Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 39- - MINNINGAR BRAGI ÓSKARSSON + Bragi Óskarsson fæddist í Sigríð- arstaðakoti í Vestur- Fljótum, Skagafirði 19. mars 1939. Hann lést á lyartadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur 31. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigrún Stefáns- dóttir, húsmóðir í Borgargerði í Vest- ur-Fljótum, og Ósk- ar Björnsson, sjó- maður. Hálfsystur hans, sammæðra, eru Anna S. Vignisdóttir, Sig- urlina Axelsdóttir, sem er látin, og Kristrún Ástvaldsdóttir. Bragi ólst upp lyá Siguijóni Gíslasyni og Ingibjörgu Þor- grímsdóttur, bændahjónum á Steinavöllum í Fljótum, en þau bjuggu síðast í Neskoti, Fijótum. Ingibjörg og Siguijón áttu sam- an fimm börn, þau Fjólu, Rafn, Sigríði, Dúa og Benedikt. Auk þess átti Siguijón Þórunni og Ingibjörg átti Maríu. En að auki tóku þau að sér tvö fósturbörn, Þorgrím Bjarnason og Braga, sem við kveðjum í dag. Bragi kvæntist Sigrúnu Stef- ánsdóttur 28. október 1962. Sig- rún er dóttir Stefáns Bjarnason- ar, fyrrverandi yfirlögreglu- þjóns, og Vilborgar Sigursteins- dóttur á Akranesi. Bragi og Sig- rún skildu 1985. Böm Sigrúnar og Braga em: Stefán, kvæntur Elínu Huld Hartmannsdóttur og eiga þau tvö börn, Hartmann Braga og Halldór Bjarna; Ingi Rafn, í sambúð með Laufeyju Sigurðardóttur, og eiga þau tvö böm, Sig^urð Rúnar og Steindór. Ingi Rafn átti áður Ingu Þóm með Eiínborgu Þóru Þorbergsdóttur; Ólöf, í sambúð með Friðriki Marteins- syni og eiga þau dótturina Karen. Síðustu 9 árin var Bragi í sambúð með Guðrúnu Sigríði Guðlaugsdóttur frá Stokkseyri, synir hennar em Hafþór Jakobsson og Börk- ur Jakobsson, sem er í sambúð með Hrafnhildi Birgis- dóttur og eiga þau soninn Róbert Má. Bragi útskrifaðist frá Bænda- skólanum á Hvanneyri sem bú- fræðingur 1958. Hann lærði vél- virlyun hjá Skipasmíðastöð Þor- geirs og Ellerts á Akranesi. Bragi starfaði lengi í Borgar- nesi sem pípulagningamaður og vélvirki hjá Jóni Kr. Guðmunds- syni, Blikksmiðju Magnúsar Þor- valdssonar, Vegagerð ríkisins og Borgameshreppi. Hann flutti til Reylyavíkur 1984 og starfaði þar þjá Granda hf. sem vélvirki og síðustu árin sem húsvörður í Réttarholtsskóla. Bragi var mikill söngmaður og góður tenór. Hann söng með Karlakórnum Svönum, Akranesi, kirkjukór Borgamess og kvart- ettum þar í bæ. Hann söng einn- ig með Selkómum á Selljarnar- nesi, Söngsveitinni Fílharmoníu og kirkjukór Fella- og Hóla- kirkju. Síðustu tvö árin söng Bragi með Skagfirsku söngsveit- inni í Reykjavík. Útför Braga Óskarssonar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var svo skrítið þegar við bjuggum í Borgarnesi, þá fannst mér ég aldrei kynnast þér almenni- lega. Þú varst alltaf að vinna svo mikið og svo varstu á kafi í kórstarf- inu. En ég man að þú varst alltaf mjög strangur faðir og kenndir okk- ur að standa á eigin fótum, sem við gerum öll með prýði. Eftir að þið mamma skilduð flutti ég með þér til Reykjavíkur og við fórum að búa saman. Það var yndislegur tími. Við náðum svo vel saman. Til dæmis var matargerðin alveg sér kafli. Við vor- um alltaf sammálá um að hafa læris- sneiðar með raspi og baunasalati í helgarmatinn. Það finnst mörgum skrítið að hafa baunasalat en okkur þótti það best. Og svo voru það pabbahamborgararnir, þeir voru bestir og erum við systkinin senni- lega öll sammála því. Manstu þegar við fórum saman á böll og allir héldu að við værum kærustupar. Þú varst svo grobbinn. Þú sagðist alltaf vera tvítugur. Þú passaðir upp á einkadótturina. Manstu þegar ég vildi fara til Vest- mannaeyja í fisk, eins og svo marg- ar stelpur úr Borgarnesi. En þú viss- ir að það mundi sennilega ekki henta mér þannig að þú reddaðir mér fisk- vinnu hjá Granda í viku. Ég var með hausverk á hveijum degi, leiddist ógurlega og hét því að vinna aldrei aftur í fiski og hef staðið við það. Þú vissir alltaf hvað var rétt og hvað var rangt. Þú vildir líka alltaf eiga þitt pláss hjá mér. Þegar ég fór að vera með Frissa, eins og þú kall- aðir hann alltaf fyrst, var ég að vandræðast með jólaboðin af því að hans fjölskylda er svo stór. Þá sagð- ir þú einfaldlega: „Þú manst það, Ólöf, að ég á jóladag." Bless pabbi minn, þú verður alltaf hjá gimstein- unum þínum, alltaf. Ólöf. Kæri Bragi, mér finnst eins og ég hafi þekkt þig lengi þó svo aðeins sé um rúmlega þijú ár að ræða. Þú ert sennilega það sem kallað er minnisstæður maður. Einhvernveg- inn finnst mér þú vera einkennileg blanda af hörkutóli, gleðimanni og góðmenni. Sennilega ertu bara rammíslenskur. Ræktarsemi gagn- vart þínum nánustu og samvisku- semi við allt sem þú tekur að þér er þitt aðalsmerki í einkennilegu samblandi við þína veikleika. Þú hefur aldrei farið í neinar felur með neitt, hlutirnir eru eins og þeir eru. Þegar við Ólöf reyndum að fá þig með okkur í Skagfirsku söngsveitina þá varstu lengi á báðum áttum, eink- um vegna söngfélaganna í kirkju- kórnum, sem þú söngst í. En þú komst og féllst strax inn í hópinn og varðst strax hrókur alls fagn- aðar. Jæja, ég ætla ekki að hafa þetta neina væmna langloku, þú kærir þig ekkert um það. Ég veit að þegar við hittumst í eilífðinni þá munt þú ávarpa mig svona: „Dreng- ur, hvað ert þú að gera hér.“ Þú verður alltaf með okkur í vöku sem draumi. Friðrik Marteinsson. Okkur mæðginin langar til að kveðja ástkæran tengdaföður og afa, eða afa Braga eins og við kölluðum hann alltaf. Afi Bragi á svo stóran stað í hjarta okkar og er það því sárt að skilja svona snöggt og óvænt við hann. Við eigum svo margar og góðar minningar um hann sem lifa áfram með okkur og við ætlum að segja Halldóri litla bróður frá þegar hann stækkar. Hann fékk þó aðeins að kynnast þér, elsku afi, og alltaf varst þú tilbúinn að taka hann í fangið og vera góður við hann. Þau eru ófá skiptin sem við fengum að gista hjá ykkur ömmu Rúnu. Alltaf var tekið vel á móti okkur og var afi Bragi þá alltaf búinn að fara í búðina og kaupa eitthvað gott til að gleðja unga menn. Þig faðmi liðinn friður Guðs og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska i raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt og bjart um nafn þitt er, og vertu um eilífð ætíð sæll, vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti) Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl þú í friði. Elín Huld Hartmannsdóttir, Hartmann Bragi, Halldór Bjarni. Við vorum svo ung þegar við hitt- umst fyrst. Ég 18, þú 22. Það var sumar, bjart allan sólarhringinn, dansleikur á Hreðavatni. Pabbi, lögga á vakt, sagði, þegar hann sá okkur leiðast út f nóttina: „Sigrún mín, átt' þú ekki að vera inni á ballinu og dansa." Ég horfði á pabba smá stund og sagði svo: „Pabbi, ég sé þig seinna." Pabbi horfði á mig og sagði ekki eitt einasta orð. Eftir þessi fyrstu kynni vorum við saman í 25 og hálft ár með smá hléi einu sinni. Það gekk á ýmsu eins og gerist og gengur hjá ungu fólki, sem er að byija búskap. Við fluttum frá Akranesi í Borgames. Fluttum fjór- um sinnum á fjórum ámm. Enduðum á Böðvarsgötunni með Hauki og Stínu, sambýli sem aldrei bar skugga á í rúm 13 ár. Mikið lifandi skelfing var gaman á þessum árum. Þú f kvartett með Halla Sigurbjörns, Ragnari og Ey- vindi, í kirkjukórnum, 1. maí-nefnd- inni að ógleymdum karlakómum Svönum á Akranesi þar sem þú og Grétar Ingimundar lögðuð á ykkur að keyra tvisvar í viku á æfingar í tvö ár hvemig sem veður var. Við eignuðumst bömin okkar þrjú, hvert öðru betra. En okkur var ekki áskapað að tolla saman síðasta spöl- inn. Þú varst svo heppinn að kynnast henni Rúnu þinni, sem var vakin og sofin yfir þér og bömunum okkar, sem voru ykkar bestu vinir, ég tala nú ekki um barnabömin sem vom ykkur allt. Bragi, bestu þakkir fyrir allt sem við áttum saman og Rúna takk fyrir að vera til fyrir hann. Sigrún. Sumarið 1993 var mikið um að vera við endurbætur og viðhald í Réttarholtsskóla. Húsvörðurinn okkar var í veikindaleyfi og að láta af störfum. Innan stokks allt á rúi{ og stúi og fullt af óhreinindum.' " Leit að nýjum húsverði tók nokkurn tíma þvf starfið krefst margvíslegra hæfileika. Eftir ýmsa snúninga fékk ég umsókn frá vélvirkja nokkrum, Braga Óskarssyni. Hann kom í við- tal og mér leist strax vel á mann- inn, lágvaxinn, glaðlegan og kvikan í spori. Þrátt fyrir að fyrstu verkefn- in, að sjá um að koma skólanum í kennsluhæft ástand, virtust illleys- anleg, ákvað Bragi að taka starf- inu. Það verkefni leysti Bragi þann- ig af hendi að engin óþægindi hlut- ust af fyrir skólastarfið. Og það sem^- meira var, það gerðist án alls há- vaða og fyrirgangs. Þetta var aðalsmerki Braga vinar mfns sem nú er látinn langt um aldur fram eftir stutt en snörp veik- indi. Hann leysti málin með brosi á vör og gamanyrðum þegar auðvelt hefði verið að láta þau verða að vandamálum. Starf umsjónarmanns í skóla krefst hæfni á mörgum svið- um. Þar starfar mikill fjöldi fóiks á ýmsum aldri og brýnt að samskipt- in gangi vel. Bragi hafði einstaka hæfileika til að vinna með öðrum, bæði ungum og eldri, án árekstra og núnings. En þó stjórna því sem stjórna þurfti. Slíkur maður er ómetanlegur í skólastarfi, ekki að- eins við að sjá um að húsið og hinJ* ir efnislegu hlutir séu í lagi, heldur líka að samskiptin og samveran gangi vel. Oft er talað um að skóla- starf sé mikið uppeldisstarf. Það er raunar augljóst og þá má ekki gleyma að þar koma að verki allir þeir sem í skólunum vinna. Því hlutverki sinnti Bragi ein- staklega vel með snyrtimennsku sinni og ekki síður glöðu og hlýju viðmóti við alla. Réttarholtsskóli verður ekki samur eftir fráfall Braga. Við söknum gamanmálSi hans og ljúfs viðmóts þar sem hann gekk raulandi um ganga og fylgdist með öllu, lagfærði og gerði við það sem afiaga fór, oft áður en nokkrum hugkvæmdist að nefna það. Við höfðum eðlilega mikið saman að sælda. Þar bar aldrei skugga á og ég sakna hans bæði sem sam- starfsmanns og vinar. Við í Réttar- holtsskóla sendum Guðrúnu sam- býliskonu hans, börnum hans og fjölskyldu okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum guð að styrkja þau í sorginni. Með kveðju frá samstarfsfólki í Réttarholtsskóla. Haraldur Finnsson skólastjóri. «. + Hróbjartur Ein- arsson fæddist i Reykjavík 20. febr- úar 1929. Hann lést 29. ágúst síðastlið- inn í Danmörku. Foreldrar hans voru Einar Hró- bjartsson, póstfull- trúi, og Ágústa Sveinsdóttir, kona hans. Af sjö systkin- um Hróbjarts eru fjögur á lífi. Hróbjartur kvæntist árið 1962 norskri konu, Ás- björgu Soleng kennara. Synir þeirra eru tveir, Ásbjörn læknir og Einar vél- sljóri, búsettir í Kaupmanna- höfn. Hróbjartur lauk stúdents- Hinn 29. ágúst sl. lést í Danmörku Hróbjartur Einarsson, fyrrum lektor og lengi starfsmaður í skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Hróbjartur lauk stúdentsprófi frá máladeild Mennta- skólans í Reykjavík vorið 1950 og hélt að því búnu til náms við Óslóar- háskóla. Þar lauk hann cand.mag.- prófi frá máladeild Menntaskólans í Reykjavík vorið 1950 og hélt að því búnu til náms við Óslóarháskóla. Þar lauk hann cand. mag.-prófi og síðan cand. philol.-prófi. Aðalgrein hans var norska en auka- greinar landafræði og saga. Hann starfaði sem menntaskólakenn- ari í Noregi á annan áratug, allt fram til ársins 1969. Þá gerðist hann lektor í norsku við Háskóla íslands og gegndi því starfi um þriggja ára skeið. Útför Hróbjarts er gerð í Kaupmannahöfn i dag. prófi og síðan cand. philol.-prófí. Aðalgrein hans var norska en auka- greinar landafræði og saga. Hann starfaði sem menntaskólakennari í Noregi á annan áratug, allt fram til ársins 1969. Þá gerðist hann lektor í norsku við Háskóla íslands og gegndi því starfi um þriggja ára skeið. Hróbjarti fór kennsla vel úr hendi og hann var mikils metinn bæði af nemendum sínum og sam- kennurum. Árið 1971 var gerður samningur milli Norðurlandaríkjanna fimm um samstarf þeirra í menningarmálum. Með samningi þessum var stefnt að þvi að efla víðtæka samvinnu Norður- landaþjóða á sviði menningar, fræðslumála og vísinda og styrkja skipulag hennar. Á grundvelli samn- ingsins var sett á stofn í Kaupmanna- höfn norræn menningarmálaskrif- stofa sem varð eins konar samstarf- smiðstöð menntamálaráðuneytanna á Norðurlöndum. Til skrifstofunnar var ráðið starfsfólk frá löndunum öllum. Þar réðst Hróbjartur Einarsson til starfa jþegar vorið 1972, einn af fyrstu Islendingunum sem komu við sögu í þessari norrænu samstarfs- stofnun. Starfssvið hans þar var framan af einkum tengt fræðslumál- um, enda bjó hann að traustri sér- menntun og reynslu á þeim vett- vangi. Verkefnin voru fjölbreytt, enda starfsvettvangur menningar- málaskrifstofunnar víðtækur og starfsliðið ekki ýkja fjölmennt. Undir- búingur og framgangur samstarfs- verkefna var mjög undir starfsmönn- um skrifstofunnar kominn og í starfi þeirra fólust samskipti við fólk og stofnanir víðsvegar um Norðurlönd. Fljótlega tengdist starf Hróbjarts að hluta Norræna menningarsjóðnum, en umsýsla hans var á hendi menn- ingarmálaskrifstofunnar eftir að hún tók til starfa. Sjóðurinn var settur á stofn árið 1967 í þeim tilgangi að efla menningarsamstarf á Norður- löndum með styrkjum til verkefna á sviði lista, vísinda og menntunar. Starfsemi sjóðsins hefur reynst nor- rænni menningarsamvinnu mikil lyftistöng og m.a. hefur stuðningur hans oft ráðið baggamuninn um þátt- töku íslendinga í samstarfsverkefn- um. Þegar fram í sótti varð vinnan við menningarsjóðinn aðalstarf Hró- bjarts. Sú vinna laut m.a. að því að reifa styrkumsóknir í hendur sjóðs- stjómar, undirbúa stjómarfundi að öðm leyti, rita fundargerðir og fylgja eftir ákvörðunum stjómar um af- greiðslu erinda, svo og að veita upp- lýsingar um starfsemi sjóðsins og reglur. Það kom sér oft vel fyrir ís- lendinga sem hugðust kanna mögu- leika á stuðningi frá sjóðnum að geta leitað til Hróbjarts um upplýsingar og leiðbeiningar. Sjóðsstjórnarmenn, bæði úr hópi íslendinga og annarra, munu og eiga góðar minningar um samstarfið við hann. Árið 1986 varð sú breyting á, að skrifstofur Norrænu ráðherranefndarinnar sem verið höfðu í tvennu lagi, þ.e. menningar- málaskrifstofan í Kaupmannahöfn og skrifstofa fyrir önnur samstarfssvið í Ósló, vom sameinaðar í Kaup- mannahöfn. Hróbjartur Einarsson varð starfsmaður í hinni nýju skrif- stofu, í Stóra Strandstræti 18, og vann sem áður að málum Norræna menningarsjóðsins allt þar til hann lét af störfum haustið 1994. Um tveggja og hálfs árs skeið á ámnum 1982-1984 hafði Hróbjartur leyfi frá störfum í menningarmálaskrifstof- unni til að ljúka samningu og und- irbúa útgáfu Norsk-íslenskrar orða- bókar, en útgáfan var styrkt af Nor- ræna menningarsjóðnum. Bókin kom út þjá norska Háskólaforiaginu 1987. Samning hennar var mikið eljuverk og brautryðj andastarf þar sem engin norsk-íslensk orðabók hafði áður ver- ið gefin út. Þetta framlag Hróbjarts til að styrkja tengsl Norðmanna og íslendinga verður honum óbrotgjam minnisvarði. Hróbjartur kvæntist árið 1962 norskri konu, Ásbjörgu Soleng kenn- ara. Synir þeirra tveir, Ásbjöm lækn- ir og Einar vélstjóri, em búsettir i Kaupmannahöfn. Við Hróbjartur Einarsson vomflfa' samtíða í menntaskóla og samstúd- entar, en hvor úr sinni bekkjardeild og þekktumst ekki náið á þeim tíma. Það var gott að hitta hann að nýju sem íslenskan starfsmann á norræn- um vettvangi, þar sem við áttum síð- an ánægjuleg samskipti um langt árabil. Hróbjartur var hóglátur mað- ur í framgöngu en fas hans og yfir- bragð bar vott um æðruleysi og skap- festu. Verk hans öll einkenndust af þeim traustleika sem góð menntun er líkleg til að efla ef mannkostir em fyrir. Hann var hlýlegur í viðmóti o^g, notalega glaður í bragði og virtisr hveijum manni vel. Örlögin höguðu því svo, að Hróbjartur Einarsson dvaldist mestan hluta starfsævinnar fjarri ættlandi sínu. Við leiðarlok á ísland honum þökk að gjalda fyrir verk hans því þau vom unnin íslenskri menningu til þarfa. Arni Gunnarsson. HROBJARTUR EINARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.