Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ KENNARAR IJAPANSREISU JAPÖNSK börn við ræktunarstörf í athvarfinu í Fukuoka. VETTVANGSFERÐIR eru snar þáttur í skólalífi japanskra barna. Hér er slíkur hópur að borða nestið sitt í skjóli friðarsafnsins í Hiroshima. SKÓLAFÆLNI Skólafælni er talin afar alvarlegt vandamál fyrir nemandann, segja Linda Rós Micha- ----------------------^--------------- elsdóttir og Steinunn Armannsdóttir í annarri grein sinni, og veldur oft fjölskyldu hans miklu hugarangri. FORSTÖÐUMAÐURINN í athvarfinu í Fukuoka. 'r í GREIN okkar sem birtist í Morgunblaðinu í gær fjölluðum við um einelti í japönskum skólum og aðgerðir í þeim máium. í samtölum okkar við forsvarsmenn fræðsluyf- irvalda þar í landi urðum við varar við að skólamenn höfðu ekki minni áhyggjur af því vandamáli sem kallað er skólafælni, það er þegar börn einhverra hluta vegna hætta að mæta í skólann. í þessari grein munum við fjalla um stefnu jap- anska menntamálaráðuneytisins í málum barna sem neita að sækja skóla og heimsókn okkar í athvarf fyrir slík börn. Árið 1994 voru skráð 12.240 j#lfelli í 1.-6. bekk, en það eru 0,2% nemenda og 54.092 tilfelli í 7.-9. bekk, eða 1,7% nemenda, sem ekki sækja skólann vegna skólafælni. Er þetta hæsta hlut- fall tilfella frá því að skráning hófst árið 1966. í viðræðum okkar við skólayfirvöld kom fram að þeim færi stöðugt fjölgandi. Skráning miðast við það að nem- andi sé fjarverandi frá skóla 50 af 220 skóladögum á ári án viðhlít- andi skýringar, Þetta er þó mis- munandi eftir fræðsluumdæmum. Ástæður skólafælni Að mati japanskra skólamanna eru eftirfarandi ástæður taldar algengastar fyrir því að börn neita að fara í skólann: 1. Agaleysi heima fyrir, börnin ráða sér sjálf. 2. Einelti. 3. Almennt áhugaleysi, námsleiði. 4. Skólar koma ekki til móts við þarfir nemandans. 5. Eru komin út í afbrot. 6. Löngunin til að fara að vinna og sjá fyrir sér sjálf. Skólafælni er talin afar alvar- legt vandamál fyrir nemandann og veldur oft fjölskyldu hans miklu hugarangri. Skólarnir sjálfir eiga í miklum erfiðleikum með að leysa þessi mál. Menntamálaráðuneytið telur úrlausn þeirra eitt af forgangs- verkefnum skólakerfisins. Hér áður fyrr var talið að orsaka skóla- fælni væri fyrst og fremst að leita í skapgerð einstaklingsins en nú er þetta hins vegar litið öðrum augum og viðurkennt að þetta geti hent hvaða barn sem er. Ýmissa leiða verður að leita til að leysa vandann og reyna að finna svör við áleitnum spurning- um eins og t.d.: Fær barnið sem um ræðir rétta meðhöndlun, fær það rétta örvun, fær það þjálfun í mannlegum samskiptum, er námsráðgjöfin í samræmi við væntingar þess, fær frumkvæði þess og sjálfstæði að njóta sín og eru skólarnir tilbúnir til samstarfs við utanaðkomandi aðila um að leita lausna? Menntamálaráðuneytið hefur beitt sér fyrir því að gera fræðslu- umdæmunum, sem eru 47, kleift að koma upp athvörfum fyrir börn sem neita að fara í skóla. Það fyrsta vartekið í notkun árið 1987. Arið 1994 tóku 82 fræðslumið- stöðvar þátt í þessu átaki og voru 500 athvörf starfandi á þeirra vegum og fer þeim stöðugt fjölg- andi. Þetta úrræði er talið hafa skilað góðum árangri. Heimsókn í skólaathvarf í Fukuoka Okkur gafst kostur á að heim- sækja eitt slíkt athvarf sem starf- ar í tengslum við fræðslumiðstöð í Fukuoka, sem er borg á eyjunni Kyushu, en hún er sú syðsta af fjórum stærstú eyjum Japans. Athvarfið hafði yfir að ráða, þremur stórum kennslustofum, afar vel útbúnum kennslutækjum og kennslugögnum, s.s. tölvum, hljóðfærum, áhöldum til tóm- stundastarfa o.fl. Athvarfið sóttu 14 nemendur á grunnskólaaldri, þar af 10 úr 8. -10. bekk. Til þess að sinna þessum hópi voru 2 kennarar, 2 félagsráðgjafar og 1 námsráð- gjafi, auk forstöðumanns. Hverjir sækja athvarfið? Miðað er við að í athvarfið komi börn og unglingar, sem hafa verið fjarverandi 20 daga af skólaárinu án skýringa. Umsjónarkennari hefur frumkvæði að því að sækja um dvöl fyrir nemandann í at- hvarfinu eftir að hafa reynt að leysa málið innan heimaskólans í samvinnu við foreldra og skólaráð- gjafa. Áður en nemandi er tekinn inn í athvarfið fer ráðgjafi frá því í heimaskóla hans og fylgist með honum þar í 10-15 daga til þess að átta sig á stöðu hans. Hann gerir síðan starfsáætlun fyrir nem- andann byggða á þeirri athugun. Framan af koma nemendur í at- hvarfið með foreldrum sínum en smám saman fara þeir að koma einir síns liðs. Skipulag starfsins í athvarfinu Nemendur koma í skólann kl. 9. -9.30 og eru til kl. 15.00 á dag- inn. í skólastarfinu er lögð mikil áhersla á einstaklingsráðgjöf, skapandi nám, tónlist og íþróttir. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Tegund: 81839 Verð: 6.995 Litir: Hvítir og brúnir Stærðir: 40 - 46 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR • PÓSTSENDUM SAMDÆGURS STEINAR WAAGE # STEINAR WAAGE . SKOVERSLUN SÍMI 511 8519 SKÓVERSLUN SÍMI 568 9212 ^ Nemendur setja sér sjálfir skóla- reglur 0 g fá námskrá sem er útbú- in sérstaklega fyrir hvern og einn og er unnið markvisst eftir henni. í athvarfinu sem við heimsótt- um er mikil áhersla lögð á að kynna nemendum umhverfi sitt og koma þeim í nánari snertingu við það. Ræktun jurta, blóma, runna og alls kyns grænmetis skipar stóran sess í námi þeirra og þegar okkur bar að garði voru þeir önnum kafnir við ræktunar- störf. Var okkur tjáð að í bígerð væri að tvöfalda svæðið sem þau hafa nú til umráða. Náttúruskoðun er snar þáttur í starfi þeirra og meðal annars er farið tvisvar í viku á ströndina með hádegisverð- inn með sér. Auk þess fara þau oft í vettvangsferðir. Allt skipulag og starf með nem- andanum er gert með fullu sam- þykki foreldra og umsjónarkenn- ara heimaskólans og raunar í nánu samstarfi við þá. Á hveijum föstudegi er skipulag næstu viku sent heim og jafnframt fá foreldrar upplýsingar um gang mála. Þá er alltaf fundur með nemanda, foreldrum og starfsfólki a.m.k. einu sinni í mánuði þar sem farið er yfir stöðuna. Nemandi getur ráðið hvort hann kemur í athvarfið eða stundar nám í sínum heimaskóla, sem hann er eindregið hvattur til að gera. Gert er ráð fyrir að nemandi dvelji að jafnaði eitt ár í athvarfinu og að því loknu fari hann í sinn gamla skóla. Við spurðum hver árangur hefði orðið af þessu starfi og var okkur tjáð að í sex ára sögu athvarfsins hefðu aðeins fimm nemendur ekki snúið aftur til síns heimaskóla og þar með fallið út úr skólakerfinu. Hinir hefðu snúið aftur og lokið skyldunámi og flestir þeirra hefðu farið í framhaldsnám. Að lokum Það var ánægjulegt að fylgjast með hversu markvisst var unnið með nemendum í þessu athvarfi. Þeir virtust vera ánægðir í því sem þeir voru að gera og það var varla hægt að sjá að þarna væri hópur á mismunandi aldri, svo samhent voru þau. Ljóst er að þessi vandi er til staðar hér á landi og teljum við að úrræði af þessu tagi geti verið góð fyrirmynd þegar leitað verður lausna á honum. Það kom okkur á óvart hversu meðvituð japönsk skólayfirvöld virtust vera um, að vellíðan barns- ins skipti sköpum í árangursríku skólastarfi. Til þess að ná mark- miðum sínum virtust þau vera til- búin að leggja til umtalsverða fjár- muni. Linda Rós er kennarí. Steinunn er skólastjórí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.