Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.08.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Að skílja tónlist TONLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar PÍANÓTÓNLEIKAR Valgerður Andrésdóttir flutti verk eftir Mozart og Schubert þriðjudagurinn 19 ágúst, 1997. MARGIR heimspekingar hafa velt því fyrir sér hvort svipað eigi sér stað í skynjun raðtengdra tóna og gerist með raðskipan orða og einnig, að merkingu stakra tóna svipi til orða er standa ein og sér. Hugsun í tónlist ætti samkvæmt þessu að vera fólgin í raðtengslum tónanna og að lagferlið eigi sér sömu gildi og sú hugsun, er birtist með samskipan orða. Tónstíl má hugsanlega líkja við tungumál og hafi hlustandi agað „hugsun sína“ við við ákveðin stíl er mögulegt Upplestur á Eyrar- bakka og Stokkseyri STEINGRÍMUR St. Th. Sigurðs- son les upp á Eyrarbakka og Stokkseyri í kvöld, fimmtu- dagskvöld. Þar mun listamaður- inn lesa úr væntanlegri bók sinni er ber heitið Lausnarsteinn. Steingrímur verður staddur á Kaffi Lefolii, Eyrarbakka, kl. 20.30 og síðar um kvöldið. kl. 21.15, á kaffihúsinu Við fjöruborð- ið á Stokkseyri. að annar tónstíll verði þeim hinum sama meira og minna „merkingar- laus“. Þarna er og fagurmat hluti af „skilningi" á tónlist á sama hátt og við mat á texta. Hjá Mozart er lagferlið sérlega ljóst og það sem meira er, að oft bregður fyrir glampandi skemmti- legri og fallegri samskipan tón- anna, samkvæmt hinum klassika skilningi, jafnvel þar sem efniviður tónhugmyndarinnar er sára ein- faldur. Þessi heiðríkja hugsunar- innar einkenndi tónmótun Valgerð- ar Andrésdóttur í sónötu Mozarts (K.570) og var leikur hennar sér- lega fallega mótaður og hvergi reynt að breiða yfir einfaldleika tónmálsins, eins og t.d. í hæga þættinum, sem minnir á „grann- vaxna stúlku á gulum skóm“, hugsun sem sem býr í frægu kvæði. Sónatan eftir Schubert var leik- in af svipuðum skírleika en í tón- máli Schuberts birtist sterkari til- finningatúlkun en hjá Mozart og mátti greina að einleikarinn hafði heillast af hinum klassíska hrein- leika Mozarts og yfirfært hann á Schubert. Fyrir bragðið vantaði meiri skerpu og andstæður í tón- túlkunina á verki Schuberts, t.d. í þessu verki birtist nærvera dauð- ans og tónmálið allt er mettað ófullnægðum ástríðum ógæfunnar, sem er megininntak rómantískra tilfinningasemi. Klassisk túlkun og „skilningur" Valgerðar á sónötunni eftir Mozart var fallega útfært en í Scubert vantaði hið rómantíska óþol, þó vel væri gert um einstaka tónlínur, sérstaklega þar sem Schubert bregður fyrir sig óvið- jafnanlega fallegum söngstefjum sínum. í heild ríkti klassísk heiðríkja yfir leik Valgerðar og var t.d. Són- atan eftir Mozart sérlega vel leikin og auheyrt að hún „skilur“ Mozart þeim skilningi er gerði leik hennar sérlega áhugaverðan. Jón Ásgeirsson. Birtingarform óhlut- bundinna reglna um. í verkum hennar sameinast vestræn hugsun og austrænn menningarheimur óendanleika og samhljómunar. Verkin hafa til að bera ljóðræna kyrrð og litimir eru ljósir og tærir. Hvítur litur er ríkj- andi ef undan er skilinn grænn lit- ur sem listakonan segir tákn frels- is. Myndlist Lore er í framhaldi af listinni að mála. Síðan hún nam málaralist fyrir 40 árum hefur hún fengist við að víkka út skilgrein- ingu málverksins með tilraunum í óhefðbundin efni. Undanfarið hafa verk Lore tekið á sig mynd innsetn- inga því þáttur umhverfisins verð- ur sífellt sterkari. Verk eins og Pappírsfjall, þar sem þunnum pappír sem hefur verið krumpaður er hrúgað upp í horn herbergis, og pappír sem þekur gólfrými sýn- ingarsalar, hafa sprengt ramma veggmyndarinnar utan af sér. „Það er hlutverk listamannsins að fínna nýja fleti á tilverunni. Góð myndlist felur í sér vísindalega hugsun og tilraunastarf. Tilfínning- in ein dugir ekki listamanninum til sköpunar, þar skilur að listsköpun bama og listamannsins," segir Lore. GALLERÍ Ingólfsstræti 8 sýnir verk eftir þýsku listakonan Lore Beit. Sýningin stendurtil 14. sept- ember og galleríið er opið fimmtu- daga til sunnudaga frá kl. 14 til 18. Lore Beit vinnur með ákveðið þema og tölur eru leiðarminni þess- arar sýningar sem nefnist Mengja- fræði. Listakonan fæst við strúktúr stærðfræðinnar, þann grunn rök- fræðinnar sem mengjafræði Cant- ors er. Lore segist vera heiiluð af fyrirbæram er lúta ósýnilegum reglum líkt og lögmál og tungumál sem mennirnir hafa skapað sér. Eitt verkanna á sýningunni nefnist Orka. Birtingarmynd orkunnar er röð kúlulaga glerforma með neon- ljósi sem verður til við samrana gass og rafmagns. Orkan er ekki sýnileg en afleiðingu hennar má bera augum. Bókstafír og stafróf ólíkra þjóða hafa verið henni hug- leikin, stundum notar hún einstaka stafi og stundum ljóðatilvitnanir. Lore segir hugmyndirnar vera hið hlutlæga í verkum sínum. Formin eru geómetrísk og hún notar gjarnan handunninn pappír frá Japan og Nepal. Koddamynd- aðar raðir pappírs sem bómull hef- ur verið lagður á milli og hringform mótuð úr sundurtættum pappírn- Morgunblaðið/Kristinn LORE Bert sýnir táknmyndir mengjafræðinnar á sýningu sem stendur yfir í Galleríi Ingólfsstræti 8. ÍVAR Valgarðsson, „Polyfilla innanhúss" 1997. Iðnaðarefni ogrými MYNPLIST Ásmundarsalur, Freyjugötu 41 RÝMISVERK ÍVAR VALGARÐSSON Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18 til 24. ágúst. Aðgangur ókeypis. „POLYFILLA" er vöruheiti al- hliða viðgerðarefna sem ívar Val- garðsson. vinnur með á sýningu sinni í Ásmundarsal, innan- og utandyra. í gryfju er verk málað með Hörpusatíni á vegg og nefnist „Fölgult - Morgungult". Vöruheitamerki „Polyfilla" er límt á veggi í sal og á gólfi eru súlur gerðar úr fylliefninu. Klumpur úr efninu er staðsettur á handriði og ein súla stendur utandyra við innganginn merkt vörunni. Efnið sem massi í rýminu er undirstaða verksins með vísun í „polyfilla“ sem uppfyllingarefni. Efnið mettar þannig rýmið á óhlutlægan hátt um leið og aug- lýsingaskiltin leiða huga áhorf- anda að efninu sem hversdags- legri iðnaðarvöru. Verkið „Fölgult - Morgungult“ er tveir samsíð- ungar, málaðir á hvítan vegg í gryfju. Heiti litatóna og vöru- merki málningarinnar ráða efnis- tökum verksins. Óhlutlæg mynd- formin eru afmörkuð á veggnum og tilheyra rýminu en heiti verks- ins skírskotar til umhverfisins á ljóðrænan hátt. Framsetningarmáti verkanna mótast af einfaldri formgerð iðnað- arefna í rými, vöruheiti efnanna vísa hins vegar til samfélagsins í formi auglýsingamerkja. I lita- og formverkum Ivars er eðli og virkni efna í ákveðnu rými unnin á hlut- lausan hátt, í samhengi hversdags- legs umhverfis sem er í sífelldri mótun. Hulda Ágústsdóttir Morgunblaðið/Halldór STARFSLAUNAÞEGAR ásamt borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem launin voru afhent á laugardag. Atta listamenn hlutu starfslaun borgarinnar ATTA listamönnum vora afhent starfslaun Reykjavíkurborgar í tengslum við menningamótt síðast- liðinn laugardag. Að auki voru veitt starfslaun til starfsemi strengja- kvartetts. Umsækjendur um starfs- laun voru 78 en til úthlutunar að þessu sinni var 51 mánuður. Starfslaun hljóta að þessu sinni Kjartan Ólafsson, tónskáld, í 12 mánuði, myndlistarmennirnir Rúrí (Þuríður Fannberg) og Hannes Lár- usson í 9 mánuði hvort, Sverrir Guðjónsson, tónlistarmaður, og Sig- ríður Ólafsdóttir, myndlistarmaður, í 6 mánuði hvort, Sólveig Aðal- steinsdóttir, myndlistarmaður, Linda Vilhjálmsdóttir, rithöfundur, og Áshildur Haraldsdóttir, tónlist- armaður, í 3 mánuði hver. Starfslaun til strengjakvartetts hlaut Reykjavíkurkvartettinn en hann skipa Rut Ingólfsdóttir, Ragn- hildur Pétursdóttir, Juanh Chung og Inga Rós Ingólfsdóttir. Menningarmálanefnd Reykjavík- ur úthlutar starfslaunum og velur þá listamenn sem þau hljóta eftir umsóknum sem sendar eru inn að undangenginni auglýsingu í dag- blöðum. Sami háttur er hafður á um úthlutun starfslauna til strengj akvartetts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.