Morgunblaðið - 01.08.1997, Síða 48

Morgunblaðið - 01.08.1997, Síða 48
48 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP SAGA FILM hefur stórt stúdíó sem mikið er notað fyrir gerð auglýsinga. EGILL Eðvaldsson við vinnu í myndveri Saga film. Að sjá hlutina í víðu samhengi Flestir íslendingar kannast við kvikmynda- fyrirtækið Saga fílm, sem hefur verið afkastamikið í fram- leiðslu sjónvarpsefnis hér á landi. Hildur Loftsdóttir tók hús á Jóni Þór Hannessyni framkvæmdastjóra sem talaði um uppgang í iðnaðinum. Morgunblaðið/Arnaldur JÓN ÞÓR Hannesson í fyrirtæki sínu, Saga film. SAGA FILM var stofnað 1978 af þeim Jóni Þór og Snorra Þórissyni eftir að þeir höfðu starfað saman um nokkurt skeið. Eitt af fyrstu verkefnunum var mynd Hrafns Gunnlaugssonar um Lilju eftir sögu Halldórs Laxness. Fyrirtækið framleiddi einnig Óðal feðranna árið 1980 og síðan kvikmyndina Húsið eftir Egil Eðvaldsson árið 1983. Á síðari árum hefur fyrir- tækið sérhæft sig í sjónvarpsaug- lýsingum og dagskrárgerð. íslendingar vilja sjá íslenskt sjónvarpsefni Atvinnumöguleikar kvikmynda- gerðarmanna hafa oft verið tak- markaðir hér á landi og hófum við Jón Þór samtalið á því vandamáli. „Flestir þeirra eiga sér fyrir- vinnu ef hægt er að segja svo. Það er þá maki eða aukavinna sem gerir þeim kleift að stunda þetta tómstundagaman sem kvikmynda- gerðin er,“ sagði Jón Þór. „Við í Saga film teljum að dag- skrárgerð eigi framtíði fyrir sér í þessu landi. í fyrsta lagi komast sjónvarpsstöðvarnar ekki upp með annað en að vera með íslenskt efni á dagskrá, því íslendingar vilja horfa á íslenskt efni. í öðru lagi vegna þess að það verður alltaf ódýrara fyrir þær að kaupa tilbún- ar myndir af sjálfstætt starfandi aðilum í stað þess að framleiða þær sjálfar. Sjónvarpsstöðvar eiga ein- göngu að vera ritstjórar þess sem sent er út. Þannig eru flestar sjón- varpsstöðvar byggðar upp úti í hinum stóra heimi. Þar er frétta- þátturinn eina innanhússfram- leiðslan og ég trúi því að þannig muni það verða hér á Iandi. Byij- unin á því er Morgunsjónvarpið, sem Saga film mun framleiða. Það er fyrsta viðamikla verkefnið sem ekki er framleitt innan sjónvarps- stöðvar þannig að þetta virðist vera á réttri leið. Það er til mikið af góðu fagfólki í landinu sem fær ekki að njóta sín vegna þessa smáa markaðar og þar sem sjónvarpsstöðvamar hafa hreinlega ekki haft bolmagn til þess að kaupa almennilegar heimildarmyndir," sagði Jón Þór Hannesson. Erlendur markaður „Innlend framleiðsla verður að vera seljanleg erlendis til þess að auka atvinnumöguleika þessa fólks. Séríslenskar myndir verður þó að halda áfram að framleiða til þess að styrkja menninguna í landinu. íslenskir kvikmyndagerðarmenn þurfa bara að venja sig á að sjá hlutina í víðara samhengi. Ef verið er að vinna að heimildarmynd þarf hún að geta selst eða vakið áhuga a.m.k. á Norðurlöndum, en helst á alþjóða vísu. Saga film er með mjög vandaðar heimildarmyndir í fram- leiðslu sem eru ætlaðar erlendum markaði jafnt sem íslenska markað- inum. Þar má nefna athyglisverða náttúrumynd um skúminn. Einnig viðmikla mynd um Vatnajökul, sem þegar hefur tekið þrjú ár í vinnslu, og í undirbúningi er mynd um há- lendi íslands sem einnig mun taka 2-3 ár í framleiðslu. Auk þess erum við að leggja lokahönd á heimildar- mynd um Kristján Davíðsson list- málara sem varð áttræður fyrir skömmu. Þessi alþjóða heimildarmynda- markaður er hungraður, eftir- spurnin eftir heimildarmyndum er alltaf að aukast, sérstaklega með tilkomu „sérstöðvanna“ svoköll- uðu, þá er ég að meina Diseovery Channel, History Channel og fleira í þeim dúr.“ Samstöðu í markaðsstarfi í janúar sl. var haldin ráðstefna í Norræna húsinu og komu þangað um 40 íslenskir kvikmyndagerðar- menn. Þessi ^öldi kom erlendu dagskrárstjórunum á óvart og höfðu þeir mikinn áhuga á því sem við íslendingar höfðum upp á að bjóða. í þessu liggur framtíðin hér á landi. Fólki hefur tekist að selja mynd- ir til útlanda. Það þyrfti þó að koma upp markvissara markaðsstarfí á sölu íslenskra heimildarmynda. Við eigum góða sölumenn sem selja fisk. Hvers vegna ekki að selja heimildarmyndir? Ekki gerir kvik- myndasjóður það. Við síðustu út- hlutun sjóðsins var íslenskum heim- ildarmyndum endanlega ýtt út og er það miður fyrir þessa grein kvik- myndalistarinnar. Ég .held að það sé komið að því að íslenskir kvik- myndagerðarmenn heimildar- mynda ættu að standa saman að sölubásum á stærstu sjónvarps- mörkuðum í Evrópu." Saga Film tekur sér margt fyrir hendur annað en heimildarmynda- og auglýsingagerð. Síðasta vetur var skemmti- og spjallþátturinn Gott kvöld með Gísla Rúnari í beinni útsendingu frá stúdíói þeirra vikulega. Einnig sáu þeir um fram- leiðslu á Fornbókabúðinni fyrir Stöð 2. Þá voru gerðir átta þættir og eru aðrir átta þættir á leiðinni. Lofsvert framtak „Þetta er í fyrsta sinn sem sjálf- stætt starfandi framleiðslufyrir- tæki á íslandi framleiðir heila þáttaröð af svona klassísku „sitcom" eins og Fornbókabúðin er. Leikmyndin er mjög einföld og allt í framleiðslunni þarf að ganga hratt og vel fyrir sig. Til þess að Stöð 2 hafi efni á því að kaupa svona þætti verður að vinna þá mjög ódýrt og helst taka upp einn þátt á dag, eins og við höfum náð að gera. Þetta á ekki að vera lista- verk en er lofsvert framtak af Stöð 2, því þeir hafa miklu minna fjár- magn að spila úr í dagskrárgerð en sjónvarp allra landsmanna. Allt á uppleið „Þrátt fyrir að seinasti áratugur hafi verið mjög áhættusamur til kvikmyndagerðar er ástandið í þeim geira sem betur fer að batna. Við erum með nokkur kvikmynda- handrit í þróun, án þess að hafa tekið ákvörðun um að fara út í framieiðslu. Við fengum m.a. styrk frá Evrópska handritasjóðnum (European Scriptfound) til að þróa handrit eftir leikritinu Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson. Það er meira að gera hjá okkur núna en hefur verið lengi. Allt er á uppleið. Það er almennt meiri bjartsýni í íslendingum þar sem hlutirnir eru farnir að ganga bet- ur. Stjórnvöld gætu samt sem áður ýtt en frekar undir það með því að taka upp sömu stefnu og írar og Ástralir hafa gert, þar sem það er orðið arðvænlegt að fjárfesta í kvikmyndagerð. Meiri peningar eru í umferð í þjóðfélaginu í dag og þeir skila sér. Það örvar margt í þjóðfélaginu, ekki síður þessa grein en aðrar,“ sagði Jón Þór Hannesson að lokum. Pennavinir i 210 löndum. International Pen Friends. Sími 881 8181. FEILIHURÐIR LYFTIHURÐIR GÖNGUHURÐIR ELDVARNARHURÐIR i ^VAL-öORGA írl?, HÖFÐABAKKA 9. 1 12 REYKJAVIK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Matthildur (Matilda)'k ★ ★ Sonur forsetans (First Kid)k ★ ★ 'h Leitin að lífshamingjunni (Unhook the Stars)k ★ ★ V2 í deiglunni (The Crucible)k ★ ★ Vi Tvö andlit spegils (The Mirror Has Two Faces) ★ ★ ★ Ógnarhraði (Runaway Car)k ★ Lífið eftir Jimmy (After Jimmy) ★ ★ ★ Bundnar (Bound)k ★ ★ Ókyrrð (Turbulence)V2 Hatrinu að bráð (Divided by Hate)k 'h Gullbrá og birnirnir þrír (Goldilocks and the Three Bears) k'h Þruma (Blow Out)k ★ ★ 'h Tortímandinn (Terminator)-k ★

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.