Morgunblaðið - 16.08.1997, Side 10

Morgunblaðið - 16.08.1997, Side 10
10 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VEIÐI hefur gengið vel í Haffjarðará í sumar, en hér er Einar Sigfússon með þrjá fallega laxa sem hann veiddi fyrir skömmu. Veiði víða betri en í fyrra VEIÐI er víða betri en á sama tíma í fyrra, s.s. á Brennunni í Borgarfirði og í Álftá á Mýrum. Þá eru líflegar sjóbirtingsgöngur fyrir nokkru bytjaðar að hressa mjög upp á afla veiðimanna og er birtingurinn vænn, eða yfirleitt 2-4 pund. „Það eru komnir rúmlega 180 laxar á land úr Álftá og Veitu. Álftáin sjálf þar af um 150 laxa og Veitan 34 laxa. Það er mikill lax í „Hólknum", þ.e.a.s. rörinu undir þjóðveginn. Það er lax sem á eftir að hellast upp í Veituna og litlu Álftána þegar haustar meira. Þetta er annars meiri veiði en á sama tíma í fyrra og það er líka talsvert meira af laxi í ánni en þá. Það hefði verið meiri heild- arveiði ef skilyrði hefðu ekki verið mjög óhagstæð á köflum. Ég var t.d. nýverið í ánni í tvo daga. Við félagarnir fengum 10 laxa fyrri veiðidaginn er skilyrði voru góð, en seinni daginn var komin sól og hiti og þá fengum við bara einn,“ sagði Dagur Garðarsson, einn leigutaka Alftár, í samtali við blaðið í gærdag. Brennan betri... Brennan hafði gefið 137 laxa í gærmorgun og er það mjög nærri því öll heildarveiði síðasta sumars. „Það er veitt á tvær stangir á Brennunni og þeir síð- ustu sem hættu eftir tvo daga fengu 9 laxa og 15 sjóbirtinga," sagði Dagur, sem er einnig einn leigutaka Brennunnar, en það er þar sem Þverá feilur út í Hvítá. Um 100 sjóbirtingar hafa einnig veiðst og hefur sú veiði verið vax- andi. Laxinn er annars mest mjög vænn smálax, en vænir fiskar eru inn á milli og sá stærsti í sumar var 21 pund. Litlaá lakari en í fyrra Veiði í Litluá í Kelduhverfí hef- ur verið „með lakasta móti“, að sögn Margrétar Þórarinsdóttur í Laufási, en hún er veiðieftirlits- maður við ána. „Veiðin byijaði vel í júní, en dofnaði síðan og hefur ekki náð sér almennilega upp aftur. Það er þó góður tími framundan og við vonum það besta. Það hafa veiðst mjög falleg- ir sjóbirtingar síðustu daga, 11 og 12 punda. Minna hefur einnig verið af bleikju en áður, en þær sem veiðast eru margar vænar. Ég heid að það séu komnir ná- lægt 300 fiskar á land,“ bætti Margrét við. Hún gat þess einnig að efstu svæðin í ánni væru best, en nýtingin á neðri svæðunum væri lakari og kynni það að vera hluti af skýringunni. Mikil bleikja í Fjörðum Ágæt sjóbleikjuveiði hefur ver- ið í Gilsá í Fjörðum að undan- förnu, en hún rennur út í Hval- vatnsfjörð. Á bensínafgreiðslu ESSO á Grenivík fengust þær upplýsingar að veiði hefði byrjað stirðlega í júlí, en hefði öll verið að koma til. Menn sem höfðu tvær stangir af fjórum fengu t.d. 30 bleikjur á einum degi og annar sem veiddi á eina stöng var kom- inn með 12 fiska eftir hálfan dag. Fleiri dæmi mátti nefna, en Gilsá gaf rúmlega 400 bleikjur í fyrra og þykir stefna í svipaða veiði nú. Mest er bleikjan 1-2 pund, en inn- an um eru alltaf vænni fiskar. Sameining Tungu-, Hlíðar- og Jökuldalshreppa Úrskurði kjör- nefndar áfrýjað til ráðuneytis ÚRSKURÐI kjörnefndar um seinni atkvæðagreiðslu um sameiningu Tungu-, Hlíðar- og Jökuldals- hreppa, sem fram fór 19. júlí sl., hefur verið vísað til félagsmála- ráðuneytisins af fjórum íbúum í Tunguhreppi. Þeir kærðu á sínum tíma atkvæðagreiðsluna á þeirri forsendu að brotið hefði verið á rétti kjósenda vegna þess að aldrei hefði verið auglýst að kjörskrá lægi frammi fyrir seinni kosning- una, hvorki hvar né hvenær. Fyrst var kosið um sameiningu hreppanna 29. mars sl. Sú kosning var úrskurðuð ógild og var því endurtekin 19. júlí. Sameining var samþykkt með afgerandi mun í Hlíðar- og Jökuldalshreppum en í Tunguhreppi var hún samþykkt með 30 atkvæðum gegn 29 og var einn seðill auður. Kjörnefnd komst að því að aug- lýsa hefði átt framlagningu kjör- skráa og telur það galla á fram- kvæmd atkvæðagreiðslnanna að það skyldi ekki gert. Hins vegar hafi engar efnislegar athugasemd- ir verið gerðar við kjörskrárnar og kærendur ekki bent á neina efnis- galla á þeim. Þá hefði eftirgrennsl- an kjörnefndar um kjörskrá Tunguhrepps ekki leitt í ljós að á þeirri kjörskrá hafi verið efnisgall- ar eða að gera hefði mátt nokkra breytingu á henni lögum sam- kvæmt fyrir síðari atkvæðagreiðsl- una. Hugsanlegt vanhæfi kjörnefndarmanns Að sögn Helga R. Elíssonar, eins þeirra sem vísað hafa málinu til félagsmálaráðuneytisins, öðlaðist íbúi í Tunguhreppi kosningarétt milli kosninganna sem fram fóru og hefði kjörnefnd átt að taka til- lit til þess. Hann sagði að fyrri kæra væri ítrekuð auk þess sem óskað hefði verið eftir því við ráðu- neytið að kannað yrði hvort einn kjörnefndarmannanna væri van- hæfur til að úrskurða í málinu vegna starfa sinna fyrir umrædd sveitarfélög og hugsanleg hags- munatengsl þess vegna. Hóla- hátíð á sunnu- dag HÓLAHÁTÍÐ fer fram á morgun, sunnudag 17. ágúst, og hefst með guðsþjónustu í Hóladómkirkju kl. 14. Að messu lokinni er há- tíðargestum boðið að þiggja kaffiveitingar í Bændaskólan- um. Hátiðarsýning verður í dómkirkjunni kl. 17 og kl. 21 á leikriti Steinunnar Jó- hannesdóttur, Heimi Guðríð- ar. í forkirkju er sýning á englamyndum hollenska lista- mannsins George Hollanders sem hann hefur gjört í sam- vinnu við ýmsa íslenska lista- menn. EEO 11EI1 EEO 107R L“SÞJflLDlfl™'fRflMK™flST* OOl I I uII'uDl Iu/U JÓHflNNÞÓRÐflRSOll,HR!..LÖGGILTURFflSTEIGIIASflLI. Nýjar á söluskrá meðal annarra eigna: Neðri hæð — tvíbýli — bílskúr Sólrík 3ja herb. neðri hæð neðst í Seljahv. Sérinng., sérhiti. 2 rúmg. kjherb. Góður bílsk. m. vinnukjallara. Tilboð óskast. Skammt frá þjónmiðst. í Bólstaðarhlíð Suðuríb. á 2. hæð tæpir 50 fm, ekki stór, vel skipul. Svalir. 25 ára gott lán. Laus fljótl. Vinsæll staður. Verð aðeins kr. 4,9 millj. í nágrenni Grandaskóla Glæsil. stór rishæð rúmir 140 fm. Parket. Sólsvalir. Gott bílhýsi. Vin- sæll staður. Vinsaml. leitið nánari uppl. Tilboð óskast. Endurnýjuð — sérinng. — góð kjör Vistleg 2ja herb. íb. á jarðh. um 55 fm v. Hjallaveg. Endurn. (eldh., gler og gluggar, gólfefni, þak o.fl.). Sérinng. Tilboð óskast. Sérhæð — einbhús — hagkv. skipti Góð 4ra-5 herb. sérhæð óskast m. bílsk. helst — Heimar, nágr. — Smáíbhv., nágr. Skipti mögul. á einbh. í Smáíbhverfi. Atvinnuhúsnæði — íbúð — skipti Á úrvalsstað í Hafnarf. um 140 fm mjög gott atvinnu.- og iðnaðar- húsn. m. nýl. mjög góðri séríb. um 100 fm í risi. Frág. lóð m. verönd. Margs konar eignaskipti mögul. Tilboð óskast. Opið í dag kl. 10-14. Eins herb. séríbúð til sölu í____ kjallara í Þingholtunum. Ódýr. FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 552 1370 Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! Þróttur flyt- ur úr Borg- artúni í Sæv- arhöfða GARÐSKAGAVITI yngri var byggður árið 1944 og er hæsti viti á íslandi. Garðskagaviti 100 ára SIGLINGASTOFNUN Islands ásamt Gerðahreppi mun sunnu- daginn 17. ágúst minnast þess að 100 ár eru liðin frá því að Garðskagaviti, hinn eldri, var byggður. Siglingastofnun hefur gefið út kynningarbækling af þessu tilefni um vitana við Garð- skaga. í ágúst 1897 var Garð- skagaviti tekinn í notkun en fyr- ir þann tíma voru aðeins tveir vitar við íslandsstrendur, gamli Reykjanesvitinn og Dalatanga- viti, sem Otto Wathne reisti. Á lýðveldisárinu 1944 var nýr viti byggður á Garðskaga og er hann enn í notkun. Vitinn, sem er 28 metrar á hæð, er hæsti viti á íslandi. Almenning gefst kostur á því að skoða vitana á sunnudag- inn frá kl. 13-18. Við Garðskaga er einnig starfrækt byggðasafn Gerðahrepps sem hefur verið opið frá árinu 1995 og er í örum vexti. Safnið verður opið á sama tíma og bjóða Slysavamafélags- konur upp á kaffi og meðlæti í vitavarðarhúsinu. VÖRUBÍLASTÖÐIN Þróttur flyt- ur afgreiðslu sína í dag úr Borgar- túni 33 að Sævarhöfða 12 þar sem Þróttur hefur keypt lóð og hús- næði Pípugerðar Reykjavíkur fyrir starfsemi sina. Alls hefur Vörubílastöðin Þrótt- ur yfir að ráða 130 bílum, m.a. til flutnings á efni og vörum, og mun bílalestin fara úr Borgartúninu að nýju bækistöðvunum við Sævar- höfða í dag kl. 15.30. Vörubílastöðin Þróttur var stofnuð 9. apríl 1931 og þá undir nafninu Vörubílastöðin í Reykja- vík. Nafninu var svo breytt í des- ember 1934, en til þess að það gæti orðið varð að leggja stöðina niður og stofna aðra. Þann 16. desember var Vörubílastöðin Þróttur formlega stofnuð og var félagið óháð Dagsbrún. Byggingarsaga félagsins hófst 1945 og var það fyrst til húsa að Rauðarárstíg 2, en 1961 fékkst lóð við Borgartún og var flutt í nýtt hús þar árið 1969. Lóðin við Borg- artún þykir ekki heppileg lengur og því er nú komið að flutningi á ný. Lóðin við Sævarhöfða er um átta sinnum stærri en fyrsta lóð félagsins, eða rúmlega 26 þúsund fermetrar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.