Morgunblaðið - 16.08.1997, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 16.08.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 27 Morgunblaðið/Kristinn KRISTÓFER Sigurgeirsson gekk úr skugga um að gesturinn skæri sig úr á myndinni. um þrjátíu og sex ára gömlum mið- verði sem er að mæta á sexþúsund- ustu æfinguna. Ég segi strákunum frá konunni frammi og Steinar Guð- geirsson segist ætla að spjalla við hana, þar sem Ásgeir er ekld nálæg- ur í augnablikinu. Þegar út á grasvöil er komið hefst upphitun, sem virðist ætla að verða endalaus og svitinn drýpur af enni blaðamannsins. Þoi'valdur Ásgeirs- son, sonur þjálfarans, segir við hann milli hlaupa: „Karlinn verður bara vitlaus þegar þú mætir.“ Þegar henni loksins lýkur er skotæfing. Ég er gjörsamlega bú- inn. „Taktu hann bara innanfótar ef þú getur ekki hitt með ristinni," æp- ir Geiri þjálfari á mig. „Reyndu að hitta á markið!“ „Hvurslags er þetta eiginlega?!“ Sem betur fer er ég með þykkan skráp, enda hef ég þyngst um þónokkur kíló síðan ég hætti knattspyrnuiðkun. Að síðustu er skipt í lið, en þess hafði ég beðið óþreyjufullur. Völlur- inn er mjög stuttur, sex og fimm í liði og aðeins má koma við boltann einu sinni. Frammistaða mín er frá- bær þótt ég sé á innsoginu, að minnsta kosti skora ég glæsilegt mark utan af kanti, vippa yfir Óla í markinu. „Það var laglegt.“ Mér er fagnað innilega. Við vinnum leikinn með sjö mörk- um, sem hlýtur að vera viðunandi. Ég tel mig hafa átt mikinn þátt í sigrinum, enda hefði markamunur- inn orðið 14,3% minni ef mín hefði ekki notið við. Að leik loknum er teygt á vöðvunum og ég rölti upp í búningsklefa. Þar er mér hrósað fyrir frammistöðuna, sem von er. Sæll og ánægður held ég á brott, óbreyttur borgari á ný eftir að hafa verið leikmaður með meistaraflokki Fram í einn og hálfan klukkutíma í ágúst. Garðskagavití 100 ára í tilefni af 100 ára afmæli vita á Garðskaga verða bæði eldri og yngri vitinn til sýnis ásamt Byggðasafni Gerðahrepps, sunnudaginn 17. ágúst frá kl. 13-18. í vitavarðarhúsinu er gestum boðið kaffi og meðlæti. Við hvetjum almenning til að koma og skoða þessa fallegu vita og áhugavert byggða- og sjóminjasafn. SIGLINGASTOFNUN GERÐAHREPPUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.