Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Engin skipulögð öryggis-
varsla á sjúkrahúsum
ENGIN formleg öryggisvarsla er
nú á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eða
Landspítalanum. Báðir spítalarnir
hafa starfandi vaktmenn sem sinna
ýmsum störfum s.s. eftirliti með
húsnæði, og öryggisvörslu ef með
þarf. Þessir aðilar eru hins vegar
ekki sérþjálfaðir öryggisverðir.
Lögreglan sá um vakt um helgar á
slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
þar til fyrir skömmu, en engin önn-
ur varsla hefur komið í hennar stað.
„Það er samdóma álit þeirra sem
hér starfa að full þörf sé á öryggis-
þjónustu, sérstaklega um helgar á
slysadeildinni," sagði Magnús
Skúlason, framkvæmdastjóri
Sjúkrahúss Reykjavíkur, en í Morg-
unblaðinu hefur komið fram að
starfsmenn slysadeildarinnar hafa
þungar áhyggjur af öryggismálum
á deildinni.
„Við höfum verið í viðræðum við
lögreglu og fulltrúa frá dómsmála-
ráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti,
og við höfum óskað eftir því við
lögregluyfirvöld að ákvörðun um
vakt á slysadeildinni verði breytt.
Komi hins vegar í ljós að lögreglan
sjái sér ekki fært að halda þessu
áfram verður sjúkrahúsið að leysa
öryggismálin með öðrum hætti.“
Að sögn Magnúsar greiddi
sjúkrahúsið ekki lögreglunni sér-
staklega fyrir lögregluvaktina. „Ef
sjúkrahúsið þyrfti að sjá um kostn-
að við öryggisvakt yrði það auðvit-
að viðbótarkostnaður sem ekki
hefur verið gert ráð fyrir í fjárveit-
ingum.“
Þá sagði Magnús einnig að það
hefðu verið skiptar skoðanir hjá
lögreglunni um hvort hér væri um
að ræða lögreglu- eða öryggishlut-
verk. „Það hefur hins vegar oft
reynst nóg að lögreglan birtist til
þess að stilla til friðar og því hefur
vakt hennar verið ómetanleg.“
Um aðra öryggisgæslu á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur sagði Magnús að
verið væri að setja upp öryggis-
kerfí á spítalanum. „Það hefur ver-
ið til öryggisáætlun lengi en okkur
hefur skort fjárveitingar til þess að
koma henni upp.“
Óskað eftir fé
til öryggisvörslu
„Þetta er ekki eins mikið vanda-
mál hjá okkur og á slysadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur, þar sem
er miklu þyngri ágangur," sagði
Guðmundur Þorgeirsson, yfírlæknir
bráðavaktar Landspítalans. „Það
er samt mikilvægt að hafa öryggis-
vakt á bráðavaktinni. Við höfum
beinlínutengingu við lögregluna og
höfura alltaf átt gott samstarf við
hana. Einnig hafa vaktmennirnir á
spítalanum reynst vel. Fyrir nokkru
var bráðavaktin endurhönnuð. Bið-
stofan er núna utan við deildina svo
nú er minni hætta á að fólk geti
vaðið hér inn.“
„Vandamálin sem hafa skapast
hér á spítalanum í gegnum tíðina
hafa aðallega komið upp á bráða-
móttöku sjúkrahússins," sagði Ing-
ólfur Þórisson, framkvæmdastjóri á
Landspítalanum. „Það hefur líka
komið fyrir að einhver hefur farið
inn á aðrar deildir sjúkrahússins
og ógnað þar starfsmönnum. Ef vel
ætti að vera þyrfti helst að vera
lögreglumaður inni á bráðavakt hjá
okkur. Við höfum orðað það við
lögregluna að fá vakt frá þeim en
það hefur ekki fengist. Þá höfum
við einnig óskað eftir sérstakri fjár-
veitingu frá ríkinu fyrir öryggis-
vörðum en án árangurs," sagði Ing-
ólfur.
Mynd: Gunnar Vigfússon
KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heilsar
tveimur gömlum skólafélögum í Macalester College í Minnesota.
Þeir eru Jón Hákon Magnússon (með gleraugu) og Þorkell Valdi-
marsson. Á milli þeirra er Davið Oddsson forsætisráðherra.
Morgunblaðið/Kristinn
ANNAN og eiginkona hans, Nane Annan, ásamt Davíð
Oddssyni forsætisráðherra og eiginkonu hans, Ástríði
Thorarensen, í kvöldverðarboði sem ríkisstjórnin hélt
gestunum í Perlunni í gærkveldi.
FRAMKVÆMDASTJÓRI Sam-
einuðu þjóðanna, Ghanamaður-
inn Kofi Annan, kom hingað til
lands í gær í opinbera heimsókn.
Með honum í för er eiginkona
hans, Nane Annan, sem er
sænsk, og fylgdarlið fram-
kvæmdastjórans.
Iljónin halda á brott á laugar-
dagsmorgun. Annan, sem tók við
embætti í ársbyijun, flutti í gær
ávarp í hátíðarsal Háskóla ís-
Kofí Annan sækir
Islendinga heim
lands og fjallaði þar um mark-
miðið með starfl SÞ og umbætur
þær sem hann hefur ýtt úr vör
en samtökin hafa lengi verið
gagnrýnd fyrir lélega stjórn og
fjárhagsvandræði þjakað þau.
Síðar hélt Annan frétta-
mannafund ásamt Halldóri Ás-
grímssyni utanríkisráðherra á
Hótel Sögu og í gærkvöldi sátu
gestirnir kvöldverðarboð ríkis-
stjórnarinnar í Perlunni.
Annan mun m.a. ræða við for-
seta íslands, Ólaf Ragnar Gríms-
son, og Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra i dag. Einnig mun hann
heimsækja Alþingi og ræða við
utanríkismálanefnd.
■ Umbætur/20
Formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga
Sveitarfélög
gætu tekið
við tekju-
skattinum
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson,
formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga, segist vel geta hugs-
að sér að sveitarfélögin taki alfar-
ið við skattstofni tekjuskatts ein-
staklinga og innheimtu stað-
greiðslunnar frá ríkinu eins og fjár-
málaráðherra hefur vakið máls á
í Morgunblaðinu.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra hefur sagt að hlutur sveit-
arfélaga í hreinum tekjum af tekju-
skatti færi vaxandi á meðan hlutur
ríkisins minnkaði og því hlyti sú
spurning að vakna hvort rétt væri
að snúa hlutverkum við og gera
þennan tekjustofn fyrst og fremst
að tekjustofni sveitarfélaga, sem
sæju um innheimtu hans en ríkið
fengi ákveðinn hlut af þeirri inn-
heimtu. Einnig mætti hugsa sér
að skipta skattinum alveg á milli
ríkis og sveitarfélaga.
Tekjur ríkisins af óbeinum
sköttum hafa stóraukist
Vilhjálmur segir ekki óeðlilegt
að þessi mál verði skoðuð en ríkið
vilji þó alltaf fá eitthvað í staðinn
og helst meira til.
„Á sama tíma og hlutdeild ríkis-
ins í staðgreiðslunni hefur minnkað
um nokkur prósentustig í tengslum
við niðurfellingu aðstöðugjaldsins
og yfirfærslu grunnskólans, þá
hafa tekjur ríkisins vegna óbeinna
skatta stóraukist. Sveitarfélögin
hafa ekki notið góðs af því. Mér
finnst vel koma til álita að skoða
þetta mál vegna þess að ég er
mjög hlynntur skýrari verkaskipt-
ingu á milli ríkis og sveitarfélaga.
Hún hefur verið að skýrast á und- •
anförnum árum, en það er hægt
að gera betur,“ segir Vilhjálmur.
Hann segir að það yrði ekki
vandamál fyrir sveitarfélögin að
taka að sér innheimtu staðgreiðsl-
unnar.
„Þetta snýst allt um skiptingu
skatttekna og þegar Q'ármálaráð-
herra nefnir þetta er hann ekki
að gera það af einhverri einskærri
góðvild í garð sveitarfélaganna.
Ef hann er að því þá verð ég að
segja að öðruvísi mér áður brá. j
Ég tek mörgu af því sem kemur 1
frá fjármálaráðuneytinu með eðli-
legum og nauðsynlegum fyrir-
vara,“ segir Vilhjálmur.
Tuttugu grunnskólakennarar segja upp störfum við Grunnskólann á ísafirði
Ákvörðun um verk-
fallsboðun tekin í dag
STJÓRN Kennarasambandsins tek-
ur I dag ákvörðun um hvort tillaga
um verkfallsboðun verður lögð fyrir
félagsmenn, en upp úr samninga-
viðræðum slitnaði í gær. Nýr fund-
ur hefur ekki verið boðaður. Mestar
líkur eru á að tillagan geri ráð fyr-
ir að verkfall skelli á í síðari hluta
októbermánaðar. 20 af 46 kennur-
um við Grunnskóla ísafjarðar sögðu
upp störfum í gær. Uppsagnimar
koma í kjölfar uppsagna 14 kenn-
ara við Álftanesskóla í Bessastaða-
hreppi.
í uppsagnarbréfí kennaranna á
ísafírði kemur fram að uppsagnirn-
ar séu til komnar vegna óánægju
með kjörin. Vaktar hafí verið vænt-
ingar um betri kjör með flutningi
grunnskólans til sveitarfélaganna,
en þær hafí að engu orðið. Lýst er
óánægju með afstöðu samninga-
nefndar sveitarfélaganna.
Uppsagnirnar bætast ofan á
kennaraskort
Kristinn Breiðfjörð, skólastjóri
Grunnskólans á ísafírði, sagði að
þessar uppsagnir væru alvarlegar
fyrir skólann og allt skólastarf.
Mjög erfiðlega hefði gengið að
manna allar stöður við skólann í
sumar og í reynd vantaði enn fímm
kennara, þar af tvo sérkennara.
Málin hefðu verið leyst með því að
aðrir kennarar hefðu tekið að sér
meiri kennslu og börn í Hnífsdal
hefðu verið flutt til ísafjarðar, en
í Hnífsdal hefur verið starfrækt
skólasel fyrir yngstu bekkina. Stað-
an væri því erfíð og skólastarfið
mætti ekki við neinum áföllum.
Kristinn sagði að talsvert væri
um nýráðna kennara við skólann
og þeir hefðu ekki sagt upp enda
hefðu þeir styttri uppsagnarfrest
en hinir sem væru með lengri starfs-
aldur. Hann sagði að nokkrir þeirra
sem sögðu upp væru með skipun í
starf og þeir misstu þau réttindi
með uppsögn.
Samningaviðræður
árangurslausar
Eiríkur Jónsson, formaður KÍ,
sagði að þessar uppsagnir væru
ekki til komnar að frumkvæði
Kennarasambandsins. Uppsagnim-
ar kæmu fram vegna óánægju fólks
með kjör sín. Hann sagðist vita að
kennarar víðar á landinu væru að
íhuga uppsagnir. Til sambandsins
hefðu borist margar fyrirspurnir frá
kennurum um stöðu þeirra ef þeir
segðu upp. Eiríkur sagðist hafa
varað við því í ágúst að svona kynni
að fara þar sem óánægja kennara
með kjör sín væri mjög mikil. Hann
sagði þetta gera kjaradeiluna erfíð-
ari. Þó samningar tækjust væri sú
hætta fyrir hendi að sumir kennar-
ar sættu sig ekki við nýjan samning
og kæmu ekki aftur til starfa.
Samninganefndir kennara og
sveitarfélaganna hafa fundað dag-
lega undanfama daga og aðallega
rætt hugmyndir um breytingar á
vinnutíma kennara. Eiríkur sagði að
þessar viðræður hefðu litlu skilað.
Enn væri grundvallarágreiningur um
vinnutíma, en um nokkur atriði hefði
þokast í samkomulagsátt.
Endanlega slitnaði upp úr við- i
ræðum á stuttum samningafundi j
hjá ríkissáttasemjara í gær. Nýr
fundur verður vart boðaður fyrr en
um miðja næstu viku. Samband ís-
lenskra sveitarfélaga hefur boðað
fund í næstu viku með fulltrúum
allra sveitarfélaga á landinu þar
sem kjaradeilan við kennara verður
rædd.
Fundur trúnaðarmanna í grunn- \
skólum Reykjavíkur samþykkti í
fyrradag ályktun þar sem harðlega
er gagnrýndur sá seinagangur sem I
verið hefur í viðræðum við grunn-
skólakennara. Ekkert bendi til þess
að vilji sveitarstjórnarmanna sé til
að takast á við þær miklu breyting-
ar sem nýtt vinnutímakerfí feli í sér
og þess vegna telur trúnaðar-
mannafundurinn að samninganefnd
kennarafélaganna eigi að draga til
baka allar hugmyndir um viðræður
á þeim grunni. Fundurinn hvatti til
þess að staðið verði fast á kröfunni
um hækkun grunnlauna og að stað-
inn verði vörður um áunnin réttindi
kennara. [