Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SVONA láttu þig hafa það Davíð. Haltu bara fyrir nefið og lokaðu augunum . . .
Biskups-
embættið
eignast
Flateyjar-
bók
NIELS P. Sigurðsson, fyrrverandi
sendiherra, og frú hafa fært bisk-
upi íslands Flateyjarbók að gjöf.
Bókin er ljósritað handrit Flateyj-
arbókar í fullri stærð gefin út af
Munksgaard í Kaupmannahöfn ár-
ið 1930.
Bókin er gefin í tilefni þess að
100 ár eru liðin frá fæðingu Sig-
urðar B. Sigurðssonar ræðis-
manns, föður Niels P. Sigurðsson-
ar, en hann var fæddur 4. júní 1897
í Flatey á Breiðafirði. „Upphaflega
stóð til að bókin yrði afhent Flat-
eyjarkirkju en í ljós kom að kirkj-
an þar átti eitt eintak og því var
ákveðið að biskupsembættið fengi
hana til varðveislu,“ sagði hr. Ólaf-
ur Skúlason biskup.
Flateyjarbók er talin rituð að
hluta eftir eldri handritum og frá-
sögnum af tveimur prestum,
Magnúsi Pórhallssyni og Jóni
Morgunbíaðið/Ásdís
HR. ÓLAFUR Skúlason biskup tekur við Fiateyjarbók af
Niels P. Sigurðssyni, fyrrverandi sendiherra.
Þórðarsyni, í lok fjórtándu aldar,
líklega á árunum 1386-1390. Sag-
an segir að Jón Hákonarson stór-
bóndi í Víðidalstungu frá
1385-1415 hafi fengið prestana til
verksins, greitt allan kostnað og
lagt til aðstöðu í Víðidalstungu.
Guðný Hákonardóttir, systir Jóns,
var langamma Bjöms Þorleifsson-
ar á Reykhólum en handritið gekk
að erfðum þar til Jón Finnsson,
sem bjó á Flatey í Breiðafirði og
var bamabarnabam Bjöms á
Reykhólum gaf Brynjólfi Sveins-
syni, biskupi í Skálholti, bókina ár-
ið 1647, en Brynjólfur biskup kom
henni til varðveislu í konunglegu
bókhlöðunni í Kaupmannahöfn.
Handritinu var síðan skilað til Is-
lendinga árið 1971 eftir samkomu-
lag við Dani um afhendingu hand-
ritanna.
Egilsstöðum • Fossnesii • Gognvegi • Geirsgötu • Lækjorgötu HafnorfirSi • Nesjum við Hornufjörð • Skógarseli • Stórahjolla • Vogum • Ægisiðu
Málþroskapróf fyrir íslensk börn
Fyrstu árin við-
kvæmasta mál-
tökuskeiðið
Elín Þöll Þórðardótfir
ELÍN Þöll Þórðar-
dóttir hefur unnið
að samningu mál-
þroskaprófs fyrir ís-
lensk böm og er verkinu
lokið. Hún var að gera
grein fyrir því hjá
Zontaklúbbi Reykjavflk-
ur, sem veitti henni
styrk til verksins, er
blaðamaður Mbl. spurði
hana út á hvað það
gengi.
„Vart þarf að tíunda
mikilvægi þess að hlúa
sem best að málþroska
ungra barna. Fyrstu ár
ævinnar eru hraðasta en
jafnframt viðkvæmasta
máltökuskeiðið. Það er á
þessum árum sem
grunnurinn að móður-
málskunnáttunni er
lagður, grunnur að hæfi-
leikanum til að koma hugsunum
sínum í orð, skilja mál annarra,
lesa og skrifa. Margoft hefur
verið sýnt fram á að stór hópur
þeirra barna, sem standa jafn-
öldrum sínum verulega að baki í
málþroska á unga aldri, ná
aldrei að jafna metin. Fötlun af
þessu tagi gerir vart við sig með
mismunandi hætti á hinum ýmsu
aldursskeiðum. í skóla kemur
hún oft fram sem erfíðleikar við
að lesa og skrifa, hlusta og ein-
beita sér, og verða námsárangur
og ánægja af skólastarfinu eftir
því. Það er full ástæða til að
leggja allt kapp á að aðstoða
börn snemma sé þess þörf‘.
- I hverju er þetta próf fólg-
ið?
„Málþroskaprófið er ætlað til
þess að finna þau börn sem
þurfa hjálp, en einnig til að
áflétta áhyggjum aðstandenda í
þeim vafatilfellum þar sem í ljós
kemur að málþroski er innan
eðlilegra marka. í mörgum til-
fellum þar sem málþroska er
ábótavant er annar þroski eðli-
legur, svo sem vitsmunaþroski,
hreyfiþroski og félagslegur
þroski. í öðrum tilfellum er mál-
þroski einn af mörgum þáttum
sem þarftiast athugunar. í báð-
um tilfellum hentar prófið vel til
mats á málþroska. Það má t.d.
nota við mat á málþroska ein-
hverfra barna og þroskaheftra.“
- Eftir hverju er leitað?
„Málþroskaprófið er ætlað
börnum á aldrinum 18 mánaða
til 36 mánaða og mælir orða-
forða, málfræði og setningagerð
barnanna. Prófið er einfalt og
ódýrt í notkun, og þarf starfsfólk
sem notar prófið ekki að búa yfir
sérþekkingu til að skera úr um
hvort málþroski mælist innan
eðlilegi’a marka. Þeir sem sér-
þekkingu hafa geta
hins vegar lesið úr
prófinu all ítarlegar
upplýsingar um mál-
þroska barnanna sem
nýtast við val á mark-
miðum til þjálfunar. Prófið er
lagt fyrir foreldra barnsins en
ekki barnið sjálft. Þetta er því
aðgengileg aðferð til að foreldr-
arnir geti fengið úr því skorið
hvort frekari aðgerða er þörf.“
- Hefur þetta vantað hér?
„Já, ég valdi þetta mál-
þroskapróf 1992 sem lokaverk-
efni til mastersprófs, enda var
mér ljóst að verkefnið væri afar
þarft. Málþroskapróf hafa verið
af mjög skomum skammti á ís-
landi og þau próf sem eru í notk-
un eru flest eða öll þýdd úr er-
lendum tungumálum og henta
ekki nógu vel fyrir íslenskar að-
stæður. Þó var nýlega þýtt og
gefið út ágætt staðlað próf fyrir
►Elúi Þöll Þórðardóttir ólst
upp í Kópavogi, Frakklandi og
víðar. Eftir stúdentspróf frá
MR 1982 lærði hún flugumferð-
arstjóm, varð fyrsti kvenflug-
umferðarstjórinn og starfaði
við það frá 1984 til 1987. Jafn-
framt lagði hún stund á ís-
lensku í Háskóla Islands. Þá
hélt hún til náms í talmeina-
fræði í Wisconsin í Bandaríkj-
unum og er að ljúka doktors-
prófi. Meistarapróf tók hún þar
í talmeinafræði og heyrnar-
fræði. Tal- og málmein baraa
era hennar sérgrein.
Elín Þöll er gift Ragnari
Pálssyni verkfræðingi og eiga
þau 2 dætur, Auði 10 ára og
Ragnheiði 7 ára.
eldri böm. Sumarið 1993 safnaði
ég hljóðritunum af tali íslenskra
barna og kannaði áreiðanleika
og gildi málþroskaprófsins, fyrst
í tilraunaútgáfu og síðar í bættri
útgáfu. Urvinnsla þessara gagna
stóð til vors 1994 er ég lauk
mastersgráðunni. Þessum þætti
verksins lýsti ég í grein í vís-
indatímaritinu First Language í
október sl. Þar kemur fram að
prófið þjónar tilgangi sínum
vel.“
- Hvernig var gagnasöfnun?
„Gagnasöfnun vegna stöðlunar
prófsins stóð frá maí fram í
miðjan nóvember 1994. Prófið
var lagt fyrir 300 bama hóp víðs
vegar af landinu og var kapp-
kostað að velja úrtakið þannig
að hópurinn væri þversnið af
þjóðinni. Ég réðst í stöðlun
prófsins með styrk frá heilbrigð-
isráðuneytinu. Eftir grunnsöfn-
un lá verkið niðri um hríð vegna
fjárskorts. En Zontaklúbbur
Reykjavíkur kom þá
tO hjálpar með þenn-
an góða fjárstyrk,
sem gerði mér fært
að ljúka verkinu."
Þetta á þá eft-
ir að koma í góðar þarfír?
„Já, meðal þeirra sem vinna
við mat á málþroska bama er
staðreynd að greiningartæki
vantar átakanlega. Það er oft
um tveggja ára aldur barna að
foreldra tekur að gruna að mál-
þroski bama þeirra sé svo lítill
að nánari athugunar sé þörf. Oft
leita foreldrar til heilsugæslu
eða til leikskólakennara um mat
á málþroska. Prófið sem ég hefi
samið hentar afar vel til notkun-
ar slíkum aðúum. Ég er þess
fullviss að prófið á eftir að nýt-
ast vel og vonast til að það kom-
ist sem fyrst í gagnið. Ég heyri
mikinn áhuga hjá foreldrum og
fagfólki.“
Mælir hvort
frekari að-
gerða er þörf