Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
I
>
}
.
y
>
P
1
J
I
.i
I
J
J
3
i
4
4
4
4
4
4
4
4
BRÉF TiL BLAÐSINS
Hljóð úr horni
Frá Halldóri Kristjánssyni:
ÞAÐ er töluvert rætt um neyslu
áfengis um þessar mundir, einkum
þó drykkjuskap unglinga. Umræð-
an tekur á sig ýmiskonar svip.
Henni fylgja líka margskonar kann-
anir, t.d. á viðhorfum foreldra, feðra
og mæðra, og hvað þeim þyki við
hæfi. Meðal þess sem rannsóknir
leiða í ljós er að 96% foreldra vilja
að börn innan 16 ára drekki ekki
áfengi og 29% foreldra vilja helst
að börn sín byrji aldrei á neyslu
áfengra drykkja. Að öðru leyti er
það talsvert á reiki hvað fólki finnst
um réttan eða heppilegan byijunar-
aldur.
Mörgum finnist það næsta fá-
fengilegt að standa í athugun og
umræðu um það hvort barnið byijar
að drekka áfengi árinu fyrr eða
seinna. Bindindishreyfíngin heldur
því ákveðið fram, svo sem jafnan
hefur verið, að spurningin sé ekki
um hvenær eigi að byija, heldur
hvort byija skuli nokkum tíma. Og
þar eru enn í góðu gildi rökin um
öryggið sem bindindinu fylgir. Sam-
hliða því er svo áhættan sem fylgir
neyslunni. Þetta hvort tveggja
þekkja allir ef þeir aðeins vilja leiða
hugann að því.
Svo er almenningsálitið og áhrif
þess. Því almennari sem áfengis-
neysla er, því víðtækari eru slæmar
afleiðingar hennar. Þess vegna ætti
hver ærlegur maður að meta það
hvort hann vill stuðla að meiri eða
minni meðferð og notkun áfengis.
Við erum öll þátttakendur í þjóðlíf-
inu og verðum þar að taka afstöðu
með eða á móti. Séum við hlutláus
munu áhrif okkar leggjast með
meiri hlutanum. Þeir skoðanalausu
fara í meiri hlutann.
Ofdrykkjan hófst
með einu glasi
Það er almenna reglan. Það ætl-
ar enginn að verða ofdrykkjumað-
ur. En þegar menn sjá hvernig mál
þróast, drykkjuhneigð vex og nær
valdi yfir mönnum sjá margir rök-
rétt sannindi hlutanna.
Vitur er sá
er víninu hafnar
Okkur er stundum sagt að hver
og einn geti orðið alkóhólisti eins
og við getum öll fengið sykursýki.
Það er ekki satt. Það verður enginn
háður áfengi nema hann venji sig
við það. Hér gildir enn að úrræðin
eru að veija fólk sýkingu. Þannig
var útrýmt holdsveiki, sullaveiki og
berklum. Sömu ráð duga við áfeng-
issýkinni.
Hver er sú vörn
að vernda megi
íslensk æskulýð?
Þannig spyr margur og margt
er þá sagt um forvarnir. En hér
fellur allt að sama ósi. Forvarnir
allar verða að byggjast á bindindi.
Því verður svarið:
Bindindið eitt
verður oss að gapi,
öruggt, óbrigðult.
Heill skyldi hugur,
hiklaus stefna
þegar vegur er valinn.
Óruggt ráð
gegn eiturvímu
býður bindindi þér.
Válegur reynist
vímuheimur.
Hversu skal manntjóni mætt?
Því vilja menn svara á ýmsa vegu
en eitt er það svar sem alltaf á við:
Eitt veit ég ráð
sem aldrei bregst.
Bindindi bjargað getur.
Kjarni málsins er einfaldur og
aðgengilegur.
Bakkusar slóð
er blóði drifin,
háska og harmi merkt.
Forvarnir engar
fólki duga
nema sé á bindindi byggt.
Svo einfalt er það og ætti að
vera auðskilið.
Hugsaðu um heilafrumurnar,
gálaust væri að granda þeim. Okk-
ur er sagt að þær þoli illa áfengi
og mætti um það langt mál letra.
Stórdrykkja og steypiregn,
oft var byijunin aðeins dropar.
HALLDÓR KRISTJÁNSSON
frá Kirkjubóli.
BEST FRIEND’
T(2)&c/oG't2<?
Tríumflh
Ivmpli
ÓLYMPÍA Laugavegi og ÓLYMPÍA Kringlunni i samvinnu vid
STJÖRNUBÍÓ ætla að bjóða viðskiptavinum sem kaupa TRIUMPH
undirfatnað dagna 5.-10. september á sérstaka forsýningu gaman-
myndarinnar „MY BEST FRIENDS WEDDING" með Julia Roberts sem
verður í Stjörnubiói þann 10. september kl. 21.00.
GeriSykkur dagatnun, verið töjrandi i TRIUMPH og skellið ykkur d
„MYBEST FRIENDS WEDDING “ /SljÖRNUBÍÓI.
Ath. Boðsmiðamir gilda jýrir tvo og eru til staðar meðan birgðir endost.
FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 47 '
ÞJOÐLEIKHUSIÐ
Glæsilegt leikár að hefjast
AFMÆLISTILBOÐ
i
Allir tínir uppákalasréttir á ótrúlegu verái
þegarpú koráar á staónum. \ ... *.
?SaWs6sU
Nýr stórgflæsilegfur karnamatseáill
Fntt gos fyrir bömin þegar borðað er á staðnum.
Grensásvegi 7
Sími 588 5400
-kjarni málsins!
J