Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 41*- GUÐRUN PALMFRIÐ- UR G UÐNADÓTTIR + Guðrún Pálm- fríður Guðna- dóttir fæddist á Kvianesi við Súg- andafjörð hinn 9. september 1916, en ólst upp frá ungum aldri á Botni í sömu sveit. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á ísafirði hinn 28. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðni Jón Þorleifs- son, f. 25.10. 1887, d. 1.4. 1970, og Albertína Jó- hannesdóttir, f. 19.9. 1893, d. 2.1. 1989. Þau bjuggu lengst af í Botni en síðustu árin á Suður- eyri við Súgandafjörð. Systkini Guðrúnar eru Sig- urður, f. 11.6. 1914, kvæntur Sveinbjörgu Eyvindsdóttur á Akranesi. Hann fórst með tog- aranum Júlí á Nýfundnalands- miðum árið 1950. Þorleifur Guðfinnur, f. 11.7. 1918, sam- býliskona hans er Marianne Jensen. Sveinn, f. 23.11. 1919, kona hans Sigríður Finnboga- dóttir, d. 1997. Jóhannes, f. 29.9. 1921, d. 1990, kona hans Aldís Jóna Ásmundsdóttir. Guð- mundur Arnaldur, f. 1.12.1923. Einar, f. 6.11. 1926, kona hans Guðný Guðnadóttir. Guðni Al- bert, f. 3.4. 1928, kona hans Júlíana Jónsdóttir. Gróa Sigur- mja, f. 24.11. 1930, eiginmaður Páll Guðmundsson. Maria Auð- ur, f. 6.6. 1932, eig- inmaður Leifur Sig- urðsson. Sólveig Dalrós, f. 11.6. 1934, d. 1939. Guðrún giftist 12.1. 1941 Kjartani Ó. Sigurðssyni, f. 21.9. 1905, d. 25.6. 1956, verkamanni og sjómanni frá Gilsbrekku og síðar Suðureyri við Súg- andafjörð. Heimili þeirra var á Rán- argötu 8 á Flateyri. Foreldrar hans voru Sigurður Jóhannsson og Guðbjörg Einarsdóttir. Vinur Guðrúnar og félagi til margra ára var Sörli Ágústsson frá Kjós í Árneshreppi, f. 6.5. 1910, d. 24.11. 1988. Börn Guðrúnar og Kjartans eru: 1) Guðvarður, f. 5.5. 1941, kvæntur Homhuan Kjartans- son. 2) Sigurlaug Svanfríður, f. 28.4. 1943, hennar maður Gunnlaugur Ragnarsson. 3) Berta Guðný, f. 23.7. 1945, gift Guðmundi Þorleifssyni. 4) Hlöðver, f. 16.8. 1948, kvæntur Sveinbjörgu Hermannsdóttur. 5) Sólveig Dalrós, f. 14.6. 1951, gift Krisljáni J. Jóhannessyni. 6) Elín Oddný, f. 16.10. 1954, gift Jóhanni Guðmundssyni. Barnabörn Guðrúnar eru 18 og barnabarnabörn 13. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag verður í Fossvogskirkju gerð útför föðursystur minnar Guð- rúnar Guðnadóttur frá Flateyri. Guðrún þekkti kröpp kjör. Mér er minnisstætt frá ættarmóti fyrir nokkrum árum þegar Guðrún stóð keik við veginn fyrir ofan Kvíanes í Súgandafirði og átti í harðri en gamansamri deilu við bræður sína um það hvar hún hefði fæðst, í fjár- húsi í Kvíanesi eða í Botnsbænum. Sem elsta systirin í stórum systk- inahópi í Botni í Súgandafirði var hún snemma kölluð til ábyrgðar og starfa á heimilinu þar sem oft var þröngt í búi. Seinna á lífsleiðinni stóð hún uppi tæplega fertug ekkja með sex börn þegar Kjartan Sig- urðsson maður hennar féll frá vegna veikinda langt um aldur fram. Á efri árum naut Guðrún þess að eiga að vin og lífsförunaut Sörla Ágústsson sjómann frá Flateyri, sem nú er látinn. Sörli var henni stoð og stytta á erfiðum tímum eftir fráfall Kjartans og þegar fram liðu tímar var Sörli oftast með þeg- ar fjölskyldan kom saman og var sannkallaður hrókur alls fagnaðar. Hann kunni kynstrin öll af sögum, gamanmálum og rímnakveðskap og hefði sjálfsagt þurft nokkra geisla- diska til þess að rúma það allt. Guðrún sýndi gamla bænum í Botni mikla ræktarsemi. Systkinin gerðu upp húsið, ræktuðu lax í ánni og þessi sumardvalarstaður varð eins konar samnefnari fyrir þá sterku samheldni sem alla tíð hefur ríkt í þessari gríðarstóru fjöl- skyldu. Viku fyrir andlátið stóð Guðrún og málaði grindverk og dró ekki af sé fyrr en að loknu verki. Við sem sóttum Guðrúnu heim á Ránargötunni á Flateyri eða fund- um hana fyrir heima á æskustöðv- unum í Botni þar sem systkinin fjöl- menntu með mökum og afkomend- um sínum sumar hvert, fundum sannarlega aldrei neinn vott af lífs- þreytu hjá henni. Hún geislaði ávallt af góðu skapi og atorku, tók rausn- arlega á mót gestum og gangandi og lá ekki á skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Hún var einn af þessum sterku persónuleik- um vestur þar, sem manni fannst bæði að landslagið hefði mótað og að þau sjálf mótuðu landslagið. Ég er viss um að næst þegar komið verður í Önundarfjörðinn verður hann ekki í laginu eins og áður þegar Guðrúnar naut við. Guðrún hélt tryggð við Flateyri og þótt börnin væru öll flutt suður og snjóflóð og miklar hremmingar væru nýlega afstaðnar, vildi hún ekkert ljá máls á því að flytja sig í einhveija þægilegri vist. Þegar kallið kom var hún á áttugasta og fyrsta aldursári, enn í húsinu sem Kjartan maður hennar hafði flutt innan úr Djúpi og aukið við og endurbætt meðan honum entist heilsa til og þar sem hún hafði komið börnunum sínum sex til manns. Það er með þakklæti og virðingu sem við minnumst Guðrúnar Guðnadóttur og hugur okkar er hjá börnum hennar, tengdabömum og afkomendum. Guðni Albert Jóhannesson. Nú er hún amma Gunna farin til himna og við viljum þakka henni fyrir allar þær stundir sem við átt- um saman. Amma fékk að reyna sitthvað í lífinu. Hún missti Kjartan afa snemma frá mömmu okkar og fimm systkinum hennar, en hún ól bömin sín upp af miklum dugnaði og elju sem í þá daga var ekki auðvelt. Hún amma var ekki bara fyrirmyndar amma sem hafði yndi af að prjóna og átti alltaf bismark- bijóstsykur upp í skáp, hún gekk á skíðum á áttræðisaldri, stundaði sund af kappi, málaði húsið, hélt garðinum alltaf fallegum og setti alltaf á hveiju vori niður í marga kartöflugarða. Atið í henni var svo mikið að fullfrískur maður átti fullt í fangi með að fylgja henni eftir. Orðasambandið „ekki hægt“ var ekki til í hennar huga; hún gerði bara hlutina. Amma kenndi okkur að elska og virða blómin og náttúruna. Okkar fyrstu skref áttum við með henni úti í garði að tala við blómin og klappa þeim, en það reyndist ekki svo gott að klappa kaktusinum í blómabúðinni. í huga Bjarka var amma alltaf ein af fjölskyldunni; amma var allt- af með á öllum ijölskyldumyndum sem hann teiknaði. En nú er amma verndarengillinn hans Bjarka eins og hann tekur til orða. Amma kenndi okkur bænirnar og fór alltaf með þær með okkur þegar við vorum hjá henni eða hún hjá okkur. Elsku amma, það var svo gott að hafa þig hjá okkur og við munum alltaf minnast þín í þessari bæn. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Guð geymi þig og hvíl þú í friði. Valdís og Bjarki. Það ríkti alltaf mikil tilhlökkun hjá okkur systkinunum þegar hald- ið var af stað vestur á firði að heim- sækja_ ömmu og Sörla afa á Flat- eyri. Ávallt voru móttökurnar hlýj- ar, annaðhvort komum við í heitan kvöldmatinn eða seint um kvöld og biðu okkar þá umbúin rúmin, heimabakaðar kleinur og mjólk. Við minnumst góðra stunda með ömmu og fjölskyldunni er við fórum saman til beija út á Klofning og útbjó hún amma þá heilmikið nesti og heitt kakó. Þetta voru góðar stundir sem gleymast ei. Rabarbarinn í fallega garðinum hennar ömmu var mjög vinsæll hjá okkur. Amma gaf okkur sykur í skál sem við dýfðum honum í og tókum stóran bita. Þetta þótti okk- ur mikið lostæti þó oft fylgdi súr- sætur svipur í kjölfarið. Aður en haldið var aftur heim eftir notalegt frí var tekin fjölskyldumynd í garð- inum í fullum blóma og uppstopp- aða lambinu í stofunni var klappað og strokið í kveðjuskyni en okkur krökkunum þótti mikið til þess koma. Við kveðjum ömmu okkar með söknuði. Blessuð sé minning hennar og hafi hún þökk fyrir allt og allt. íris Björk, Hulda Kristín, Kjartan Arnald og Pálmar Þór Hlöðversbörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, Álftamýri 52, Reykjavík, andaðist á Vífilsstaðaspítala 22. ágúst s.l. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Foreldra- og vinafélag Kópavogshælis. Þökkum öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hennar. Þorsteinn P. Kristjánsson, Gunnar Á. Kristjánsson, Jóhann A. Kristjánsson, Kristján Kristjánsson, Kristbjörg L. Kristjánsdóttir, Páll Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Fjóla Jónsdóttir, Sigrún Guðlaugsdóttir, Lilja Oddsdóttir, Systir okkar, UNNUR BJARNADÓTTIR, Kleppsvegi 34, Reykjavfk, andaðist fimmtudaginn 4. september. Guðrún, Marfa og Guðfinna Bjarnadætur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, teng- dafaðir og afi, BJÖRN HELGI VÍGLUNDSSON, Kolbeinsgötu 11, Vopnafirði, verður jarðsunginn frá Vopnafjarðakirkju laugardaginn 6. september ki. 14.00. Jarðsett verður að Hofi. Geirlaug Valgerður Jakobsdóttir, Jakob Björnsson, Linda Barbara Björnsson, Björn Björnsson, Ragnheiður Guðrún Þórðardóttir, Svanborg Björnsdóttir, Helgi Jóhann Þórðarsson, Jónína Björnsdóttir, Sardar Davúdý, og barnabörn. Bróðir okkar og mágur, FINNUR SIGURJÓNSSON, fyrrv. bókasafnsvörður, var jarðsettur í kyrrþey 21. ágúst s.l. Þökkum fyrir samúð og hlýhug, Henný D. Sigurjónsdóttir, Pálfna Þ. Sigurjónsdóttir, Jóhanna S. Ellerup, og systrabörn. Helgi Eiriksson, Sigmundur R. Helgason, Fróði Ellerup, t Ástkær frænka okkar og vinkona, AÐALHEIÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Hreimsstöðum sem andaðist föstudaginn 29. ágúst, verður jarðsungin frá Hvammi, Norðurárdal, laugar- daginn 6. september kl. 14.00. Sætaferöir frá BS( með Sæmundi kl. 11.00. Ættingjar og vinir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN P. GUÐNADÓTTIR, Ránargötu 8, Flateyri, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 5. september kl. 13.30. uuovarour Kjartansson, Svanfrfður Kjartansdóttir, Berta G. Kjartansdóttir, Hlöðver Kjartansson, Sólveig D. Kjartansdóttir, Elfn O. Kjartansdóttir, nomnuan fvjarianssony Gunnlaugur Ragnarsson, Guðmundur Þorleifsson, Sveinbjörg Hermannsdóttir, Kristján Jóhannesson, Jóhann Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, GUÐLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR, Brautarlandi 2, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju ( dag, föstudaginn 5. september, kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlega láti hjúkrunarþjónustuna Karitas, I síma 551 5606, njóta þess. Einar Guðbjörn Gunnarsson, Guðrfður Elsa Einarsdóttir, Inga Birna Einarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.