Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SVONA láttu þig hafa það Davíð. Haltu bara fyrir nefið og lokaðu augunum . . . Biskups- embættið eignast Flateyjar- bók NIELS P. Sigurðsson, fyrrverandi sendiherra, og frú hafa fært bisk- upi íslands Flateyjarbók að gjöf. Bókin er ljósritað handrit Flateyj- arbókar í fullri stærð gefin út af Munksgaard í Kaupmannahöfn ár- ið 1930. Bókin er gefin í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Sig- urðar B. Sigurðssonar ræðis- manns, föður Niels P. Sigurðsson- ar, en hann var fæddur 4. júní 1897 í Flatey á Breiðafirði. „Upphaflega stóð til að bókin yrði afhent Flat- eyjarkirkju en í ljós kom að kirkj- an þar átti eitt eintak og því var ákveðið að biskupsembættið fengi hana til varðveislu,“ sagði hr. Ólaf- ur Skúlason biskup. Flateyjarbók er talin rituð að hluta eftir eldri handritum og frá- sögnum af tveimur prestum, Magnúsi Pórhallssyni og Jóni Morgunbíaðið/Ásdís HR. ÓLAFUR Skúlason biskup tekur við Fiateyjarbók af Niels P. Sigurðssyni, fyrrverandi sendiherra. Þórðarsyni, í lok fjórtándu aldar, líklega á árunum 1386-1390. Sag- an segir að Jón Hákonarson stór- bóndi í Víðidalstungu frá 1385-1415 hafi fengið prestana til verksins, greitt allan kostnað og lagt til aðstöðu í Víðidalstungu. Guðný Hákonardóttir, systir Jóns, var langamma Bjöms Þorleifsson- ar á Reykhólum en handritið gekk að erfðum þar til Jón Finnsson, sem bjó á Flatey í Breiðafirði og var bamabarnabam Bjöms á Reykhólum gaf Brynjólfi Sveins- syni, biskupi í Skálholti, bókina ár- ið 1647, en Brynjólfur biskup kom henni til varðveislu í konunglegu bókhlöðunni í Kaupmannahöfn. Handritinu var síðan skilað til Is- lendinga árið 1971 eftir samkomu- lag við Dani um afhendingu hand- ritanna. Egilsstöðum • Fossnesii • Gognvegi • Geirsgötu • Lækjorgötu HafnorfirSi • Nesjum við Hornufjörð • Skógarseli • Stórahjolla • Vogum • Ægisiðu Málþroskapróf fyrir íslensk börn Fyrstu árin við- kvæmasta mál- tökuskeiðið Elín Þöll Þórðardótfir ELÍN Þöll Þórðar- dóttir hefur unnið að samningu mál- þroskaprófs fyrir ís- lensk böm og er verkinu lokið. Hún var að gera grein fyrir því hjá Zontaklúbbi Reykjavflk- ur, sem veitti henni styrk til verksins, er blaðamaður Mbl. spurði hana út á hvað það gengi. „Vart þarf að tíunda mikilvægi þess að hlúa sem best að málþroska ungra barna. Fyrstu ár ævinnar eru hraðasta en jafnframt viðkvæmasta máltökuskeiðið. Það er á þessum árum sem grunnurinn að móður- málskunnáttunni er lagður, grunnur að hæfi- leikanum til að koma hugsunum sínum í orð, skilja mál annarra, lesa og skrifa. Margoft hefur verið sýnt fram á að stór hópur þeirra barna, sem standa jafn- öldrum sínum verulega að baki í málþroska á unga aldri, ná aldrei að jafna metin. Fötlun af þessu tagi gerir vart við sig með mismunandi hætti á hinum ýmsu aldursskeiðum. í skóla kemur hún oft fram sem erfíðleikar við að lesa og skrifa, hlusta og ein- beita sér, og verða námsárangur og ánægja af skólastarfinu eftir því. Það er full ástæða til að leggja allt kapp á að aðstoða börn snemma sé þess þörf‘. - I hverju er þetta próf fólg- ið? „Málþroskaprófið er ætlað til þess að finna þau börn sem þurfa hjálp, en einnig til að áflétta áhyggjum aðstandenda í þeim vafatilfellum þar sem í ljós kemur að málþroski er innan eðlilegra marka. í mörgum til- fellum þar sem málþroska er ábótavant er annar þroski eðli- legur, svo sem vitsmunaþroski, hreyfiþroski og félagslegur þroski. í öðrum tilfellum er mál- þroski einn af mörgum þáttum sem þarftiast athugunar. í báð- um tilfellum hentar prófið vel til mats á málþroska. Það má t.d. nota við mat á málþroska ein- hverfra barna og þroskaheftra.“ - Eftir hverju er leitað? „Málþroskaprófið er ætlað börnum á aldrinum 18 mánaða til 36 mánaða og mælir orða- forða, málfræði og setningagerð barnanna. Prófið er einfalt og ódýrt í notkun, og þarf starfsfólk sem notar prófið ekki að búa yfir sérþekkingu til að skera úr um hvort málþroski mælist innan eðlilegi’a marka. Þeir sem sér- þekkingu hafa geta hins vegar lesið úr prófinu all ítarlegar upplýsingar um mál- þroska barnanna sem nýtast við val á mark- miðum til þjálfunar. Prófið er lagt fyrir foreldra barnsins en ekki barnið sjálft. Þetta er því aðgengileg aðferð til að foreldr- arnir geti fengið úr því skorið hvort frekari aðgerða er þörf.“ - Hefur þetta vantað hér? „Já, ég valdi þetta mál- þroskapróf 1992 sem lokaverk- efni til mastersprófs, enda var mér ljóst að verkefnið væri afar þarft. Málþroskapróf hafa verið af mjög skomum skammti á ís- landi og þau próf sem eru í notk- un eru flest eða öll þýdd úr er- lendum tungumálum og henta ekki nógu vel fyrir íslenskar að- stæður. Þó var nýlega þýtt og gefið út ágætt staðlað próf fyrir ►Elúi Þöll Þórðardóttir ólst upp í Kópavogi, Frakklandi og víðar. Eftir stúdentspróf frá MR 1982 lærði hún flugumferð- arstjóm, varð fyrsti kvenflug- umferðarstjórinn og starfaði við það frá 1984 til 1987. Jafn- framt lagði hún stund á ís- lensku í Háskóla Islands. Þá hélt hún til náms í talmeina- fræði í Wisconsin í Bandaríkj- unum og er að ljúka doktors- prófi. Meistarapróf tók hún þar í talmeinafræði og heyrnar- fræði. Tal- og málmein baraa era hennar sérgrein. Elín Þöll er gift Ragnari Pálssyni verkfræðingi og eiga þau 2 dætur, Auði 10 ára og Ragnheiði 7 ára. eldri böm. Sumarið 1993 safnaði ég hljóðritunum af tali íslenskra barna og kannaði áreiðanleika og gildi málþroskaprófsins, fyrst í tilraunaútgáfu og síðar í bættri útgáfu. Urvinnsla þessara gagna stóð til vors 1994 er ég lauk mastersgráðunni. Þessum þætti verksins lýsti ég í grein í vís- indatímaritinu First Language í október sl. Þar kemur fram að prófið þjónar tilgangi sínum vel.“ - Hvernig var gagnasöfnun? „Gagnasöfnun vegna stöðlunar prófsins stóð frá maí fram í miðjan nóvember 1994. Prófið var lagt fyrir 300 bama hóp víðs vegar af landinu og var kapp- kostað að velja úrtakið þannig að hópurinn væri þversnið af þjóðinni. Ég réðst í stöðlun prófsins með styrk frá heilbrigð- isráðuneytinu. Eftir grunnsöfn- un lá verkið niðri um hríð vegna fjárskorts. En Zontaklúbbur Reykjavíkur kom þá tO hjálpar með þenn- an góða fjárstyrk, sem gerði mér fært að ljúka verkinu." Þetta á þá eft- ir að koma í góðar þarfír? „Já, meðal þeirra sem vinna við mat á málþroska bama er staðreynd að greiningartæki vantar átakanlega. Það er oft um tveggja ára aldur barna að foreldra tekur að gruna að mál- þroski bama þeirra sé svo lítill að nánari athugunar sé þörf. Oft leita foreldrar til heilsugæslu eða til leikskólakennara um mat á málþroska. Prófið sem ég hefi samið hentar afar vel til notkun- ar slíkum aðúum. Ég er þess fullviss að prófið á eftir að nýt- ast vel og vonast til að það kom- ist sem fyrst í gagnið. Ég heyri mikinn áhuga hjá foreldrum og fagfólki.“ Mælir hvort frekari að- gerða er þörf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.