Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 60
JieWiiM -setur brag á sérhvern dag! MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Utanríkisráðherra segir bagalegt að hafa ekki fastafulltrúa hjá ÖSE 4tætt um aðstöðu í sendiráði Dana Vísindaþing Norrænu mænuskaðasamtakanna 22% mænuskaðaðra eru með mikla verki HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir afar bagalegt að Is- land hafi ekki fastanefnd við Örygg- is- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) í Vín. Rætt hafi verið við dönsk stjórnvöld um að íslenzkur fulltrúi fengi til bráðabirgða inni í sendiráði Danmerkur í Vín. Fram- búðarlausnin hljóti þó að vera ís- lenzkt sendiráð í Vín. ísland hafði fastanefnd hjá ÖSE Íáður RÖSE) í Vín 1991-1994, en íún var lögð niður í sparnaðar- skyni og hefur fyrirsvar ÖSE-mála verið í utanríkisráðuneytinu. „Það er mjög bagalegt að hafa ekki fastanefnd," segir Halldór. „Stofn- unin hefur vaxandi hlutverki að gegna og því friðarferli, sem fram fer á óróasvæðum víða í álfunni, er stjórnað af henni að hluta til. Rúss- ar eiga aðild að ÖSE og samvinna við þá á sviði öryggismála er því mikil.“ Halldór segir að ísland sé nú eina Evrópuríkið, sem ekki hefur fasta- nefnd hjá ÖSE. „Við höfum minnzt á við Dani að vera með mann hjá þeirra sendiráði. Við höfum verið að leita leiða til að finna ódýra lausn á þessu,“ segir hann. „Það eru þó tak- mörk fyrir því hvað við getum leyft okkur í þessu sambandi, eigum við að halda virðingu okkar. Framtíðar- lausnin getur ekki orðið önnur en sú að sendiherra verði í Vín.“ 22% mænuskaðaðra kvörtuðu um mjög mikla eða gífurlega verki í ís- lenskri rannsókn á verkjum, fæmi og lífsgæðum. Önnur íslensk rann- sókn gefur til kynna að með reglu- bundnu læknisfræðilegu eftirliti sé hægt að draga úr fylgikvillum mænuskaðaðra í hjólastól eftir út- skrift af sjúkrahúsi. Rannsóknirnar eru kynntar á vísindaþingi Nor- rænu mænuskaðasamtakanna, sem hófst í gær á Hótel Loftleiðum. Úrtak fyrri rannsóknarinnar eru mænuskaðaðir á árabilinu 1973 til 1995. Óskað var upplýsinga frá 60 manns og bárust þær frá 52. Sigrún Knútsdóttir, einn rann- sakenda, sagði að verkir væru vandamál hjá 80% úrtaksins. ,Af úrtakinu kvörtuðu 22% um mjög mikla eða gífurlega verki. í þeim hópi töldu 62% verkina tmfla allar daglegar athafnir," sagði hún. Samanburður erfiður Óskar Ragnarsson, læknanemi, og Guðmundur Geirsson, þvagfæra- skurðlæknir, rannsökuðu tíðni fylgi- kvilla hjá 35 mænusködduðum í hjólastól. „Þótt samanburður við er- lendar rannsóknir sé dálítið erfiður, því að úrtök sjúklinga eru aldrei al- veg sambærileg, teljum við að tíðni fylgikvilla sé svo há að með reglu- bundnu læknisfræðilegu eftirliti megi draga úr henni,“ segir Óskar. A þinginu kemur fram að tilraun- ir með notkun fósturvísa við skurð- aðgerðir vegna mænuskaða gefi góða raun. Meðal þeirra sem ávörpuðu gesti þingsins við setningarathöfnina á Hótel Loftleiðum í gær var banda- ríski kvikmyndaleikarinn Christo- pher Reeve, sem birtist á skjánum með hjálp nútímatækni. Hann lam- aðist fyrir neðan háls fyrir rúmum tveimur áram, er nú virkur í stjórn samtaka lamaðra í Bandaríkjunum og hefur unnið ötullega að því að safna fé til rannsókna og meðferðar mænuskaða. í máli hans kom m.a. fram að mænuskaðaðir stæðu á þröskuldi mikilla framfara. Reeve lauk ávarpinu á því að segja við- stöddum að fara nú að drífa sig aft- ur að vinna, þar sem ærin verkefni biðu. ■ Mænusköðum fækkað/30-31 Verðbréfaþing Næst mestu * viðskipti á einum degi VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi námu alis tæpum 2,4 milljörðum króna í gær og eru þetta önnur mestu við- skipti á þinginu frá upphafi. Mest viðskipti urðu með húsbréf eða fyrir tæplega 1 milljarð króna, viðskipti með ríkisvíxla námu um 500 milljón- um og spariskírteini tæplega 400 milljónum. Aukin eftirspurn eftir húsbréfum þrýsti niður ávöxtunarkröfu þeirra um 4 punkta eða í 5,31%. Voru dæmi um sölu á 250 milljónum í einu lagi #j»(íem ekki er algengt á þinginu. Lík- legt þótti að horfur á aukinni verð- bólgu hefðu átt þátt í þessari eftir- spurn, en því er nú spáð að verðbólg- an geti orðið allt að 6% í september miðað við heilt ár. Avöxtun spariskír- teina lækkaði í takti við húsbréfin. Hlutabréfaviðskipti urðu einnig nokkuð lífleg og námu heildarvið- skiptin um 100 milljónum. Þar vógu þyngst viðskipti með bréf SR-mjöls að fjárhæð um 40 milljónir. Þingvísi- tala hlutabréfa hækkaði um 0,9%, en mest hækkun varð á hlutabréfum Haraldar Böðvarssonar eða 5%. Morgunblaðið/Ásdís KVIKMYNDALEIKARINN góðkunni, Christopher Reeve, sem lamaðist þegar hann féll af hestbaki fyrir rúmum tveimur árum, ávarpaði gesti mænuskaðaráðstefnunnar í gær. Hann sagði mænuskaðaða standa á þröskuldi mikilia framfara. Ungfrú Island og níu aðrir keppendur í Ungfrú Evrópu hættu við Telja aðbúnað- inn óviðunandi TÍU keppendur af 43 í fegurðar- samkeppninni um titilinn Ungfrú Evrópa, þeirra á meðal sá ís- lenski, hafa hætt við keppni og flúið keppnisstaðinn þar sem þeim finnst aðbúnaður og viður- væri slæmt á hótelinu sem þeir dvelja á í úljaðri Kiev í tíkraínu. Skipuleggjendur keppninnar segja að hún verði eigi að síður haldin. Elín Gestsdóttir, framkvæmda- stjóri Fegurðarsamkeppni ís- •o-piands, staðfesti að Harpa Lind Harðardóttir hefði yfirgefið tíkraínu og væri væntanleg heim á morgun, laugardag. Hún sagð- ist hafa verið í sambandi við Hörpu, af henni væri allt gott að frétta og beðið væri nánari upp- lýsinga frá skipuleggjendum keppninnar um hvað gerst hefði. -«Llín sagði að aldrei hefði fallið blettur á fyrirtækið sem sér um framkvæmd keppninnar og taldi eitthvað hafa komið upp sem væri utan áhrifasviðs þess. Fyrrverandi orlofsstaður kommúnistaflokksins í frétt Reuter-fréttastofunnar segir að keppendur frá Englandi, Wales og Irlandi hafi kvartað yfir því að ekki skyldi skipt um rúm- föt á hótelherbergjum þeirra í viku og að brauð sem þeim hefði verið borið hefði verið skemmt. Þær hafi einnig óttast um öryggi sitt og verið dregnar á nætur- klúbb og þeim þrýst til að dansa þar við ókunnuga menn. Stúlkurnar bjuggu á hóteli sem var orlofsstaður kommúnista- flokksins fyrrverandi, rétt utan við borgina. Auk þeirra hafa Norðurlandastúlkurnar hætt við keppni og stúlkur frá Þýskalandi og Sviss. Haft er eftir talsmanni fyrirtækisins, sem sér um keppn- ina, í frétt Reuters að búið hafi verið að samþykkja keppnisstað- inn af réttum aðilum, rétt væri að Kiev státaði ekki af fimm stjarna hótelum enda berðist landið í bökkum efnahagslega eftir að hafa fengið sjálfstæði sitt frá Sov- étríkjunum árið 1991. Þá segir hann einnig að heimsókn í um- ræddan næturklúbb hafi verið á dagskrá stúlknanna og þeim hefði átt að vera ljóst að þeim bæri að fara þangað. Ólafur Laufdal, sem í áraraðir hefur haft afskipti af fegurðar- samkeppnum, segir að franskir skipuleggjendur keppninnar hafi áratuga reynslu, hafi ávallt sýnt vönduð vinnubrögð og ekki mátt vamm sitt vita. Segir hann Evr- ópukeppnirnar hafa verið haldn- ar víða og ávallt hafi aðbúnaður verið óaðfinnanlegur. Stundum hafi komið upp vandamál en þau hafi ávallt tekist að leysa. Hann benti á að hér væri um framandi land að ræða og matur og aðbún- aður gæti verið frábrugðinn því sem stúlkurnar ættu að venjast. Ljósmynd/Gunnlaugur Rögnvaldsson Breski herinn í rallinu SEX breskir herjeppar eru í Kumho alþjóðarallinu sem hefst kl. 15 í dag við Perluna. Mæta þeir þriðja árið í röð og nú á hvítmáluðum Land Rover jepp- um. Þeh- ljúka breska meistara- móti hennanna í raUakstri með því að keppa hér á landi. ■ Alþjóðarall/B4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.