- stöðinni ásamt bankafyrirtækjunum Santander og BCH. Lög mæla fyrir um að enginn einn hluthafí megi eiga meira en 25% hlutabréfanna. Hlutabréfín voru í eigu Prensa Regional, sem er fyrirtæki Antonios Asensios, fráfarandi forstjóra og eiganda Antena 3. Talið er að kaup- verðið hafí verið um 25 milljarðar íslenskra króna. Líkt við Fujimori Sósialistaflokkurinn spænski (PSOE), sem er í stjórnarandstöðu, hefur mótmælt kaupunum harðlega. Felipe Gonzaiez, fyrrverandi forsæt- isráðherra Spánar, sagði á sunnudag að með þessu hygðist núverandi rík- isstjórn hafa enn frekari áhrif á frét- taflutning fjölmiðla á Spáni og tryggja að hann reyndist stjórnvöld- Ríkisstjórnin vænd um að seilast til áhrifa í skjóli einka- vinar forsætis- ráðherrans um þóknanlegur. Líkti hann þessum gjörningi við einræðistilburði Al- berto Fujimoris, forseta Perú, sem vændur hefur verið um að ráðast að tjáningarfrelsinu i heimalandi sínu vegna þeirrar ákvörðunar hans að svipta eiganda sjónvarpsstöðvar einnar ríkisfangi sínu vegna gagn- rýnins fréttaflutnings hennar. Sagði Gonzalez að ríkisstjórn Jose Maria Aznars myndi senn ráða 90% fjöl- miðla á Spáni yrði ekki brugðist við. Þessi mikla reiði er einkum til- komin sökum þess að Telefonica lýt- ur nú stjórn Juan Villalonga, sem er einkavinur Jose Maria Aznars. Villalonga var skipaður forstjóri fyr- irtækisins áður en einkavæðingu þess var lokið. Stjórnarandstaðan fullyrðir að hæfni og hæfileikar hafi ekki ráðið er Villalonga var ráðinn forstjóri. Þvert á móti hafí maðurinn það eitt til brunns að bera að vera vinur forsætisráðherrans. Átökin við PRISA Dagblöð og nokkrir fréttaskýrend- ur á Spáni hafa einnig tengt þessa óvæntu rás atburða við átök ríkis- stjórnarinnar og PRISA-fjölmiðla- hópsins, sem m.a. gefur út dagblaðið E1 Pais og er einnig í sjónvarps- rekstri. PRISA átti m.a. samstarf við Antena 3 um nýtingarrétt á beinum útsendingum frá spænskum knatt- spymuvöllum. PRISA hefur löngum tengst Sósíalistaflokknum og hefur ríkisstjómin verið vænd um að beita bolabrögðum af ýmsu tagi í því skyni að koma höggi á samsteypuna. Bent hefur verið á að kaup Telefonica á Antena 3 séu í fullkominni mótsögn við fyrri yfirlýsingar ríkisstjómarinn- ar og Aznars þess efnis að tryggja þurfi eðlilega valddreifingu í fjöl- miðlaheiminum. Hínn frjálsi markaður Aznar forsætisráðherra og undir- sátar hans hafa vísað þessari gagn- rýni á bug. Talsmaður ríkisstjórnar- innar sagði að ekkert væri athuga- vert við kaupin, þau hefðu að öllu leyti farið eðlilega fram og væm í fullkomnu samræmi við reglur hins frjálsa markaðar. Þótt Telefonica hafí nú verið einkavætt hefur fyrirtækið enn einkarétt á rekstri hefðbundinnar símaþjónustu. Samkeppni ríkir hins vegar á Spáni hvað varðar rekstur farsimakerfa. Telefonica hyggst nú hasla sér völl á sviði stafrænna sjón- varpsútsendinga en hart hefur verið deilt um lög þau sem sett hafa verið á þessu sviði og hefur Evrópusam- bandið m.a. séð ástæðu til þess að gera við þau athugasemdir. Frá John Grisham höfundi The Firm The Client og A Time to Kill. HASKOLABIO Er það þess VIRÐI?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.