Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.09.1997, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Ellen og kærastan KVIKMYNDIR/Krínglubíó og Regnboginn sýna rómantísku gamanmyndina Addicted to Love með Meg Ryan og Matthew Broderick í aðalhlutverkum. í ÁSTARFJ ÖTRUM ► ELLEN DeG- eneres, sem fer með aðalhlut- verkið í fram- haldsþáttunum „Ellen“, hefur gefið út þá yfir- lýsingu að hún sé lesbía. „El- len“, sem hún leikur í þátt- unum, fer ekki varhluta af því. Hún verður ástfanginn af lík- amsræktarþjálfara, sem leik- inn er af Dedee Pfeiffer, úr sjónvarpsþáttunum „Cybill“. „Húr ast kærustu," DeGeneres. Hún viðurkennir samt sem áður að lesbísk ást „geti verið viðkvæmt mál vegna þess að við ^viljum ekki missa neina úr áhorf- enda- hópn- um.“ SAM og Maggie hittast þar sem þau eru bæði að njósna um fyrrverandi elskhuga sína. SAMSKIPTI þeirra Sams og Maggie taka óvænta stefnu þegar þau kynnast betur. KELLY Preston og Tcheky Karyo leika fyrrverandi elskhugana sem gera Sam og Maggie gramt í geði. sitt í Sleepless in Seattle sem Nora Ephron leikstýrði, en mót- leikari hennar í myndinni var Tom Hanks. Meg Ryan skipaði sér á bekk með helstu leikkonum í Bandaríkjunum þegar hún lék í When Harry Met Sally, en fram að því var hún lítt þekkt þrátt fyrir að hafa komist vel frá hlut- verki sínu í Top Gun þar sem allt snérist í kringum Tom Cru- ise. Hún lærði blaðamennsku við New York háskóla áður en hún ákvað að reyna fyrir sér sem leikari og var fyrsta hlutverkið hennar lítið aukahlut- verk í myndinni Rich and Famous, sem gerð var 1981. Meg Ryan er gift leikaranum Dennis Qua- id og hefur hún leikið á móti honum í myndunum D.O.A., Innerspace og Flesh and Bone. Af öðr- um hlutverkum hennar má nefna Presidio þar sem Sean Connery var í aðalhlutverki, mynd Oli- vers Stone um The Do- ors, When a Man Loves a Woman, þar sem hún lék drykkjusjúkling, French Kiss og síðast Courage Under Fire. Matthew Broderick er ekki síður þekktur fyrir sviðsleik en kvikmynda- leik og hefur hann tví- vegis hlotið Tony verð- launin. Faðir hans er leikari og móðir hans rit- höfundur og byijaði hann ungur að reyna fyrir sér í leiklistinni, en fyrsta kvikmyndahlutverkið fékk hann 21 árs gamall þegar hann lék i War Games og sló hann strax í gegn. í kjölfarið fylgdu m.a. myndirnar Ferris Buller’s Day Off, Glory og Ladyhawke. Kelly Preston vakti mikla athygli þegar hún lék á móti Tom Cruise í Jerry Maguire í fyrra, en hún hafði leikið í íjölda kvik- mynda áður án þess að siá í gegn. Síðast lék hún í Nothing to Lose sem nú er verið að sýna í Sambíóunum. Tcheky Karyo er einn af vin- sælli leikurum Frakklands, en hann hefur leikið í fjölda mynda beggja vegna Atlantshafsins. Meðal mynda sem hann hefur leikið í eru Goldeneye og Bad Boys, en sennilega er hann þekktastur fyrir að leika í La Femme Nikita, sem Luc Besson leikstýrði. vill gera allt sem í hennar valdi stendur til að ná fram hefndum gegn Anton (Tcheky Karyo), hin- um franska fyrrverandi elskhuga sínum. Þau Sam og Maggie hitt- ast síðan í New York þar sem þau eru bæði að njósna um sín fyrrverandi. Þau mynda samsæri til þess að ná fram vilja sínum gagnvart þeim, og Maggie nær að fullvissa Sam um að eina leið- in til að vinna aftur Lindu sé að niðurlægja Anton og eyðil'eggja líf hans. Meg Ryan hefur tvívegis hlot- ið tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna sem besta leik- kona. Fyrra skiptið var fyrir leik í gamanmyndinni When Harry Met Sally árið 1989, sem Rob Reiner gerði eftir handriti Noru Ephron, og í síðara skiptið hlaut hún tilnefninguna fyrir hlutverk ADDICTED to Love fjallar um Sam (Matthew Brod- erick) og Maggie (Meg Ryan), sem eiga það eitt sameig- inlegt að fyrrum elskhugar þeirra hafa tekið saman og eiga í ástarsambandi. Sam er reiðubú- inn að gera hvað sem er til að vinna aftur Lindu (Kelly Preston) á meðan Maggie STUTT Frumsýning Varst þú á miðhæðinni í Klúbbnum 75 - '78 ? MVanrvslu el\\r tónWsWrmV, s\uð\nu, stemnVngunn'i 09 VóWunu? Endurfundir á L.A. Café föstudaginn 5. sept. Villi Ástráös, Ásgeir Tómas, Vignir Sveins, Snorri, Indriði og Sæli taka vel á móti þér Cindy Jackson frá Ohio hefur farið í tuttugu og fjórar fegrunaraðgerðir CINDY Jackson er betur þekkt sem hin mennska Barbie-dúkka því hún hefur farið í nákvæmlega 24 fegrunaraðgerðir til að breyta útliti sínu og bæta. Cindy hefur eytt um sjö milljónum króna í fegrunaraðgerðirnar og er andlit hennar og líkami nú tryggður fyr- ir um 700 milljónir króna. „Mér fannst ég alltaf vera ljót á uppvaxtarárunum i Ohio. Eg horfði upp á sætu stelpurnar fá alla athyglina og fannst það mjög óréttlátt. Ég flutti til London þeg- ar ég var 21 árs og ætlaði heldur betur að lifa lífinu. Það var hins ekki fyrr en faðir minn lést og arfleiddi mig að peningum að ég gat loks farið í fegrunaraðgerð. Eg fór í fyrstu aðgerðina árið 1988 og lét sjúga burt fitu af hnjám og maga og lét víkka og lyfta augunum," sagði Cindy Jackson í viðtali við breskt tíma- rit á dögunum. Nýlega lét Cindy setja varan- legan farða á augnlokin, auga- brúnir og línur í kringum varirn- ar. Hún segist eyða mestum tíma sínum í rannsóknir þar sem hún „Mannfólkið elskar fegurð“ reyni að finna bestu læknana og bestu aðferðirnar. Hún segir einn- ig mjög algengt að fólk skrifi henni til að spytja ráða um fegr- unaraðgerðir og reynslu hennar af þeim. „Það trúir því enginn að ég sé 42 ára því ég lít alls ekki út fyrir að vera það. En ef ég ætla að líta vel út eftir tiu ár þá þarf ég að fara í fleiri aðgerðir til að halda mér við. Ég er nú þegar búin að panta tíma fyrir næstu andlitslyft- ingu sem verður í janúar á næsta ári. Það verður fjórða andlitslyft- ingin sem ég fer í,“ sagði Cindy sem gerir ýmislegt annað til að viðhalda glæsilegu útliti sínu. Hún segir jákvæði vera mjög mikil- vægt, hún klæði sig unglega, gæti að __ mataræðinu og forðist sólina. „Ég fylgist með ungu fólki og reyni að líkjast því og ég fylg- ist einnig með eldra fólki og reyni að forðast það sem gerir það elli- legt,“ sagði hin síunga Cindy. „Mannfólkið elskar fegurð og lað- ast að henni. Hún hjálpar okkur að ná árangri. Ég vil vera falleg og mér finnst fegurð vera jákvæð. Hvað er athugavert við það?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.