Morgunblaðið - 01.08.1997, Page 25

Morgunblaðið - 01.08.1997, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 25 AÐSENDAR GREINAR Tryggjum varan- lega velferð í LOK júní sl. funduðu ráðherrar efnahags- og ijármála á Norður- löndum í Noregi m.a. um áhrif þeirra umfangsmiklu aðgerða í rík- isfjármálum sem gripið hefur verið til í löndunum. Ráðherrarnir voru sammála um að ráðstafanirnar hefðu verið forsenda þess að hægt væri að viðhalda þeim velferðar- þjóðfélögum sem einkenna Norður- löndin og þar með að undirbúa þjóð- irnar undir breytta aldurssamsetn- ingu með þeim kostnaði sem því hlýtur að fylgja. í upphafi þessa áratugar gengu íslendingar eins og margar aðrar þjóðir í gegnum efnahagserfiðleika og tímabil stöðnunar. Við þessum aðstæðum var m.a. brugðist með því að treysta stoðir atvinnulífsins og freista þess að veija lífskjör al- mennings. Viðurkennt var að blóm- legt atvinnulíf, fjölgun starfa og aukin verðmætasköpun væri for- senda velferðarkerfis hverrar þjóð- ar. Hluta af auknum þjóðartekjum bæri að verja til velferðarmála, en jafnframt væri mikilvægt að draga úr vaxtabyrði ríkisins og endur- greiða tekin lán. í skýrslu sem tekin var saman á vegum ráðherranna, að frumkvæði Davíðs Oddsonar forsætisráðherra og Göran Persons forsætisráðherra Svíþjóðar, er fjallað um efnahagserf- iðleika Norðurlandanna í byijun þessa áratugar og viðbrögð við þeim. Skýrslan staðfestir að þær ráðstaf- anir sem gripið var til hafi skilað sér í öflugum hagvexti, minnkandi at- vinnuleysi, lækkandi vöxtum og jafnvægi í ríkisfjármálum án þess að tekjudreifing hafi raskast. Alls staðar var gripið til sérstakra að- gerða fyrir þá lakast settu. Nýskipan ber árangur Nýskipan í efnahags- og ríkis- íjármálum hér á landi hefur skilað góðum árangri. Þannig er það stað- reynd að undanfarin tvö ár hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna á ís- landi aukist mun meira en í flestum öðrum löndum. I kjölfar kjarasamn- inga og ráðstafana stjórnvalda í tengslum við þá má jafnframt reikna með að kaupmátturinn auk- ist áfram hraðar á íslandi á næstu árum en í helstu viðskiptalöndum okkar. Atvinnuleysi og verðbólga hafa undanfarin misseri einnig ver- ið minni hér á landi en í þeim lönd- um sem við berum okkur helst sam- an við. Ný verðbólguspá Seðlabank- ans ber með sér að niðurstaðan geti jafnframt orðið hagstæð a.m.k. næstu þijú árin. Ef við erum ekki á varðbergi getur fljótt fjarað undan stöðugleik- anum. Það þarf sterk bein til að þola góða daga og mikilvægt er að skipta ekki meiru en því sem til skiptanna er. Til að varðveita ár- angurinn og tryggja varanlega vel- ferð þarf framtíðarsýn og langtíma- hugsun. Aðgerðir okkar eða aðgerð- arleysi hafa afgerandi þýðingu fyrir velferð komandi kynslóða og margt mælir með því að við notum hluta af núverandi góðæri í þeirra þágu. Varðveisla stöðugleikans Auknum ráðstöfunartekjum fylgja framkvæmdir og vaxandi eftirspurn eftir vöru og þjónustu. Við slík skilyrði er viðfangsefni stjórnvalda að tryggja jafnvægi í þjóðarbúskapnum og hindra að við ætlum okkur um of í atvinnufjár- festingu, einkafjármálum eða þjón- ustu hins opinbera. Mikilvægast er að varðveita jafnvægi á gjaldeyris- og peningamarkaði, halda verðlagi stöðugu og lækka opinberar skuld- ir. Við megum aldrei gleyma að góðærið kom ekki án fyrirhafnar og það er auðvelt að glutra árangr- inum niður. Meiri verðmætasköpun réttlætir ekki að kröfunni um arðsemi og hagræðingu eða forgangsröðun út- gjalda sé vikið til hliðar. Þetta á við um allan rekstur ekki síst í vel- ferðarkerfinu þar sem víða hafa átt sér stað ótrúlegar tækninýjungar og framfarir í kjölfar nýrrar þekk- ingar. Aukin hagsæld getur þannig Meiri verðmætasköpun réttlætir ekki, segir Friðrik Sophusson, að kröfunni um arð- semi, hagræðingu og forgangsröðun útgjalda sé vikið til hliðar. aldrei leyst veitendur velferðarþjón- ustunnar undan því að virða hinar fjárhagslegu skorður og tileinka sér ný vinnubrögð, skýrar leikreglur og ákveðna verkaskiptingu. Varanleg lausn felst ekki í fjárveitingum umfram eðlilega hlutdeild í auknum þjóðartekjum, meiri skuldsetningu ríkisins eða sífellt aukinni skatt- heimtu á heimilin. Skipting þjóðarkökunnar Auknar þjóðartekjur verða til í atvinnulífinu og því er mikilvægt að búa fyrirtækjunum jöfn og góð starfsskilyrði í alþjóðlegri sam- keppni. Velferðarkerfið verður aldr- ei öflugra en atvinnulíf hvers lands leyfir. Þrátt fyrir aðhald í ríkisfjármál- um hafa framlög til heilbrigðis- og tryggingamála hækkað umtalsvert undanfarin tvö ár. Þannig hafa stjórnvöld varið hluta af auknum þjóðartekjum til velferðarmála um leið og þau hafa undirstrikað mikil- vægi þess að draga úr vaxtabyrði og skuld- setningu ríkisins. Tekjuskattur hefur verið lækkaður og at- vinnuleysisbætur og bætur almannatrygg- inga hafa hækkað umtalsvert umfram al- mennt verðlag. Þannig munu þær hækka á þessu ári um 8,7% á sama tíma og laun hækka að meðaltali um 5,5-6% og verðlag um 2%. Stjórnvöld hafa þar að auki gripið til að- gerða til að draga úr jaðaráhrifum innan al- mannatryggingakerfisins. Viðmið- unarmörk vegna svokallaðra frekari uppbóta voru hækkuð sérstaklega sl. vor og í stað niðurfellingar af- notagjalds útvarps og fastagjalds síma var heimilisuppbót hækkuð og öllum lífeyrisþegum veittur 20% afsláttur á afnotagjaldi útvarps. Auk þess mun félagsleg íjárhagsað- stoð frá sveitarfélögum ekki skerða bætur almannatrygginga frá og með 1. september nk. Skipting þjóðarkökunnar er að mörgu leyti vandasamari þegar vel árar en á samdráttartímum og að sjálfsögðu er það sígilt umræðuefni hvort einhver hópur hafi borið meira úr býtum en aðrir. Þeir eru hins vegar fáir sem hafa ekki notið yfir- standandi góðæris í einhverjum mæli og hluti þess hefur auðvitað runnið til velferðarkerfisins. Það er einnig athyglisverð staðreynd, að hvergi í heiminum er minni tekju- munur milli heimila en á íslandi. Veiferð til frambúðar íslenska þjóðin er tiltölulega ung í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta skýrir m.a. hvers vegna okkur hefur tekist að byggja upp og viðhalda velferðarkerfi sem er meðal þeirra bestu í heimi. Breytt aldurssam- setning þjóðarinnar mun væntan- lega leiða til þess að einungis þrír íslendingar á vinnufærum aldri verða á bak við hvern lífeyrisþega árið 2030, en í dag eru u.þ.b. sex manns á vinnufærum aldri á bak við hvem lífeyrisþega. Til þess að undirbúa okkur undir þessar breytingar þarf að efla langtímasparnað og samræma lífeyrissjóða- kerfið og lífeyrisbóta- kerfi hins opinbera. Auðvelda verður þeirri kynslóð sem nú er á vinnumarkaði að spara og leggja til hliðar m.a. í lífeyrissjóði til þess að hún geti sjálf staðið undir stærri hluta vel- ferðarútgjalda framtíð- arinnar. Vaxandi hlut- verk lífeyrissjóðanna fyrir sífellt fleiri lífeyr- isþega er nauðsynleg forsenda þess að framlög almanna- tryggingakerfisins gagnist fyrst og fremst þeim, sem verst eru settir. Stefnt er að því að setja ný lög um starfsemi lífeyrissjóða á næsta þingi. í kjölfar nýrra laga um Líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins, sem tóku gildi í upphafi þessa árs, munu lífeyrismál opinberra starfsmanna smám saman komast í viðunandi horf. Nokkrir almennir lífeyrissjóðir hafa einnig vegna góðrar afkomu að undanförnu verið að auka rétt- indi félagsmanna sinna. Öflugir líf- eyrissjóðir stuðla þannig að lang- tímasparnaði og opna möguleika á breyttum áherslum í almannatrygg- ingakerfinu. Lífeyristryggingar hins opinbera eiga að vera eins konar öryggisnet fyrir þá sem búa við skerta starfsorku eða hafa af einhverjum ástæðum misst fótanna og fá ekki úrlausn annars staðar. Öll viljum við að á íslandi verði áfram velferðarþjóðfélag. Til þess að svo geti orðið þarf að myndast sátt milli kynslóða um að þróa vel- ferðarkerfið hægt og rólega og án byltingakenndra breytinga. Á næstu áratugum verður áfram stefnt að því marki að tekjur á starfsævinni dugi að mestu fyrir lífeyri til æviloka. Með því að læra af reynslu annarra þjóða og bregð- ast rétt við getum við tryggt varan- lega velferð hér á landi. Höfundur er fjármálaráðherra. Friðrik Sophusson Aldrei rétti tíminn EVRÓPUSAMBANDIÐ er sem óðast að breytast í eins konar alts- heijarsamtök Evrópuþjóða. Sam- bandið hefur nú fyrir sitt leyti sam- þykkt inngöngu sex nýrra landa í næstu umferð. Það eru Pólland, Tékkland, Ungveijaland, Eistland, Slóvenía og Kýpur. Síðustu löndin þijú eru litlu fjölmennari en ísland: Eistlendingar eru aðeins 1 milljón, Slóvenar 2 milljónir og Kýpurbúar 700.000. Þeim þykir fólksfæð ber- sýnilega ekki vera frágangssök. Meðalmannfjöldi Evrópusambands- ríkjanna minnkar við þessa útvíkk- un úr 25 milljónum niður undir 20. Sambandið er að breytast í smá- ríkjabandalag. Það hefur verið sérstaklega fróð- legt að fylgjast með Eistum. Þeir lögðu allt kapp á að komast inn. Þeir stofnuðu t.a.m. sendiráð í flest- um eða öllum ríkjum sambandsins, einnig í smáríkjunum, og sendu þangað einvala sveit sendiherra og annarra starfsmanna til að afla stuðnings við umsókn Eistlands. Það tókst. Þetta skyldu þeir hug- leiða, sem halda, að utanríkisþjón- usta skipti engu máli á okkar dög- um og henti helzt sem hressingar- heimili handa lúnum flokksgæðing- um. I. Ólíku saman að jafna Við Islendingar þurfum nú að horfast í augu við þá bláköldu stað- reynd, að við erum búnir að missa af lestinni, án þess að fólkið í land- inu hafi fengið nokkurt tækifæri til að fjalla um málið á stjórnmála- vettvangi. Með sama áframhaldi verður Albanía komin inn í Evrópu- sambandið (ESB) á undan okkur. Þá verðum við væntanlega einir eftir fyrir utan ásamt Norðmönnum og Svisslendingum, nema þeir verði þá búnir að skipta um skoðun. (Um Möltu er ekki gott að segja, því að þeir eru nýbúnir að draga aðildar- umsókn sína til baka.) Hér er þó ólíku saman að jafna. Erlend samkeppni, segir Þorvaldur Gylfason, er bezta leiðin til að efla hagkvæmni og snúa halla í hagnað. Norðmenn þaulræddu hugsanlega aðild að ESB að frumkvæði ríkis- stjórnarinnar og efndu til þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið. Báðir stærstu stjórnmálaflokkarnir, jafn- aðarmenn og íhaldsmenn, og flest helztu hagsmunasamtök landsins voru hlynnt aðild, þar á meðal þá- verandi sjávarútvegsráðherra. Eigi að síður ákváðu Norðmenn að ganga ekki inn. Svisslendingar afréðu með líku lagi að hafna aðild að Evrópska efnahags- svæðinu (EES), svo að umsókn þeirra um að- ild að ESB var þá lögð til hliðar. Hér heima hefur hugsanleg aðild íslands að ESB á hinn bóginn ekki verið rædd að neinu ráði. Málið er ekki á dagskrá skv. einhliða ákvörðun stjórnmálamanna, sem hafa þó aldrei sýnt nein merki þess, að þeir hafi sett sig inn í málið og hafa beinlínis þvælzt fyrir öflun nauðsynlegra upplýs- inga um kosti og galla hugsanlegrar aðildar íslands. Þjóðin má þakka fyrir, að hún laut ekki þvílíkri forustu, þegar hún þurfti að taka afstöðu til inn- göngunnar í Atlantshafsbandalagið á sínum tíma. Eina leiðin til að komast að því, hvort kostirnir við aðild íslands að Evrópusambandinu eru meiri eða minni en gallarnir, er að leggja inn umsókn og athuga, hvaða kjör okkur bjóðast, og taka síðan ákvörðun um málið, helzt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessari leið hefur verið hafnað. Það blasir nú við, að einu mikilvægasta hags- munamáli þjóðarinnar frá stofnun lýðveldisins hefur verið ráðið til lykta án nokkurs samráðs við fólkið í landinu. Hér kunna okkur að hafa orðið á afdrifaríkustu mistök í utan- ríkismálum okkar allan lýðveldis- tímann. II. Brigðult tímaskyn Hvernig gat þetta gerzt? Það er vitað, að meirihluti þjóðarinnar var hlynntur inngöngu í ESB fyrir fá- einum árum, þegar önnur Norður- lönd voru að undirbúa aðildarum- sóknir sínar. Vandleg skoðanakönn- un Félagsvísindastofn- unar Háskólans árið 1990 sýndi þetta, svo að ekki varð um villzt. Það er einnig vitað, að mikill hluti forsvars- manna fyrirtækjanna í landinu, einkum í iðn- aði, verzlun og þjón- ustu, kýs aðild, alveg eins og annars staðar á Norðurlöndum. Þetta kom m.a. fram í könn- un Samtaka iðnaðarins fyrir nokkru. Eina umtalsverða andstaðan á vettvangi atvinnulífsins kemur úr röðum útvegsmanna. Þeir óttast samkeppni. E.t.v. var ekki von á öðrum við- brögðum frá atvinnuvegi, sem hefur yfirleitt verið á hvínandi kúpunni, þegar á heildina er litið, svo lengi sem elztu menn muna. Erlend sam- keppni er einmitt bezta leiðin til að efla hagkvæmni og snúa halla í hagnað. Hagsaga íslands er vörðuð mistökum að undirlagi þeirra, sem kjósa innilokun af ótta við erlenda samkeppni. Þessi glappaskot voru þó yfirleitt aðeins tímabundin, sem betur fer. Það var tímaskynið, sem brást. Einmitt þetta er að gerast í Evr- ópumálinu nú. Að reyna að fá ís- lenzka stjórnmálamenn til að taka það mál á dagskrá er eins og að biðja ungling að taka til í herberg- inu sínu; það er aldrei rétti tíminn. Hér er það þó ekki bara tíma- skynið, sem bregzt, heldur einnig hugrekkið. Ég þekki fjölda fólks, sem er hlynnt inngöngu íslands í Evrópusambandið, hlynnt veiði- gjaldi, hlynnt auknum innflutningi landbúnaðarafurða, hlynnt því að ryðja stjórnmálamönnunum burt úr bankakerfinu og þannig áfram — og þorir ekki að segja það. Sumir þessara manna sitja á Alþingi. III. „Höfuðóvinir sjálfstæðis og fullveldis" Halldór Laxness hafði sömu sögu að segja fyrir næstum hálfri öld: Það er ekki óalgengt viðkvæði hér á landi nú á dögum, þegar tal- ið berst að nauðsyn þess að marka stefnu Islands sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis í einhveiju máli, að menn segja svo: „Ég er þessu máli fylgjandi í hjarta mínu og ég skal reyna að styðja það svo lítið ber á, en ég vil ekki láta bendla mig við það opinberlega, því þá getur verið að ég fái ekki stöðuna sem ég er að hugsa um, ellegar missi þá stöðu sem ég hef; að mér verði synjað um lán sem ég þarf að fá; eða fái ekki að fara til Ámeríku og verði meira að segja kanski skamm- aður í blöðunum.“ Það eru heimildir fyrir því að barátta Jóns Sigurðssonar og sam- herja hans hafi ekki í fyrsta lagi verið háð við hina erlendu nýlendu- stjórn, heldur einkum og sérílagi við þá menn hér heima á íslandi sem hugsuðu og töluðu einsog þeir sem ég nú vitnaði til. Menn af þessu tagi eru höfuðóvinir sjálfstæðis og fullveldis þjóðar sinnar, ... af því að þeir eru hræddir við að fylgja því sem þeir vita rétt. Það er hörmu- legt þegar menn fara að líta á embætti sín, stöður eða lánstraust sem gýligjafir sér til handa fyrir að fylgja fram því sem þeir vita að er rángt. Þegar einhver álitlegur hópur manna í frammáliði þjóðar hefur þannig mist hið innra sjálf- stæði, glatað hugmyndinni um manngildi, þá er ekki góðs að vænta. Höfundur er prófessor. Þorvaldur Gylfason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.