Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Afkoma Olís fyrstu sex mánuði ársins svipuð og á sama tíma í fyrra Attatíu og fjögurra millj. kr. hagnaður HAGNAÐUR af rekstri Olís hf. nam 84 milljónum króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Er þetta svipuð afkoma og varð hjá félaginu á sama tíma á síðasta ári er hagnaður fyrri árshelmings nam 82 milljónum króna. Velta félagsins jókst hins vegar um 18% á milli tímabila og nam hún tæpum 3,8 milljörðum króna á fyrstu sex mán- uðum ársins. Einar Benediktsson, forstjóri 01- ís, segist vera þokkalega ánægður með þessa afkomu miðað við þá miklu samkeppni sem sé á þessum markaði. Markaðshlutdeild félags- ins hafi aukist úr 27,6% á fyrri árshelmingi síðasta árs í 30,2% nú og skýri það stærstan hluta veltu- aukningarinnar. „Okkur hefur tekist að auka framlegð fyrir skatta og fjámagns- liði í takt við veltu. Hins vegar er svipuð afkoma nú þrátt fyrir veltu- aukningu vegna hærri skatt- greiðslna," segir Einar. Hann segir að rekstraráætlanir félagsins geri ráð fyrir svipaðri af- komu á árinu í heild eins og á síð- asta ári, en þá varð 141 milljónar krónu hagnaður af rekstri félagsins. Hlutafjáreign Olís nam 615 millj- ónum króna í lok júní á bókfærðu verði. Þar af var eignarhlutur fé- lagsins í fyrirtækjum skráðum á hlutabréfamarkaði bókfærður á 427 milljónir króna. Markaðsvirði þess- ara bréfa var hins vegar rösklega 1.240 milljónir í lok tímabilsins og hafði aukist um 257 milljónir á ár- inu. Ágæt reynsla af rekstri ÓB-stöðvanna Að sögn Einars hefur mikil upp- bygging átt sér stað hjá Olís á þessu ári sem og á síðastliðnu ári. Stækk- un efnahagsreiknings félagsins megi einkum rekja til aukinna fastafjármuna og einnig hækkunar veltufjármuna vegna aukinna rekstrartekna. „Við höfum á árinu unnið að veigamiklum endurbótum á þjón- ustustöðvum félagsins á Reykjavík- ursvæðinu. Auk endurbóta á dælum og húsnæði hefur stöðvunum einnig verið breytt í hraðverslanir. Þá hef- ur að sama skapi verið unnið að uppbyggingu sjálfvirkra, ómannaðra bensínstöðva undir heit- inu ÓB - ódýrt bensín. Félagið hefur þegar opnað fjórar slíkar stöðvar og til stendur að opna tvær til viðbótar á næstu vikum,“ segir Einar. Hann segir rekstur ÓB-stöðv- anna hafa gengið ágætlega þó vissulega megi segja að félagið sé að nokkru leyti í samkeppni við sjálft sig með starfrækslu þeirra. „I ljósi þess að við erum minnsta bensínfélagið á markaðnum tekur ÓB meira frá öðrum en Olís. Þetta var því rökrétt að okkar mati, því þrátt fyrir að þetta sé að hluta til í samkeppni við sjálfa okkur þá erum við að mæta ákveðinni þörf, auk þess sem staðsetning stöðv- anna er með þeim hætti að þær ættu frekar að ná viðskiptum frá keppinautum okkar en okkur sjálf- um.“ Einar segir ekkert vandamál fylgja því fyrir félagið að keppa á svo mismunandi grundvelli, þ.e. annars vegar á grundvelli þjónustu og hins vegar á grundvelli lægra verðs, heldur sé aðeins um að ræða aukna fjölbreytni á þjónustu félags- ins við viðskiptavini. Einar segir ÓB vera mjög ódýrt í rekstri þar sem stöðvarnar þýði betri nýtingu á upplýsingakerfi Olís og aðeins einn starfsmaður anni öllu eftirliti með þessum sex stöðvum. Svipuð afkoma hjá Skinnaiðnaði hf. á Akureyri á fyrri árshelmingi Hagnaðurínn nam 34,6 milljónum króna [< SKINNAIÐNAÐUR HF Úrmilliuppgjöri 1997 Jan.-júní Jan.-júní Rekstrarreikningur þús. króna 1997 1 1996 Breyting Rekstrartekjur 475,9 445,3 ! +6,9% Rekstrargjöld 390,3 358,2 +9,0% Hagnaður fyrir afskriftir 85,6 87,1 | -1,7% Hgnaður fyrir fjármagnsgjöld 72,3 75,7 j -4,5% Hagn. af reglulegri starfsemi 56,4 61,8 ; -8,7% Reiknaðir skattar 21,8 23,1 -5,6% Hagnaður (tap) tímabilsins 34,6 38,6 -10,4% Efnahagsreikningur þús. króna 30/6 '97 30/6 '96 Breyting I Eignir: \ Veltufjármunir 573,2 531,9 +7,8% Fastaf jármunir 206,4 187,1 ; +10,3% Eignir samtals 779,6 719,0 +8,4% I Skuldir og eioið fé: I Skammtímaskuldir 291,5 292,3 -0,3% Langtímaskuldir 121,4 130,3 -6,8% Hlutafé . 70.7. 70,7 0,0% Annað eigið fé 295,9 225,6 + CO —L o"- Skuldir og eigið fé samtals 779,6 719,0 +8,4% Kennitölur i 1997 1996 Eiginfjárhlutfall ] 47,03% 41,22% Veltufjárhlutfall 1,97 1,82 Veltufé frá rekstri þús. króna I 53,9 53,3 +1,1% SKINNAIÐNAÐUR hf. skilaði 34,6 milljóna króna hagnaði á fyrri árshelmingi, eða sem nemur 7,3% af veltu, samanborið við 38,6 millj- óna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur námu tæp- um 476 milljónum króna og jukust um tæp 7% á milli ára en rekstrar- gjöld námu rúmum 390 milljónum og jukust um 9%. Fyrirtækið skilar svipaðri af- komu á milli ára en lítið eitt minni hagnað má skýra með því að af- skriftir eru hlutfallslega hærri nú en í fyrra og reiknaðar tekjur vegna áhrifa verðbreytinga voru heldur lægri þá. í lok júní voru eignir Skinnaiðn- aðar bókfærðar á um 780 milljón- ir króna en skuldir námu um 413 milljónum. Fyrirtækið styrkti eig- infjárstöðu sína á tímabilinu og jókst það um rúmar 70 milljónir króna miðað við sama tímabil í fyrra eða í 366,7 milljónir. Bjarni Jónasson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, segist vera þokkalega sáttur við niðurstöðuna enda sé hún í samræmi við áætlan- ir félagsins. „Tekjuaukningin staf- ar af því að hærra verð fékkst fyrir framleiðsluna en á móti kem- ur að hráefnisverð hækkaði einnig. Hins vegar styrktist eiginfjárstað- an á tímabilinu og þrátt fyrir að hagnaðurinn minnki lítillega er veltufé frá rekstri ívið meira nú en á sama tímabili í fyrra.“ Um 98-99% af framleiðslu Skinnaiðnaðar fara til útflutnings og eru helstu markaðir í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Bjarni segir að mikil áhersla sé lögð á vöru- og vinnsluþróun innan fyrir- tækisins til að fylgjast með tísku- sveiflum og tryggja hagkvæmni. „Tekjur félagsins fyrstu átta mán- uðina eru heldur meiri en á sama tíma í fyrra. Það er samkvæmt þeim áætlunum sem gerðar voru í ársbyrjun og má gera ráð fyrir að hagnaðurinn verði um 60-65 milljónir króna á árinu.“ Reikningsárinu breytt Á aðalfundi Skinnaiðnaðar í mars sl. var samþykkt að breyta reikningsári félagsins þannig að hér eftir stendur það frá 1. sept- ember til 31. ágúst. Yfirstandandi reikningsári lauk því 31. ágúst sl. og verður næsti aðalfundur því væntanlega haldinn síðar á árinu að sögn Bjarna. „Með því að breyta reikningsárinu fæst mun raunhæfari mynd af rekstri fyrir- tækisins. Við kaupum á haustin nær allt það hráefni sem þarf til framleiðslunnar næstu tólf mán- uði. Með breyttu uppgjörstímabili er því mun betra fyrir hluthafa að átta sig á rekstri og stöðu fé- lagsins ár hvert,“ segir Bjarni. OLIUVERZLUN ÍSLANDS hf. Úr milliuppgjöri 1997 Rekstrarreikningur Miiijónir króna Jan.-júní 1997 Jan.-júní 1996 Breyting Rekstrartekjur 3.777 3.619 3.191 3.056 +18% +18% Rekstrarhagn. f. fjármagnsliði og skatta 153 135 +17% Fjármagnsgjöld (38) (35) +9% Hagnaður fyrir skatta 120 100 +20% Hagnaður án afkomu dótturfélaga 80 71 +13% Hagnaður tímabilsins 84 82 +2% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6'97 30/6'96 -V Breyting Eignir: \ Veltufjármunir Fastafjármunir Eignir samtals Skuldir og eigið fé:\ Skammtímaskuldir Langtímaskuldir Eigið fé Skuldir og eigið fé samtals 2.899 2.901 2.709 2.455 +7% +18% 5.800 2.272 1.339 2.189 5.800 5.164 1.940 1.135 2.089 5.164 +12% +17% +18% +5% +12% Kennitölur Jan.-júní: 1997 1996 Eiginfjárhiutiall 38% 40% Veltufjárhlutfall 1,28 1,40 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 159 163 Arðsemi eigin fjár 8,0% 8,0% -2,5% Tæknival með 8 milljóna hagnað á fyrri árshelmingi Helmingi minni hagnaður en áætlað var TÆKNIVAL hf. skilaði um 8 millj- óna króna hagnaði fyrstu sex mán- uði ársins sem er um helmingi minna en áætlanir gerðar í upp- hafi árs gerðu ráð fyrir. Þá er þetta verulega lakari afkoma en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður- inn nam um 31 milljón. Hins vegar jókst velta félagsins um 27% á tímabilinu frá því í fyrra og nam tæplega 1,2 milljörðum. Meginskýringin á minni hagnaði er sú að markmið um sölu náðust ekki að fullu þrátt fyrir áðurnefnda söluaukningu, að því er segir í frétt frá félaginu. Þá kemur fram að uppbygging fyrirtækisins og fjár- festing í þekkingu hafi verið meiri en áætlað hafi verið. Mikill árang- ur hafi náðst við þróun lausna í sjávarútvegi, þar sem fram hafi -pp* nival I if. ./fá- Úr milliuppgjöri 30.júni 1997 - '^HHHHHHHHHHHH^ Rekstrarreikningur MHijónír króna 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur 1.192,4 941,3 26,7% Rekstrargjöld 1.174.3 892.5 31.6% Rekstrarhagnaður Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) Hagnaður fyrir skatta 18,1 (8,4) 9.7 48,7 (9,4) 39.3 -62,8% -10,6% -75.3% Hlutdeild í hagnaði hlutdeildarfélaga 0,0 0,06 Hagnaður ársins 7,9 30.9 ■74,4% Efnahagsreikningur 30. júní: 1997 1996 Breyting L Eignir: i Veltufjármunir 591,8 704,2 -16,0% Fastafjármunir 203,3 173,9 16,9% jEignir samtals 795,1 878,1 -9,5% i Skuldir oa eiaið té: I Skammtímaskuldir 324,6 401,6 -19,2% Langtímaskuldir 205,4 209,9 -2,1% Eigið fé 265,1 266,6 -0,6% Þar a< hlutafé 132,5 120,0 10,4% Skuldir og eigið fé samtals ' 795,1 878,1 -9,5% Sjóöstreymi Handbært fé frá rekstri 45,9 30.7 49,5% farið víðtæk rannsóknar- og.þróun- arvinna með þróunarstyrkjum frá Evrópusambandinu. Starfsmönnum hefur ijölgað í samræmi við þetta úr 147 í 204 frá miðju ári 1996 til miðs árs 1997. Endurskoðuð rekstraráætlun fyrir yfirstandandi ár gerir ráð fyrir bættri afkomu á síðari hluta ársins, en að heildarniðurstaðan verði þó ekki jafngóð og áætlanir gerðu ráð fyrir. I endurskoðaðri áætlun er gert ráð fyrir að hagnað- ur ársins fyrir skatta nemi 46 millj- ónum. Eigið fé félagsins nam í lok júní 265 milljónum, en nánari upplýs- ingar um afkomu félagsins og stöðu er að finna á meðfylgjandi yfirliti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.