Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 31 fKttrgpmÞIiiftii STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMEINUÐU ÞJOÐ- IRNAR OG ÍSLAND KOMA Kofis Annans, aðalframkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, hingað til lands er gott tækifæri til að ræða framlag íslands til starfsemi samtakanna og þær breytingar á henni, sem hinn nýi framkvæmdastjóri vill beita sér fyrir. Þótt ísland sé eitt af fámennustu aðildarríkjum SÞ hefur það látið að sér kveða með góðum árangri og nýtur álits. Við höfum í fyrsta lagi kunnað að búa til bandalög með öðrum vestrænum lýðræðisríkjum, annars vegar með Norðurlöndunum og hins vegar með ríkjum Atlantshafs- bandalagsins. Nú, þegar norrænt samstarf innan SÞ fer dvínandi, munum við í auknum mæli þurfa að reiða okkur á samstarf við önnur ríki Evrópska efnahagssvæðisins. Jafnframt hefur ísland náð árangri með því að sýna frumkvæði, nýta fámenna sendinefnd vel og einbeita sér að málum, þar sem íslendingar búa yfir sérþekkingu. Þannig hafði ísland talsverð áhrif á gang mála á hafréttar- ráðstefnum SÞ og á úthafsveiðiráðstefnunni. Jarðhita- skóli samtakanna er hér á landi og brátt verður settur á stofn sjávarútvegsskóli. Þessar stofnanir hafa mikilvægu hlutverki að gegna í aðstoð SÞ við þróunarríkin. Ummæli Annans í fyrirlestri hans í Háskóla íslands í gær, um að ísland hafi sannað að land þurfi ekki að vera fjölmennt eða máttugt til að beita sér með virkum hætti á vettvangi samtakanna, eru ánægjuleg viðurkenning á þessu framlagi Islands. Ekki má heldur gleyma því að ísland hefur verið eitt þeirra ríkja, sem alltaf hafa greitt fjárframlag sitt til SÞ á réttum tíma og lagt áherzlu á skilvirkni og árangur í starfi samtakanna. Enda hefur ísland, ásamt hinum nor- rænu ríkjunum, lýst eindregnum stuðningi við tillögur Annans um umbætur á skipulagi og starfsháttum Samein- uðu þjóðanna, sem miða að því að gera samtökin í stakk búin til að takast á við verkefni nýrrar aldar. Nú, eftir að lamandi hönd kalda stríðsins hefur verið lyft af samtökunum, er tækifæri til að gera úr SÞ skil- virka stofnun, sem getur brugðizt hratt við vanda vegna hernaðarátaka, hungursneyðar eða náttúruhamfara um allan heim. Kofi Annan getur reitt sig á stuðning íslands í umbótaviðleitni sinni. ALDRAÐIR OG ÞJÓÐLÍFIÐ AÐGERÐARHÓPUR aldraðra hefur farið þess á leit við Hagstofuna, að hún endurskoði reglur um að- gang fyrirtækja að þjóðskrá vegna sölustarfsemi, sem miðaðar hafa verið við 75 ár. Jafnframt lýsir hópurinn óánægju með það, að iðulega er gengið fram hjá öldruðum í skoðanakönnunum, jafnvel ekki leitað eftir áliti þeirra á þjóðmálum eftir 67 ára aldur. í yfirlýsingu aðgerðarhóps- ins segir m.a., að niðurlægjandi sé að slá því föstu, að allt fólk, sem komið er á eftirlaunaaldur, sé ekki fært um að segja álit sitt á þjóðmálum eða eiga viðskipti. Astæða er til að taka undir þessa gagnrýni, því eðlilega vilja aldr- aðir taka þátt í þjóðlífinu á meðan heilsa og kraftar leyfa. Sérhver einstaklingur hlýtur sjálfur að ákveða, að hvaða marki hann lætur sig þjóðmál varða. Reglur Hagstofunnar hafa vafalaust verið settar á sín- um tíma til að vernda aldraða gegn ágangi, en aðstæður eru orðnar breyttar, því aldraðir búa yfirleitt við mun betri heilsu en fyrr og lengur. Áhugi á þátttöku í þjóðlíf- inu og afskipti af þjóðmálum eru því meiri. Ekki má held- ur gleyma því, hversu verðmætt það er fyrir samfélagið að njóta reynslu aldraðra og þeirrar þekkingar, sem þeir hafa öðlazt á langri starfsævi. Reyndar ætti fremur að leita leiða til að nýta vizkubrunn öldunganna þjóðfélaginu til hagsbóta í stað þess að ýta þeim til hliðar. Ástæða er þó í þessu sambandi til að minnast á, hversu mikill ágangur er orðinn á heimilum vegna sölustarfsemi. Auk hauga af hvers kyns auglýsinga- og áróðursbækling- um, sem koma inn um bréfalúguna, er sífellt ónæði af símhringingum sölumanna og þegar dyrabjallan hringir má allt eins búast við, að þar séu sölumenn á ferð. Frið- helgi einkalífsins fer því oft fyrir lítið. Rétt er því að benda fólki á, jafnt öldruðum sem öðrum, að unnt er að láta fjarlægja nafn og heimilisfang hjá Hagstofunni af listum þeim, sem fyrirtæki og félagasamtök fá fyrir sölu- og kynningarstarfsemi sína. NORRÆN RÁÐSTEFNA UM MÆNUSKAÐA í REYKJAVÍK Morgunblaðið/Ásdís Mænusköðum fækkað um helming eftir lögleiðingu öryggisbelta FIMMTA vísindaþing Norrænu mænuskaða- samtakanna var sett við hátíðlega athöfn á Hótel Loftleiðum síðdegis í gær. Þátttakend- ur eru úr öllum faghópum innan heilbrigðis- kerfisins sem fást við meðferð mænuskaða og koma frá tólf löndum, m.a. frá Japan, Kína, Hawaii og ýmsum Evrópulöndum, en flestir koma frá Norðurlöndunum. Einnig silja þingið fulltrúar frá öllum félögum mænuskaðaðra á Norðurlöndum. Á þinginu, sem stendur yfir í dag og á morgun, verður fjöldi fyrirlestra, sem spanna öll svið í tengslum við meðferð mænuskaða, allt frá bráðaskurðlækningum til lífsgæða eftir að endurhæfingu er lokið. í tengslum við þingið eru haldnir aðalfundir Norrænu mænuskaðasamtakanna og nor- rænna samtaka mænuskaðaðra, auk þess sem ýmis innlend og erlend fyrirtæki standa fyrir vörusýningu, þar sem kynntar verða vörur sem tengjast mænusköðuðum. Þetta er í fyrsta sinn sem þingið er hald- ið hér á landi og við setningu þingsins sagði Sigrún Knútsdóttir, sjúkraþjálfari og for- maður framkvæmdanefndar, að fjöldi þátt- takenda hefði farið fram úr björtustu vonum en á þinginu eru um 300 manns. Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, setti þingið. í máli hans kom fram að mænusköðum hefði fækkað um helming hér á landi eftir að notkun öryggisbelta var lögleidd. Að loknu stuttu ávarpi forseta Norrænu mænuskaða- samtakanna, dr. Fin Biering-Sorensen, söng Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur nokkur íslensk þjóðlög. At- höfninni Iauk svo með því að bandaríski kvikmyndaleikarinn Christopher Reeve birt- ist á skjánum og ávarpaði gesti úr hjólastól sínum, en leikarinn lamaðist fyrir neðan háls fyrir rúmum tveimur árum er hann féll af hestbaki. Tilraunir með fóstur- vísa gefa góða raun Morgunblaðið/Þorkell DR. ANDERS Holtz og Per Ertzgaard. TILRAUNIR með notkun fósturvísa við skurðað- gerðir vegna mænuskaða hafa gefið góða raun að því er fram kemur í erindi dr. And- ers Holtz, yfirlæknis taugaskurð- lækningadeildar háskólasjúkrahúss- ins í Uppsala, dr. Richards Levis og pr. Áke Seiger sérfræðinga á Karol- inska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Holtz segir markmið meðferðarinnar ekki að lækna upphaflegan skaða heldur að koma í veg fyrir að sjúkl- ingum haldi áfram að hraka m.a. vegna áhrifa frá holrými í mænunni. Per Ertzgárd, fjórði rannsakand- inn, segir að samkvæmt niðurstöðum rannsókna myndist lítil holrými í mænu á um fjórðungi mænuskað- 'aðra. Holrýmin valdi því að um 5% hópsins haldi áfram að hraka hægt og sígandi. Eldri aðferð til að loka holrýmunum fólst í því að dæla úr þeim með slöngu. Sú meðferð reynd- ist hins vegar ekki duga nema í nokk- ur ár. Annar galli á meðferðinni fólst í því að sýkingarhætta jókst. Tilraunir á rottum Áke Seiger á Karolinska sjúkra- húsinu sá um grunnrannsóknar vegna nýju meðferðarinnar. Hann prófaði að koma fósturvísum fyrir í rottum áður en meðferðin var reynd á mönnum fyrr á árinu. Holtz segir að um svipuð skilyrði sé að ræða. Ekki skipti heldur máli að holrýmin í mænum rottanna séu yfirleitt minni en í mönnum enda séu holrýmin misstór í mönnum. Afleiðingar hol- rýmanna fari heldur ekki eftir því hvað holrýmin séu stór. Annað verkefni Seigers var að safna saman fósturvísum í tilraunina og meðferðina. „Fósturvísarnir voru fengnir eftir fóstureyðingar. Við fengum leyfi kvennanna til að nota fósturvísana, leyfi viðkomandi sjúkrahúss, leyfi hjá okkar sjúkra- húsyfirvöldum og sjúklingunum. Óskað er eftir nokkuð fleiri fósturvís- um en eru notaðir og konurnar fá ekki upplýsingar um hvort fósturvís- arnir hafí verið notaðir," segir Holtz og tekur fram að ekki séu notaðir eldri fósturvísar en 8 vikna. „Innan við 8 vikna er vefurinn enn ósérhæfð- ur og hæfur til almennra nota. Eidri fósturvísar eru farnir að mynda mótefni gegn öðrum vefjum og byij- aðir að mótast,“ segir hann. Ertzgaard útskýrir kosti fósturvís- anna í meðferðinni. „Fósturvísarnir flytja ekki taugaboð og valda því ekki bata heldur eru meira eins og lím í holrýminu. Ég get líkt þeim við taug út í bát við bryggjuna. Ef þú bindur bátinn við bryggju með of stuttri taug er hætta á að báturinn brotni við bryggjuna. Ef á hinn bóg- inn taugin er nægilega löng eða teygjanleg er minni hætta á að bát- urinn brotni. Þannig virkar fósturvís- irinn í mænunni, gerir hana minna „brothætta" og kemur í veg fyrir áframhaldandi skaða.“ Meðferðin stendur öllum til boða Eftir að meðferðin hafði verið reynd á rottum gengust þrír mænu- skaddaðir undir meðferðina á Upp- sala-sjúkrahúsinu í Svíþjóð, einn í janúar og tveir í apríl í vor. „Ég vil ekki gefa miklar upplýsingar um fólkið. Hins vegar get ég upplýst að þremenningarnir áttu sameiginlegt að hafa hrakað frá því að þeir urðu fyrir mænuskaða fyrir 3 til 14 árum. Éinkennin voru ólík en ég get nefnt að lömun hafði færst ofar, erfiðara var að stjórna útlimum, verkir höfðu versnað og svitaköst voru vaxandi vandamál," segir Holz. Holz segir að meðferðin hafi gefíð góða raun. Sjúklingunum hefði hætt að hraka og vonir stæðu til að hrörn- unin frá því mænuskaðinn varð gengi til baka. Hann sagði að meðferðin stæði öllum til boða með áðurnefnd einkenni. Vonandi væri að hún dygði betur en fyrri aðferðin. Eftirlit dregur úr fyigi- kvillum MEÐ reglubundnu læknisfræði- legu eftirliti er hægt að draga úr fylgikvillum mænuskaðaðra í hjólastól eftir útskrift af sjúkra- húsi að því er fram kemur í rann- sókn Óskars Ragnarssonar, lækna- nema, og Guðmundar Geirssonar, þvagfæraskurðlæknis, á tíðni fylgikvilla hjá mænusködduðum í' hjólastól. Óskar segir að í flestum nágrannalandanna standi mænu- sködduðum til boða slíkt eftirlit. Óskar segir að rannsóknin nái til allra sem hlotið hafi mænuskaða frá því endurhæfingardeildin við Grensás var opnuð 1973. Alls sé um að ræða 48 manns og hafi 35 þeirra svarað spurningum um fylgikvilla eftir útskrift af sjúkra- húsi. Stór hluti hópsins kom að auki í rannsókn á þvagfærum. Erfiður samanburður Hann sagði að tilgangurinn með rannsókninni hefði verið að kanna hvort velþekktir fylgikvillar væru , algengari hér en þar sem boðið væri upp á reglubundið læknis- fræðilegt eftirlit. „Þótt saman- burður við erlendar rannsóknir sé dálítið erfiður því að úrtak sjúkl- inga er aldrei alveg sambærilegt teljum við að tíðni fylgikvilla sé svo há að með reglubundnu lækn- isfræðilegu eftirlitskerfi megi draga úr henni,“ sagði Óskar um niðurstöðurnar og fram kom að fylgikvillarnir væru aðallega þvag- færavandamál, sýkingar, blöðru- steinar, þvagleki, en einnig legu- * sár, lungnabólgur og beinbrot. Óskar segir að rannsakendurnir leggi til að mænuskaðaðir í hjóla- stól hafi rétt á að koma til eftir- lits og ráðgjafar hjá öllum þeim fagaðilum sem hafi með endur- hæfingu mænuskaðaðra að gera og til þvagfærasérfræðinga einu sinni á hverju ári. Kristján Tómas Ragnarsson yfirlæknir fjallar um bata og batahorfur eftir mænuskaða „En skolli er hægt farið“ ALGENGAST er að læknar séu spurðir að því hvort von sé á læknisfræðilegum bata eft- ir mænuskemmdir. Erfitt er um svör og í rauninni aðeins hægt að segja að rannsóknirnar virðist stefna í rétta átt. En mikið skolli er hægt farið,“ segir Kristján Tómas Ragnarsson yfirlæknir endurhæfing- ardeildar Mount Sinai sjúkrahússins í New York. Kristján Tómas heldur fyrirlestur um bata og batahorfur eft- ir mænuskaða á þinginu snemma í fyrramálið. Kristján segist ætla að taja um starfsgetuna í fyrirlestrinum. „Ég tala um starfsgetu í þrenns konar sam- hengi, starfsgetu líffæra, getu hvers og eins til að verða sjálfbjarga og komast um, og getu á félagslega svið- inu. Fyrsti liðurinn er fyrst og fremst verkefni læknanna. Við hina tvo fá læknarnir hins vegar til liðs við sig sérfræðinga á borð við sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara, sálfræðinga og félagsráð- gjafa,“ segir Kristján Tómas og nefn- ir að algengast sé að læknar séu spurðir að því hvort von sé til að ná læknisfræðilegum bata eftir mænu- skaða. Hann segir að hægt þokist að því marki. Hins vegar sé með nútíma þekkingu hægt að gera margt tii að koma í veg fyrir að upphaflegar skemmdir versni. „Við skulum heldur ekki líta framhjá því að áður dóu flest- ir. Nú lifa flestir ef ekki allir eftir mænuskaða,“ segir hann og tekur fram að þrátt fyrir að ekki sé hægt að lækna lömunina og fylgikvilla á borð við tilfinningalegt tap í húð, og jafnvel stjórnun blöðru og þarma, þurfi mænuskaðaðir ekki að vera síður heilbrigðir líkamlega og andlega en aðrir. „Læknisfræðilega er svo mikil- vægt að meðhöndla fylgikvilla er kunna að hætta heilsu fólksins og hafa með því áhrif á lífsgæði. Enginn getur lagt sig vel fram við endurhæf- ingu, nám, störf og leik í þjóðfélag- inu, ef honum líður illa eða er veikur." Andlega hliðin mikilvæg Kristján Tómas leggur áherslu á mikilvægi andlegu hliðarinnar. „And- legi þátturinn hefur úrslitaþýðingu allt frá byijun. Ef fólk er áhugalaust um endurhæfinguna og að bæta hag sinn geta læknar og annað starfsfólk í endurhæfingu lítið aðstoðað. Ef fólk er á hinn bóginn fullt af baráttuvilja, raunsætt og vill gera eins gott og hægt er úr ástandi sem enginn vildi óska nokkrum manni eru því engin takmörk sett í endurhæfingunni. í framhaldi af því minni ég á að lífsham- ingjan er að stórum hluta undir vænt- ingum okkar í lífinu komin. Ef vænt- ingarnar eru raunhæfar erum við nokkurn veginn ánægð. Þó svo að enginn sem hlýtur mænuskaða og lamast sé nokkurn tíma fyllilega sátt- ur við örlög sín getur fólk aðlagast mun betur en nokkurn mann getur órað fyrir og er ég sjálfur þar með talinn." Hann segir eðlilegt að sú hugsun leiti á hugann þegar maður hálsbrotni og lamist að hann vildi heldur vera dauður. „Þegar hins vegar svona kem- ur fyrir eru viðbrögðin sjaldnast á þann veg. Venjulega hugsar fólk með sér að best sé að sjá til hvað gerist og með tíð og tíma vex baráttuviljinn og fólk nær sér á strik á endanum. Sjálfsvígstíðni er hærri en hjá öðrum en ef til vill ekki svo há ef litið er tii ytri aðstæðana, t.d. hijóta sumir mænuskaðann í sjálfsmorðstilraunum og þeim er auðvitað hættara en öðrum að reyna aftur að svipta sig lífi. Önn- ur dæmi eru um að fólk eigi erfitt með að þola önnur skipbrot síðar meir í lífinu. Fólk er brotgjarnara og hætt- ir til að bugast við að fá ekki félagsleg- an- eða fjárhagslegan stuðning, eða sjá fram á nýtt vandamál. Þá er oft eins og andinn brotni og þeim verði hættara en öðrum en með réttri hjálp kemst fólk oftast yfir þetta áfall.“ Kristján Tómas segir töluvert að gerast á sviði endurhæfingar. „Hins vegar hefur tæknin ekki verið okkur sérstaklega hjálpleg í endurhæfingu. Auðvitað er hjálp af tölvubúnaðinum og öðru en tæknin hefur ekki breytt því að fólk sem er mikið iamað fái mátt. Ég hef unnið heilmikið að rannnsóknum á því að nota tölvu- stýrða rafertingu á vöðvum. Með því er hægt að framkalla ákveðnar hreyf- Morgunblaðið/Júlíus KRISTJÁN Tómas heldur fyr- irlestur um bata og batahorfur eftir mænuskaða. ingar, jafnvel að láta fólk ganga, opna og loka hendinni og grípa um hluti eða láta lausa. Ég prófaði að setja fólk á æfingahjól. Um leið var tölvu- stýrð raferting sett á vöðvana til að hægt væri að hjóla. Líkamsæfingar eru auðvitað öllum hollar og ef til vill sérstaklega mikið lömuðum. Ég held því að æfingin hafi verið góð heilsu- farslega,“ segir hann. Mestu framfarirnar á félagslega sviðinu Iiann tekur fram að mikið lamaðir hafi farið að geta notað fjarstýrðan tölvubúnað eða tölvubúnað sem hægt sé að stjórna með smá hreyfingu frá fingri, munni eða jafnvel augnloki. „Þrátt fyrir að þarna komi tæknin að góðu gagni hefur hún ekki gert fólkið sjálfsbjarga," tekur hann fram og nefnir að hjálpin sé fyrst og fremst félagsleg. Staðreyndin sé raunar sú að mestu framfarirnar hafi orðið á félagslega sviðinu. „Réttindi fatlaðs fólks hafa verið aukin og aðgengi hefur verið bætt enda var mjög auð- velt að verða algjör fangi í hjólastól í íbúð í húsi án lyftu, með þröngum dyrum o.s.frv. eins og algengt var hér áður fyrr. Ekki er heldur í flestum löndum lengur hægt að útiloka lamaða frá vinnu ef fólkið er að öðru leyti jafn fært og aðrir umsækjendur. Þarna hefur orðið mikil breyting til batnaðar. Hins vegar þarf maður stöð- ugt að vera á vaktinni því að okkur hættir öllum til blindu og fordóma á þessu sviði.“ Kristján Tómas segist að nokkru leyti þekkja til endurhæfingar hér á iandi. „Henni er að mínu mati vel hagað. Hér eru læknar og sérfræðing- ar afar vel menntaðir og hæfir á sínu sviði. Fæðin háir svolítið enda eru ekki margir sjúklingar með sama vandamál í endurhæfingu hveiju sinni. Hins vegar geta þeir sem farið hafa í gegnum endurhæfingu verið hjálp- legir inni á stofnununum," segir hann og tekur fram að hann sjái stórstígar framfarir varðandi aðgengi fyrir fatl- aða í Reykjavík. Þegar Kristján Tómas var spurður að því hvað vekti sérstaklega áhuga hans á þinginu tók hann fram að Norðurlandabúar, sérstaklega Svíar, stæðu framarlega í rannsóknum á sjálfri mænunni. „Mér finnst áhuga- vert að heyra um rannsóknir af því tagi enda hefur maður, sem læknir, auðvitað mestan áhuga á að lækna sjálft meinið. Von mín um að einn góðan veðurdag finnist lækning er sjálfsagt næstum því jafn sterk og sjúklinganna," sagði hann ogtók fram að í öðru lagi fyndist honum spenn- andi að heyra hvemig búið væri að mænusköðuðum á hinum Norðurlönd- unum enda stæðu Norðurlöndin afar framarlega og væru öðrum löndum viss fyrirmynd á samfélagssviðinu. Allir sjúklingarnir stjörnur Kristján Tómas komst í sviðsljósið þegar hann náði góðum árangri við endurhæfingu bandaríska ruðnings- kappans Dennis Byrd eftir slys í ruðn- ingsleik í nóvember árið 1992. „Ein aðalástæðan fyrir allri athyglinni var að íþróttaleiknum var sjónvarpað fyrir alþjóð. Annars var mjög ánægjulegt hvað endurhæfingin tókst vel og Dennis gengur nú við hækjur eftir að hafa lamast algjörlega í bytjun. Hann er fjölskyldufaðir, vinnur og ferðast en á væntanlega ekki eftir að spila fótbolta aftur,“ segir Kristján Tómas um leið og hann tekur fram að í hans augum séu allir hans sjúklingar stjöm- ur. Kristján Tómas _ útskrifaðist frá læknadeild Háskóla íslands árið 1969. Hann var við framhaldsnám og kennslu í New York á fyrri hluta átt- unda áratugarins. Eftir eins árs dvöl á íslandi fiutti hann aftur til baka og hefur búið og starfað í New York frá árinu 1976. Hann hefur verið prófess- or og stjórnandi endurhæfingardeildar Mount Sinai sjúkrahússins frá árinu 1986. Kristján Tómas segir að sér líki mjög vel við borgina. Þar býr hann ásamt Hrafnhildi Ágústsdóttur, eig- inkonu sinni, sem er myndlistarmað- ur, og fjórum dætrum. Verkir vandi 80% mænuskaðaðra - VERKIR eru vandamál hjá 80% mænu- skaðaðra að því er fram kemur í rann- sókn Sigrúnar Knútsdóttur, sjúkra- þjálfara, írisar J. Svavarsdóttur, sjúkraþjáifara, Margrétar Sigurð- ardóttur, félagsráðgjafa, og Sigrúnar Garðarsdóttur, iðjuþjálfara, á verkjum, fæmi og lífsgæðum mænuskaðaðra. Sigrún segir niðurstöðumar gefa til kynna nauðsyn á betra eftirliti og verkjameðferð. Sigi’ún sagði að tilgangur rannsókn- arinnar hefði verið að kanna hvort tengsl væm á milli verkja, skertrar fæmi og lífsgæða. Úrtakið voru mænu- skaðaðir á árabilinu 1973 til 1995. Óskað var eftir upplýsingum frá 60 manns og bárust þær frá 52 eða 87%. Stærsti hlutinn eða 70% var bundinn við hjólastól. Meðalaldur var 44 ár og vora 48% ekki í vinnu. Árlegar heimilis- tekjur 71% þátttakenda vora innan við tvær milljónir og 30% höfðu innan við milljón í árstekjur. Aðeins vora 50% í sambúð miðað við 70% þjóðarinnar í heild. Kynjaskipting var 27% konur og 73% karlar. Fimm ára aðlögun Sigrún sagði að flestir teldu sig við góða heilsu. „Eðlilega spjöruðu meira mænuskaðaðir í hjólastól sig verr lík- amlega og félagslega en hinir. Hvað varðar andlega heilsu kom í ljós að þeir sem höfðu slasast einu til fimm áram áður vora verr á sig komnir en aðrir, þ.e. um 5 ár tekur að aðlagast fötluninni. Ekki varð þó vart við sér- staka depurð,“ sagði Sigrún. Hún sagði að verkir væra vandamál hjá 80% úrtaksins. „Af úrtakinu kvört- uðu 22% um mjög mikla eða gífurlega verki. f þeim hópi töldu 62% verkina trafla allar daglegar athafnir," sagði hún. „Sú staðreynd segir okkur að við verðum að huga betur að eftirliti og verkjameðferð fyrir sjúklingana eftir útskriftina." Marktækur munur á kynjunum Huga þarf sérstaklega að vandamál- um kvenna. „Niðurstöðumar sýna að konur eiga í meiri erfiðieikum en karl- ar við að sætta sig við mænuskaðann. Þær eiga erfiðara með að sætta sAr við að geta ekki fallið inn í fjöldanu, þurfa á hjálp að halda og get ekki farið sinna eigin ferða,“ segir Sigrún og tekur fram að marktækur munur hafi verið á afstöðu kynjanna. Rannsakendur studdust við skalann frá einum og upp í sjö varðandi mat á lífsgæðum og gaf sjö til kynna eftir- sóknarverðustu lífsskilyrði. „Nið- urstaðan var 4,4 eða 63% á skalanum 0-100. Við getum ekki borið þetta sam- an við viðhorf almennt þvi samanburð- artölur skortir. Niðurstöðumar eru þó afar svipaðar niðurstöðum úr erlendum rannsóknum,“ segir Sigrún. Hún tekj^y fram að aðeins gífurlegur verkur hefði haft marktæk áhrif á mat viðkomandi á lífsgæðum. „Að vera bundinn við hjólastól hafði ekkert að segja. Meira fatlaðir virtust telja sig búa við meiri lífsgæði en hinir. Það kom á óvart en í umræðu um niðurstöðurnar hefur komið fram að þeir geri ef til vill aðrar kröfur." >.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.