Morgunblaðið - 01.08.1997, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 33 <
ÓLAVÍA STEINUNN
SVEINSDÓTTIR
+ Ólavía Steinunn
Sveinsdóttir
fæddist 4. septem-
ber 1928 í Arnar-
dal, Eyrarhreppi,
N-ísafjarðarsýslu.
Hún Iést að heimili
sínu að Borgar-
hrauni 6 í Grinda-
vík 25. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru þau
Sveinn Sigurður
Sigurðsson, útvegs-
bóndi í Arnardal,
fæddur 10. júlí
1888, dáinn 16. júlí
1972, og Hólmfríður Sigríður
Krisljánsdóttir, fædd 5. nóvem-
ber 1891, dáin 17. nóvember
1961. Sveinn var tvígiftur og
var fyrri kona hans Guðríður
Geirmundsdóttir. Hálfsystkini
Ólavíu voru Jón Guðmundur
Sveinsson, fæddur 27. nóvem-
ber 1908, dáinn á fyrsta ári,
Össur Sveinsson, fæddur 22.
desember, dáinn á fyrsta ári,
Sigurður Sveinsson, fæddur 20.
apríl 1912, dáinn á fyrsta ári,
Viktoría Júlía Sveinsdóttir,
fædd 14. apríl 1913, Pálmi
Sveinn Sveinsson, fæddur 28.
september 1914, dáinn 17. júní
1992. Alsystkini voru María
Júlíana Sveinsdóttir, fædd 14.
febrúar 1915, Sigurður Sveins-
son, fæddur 17. september
1916, dáinn 10. nóvember 1944,
Krislján Bjarni Sveinsson,
fæddur 15. nóvember 1917,
dáinn 18. desember 1991, Hall-
dóra Sveinsdóttir, fædd 29.
september 1919, dáin 19. des-
ember 1985, Anna Guðrún
Sveinsdóttir, fædd 2. apríl 1921,
dáin 30. desember 1971, Þor-
gerður Sveinsdóttir, fædd 4.
maí 1930, Unnur Kolbrún
Sveinsdóttir, fædd
28. apríl 1934.
Ólavía giftist 31.
júlí 1955 Krist-
mundi Herbert Her-
bertssyni renni-
smið, fæddum 8.
ágúst 1933 í Reykja-
vík, syni Ernst Her-
bert Kummer frá
Leipzig í Þýska-
landi og Kristínar
Þóru _ Kummer.
Börn Ólavíu og
Kristmundar eru:
Kristín Hallveig
Kristmundsdóttir,
gift Sverri E. Ragnarssyni. Þau
eiga eitt barn. Herdís Krist-
mundsdóttir Easton, gift Marn-
en Peter Easton. Þau eiga þrjú
börn. Þór Kristmundsson,
kvæntur Unni Baldvinsdóttir.
Þau eiga fjögur börn. Haraldur
Hólmar Kristmundsson, fædd-
ur 28. febrúar 1963, dáinn 16.
júlí 1971. Sigurður Amar Krist-
mundsson. Unnusta hans er
Ragnheiður Guðmunda Eyjólfs-
dóttir. Jóhann Kristmundsson,
kvæntur Svövu Guðfinnsdóttur.
Þau eiga tvö böm.
Ólavía lauk námi frá Hjúkr-
unarskóla íslands árið 1950 og
námi frá Ljósmæðraskólanum
árið 1951. Hún starfaði lengst
af sem hjúkrunarkona og \jós-
móðir í Grindavík, eða frá 1951
til 1959 og aftur frá 1965 til
1997, þar af sem hjúkrunarfor-
stjóri frá 1986. Hún starfaði við
Kristneshæli veturinn 1951-52
og sem hjúkrunarkona og ljós-
móðir við sjúkraskýlið í Bol-
ungarvík á ámnum 1960 til
1965.
Útför Ólavíu fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14:00.
Við andlát elskulegrar systur
minnar koma í huga minn margvís-
legar minningar frá æskudögum
heima í Arnardal. Ein þeirra rís
ofarlega í huga mínum. Lóa var á
íjórða ári er henni var tvívegis
bjargað frá drukknun. Vatnavöxtur
var mikill í ánni skammt frá bænum
okkar, Heimabæ, Lóa læddist niður
að ánni til að skoða heiminn og
datt í ána. Gömul kona kom í þeim
svifum og náði henni úr ánni.
Seinna skiptið var það sjórinn í öllu
sínu veldi, en Heimabær er nálægt
sjónum. Logn var þennan dag og
sólskin en brimöldur miklar eftir
óveður. Búið var að leita svo mikið
að telpan var talin látin, sama
gamla konan kom henni til bjargar
aftur, en hún var á gangi með sjón-
um að næsta bæ og varð litið í fjör-
una og sér þá hvar telpan er að
horfa á brimið sem var næstum því
búið að taka hana til sín. Þar sem
hún fannst var áður búið að leita.
Við eldri systkini hennar gerðum
okkur í hugarlund að hennar hlyti
að bíða mikið verkefni á lífsleið-
inni, það reyndist meira en hugar-
burður. í æsku var Lóa mjög bók-
hneigð og fróðleiksfús og allt sitt
líf sótti hún þroska sinn í lestur
góðra bóka þegar stundir gáfust frá
annríki. Snemma beygðist krókur-
inn að því sem verða vildi, eftir
almenna unglingamenntun hafði
hún mikla löngun til að læra hjúkr-
un. Draumur hennar varð að veru-
leika, _hún innritaðist í Hjúkrunar-
skóla íslands og tók próf með ágæt-
iseinkunn, síðan langaði hana að
bæta við sig námi í ljósmóðurfræð-
um, það gekk líka að óskum, hún
lauk því námi með sóma. Ólavía var
fyrsti hjúkrunarfræðingurinn hér á
landi sem útskrifaðist með ljósmóð-
urfræðipróf. Henni var gefið nafnið
hjúkrunarljósmóðir og heiðruð að
loknu námi með peningagjöf frá
Hjúkrunarskóla íslands.
Að loknu námi vann hún eitt ár
á Elliheimilinu Grund í Reykjavík.
Árið 1950 var hún ráðin hjúkrunar-
ljósmóðir við Heilsugæslustöðina í
Grindavík. Eftir margra ára starf
þar réðst hún til starfa í Bolungar-
vík og var þar í fimm ár, með bama-
hópinn sinn sex að tölu, en maður
hennar vann í Reykjavík. Vel mátti
sjá að hennar var saknað í Grinda-
vík, þar var henni haldið skilnaðar-
hóf og hún leyst út með peninga-
gjöf og áletruðum silfurskildi frá
mæðmm barnanna sem hún hafði
tekið á móti. Eftir fimm ár í Bolung-
arvík sneri hún aftur til starfa til
Grindavíkur. Þar hefur hún starfað
í fjörutíu ár mestallan sinn starfs-
aldur. Ólavía var fyrir nokkmm
ámm skipuð hjúkmnarforstjóri og
hélt því starfi áfram þar til fyrir
einu og hálfu ári er hún sagði starfí
sínu lausu vegna banvæns sjúk-
dóms sem hún hefur þjáðst af síð-
astliðin þijú ár.
Öllu mótlæti tók Ólavía með stakri
ró og æðmleysi, vann við hjúkmn
þar til kraftar hennar leyfðu ekki
meir. Heimili sínu sinnti hún með
ljúfmennsku og prýði þar til máttur-
inn þvarr. Hún var gædd þeim sér-
staka eiginleika að vera sífellt að
miðla öðmm, öllum sem þekktu
Ólavíu var ljóst að hún hafði fengið
óvenjulega mikla hæfíleika í vögg-
ugjöf. Atorka hennar var með ólík-
indum enda hefur hún unnið allt
starf í trú á_ handleiðslu skapara
okkar. Þegar Ólavía og Kristmundur
Herbert misstu elskulegan son sinn,
sem dmkknaði í Grindavíkurósi 16.
júlí 1971, var eins og hún væri að
búa hann undir nætursvefn, svo
mikill friður var yfír hjónunum á
þessari sorgarstund að ekkert nema
sterk guðshönd gat gefíð þá birtu.
Ólavía og Kristmundur Herbert
hafa lagt mikla rækt við garðinn
sinn þegar stund hefur gefist. Hún
fór iðulega á fætur milli fímm og
sex á morgnana til að sinna garðin-
um áður en hún fór til vinnu á
Heilsugæslustöðinni. Vinnan í garð-
inum var henni algjör heilsulind
enda ber hann þess merki og er
mjög fallegur. Hún naut þess í garð-
vinnunni að hugsa heim til æsku-
stöðvanna og setja minningar sínar
saman í ljóðaformi og læt ég fylgja
nokkrar línur um hug hennar til
æskuáranna.
Ég man það svo glöggt og minnist
hve magnþrunginn dularkraftur
sveif yfir vötnum þar vestra
er voraði í dalnum aftur.
Og nú þegar hugsa ég héðan
heim þar sem gerðist mín saga
á heiðríku kvöldi ég horfði
til hafsins og sólarlagsins.
Ólavía var mikil hamingjukona,
hún naut mikils ástríkis eiginmanns
síns og sinna mörgu mannvænlegu
barna. En stærsta hamingjuupp-
sprettan var þó sú, að henni sjálfri
var í bijóst lögð gjöfín dýrmæta,
kærleikurinn sem ekki leitar síns
eigin.
Um leið og ég og fjölskylda mín
vottum Kristmundi Herbert, börn-
um, barnabörnum og öðrum að-
standendum Ólavíu okkar dýpstu
samúð, óskum við þess að þrátt
fyrir sáran söknuð muni minningin
um þessa yndislegu og gjöfulu konu
lifa og ylja um ókomin ár.
Blessuð sé minning hennar.
María Sveinsdóttir.
Það var að sumri til fyrir 50
árum, að við komum saman lítill
hópur ungra stúlkna sem allar áttu
það sameiginlegt að hefja hjúkrun-
arnám.
Það var skemmtileg tilviljun að
ég lenti í herbergi með tveim vest-
firskum stúlkum, annarri frá Suð-
ureyri, Súgandafírði, en hinni frá
Amardal, Norður-ísaijarðarsýslu,
og er það hin síðamefnda Ólavía
Sveinsdóttir, sem kölluð var Lóa,
sem ég vil minnast.
Það eru margar minningar
tengdar þessum tíma, - árunum á
Landspítalanum, - vem okkar á
Sjúkrahúsi Akureyrar og Kristnes-
hæli, þar sem „hvíti dauðinn" lagði
að velli unga sem aldna. Við unnum
mikið, tókumst á við sorgina og
fundum fyrir gleðinni þegar vel
gekk. Saman skemmtum við okkur,
höfðum yndi af ljóðum, bókum og
tónlist.
Eftir útskrift unnum við Lóa
saman á Kristneshæli, þá vom
berklalyfin komin með vonina og
batann.
Þá skildu leiðir. Nokkra síðar
gekk Lóa í hjónaband með Krist-
mundi Herbert Herbertssyni. Þeim
varð sex bama auðið, en urðu fyrir
þeirri sám sorg að missa átta ára
dreng af slysförum.
Lóa er fyrsti íslenski hjúkmnar-
fræðingurinn sem tók próf í ljós-
móðurfræðum eftir hjúkmnamám
og hefur hún unnið við hjúkmnar-
og ljósmóðurstörf á Blönduósi, Bol-
ungarvík og í Grindavík og síðast
sem hjúkmnarforstjóri við heilsu-
gæslustöðina þar.
Eftir að ég flutti til Reykjavíkur
árið 1968 höfum við nokkrar hjúkr-
unarkonur sem vomm saman í námi
oft komið saman - við verðum
ungar á ný, við hverfum aftur til
þess tíma þegar við klæddumst bláa
kjólnum og hvítu blæjunni.
Síðustu árin hafa verið erfið, sem
hetja hefur Lóa staðið sig í miklum
veikindum, umvafín elsku eigin-
manns, bama og trúnni á Guð, sem
var svo sterkur þáttur í öllu hennar
lífí og starfi.
Og nú er dagur að kveldi kom-
inn, - en aftur rís hann bjartur og
fagur, - vekur blómin í garðinum
sem henni þótti svo vænt um, - á
sama hátt og hún umvafði með
hlýju og kærleika allt sem henni
var trúað fyrir.
Ég kveð þig kæra vinkona. Guð
blessi þig og styrki fjölskyldu þína,
- sem þér var svo kær.
Herdís Helgadóttir.
Með nokkrum orðum langar mig
til þess að minnast samstarfskonu
minnar og vinkonu, Ólavíu Sveins-
dóttur, hjúkranarforstjóra Heilsu-
gæslustöðvarinnar í Grindavík.
Ólavía var fædd og uppalin í Am-
ardal í Eyrarhreppi í Norður-ísa-
fjarðarsýslu og var af hinni kunnu
Ámardalsætt. Ung að ámm ákvað
hún að gera hjúkmn að ævistarfi
og settist í Hjúkmnarskóla íslands
árið 1947. Þaðan brautskráðist hún
haustið 1950. Þá fór hún í Ljósmæð-
raskóla íslands og lauk þaðan námi
haustið 1951. Hún var fyrsti hjúkr-
unarfræðingurinn hér á landi, sem
lauk námi í ljósmóðurfræðum að
loknu hjúkmnamámi og hlaut fyrir
það viðurkenningu frá Hjúkmnarfé-
lagi íslands.
Fyrstu árin starfaði Ólavía við
Kristnesspítala, Héraðshæli Aust-
ur-Húnvetninga á Blönduósi,
Sjúkraskýlið í Bolungarvík og sem
héraðshjúkmnarfræðingur og ljós-
móðir í Grindavík. í Grindavík starf-
aði hún frá 1952 til 1959 og síðar
samfellt frá árinu 1965. Fyrstu árin
í Grindavík starfaði Ólavía að mestu
leyti ein, en læknar komu frá Kefla-
vík og skiptust á um að hafa þar
móttöku. Sem eini heilbrigðisstarfs-
maðurinn með fasta búsetu í
Grindavík þurfti Ólavía að sinna
margs konar störfum, svo sem slys-
um og annarri skyndihjálp. Grinda-
vík er og var útgerðarbær með
mikla fískverkun og oft þurfti Ólav-
ía meðal annars að sauma skurði
og draga öngul úr sári, auk fæðing-
arhjálpar og heimahjúkmnar. Segja
má að hún hafí þau ár verið á vakt
allan sólarhringinn og gegnt útköll-
um á nóttu sem degi. Aldrei tók
hún greiðslu fyrir útköll eða yfír-
vinnu, hvorki þá né síðar, er farið
var að greiða fyrir þau störf.
Starfsaðstöðu hafði Ólavía í hús-
næði hreppsins í Borgarhrauni 6.
Árið 1975 var því húsnæði breytt í
heilsugæslustöð sem heyrði stjóm-
unarlega undir Heilsugæslustöð
Suðumesja í Keflavík. Árið 1983 var
ákveðin með lögum búseta læknis í
Grindavík, en læknar frá Heilsu-
gæslustöð Suðumesja í Keflavík
sinntu þó læknisþjónustu þar áfram
fyrstu árin. Árið 1986 settist læknir
að í Grindavík, og árið 1988 var
heilsugæslan flutt í nýtt húsnæði á
Víkurbraut 62. Þá var staða Ólavíu
orðin að stöðu hjúkranarforstjóra
og þeirri stöðu gegndi hún til ævi-
loka. Síðustu árin barðist hún við
hinn banvæna sjúkdóm krabbamein,
starfaði þó á meðan stætt var og
lauk æviskeiði sínu æðmlaus, sátt
við Guð og menn.
Ólavía hlaut ýmiss konar viður-
kenningar fyrir störf sín frá kvenfé-
lögum og sveitarstjómum. Hún
hafði mikinn áhuga á öllu forvarn-
arstarfí og seinni árin sótti hún
námskéið í heilsugæslu. Hún var
alla tíð mjög samviskusöm og fóm-
fús í starfí. Greind kona og heil-
steypt, vel lesin, hagmælt og ljóð-
elsk og hafði fastmótaðar skoðanir
á mönnum og málefnum. Ólavía var
mjög trygglynd og vinur vina sinna.
í hinum löngu veikindum naut
Ólavía stuðnings manns síns, Krist-
mundar Herberts Herbertssonar og
bama og var umvafín ástúð og
umhyggju. Mest mæddi þó á manni
hennar, sem vék ekki frá henni all-
an sólarhringinn, og uppfyllti þá
ósk hennar að mega deyja heima.
Hann sýndi þar mikla fómfysi og
drenglund.
Ég kveð Ólavíu með söknuði og
bið henni guðsblessunar. Ættingj-
um hennar sendi ég samúðarkveðj-
ur.
Jóhanna Bryiýólfsdóttir.
Það er komið að leiðarlokum hjá
Ólavíu vinkonu minni, en hún var
búin að beijast eins og hetja við
illvígan sjúkdóm í marga mánuði.
Herbert, bömin og fjölskyldur
þeirra gerðu allt sem þau gátu til
að léta henni lífið í þessu þunga
veikindastríði.
Þegar kær vinur kveður, flögra
minningarnar fram, ein af annarri.
Sjónarsviðið er Grindavík í bytjun
6. áratugarins, lítið yndislegt físki-
þorp þar sem allir þekktust og dag-
legt líf í nokkuð föstum skorðum.
Þar var komin ung kona, falleg
með mikið rautt hár og meira að
segja hjúkrunarkona og Ijósmóðir.
Ég, lítil 7 ára stúlka, fylltist lotn-
ingu fyrir þessari nýkomnu konu
sem ég seinna átti eftir að kynnast
betur og passa fyrir hana og Her-
bert þijú elstu bömin þeirra. Svona
er mín fyrsta minning um Ólavíu
sem kom ung kona til Grindavíkur
og starfaði þar fyrst sem hjúkrunar-
fræðingur og ljósmóðir og síðar við
heilsugæslustöðina allt þar til hún %
veiktist. Ég hef oft hugsað um það
síðan ég varð fullorðin þvílíku grett-
istaki Ólavía lyfti, enginn læknir
var í Grindavík á þessum árum og
allir settu traust sitt á hana, sem
stóð eins og klettur fumlaus og
ákveðin og lagði oft nótt við dag.
Hún var yndisleg manneskja,
traust, gáfuð og brautryðjandi í
heilbrigðismálum í Grindavík. Ég
vil þakka henni alla hjálpsemina og
óijúfandi vináttu við mig og for-
eldra mína á liðnum árum.
Elsku Herbert, börn, tengdabörn ^
og barnaböm, innilegar samúðar-
kveðjur. Minningin mun lifa, björt
og fögur.
Margrét Valdimarsdóttir.
Afmælis-
og minn-
ingar-
greinar
MIKILL fyöldi minningargreina
birtist daglega í Morgunblað-
inu. Til leiðbeiningar fyrir
greinahöfunda skal eftirfarandi
tekið fram um lengd greina,
frágang og skilatíma:
Lengd greina
Um hvern einstakling birtist
ein uppistöðugrein af hæfílegri
lengd á útfarardegi, en aðrar
minningargreinar um sama ein-
stakling takmarkast við eina
örk, A-4, miðað við meðallínu-
bil og hæfílega línulengd, - eða
2200 slög (um 25 dálksenti-
metrar í blaðinu). Tilvitnanir í
sálma eða ljóð takmarkast við
eitt til þijú erindi.
Formáli
Æskilegt er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Undirskrift
Greinarhöfundar em beðnir
að hafa skímamöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Frágangur og móttaka
Mikil áherzla er lögð á að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textamenferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. „
Þá er ennfremur unnt að'
senda greinar í símbréfi - 569
1115 - og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Vinsamlegast
sendið greinina inni í bréfínu,
ekki sem viðhengi.
Skilafrestur
Eigi minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útmnninn eða
eftir að útför hefur farið fram,
er ekki unnt að lofa ákveðnum
birtingardegi.
t
I